Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN fengi 37,1% fylgi nú og Sjálfstæðisflokkurinn 33,1% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands vann fyrir Morgunblaðið dag- ana 6. til 11. apríl síðastliðinn. Miðað við þá sem afstöðu tóku fengi Fram- sóknarflokkurinn 10,3%, Frjálslyndi flokkurinn fengi 8,9%, Vinstri hreyf- ingin – grænt framboð, VG, fengi 8,7% fylgi, Nýtt afl kemst í fyrsta sinn á blað og fær 1,1% fylgi og aðrir 0,8%. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Samfylkingin 24 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 21, Framsókn- arflokkurinn sjö menn, Frjálslyndi flokkurinn sex og VG fimm þing- menn. Miðað við síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið, sem gerð var um miðjan mars- mánuð, hafa tveir stærstu flokkarnir haft sætaskipti. Í mars jókst fylgi Sjálfstæðisflokks frá febrúarkönnun um 3,7 prósentustig en fylgi Samfylk- ingar dalaði um rúm sex prósentu- stig. Nú hefur fylgi Samfylkingar aukist frá því í mars um rúm þrjú pró- sentustig en fylgi Sjálfstæðisflokks minnkað um 6,4 prósentustig. Framsóknarflokkurinn tapar enn fylgi, var með 13,5% í febrúar, 11,7% í mars og nú 10,3%. Kjörfylgi flokksins í kosningunum 1999 var rúm 18%. Frjálslyndi flokkurinn bætir tölu- verðu fylgi við sig frá síðustu könnun, eða nærri fjórum prósentustigum, á meðan fylgi VG dalar um 0,7 pró- sentustig. Félagsvísindastofnun segir það at- hyglisvert hve mikið fylgi flokka í könnuninni nú víkur frá kjörfylgi þeirra árið 1999. Kjörfylgi Vinstri- grænna sé það eina sem haldist innan skekkjumarka frá síðustu kosning- um. Þetta gefi til kynna að raunveru- leg breyting hafi orðið á fylgi flokk- anna frá kosningum. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svarandur. Fyrst var spurt: Ef al- þingiskosningar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista held- urðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðust ekki vita það voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú munir kjósa? Þeir sem sögðust heldur ekki vita það voru þá spurðir: En hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? Var þeim sem sögðu eftir þriðju spurninguna líklegast að þeir kysu annan flokk en Sjálfstæðisflokk raðað niður á hina flokkana í sömu innbyrðis hlutföllum og fengust úr fyrri spurningunum tveimur. Hinum, sem sögðu líklegast að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn, var bætt við fylgi flokksins úr hinum spurningunum tveimur. Félagsvísindastofnun beitir þessari aðferð þar sem reynslan hef- ur sýnt að tilhneiging er til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé ofmetið í könnunum, miðað við fylgi hans á kjördag. Eftir fyrstu tvær spurningarnar voru 13,9% svarenda enn óvissir, en þegar svörum við þriðju spurningu var bætt við fór hlutfall óákveðinna niður í 5,3%. Alls sögðust 2,2% ætla að skila auðu, 1,9% sögðust ekki ætla að kjósa og 1,6% neituðu að svara. Mögulegt þingsæti í Reykjavík fyrir Framsóknarflokkinn Í könnuninni eru skoðaðar niður- stöður í Reykjavík, Suðvesturkjör- dæmi og þeim þremur kjördæmum saman sem eftir eru, þar sem stærð úrtaksins gefur ekki grundvöll til að greina niðurstöðurnar ítarlegar. Samkvæmt þessu er fylgi Samfylk- ingarinnar mest í Reykjavík, eða 42,1%, er rúm 36% í Suðvesturkjör- dæmi og 32,1% á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í Suðvesturkjördæmi, eða 38,4%, er með 34,6% í Reykjavík og 28,6% í öðrum kjördæmum saman- lagt. Framsóknarflokkurinn hefur mest fylgi í landsbyggðarkjördæmunum, 15,7%, samanborið við 7% í Reykjavík og 7,8% í Suðvesturkjördæmi. Fylgi VG er 10,6% í Reykjavík, 8% á lands- byggðinni en 6,4% í Suðvesturkjör- dæmi. Frjálslyndir mælast með mest fylgi á landsbyggðinni, eða 13,8%, 7,8% í Suðvesturkjördæmi en minnst í Reykjavík, eða 4,5%. Samkvæmt þessum tölum myndu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og VG fá kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavík. Ekki er talið ljóst hvort Framsóknarflokkurinn nái inn þing- manni í Reykjavík en það er að mati Félagsvísindastofnunar mögulegt. Flokkurinn fengi hins vegar örugg- lega kjörna þingmenn á landsbyggð- inni. Frjálslyndir næðu að líkindum ekki inn manni í Reykjavík en fengju samkvæmt könnuninni kjörna þing- menn á landsbyggðinni. Allir flokkar í könnuninni, nema Nýtt afl, eru vel yf- ir þeim 5% mörkum sem flokkar þurfa að fá á landsvísu til að öðlast rétt á jöfnunarsætum. Könnunin var sem fyrr segir gerð dagana 6. til 11. apríl sl. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóð- skrá, sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18–80 ára. Alls svöruðu könnuninni 770 manns þannig að brúttósvarhlutfall var 64,2%. Nettó- svörun var 66,5%, þegar dregnir hafa verið frá þeir sem verða ekki komnir með kosningarétt á kjördag 10. maí nk., þeir sem eru nýlega látnir, er- lendir ríkisborgarar eða fólk sem er búsett erlendis. Tuttugu prósent úr- taksins neituðu að svara og ekki náð- ist í 13,5% úrtaksins. Könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið á fylgi stjórnmálaflokkanna Frjálslyndir upp fyrir VG með sex þingmenn Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur hafa sætaskipti frá síðustu könnun                               !  "  #$  %  % &'(   )      *  +            ,         -...      )  ,              / 0- 01 2 3 24                                           !! " #   $  %"&' (  !)  * (  !'+& ,(-   !'((  &   *. '## !$&                                                      !    !"  # $  %  # $ & "         !! "     ! !"     '(     STUÐNINGUR hins opinbera við barnafjölskyldur er minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum jafnvel þótt hér séu hlutfallslega fleiri börn á aldrinum 0-17 ára. Árið 2000 voru út- gjöld vegna barnafjölskyldna 2,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) á Ís- landi en á bilinu 3,1%-3,7% á hinum Norðurlöndunum. Hlutfallið hefur staðið nær í stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða svo. Þetta er meðal atriða sem fram koma í rannsókn Hörpu Njáls á Fátækt á Íslandi. Að sögn Halldórs Grönvold hjá ASÍ er skýringin á minni stuðningi við barnafjölskyldur hér á landi í grófum dráttum sú að upphæðir bóta og styrkja til barnafólks eru almennt lægri auk þess sem barnabætur eru hér tekjutengdar en óháðar tekjum á hinum Norðurlöndunum. Hlutfallslega fleiri börn á Íslandi Þegar hlutfallstölurnar um stuðn- ing við barnafjölskyldur er skoðaðar er rétt að hafa í huga að hlutfall barna á aldrinum 0-17 ára var 28% af íbúa- fjöldanum hér á landi árið 2000 en hlutfallið var 25% í Noregi, 23% í Finnlandi og Svíþjóð og 22% í Dan- mörku. Þar er bent á að á öllum Norðurlöndunum greiðir ríkið barna- bætur til barnafólks og að sá styrkur er skattfrjáls og óháður tekjum á öll- um Norðurlöndunum nema á Íslandi en þar er hann tekjutengdur. Þá er og fullyrt að breytingar, sem gerðar voru á barnabótakerfinu árið 1998, hafi orðið til þess að mun færri for- eldrar hafi fengið bætur en áður. Þannig hafi liðlega sjötíu þúsund ein- staklingar fengið barnabætur árið 1997 en tveimur árum síðar eða árið 1999 hafi aðeins liðlega 41 þúsund einstaklingar fengið barnabætur. Í skýrslu ASÍ, Velferð fyrir alla, segir að til þess að koma megi til móts við barnafólk sé nauðsynlegt að barnabætur verði hærri en nú er, tekjutenging þeirra verði afnumin og að þær nái til barna að 18 ára aldri en ekki 16 ára eins og nú er. Minnsti stuðningur við barnafjöl- skyldur á Íslandi                      !"  #"  "  $" % %"       &' %(((  "  #"  "  %" % " ) $ (" $ (" $ %"  !" % $"  ) #"  " $ #" $ %" % $" *          + GUÐJÓN Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða (Ice- landair), segir að ákvörðun stjórnar Kvenrétt- indafélags Íslands um að kæra Flugleiðir til kæru- nefndar jafnréttis- mála fyrir auglýsingar fyrirtækis- ins komi bæði á óvart og spánskt fyrir sjónir. „Ég fagna því að niðurstaða verði fengin í þetta mál, því það þýðir að sú rógsherferð gegn Icelandair sem hópur fólks hefur staðið fyrir á Netinu fer væntanlega í siðaðan farveg,“ segir hann. Hann segir að mikill meirihluti þeirra starfsmanna sem vinni við sölu- og markaðsmál fyrir Icelandair erlendis séu konur og ekki síst þeirra vegna sé mikilvægt að fá álit kæru- nefndar fram. Kvenréttindafélagið fari að lögum og reglum Að sögn hans er það um- hugsunarefni að Kvenréttinda- félagið virðist ætlast til þess að kærunefnd jafnréttismála á Ís- landi taki sér úrskurðarvald í fjölmörgum löndum þar sem Icelandair hafi auglýst á und- anförnum misserum, en félagið verði að fara að lögum og reglum í hverju landi fyrir sig þar sem það starfi og birti auglýsingar. „Icelandair hefur jafnframt ávallt lagt sig fram við að fara að íslenskum jafn- réttislögum í einu og öllu, einnig í auglýsingum. Það er trú félagsins að niðurstaða kærunefndar muni staðfesta það.“ Guðjón Arngríms- son upplýsinga- fulltrúi Flugleiða Rógsher- ferð í siðaðan farveg Guðjón Arngrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.