Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAUNAMUNUR kynjanna er lögbrot, launaleynd ýtir undir launamun kynjanna og grípa þarf til að- gerða til að uppræta launamun kynjanna bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Leiðir til þess eru m.a. að setja á fót „jafnréttislögreglu“, skylda fyrirtæki til að birta upplýsingar um laun kynjanna eða að upplýsinga- og stjórnsýslulög taki einnig til einkageirans. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi sem Femínistafélag Íslands hélt með fulltrú- um fimm stjórnmálaflokka í gærmorgun, en um- ræðuefnin voru m.a. launamisrétti og atvinnu- stefna, klám og ofbeldi gegn konum. Frambjóðendur voru allir sammála um að launa- munur kynjanna væri óviðunandi og voru þeir spurðir um atvinnustefnu og aðgerðir til að útrýma launamuninum. M.a. komu fyrirspurnir um hvort frambjóðendur væru tilbúnir að „einkavæða“ upp- lýsinga- og stjórnsýslulög þannig að þau myndu ekki einungis ná til hins opinbera heldur einkageir- ans líka. Og hvort stjórnmálaflokkarnir væru til- búnir að takmarka launaleynd á komandi kjör- tímabili með því að setja lög sem skylda fyrirtæki til að taka saman a.m.k. einu sinni á ári upplýsingar um laun karla og kvenna „Langöflugustu aðgerðirnar til að ráðast gegn kynbundnum launamun eru almennir, gagnsæir kjarasamningar þar sem öll kjör eru uppi á borðinu. Í gegnum launaleynd og óumsamdar sporslur læð- ist launamunurinn aftan að okkur,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði og lagði áherslu á að launamunur sem skýrðist eingöngu af kynferði væri klárt lögbrot. Hann telur koma vel til greina að upplýsingalög verði látin ganga yfir einkageirann líka en varaði við því að fyrirtæki myndu bera fyrir sig persónu- vernd vegna einstaklingsbundinna kjarasamninga. „Ég hef oft hugsað um aðra aðferð og hún er sú að koma á jafnréttislögreglu og láta hana hafa sam- bærilegar heimildir og til dæmis samkeppnisyf- irvöld og skattayfirvöld hafa, til þess að fara inn í fyrirtæki og sækja upplýsingar,“ sagði Stein- grímur. Arfur fortíðarinnar „Það er brýnast af öllu að hafa gegnsæja launa- samninga,“ sagði Margrét Sverrisdóttir frá Frjáls- lynda flokknum. „Stefna ríkisstjórnarinnar hefur að mínu mati verið kynblind í atvinnumálum. Nýjasta dæmið um það eru að sjálfsögðu sex milljarðarnir, innspýtingin góða, þar sem um er að ræða eingöngu hefðbundin karlastörf en það sem konur fá eru brauðmolarnir, afleidd kvennastörf í þjónustugeir- anum. Mér finnst mjög mikilvægt að setja kynja- gleraugun upp við allar opinberar framkvæmdir.“ Henni líst vel á þá hugmynd að skylda fyrirtæki til að upplýsa reglulega um laun karla og kvenna. Vísað var í tölur um hlutfall karla og kvenna í störfum í veitustarfsemi og mannvirkjagerð í tengslum við umræðu um sex milljarðana en árið 2002 voru konur 1,2% þeirra sem unnu við veitu- starfsemi en karlar 98,8% og sama ár voru konur 14% þeirra sem unnu við mannvirkjagerð en karlar 86%, að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur. Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi Framsókn- arflokks, tók að nokkru leyti undir gagnrýni á sex milljarða aukafjárveitingu ríkisins til atvinnumála. „Ég held að hugsunin á bak við þá fjárveitingu hafi verið arfur fortíðarinnar. Hagfræðingarnir segja að arðsemi vegaframkvæmda sé mikil á skjótum tíma en ég held að málið sé að sú hugsun að þurfa að kyngreina hafi ekki verið til staðar.“ Björn Ingi tel- ur nauðsynlegt að slík hugmyndafræði liggi á bak við ákvarðanatöku í framtíðinni. Hann telur kyn- bundinn launamun lögbrot en að viðhorfsbreyting muni verða, m.a. með nýjum lögum um fæðing- arorlof feðra. „Það er mikilvægt að kjarasamningar verði eins gegnsæir og mögulegt er,“ sagði Guðrún Ögmunds- dóttir frá Samfylkingu en að hennar mati þarf líka samstillt átak til að útrýma launamun kynjanna sem hún telur lögbrot. Guðrún nefndi einnig að Samfylkingin vill leggja áherslu á að leggja fé í ný- sköpun, rannsóknir og sérstök verkefni til að auka atvinnuþátttöku kvenna á borð við Auður í krafti kvenna. Guðrún er sammála því að upplýsingalög ættu að taka til einkageirans auk hins opinbera og yrði það til þess að draga úr launaleynd, einnig að stór fyrirtæki hefðu jafnréttisráðgjafa. Guðrún Inga Ingólfsdóttir, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokks, sagði að ráðast þyrfti að rótum vand- ans því allt frá fæðingu væri komið fram á mismun- andi hátt við stráka og stelpur. Guðrún Inga telur að launaleyndina þurfi að uppræta og telur vel at- hugandi að setja í lög að fyrirtækjum sé skylt að veita upplýsingar um laun karla og kvenna. Klámefni í opnu sjónvarpi Klám og ofbeldi var einnig rætt á fundinum. Fram kom að í nýlega skipaðri samráðsnefnd til að fara yfir ofbeldismál og koma með tillögur í málaflokknum eigi einungis sæti embættismenn en í nágrannalöndunum væri þátttaka kvenna- hreyfinga í slíkri nefnd talin nauðsynleg. Fram komu fyrirspurnir um hvort löglegt væri að sýna klám í sjónvarpi þótt á ruglaðri rás væri. Bent var á að í opnu sjónvarpi væri allan sólar- hringinn einnig að finna klámefni og tónlistar- myndbönd nefnd í því sambandi. Fulltrúar allra flokka lýstu vilja til að vinna gegn klámvæðingu og voru frambjóðendur sammála um að ekki ætti að leyfa klámi að blómstra. Tekið var undir að grasrót- arsamtök kvenna væru mikilvæg þegar rannsaka ætti ofbeldi gagnvart konum. Sofnað á verðinum Þeirri spurningu var m.a. beint til fulltrúa stjórn- málaflokkanna til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var sér- staklega nefnt í þessu sambandi en þar komust fáar konur í örugg sæti. Sjálfstæðiskonurnar voru spurðar hvernig þær ætluðu að heyja kosningabar- áttuna í jafnréttismálum þegar sú skoðun væri ríkjandi innan Sjálfstæðisflokksins að ekki skipti máli að eingöngu annað kynið kæmi að stjórnun landsins. „Við höfum kannski sofnað svolítið á verðinum,“ sagði Guðrún Inga og vísaði til prófkjörs Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Við vitum af þessu í Sjálf- stæðisflokknum núna og ætlum ekki að láta svona hluti gerast aftur.“ Katrín Fjeldsted frá Sjálfstæð- isflokki sagðist hafa verið í stjórnmálum í tuttugu ár en samt ekki eiga svar við því hvernig ætti að fjölga konum í stjórnmálum. Að hennar mati eru ekki margar vænlegri leiðir heldur en kynjakvóti til að fjölga konum en hún sagðist ekki tala fyrir sinn flokk í því máli. Katrín telur að broddurinn í kvennabaráttunni hafi í raun horfið þegar farið var að tala um jafnrétti í staðinn fyrir kvenfrelsi. Kol- brún Halldórsdóttir frá Vinstri grænum sagði einn- ig að jafnrétti yrði ekki náð nema með kvenfrelsi. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna á fundi Femínistafélags Íslands Draga þarf úr launaleynd Morgunblaðið/Jim Smart Margir sóttu fundinn þar sem rætt var m.a. um launamun kynjanna og hvernig mætti uppræta hann. EYDÍS Sveinbjarnardóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar á geðsviði Landspít- ala – háskólasjúkrahúss og formaður nefndar um málefni barna- og ung- lingageðdeildar LSH (BUGL), kveðst ánægð með að ríkisstjórnin skyldi hafa samþykkt tillögur nefnd- arinnar um að auka geðheilbrigðis- þjónustu við börn og unglinga. Ólaf- ur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir BUGL, fagnar sömuleiðis niður- stöðu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt tillögunum verður m.a. unglingadeild BUGL stækkuð og göngudeild BUGL verður flutt og vinnufyrirkomulag göngudeildarinn- ar endurskoðað til þess að deildin geti betur sinnt börnum og ungling- um með geðraskanir, utan sjúkra- hússins. Áætlaður stofnkostnaður vegna stækkunar deildarinnar er um 45 milljónir kr. Þá er áætlað að rekstrarkostnaður vegna aukinnar þjónustu verði um 55 milljónir á árs- grundvelli. Eydís leggur þó áherslu á að nefndin hafi lagt fram fleiri tillögur sem snúi m.a. að því að bæta og efla innra starf BUGL. Voru tillögurnar kynntar stjórnendum spítalans í lok marsmánaðar. Þar er m.a. lögð áhersla á að göngu- og dagdeildar- þjónusta BUGL verði endurskoðuð og efld og að samstarf við helstu samstarfsstofnanir BUGL verði aukið. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri LSH, segir að framkvæmda- stjórn spítalans hafi rætt tillögurnar. Telur framkvæmdastjórnin tillög- urnar góðar, að sögn Önnu, en hún hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvernig eigi að forgangsraða þeim. Þjónustan aðgengilegri Eydís segir að til að bæta göngu- deildarþjónustu BUGL, leggi nefnd- in m.a. til, að þjónustan verði „gerð aðgengilegri og hreyfanlegri“ eins og hún orðar það. Það þýði m.ö.o. að farið verði með þjónustuna í auknum mæli á vettvang, þ.e. til skólanna og heimilanna. „Það hefur sýnt sig,“ út- skýrir Eydís, „að árangurinn er meiri með því að vinna á vettvangi fjölskyldunnar í stað þess að taka barnið úr sínu umhverfi og setja það á spítala.“ Einnig er, í tillögum nefndarinnar, lagt til að sett verði af stað svokallað gæðaverkefni innan LSH en með því fari m.a. fram gæðaeftirlit með af- köstum og verkferlum göngudeildar BUGL. Til að bæta dagdeildarþjón- ustu BUGL leggur nefndin til að stofnaður verði þverfaglegur vinnu- hópur á BUGL, sem skili tillögum og mati á úrræðum fyrir börn yngri en 12 ára með geðraskanir, fyrir 1. júní nk. Skuli nefndin leggja áherslu á að skoða sérstaklega úrræði og aðbún- að dagdeildarinnar. Þjónustan verði samhæfð Nefndin leggur aukinheldur til að samstarf verði aukið við helstu sam- starfsstofnanir BUGL, s.s. heilsu- gæsluna, eins og áður sagði, og er þar m.a. lagt til að skriflegir sam- ráðssamningar verði gerðir við við- komandi stofnanir og að samstarfs- hópar verði myndaðir til að samhæfa þjónustu þessara stofnana við ákveðna sjúklingahópa. Þá er lagt til að sátt verði náð um þjónustusamn- ing BUGL við Barnaverndarstofu og SÁÁ. Eydís segir að þegar nefndin hafi unnið að þessum tillögum hafi hún talað við fjölmarga aðila, s.s. fulltrúa allra fagaðila innan BUGL. Hún seg- ir jafnframt að með tillögum sínum hafi nefndin verið að leggja áherslu á að finna lausnir á ýmsum vanda- málum. „Við ákváðum að skrifa ekki langa skýrslu um vandamálin heldur einbeita okkur að því að finna lausnir á vandanum.“ Eydís bætir því við að nefndin hafi einsett sér að leita leiða til að ná sem bestri þjónustu með eins hóflegum kostnaði og mögulegt sé. Hún bendir þó á að geðheilbrigð- isþjónustan krefjist mikils mannafla og sé þar af leiðandi dýr. Að endingu má geta þess að nefndin leggur til að stofnaður verði starfshópur, ásamt sviðsstjórum geðsviðs LSH, til að halda utan um þær aðgerðir sem framundan séu hjá BUGL. Er þar lagt til að forstjóri LSH skipi hópinn. Eydís leggur mikla áherslu á að innan BUGL starfi mjög hæft starfs- fólk og að þar sé mikill áhugi á því að sinna þessari þjónustu vel. Stjórnsýsluúttekt á BUGL Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir BUGL, fagnar, eins og Eydís, samþykkt ríkisstjórnarinnar. „Þeg- ar tillögurnar verða að veruleika fela þær í sér raunverulega viðbót við nú- verandi þjónustu BUGL,“ segir Ólafur. Ríkisstjórnin samþykkti einnig að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á starfsemi BUGL og kveðst Ólafur ánægður með þá niðurstöðu. Hann segir mikilvægt að farið verði í þá út- tekt. „Við höfum ítrekað bent á að ekki ríki sátt um stjórnskipulag deildarinnar og fögnum því sérstak- lega að heilbrigðisyfirvöld ætli að gera úttekt á þeirri stöðu.“ Segir Ólafur að mikilvægt sé að tryggja að það viðbótarfjármagn sem ríkis- stjórnin hafi samþykkt að leggja til BUGL skili sér til þeirra verkefna sem ætlunin sé að það skili sér í. Formaður nefndar um málefni barna- og unglingageðdeildar Landspítala og landlæknir Eydís Sveinbjarnardóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Ánægð með að þjónusta BUGL verði aukin GRÆNLANDSFLUG sem hyggur á áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar frá 28. apríl nk. hefur fengið flugleyfi til að fljúga á fyrrnefndri leið. Leyfið gildir til sex mánaða og er miðað við að flogið sé tvisvar í viku. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra er ráðgert að halda fund milli íslenskra og danskra flugmála- yfirvalda um endurskoðun og breyt- ingar á núverandi loftferðasamningi sem er frá 1950. Þorgeir segir að framhald málsins ráðist af því hvað komi út úr þeim viðræðum, einkum um flug íslenskra aðila til Grænlands. Þingmenn fagna leyfinu Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og forseti Alþingis, segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með að þessar beinu flugsamgöngur við Kaupmannahöfn skuli vera komnar á. „Á meðan ég var samgönguráðherra vann ég að því að bæta samgöngur milli Grænlands og Íslands. Við náðum nokkrum ár- angri. Á hinn bóginn er enginn loft- ferðasamningur á milli landanna og ég tel sjálfsagt að þegar í stað verði leitað eftir því við Grænlendinga að semja við okkur Íslendinga um gagn- kvæm flugréttindi. Þetta ástand sem nú er torveldar eðlilegar samgöngur milli þjóðanna og er hvorugri til góðs,“ segir Halldór. Flugið til Kaup- mannahafnar muni ekki aðeins koma Akureyringum vel heldur einnig færa tekjur til ferðaþjónustunnar í nálægum héruðum. Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingar, fagnar því sömuleiðis að flugleyfið hafi fengist. Hann bendir hins vegar á að langan tíma taki að markaðssetja nýja flugleið og nefnir í því sambandi að miklir opinberir fjármunir hafi farið í markaðssókn á flugi til og frá Keflavík á undanförn- um árum. Mikilvægt sé að Akureyri sitji við sama borð að því leyti. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist ánægður með að leyfið hafi fengist. „Ég hef lengi talið það vera baráttumál, bæði út frá samgönguhagsmunum þessa svæðis og reyndar ferðaþjónustunnar einn- ig, ma. með því að opna þann mögu- leika að fólk geti komið inn í landið á einum enda og farið af landi á öðr- um.“ Grænlands- flug fær flugleyfi til sex mánaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.