Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 56

Morgunblaðið - 12.04.2003, Side 56
FRÉTTIR 56 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum prófum í 10. bekk 2003 Skilyrði er að umsækjendur hafi kennslu- reynslu í stærðfræði, íslensku, dönsku eða ensku í 10. bekk. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Námsmats- stofnun næstu daga í síma 551 0560 og á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknareyðublöð fást hjá stofnuninni í Suðurgötu 39, en einnig er hægt að sækja um á netinu; slóðin www.namsmat.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Fundarboð Húsdeildarfundur með íbúðareigendum í 1. og 2. flokki, Ásvallagötu 49—65, Bræðraborgar- stíg 47—55, Hringbraut 74—90 og Hofsvalla- götu 16—22 verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl nk. kl. 17.00 í Þingholti Hótel Holts, Bergstaðastræti 37. Dagskrá: 1. Tillaga um sameiginlega húseigenda- tryggingu. 2. Tillaga um hækkun viðhaldssjóðs. 3. Tillaga um gluggaviðgerðir. 4. Tillaga dags. 30. apríl 2002. Stjórn Húsfélags alþýðu. Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfé- lagsins Hlífar á ársfund Lífeyrissjóðsins Fram- sýnar, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 2003 kl. 17.00. Tillögum með nöfnum 9 aðalfulltrúa og 9 vara fulltrúa ber að skil á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 16. apríl nk. Tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 50—60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. HÚSNÆÐI ERLENDIS Á Spáni Torrevieja — Villa Martin Til sölu glæsileg 3ja herbergja íbúð á efri hæð í raðhúsi við golfvöll. Frábært útsýni yfir golf- völlinn og niður að sjó. Íbúðin er vel útbúin með öllum þægindum. Íbúðinni fylgir einnig bakgarður. Sameiginleg stór og falleg sundlaug. Myndir. Upplýsingar í símum 660 1515, 860 3508 og 557 3834. TIL SÖLU Húsbílar Vorum að fá sendingu af nýjum húsbílum frá Ítalíu. Erum með sýningu á Tangarhöfða 1. húsbílar, Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, símar 567 2357 og 893 9957. SUMARHÚS/LÓÐIR Sumarhús óskast Félagasamtök óska eftir að taka á leigu heils- árshús eða sumarhús á Suðurlandi, Vesturl- andi eða Suðurnesjum (þéttbýlisstaðir koma einnig til greina), sumarið 2003. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 16. apríl nk., merkt: „Sumarhús — 13555“. TILKYNNINGAR Auglýsing frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Suðvest- urkjördæmi, sem fram eiga að fara þann 10. maí 2003, rennur út kl. 12 á hádegi föstu- daginn 25. apríl nk. Framboð skal tilkynna skrif- lega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim viðtöku í Íþróttahúsinu við Kaplakrika í Hafnarfirði föstudaginn 25. apríl kl. 10.00 til 12.00. Á framboðslista skulu vera nöfn 22 frambjóð- enda eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætunum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóð- anda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Yfirkjörstjórn fer þess á leit að framan- greindar upplýsingar um frambjóðendur séu jafnframt afhentar á tölvutæku formi. Fram- boðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutað- eigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmæl- anda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi með- mælanda skal vera 330 hið fæsta og eigi fleiri en 440. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfir- lýsing meðmælenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er borinn fram. Þá skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóð- endum listans hverjir tveir menn séu umboðs- menn listans. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðslista verður haldinn í Íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 26. apríl kl. 10. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis. Bjarni S. Ásgeirsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Birgir Stefánsson, Guðmundur Benediktsson, Sigríður Jósefsdóttir. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Norð- austurkjördæmi, sem fram eiga að fara þann 10. maí 2003, rennur út kl. 12 á hádegi föstu- daginn 25. apríl n.k. Framboð skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim viðtöku að Strandgötu 29 á Akureyri, föstudag- inn 25. apríl kl. 10 til 12. Á framboðslista skulu vera nöfn 20 frambjóð- enda eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætunum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóð- anda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfir- lýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Yfir- kjörstjórn fer þess á leit að framagreindar upp- lýsingar um frambjóðendur séu jafnframt af- hentar á tölvutæku formi. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjör- dæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kenni- tölu hans og heimili. Fjöldi meðmælanda skal vera 300 hið fæsta og eigi fleiri en 400. Fram- boðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing meðmæ- lenda hans um það fyrir hvaða stjórnmálasam- tök listinn er borinn fram. Þá skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðslista verður haldinn að Strandgötu 29 á Akureyri, laugardaginn 26. apríl kl. 10,00 árdegis. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördegi verður í Oddeyrarskólanum á Akureyri (sími: 462-4999 bréfsími: 462-3496). Talning atkvæða fer fram í KA heimilinu við Þingvallastræti á Akureyri. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis. Jón Kr. Sólnes, Jóhann Sigurjónsson, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Páll Hlöðversson, Lárus Bjarnason. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Curtis Silcoc predikar á sam- komu hjá okkur í kvöld kl. 20.30. www.fi.is 13. apríl Dagsferð á sunnu- degi — Frá Reynivöllum að Fossá í Hvalfirði. Fararstjóri Vigfús Pálsson. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð 1.600/1.900 kr. 17.-19. apríl Páskaferð FÍ — Að Langavatni ofan Mýra. 17. apríl Dagsferð á skírdag — Fjöruganga sunnan Straumsvíkur. 12. apríl Jepparæktin - Eyja- fjallajökull. Brottför frá skrif- stofu Útivistar kl. 10.00. 13. apríl Lágaskarð. Gengin verður gömul alfaraleið um Lágaskarð frá skíðaskálanum í Hveradölum að Þrengslavegi. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Farar- stjóri: Steinar Frímannsson. Verð kr. 1700/1900. 16. apríl Útivistarræktin. Gengið um Slysadali. Brottför frá Sprengisandi kl. 18.30. 17.—21. apríl Laugavegurinn á skíðum. Gengið frá Sigöldu. Fararstjóri: Ingibjörg Eiríksdóttir. Verð kr. 18.900/20.700. 18. - 21. apríl. Skíðaferð í Esju- fjöll. Uppselt. 19.—21. apríl Básar á Goða- landi. Árleg páskaferð Útivistar. Brottför frá BSÍ kl. 8.00. Verð kr. 8.700/9.900. GRÁGÆSIN sem ber merkið SLU um háls, ásamt gæsunum SLN, SLC og LHV, er komin heim á varpstöðvarnar á Blönduósi. Þetta er í þriðja sinn eftir að grágæsirnar lentu í höndum merkingarmanna sem smöl- uðu þeim ásamt 114 öðrum gæsum á Blöndu við Blönduós 21. júlí 2000. Ferða- sögur SLU og SLN hafa verið sagðar fyrstu tvö árin en hvar þær hafa haldið sig í vetur hefur ekki enn verið upplýst. Í stuttu máli yfirgaf SLU sumarstöðvar sínar á Blönduósi einhvern tíma í október og dvaldi á Inverness-svæðinu í Skotlandi yfir hörðustu vetrarmánuðina fyrsta árið eftir merkingu. Enginn varð var við þessa gæs hér heima sumarið 2001 en eftir það sumar dvaldi hún í nágrenni bæjar á Innverness- svæðinu sem heitir Elgin og að öllum lík- indum hefur hún eytt jólunum á Loch Ness- vatninu því til hennar sást við ósa vatnsins hinn 16. desember 2001 hvar hið marg- umrædda skrímsli Nessie dvelur. Um miðj- an apríl 2002 var SLU komin heim á ný og þetta vorið sást hún 11. apríl. Grágæsin SLN fór suður um haf um svipað leyti og SLU fyrsta árið en leitaði sunnar á Bret- landseyjar og valdi sér dvalarstað rétt sunnan við landamæri Skotlands, nánar til- tekið í Newton Pool í Norðymbralandi. Blönduósingar urðu varir við þessa gæs 4. maí 2001 og fer engum sögum af henni ytra veturinn eftir en hún sást á túnum Blönduósinga 23. apríl 2002 og núna er hún aftur mætt ásamt ómerktum maka. Merktu gæsirnar að skila sér heim Á myndinni má sjá grágæsina SLC, maka- lausa, ganga yfir Ólafsbyggð á Blönduósi í veðurblíðunni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduósi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.