Morgunblaðið - 03.07.2003, Page 27

Morgunblaðið - 03.07.2003, Page 27
byggingaraðilar leitað til annarra sveitarfélaga. Það hefur heldur ekki bætt ástandið að þegar lóðarskort- urinn var í hámarki var ákveðið að setja þær lóðir sem til voru á upp- boð og þær síðan seldar hæstbjóð- anda. Sú ráðstöfun ein og sér hefur síðan valdið mörgum byggingraðil- anum ómældum erfiðleikum auk þess sem íbúðaverð í borginni hækkaði verulega við þessa ákvörð- un. Flutningur íbúa frá Reykjavík hefur aukist Þessi þróun hefur meðal annars átt stóran þátt í því að flutningur íbúa Reykjavíkur til annarra sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef- ur aukist verulega í tíð R-listans. Árin 1987–1994 fluttu að meðaltali árlega um 340 íbúar frá Reykjavík til annarra sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu en árin 1995–2002 voru það um 715 að meðaltali ár- lega. Fullgerðum íbúðum fækkar Það er sama hvert litið er. Allar tölur sýna að skipulags- og lóða- málum hefur ekki verið sinnt eins og Reykvíkingar eiga kröfu til. Þeg- ar skoðaðar eru tölur um fullgerðar íbúðir í Reykjavík árin 1995–2002 kemur í ljós að rúmlega 500 íbúðir hafa verið fullgerðar að meðalatali árlega á þessu tímabili. Á sama tíma er fjöldi fullgerðra íbúða í ná- grannasveitarfélögunum 25% meiri. Á jafnmörgum árum í meirihlutatíð sjálfstæðismanna, það er árin 1987– 1994, voru fullgerðar í borginni tæp- lega 700 íbúðir að meðaltali árlega. Stefnubreyting nauðsyn Afleiðingarnar af stefnu R-listans í skipulags- og lóðamálum borg- arinnar eru slæmar. Fólk sem vill byggja og búa í Reykjavík er knúið til að leita annað. Íbúðaverð hefur hækkað og skortur á minni íbúðum, 2ja og 3ja herbergja, hefur aukist verulega. Sá tími er einnig nánast liðinn að einstaklingar, sem vilja fá úthlutað lóð og byggja sjálfir, hafi möguleika til þess vegna uppboðs- stefnu R-listans í lóðamálum. Þess- ari óheillastefnu verður að breyta sem fyrst. Höfundur er oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 27 MIKIL umskipti hafa orðið í viðskiptamálum þjóðarinnar á síð- ustu rúmum 40 árum. Innflutn- ingsverslunin var við upphaf þessa tímabils háð inn- flutningsleyfum og hið sama gilti um útflutningsversl- unina. Einokun ríkti við útflutning á saltfiski. Aðeins SÍF mátti flytja út saltfisk og freðfiskútflutning- urinn var í höndum SH og SÍS. Verðlagshöft voru einnig við lýði. Álagning í heildsölu og smá- sölu var háð verðlagsákvæðum. Gjaldeyrisyfirfærslur voru háðar leyfum. Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins,sem tók við völdum í árslok 1959, hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða viðskiptafrelsi. Það var stefna Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráð- herra að losa um höft í innflutn- ings- og gjaldeyrismálum. Afnám innflutningshafta í áföngum Gylfi Þ.Gíslason hafði þann hátt á að afnema innflutningshöftin í áföngum. Gefnir voru út listar yfir þær vörur, sem gefa átti frjálsar í innflutningi hverju sinni, og þær settar á „frílista“. Gylfi gerði þetta í nánu samráði við samtök innflytjenda og samtök iðnaðarins. Haldnir voru margir fundir með hagsmunaaðilum og þeim skýrt frá hverju skrefi fyrir sig. Inn- flytjendur fögnuðu innflutnings- frelsinu en iðnrekendur höfðu áhyggjur af vissum greinum iðn- aðarins. Þetta var mjög áhuga- verður tími. Það var mikið að ger- ast. Og þessar breytingar reyndust til hagsbóta fyrir þjóð- ina. Gylfi Þ. Gíslason er doktor í hagfræði og var prófessor í rekstrarhagfræði við Háskóla Ís- lands. Hann gerþekkti gangverk hagkerfisins og átti því gott með að stýra þessum breytingum. Hann markaði djúp spor í við- skiptasögu þjóðarinnar. Hann átti stærsta þáttinn í því, að Ísland gekk í EFTA 1970. Hann barðist fyrir því máli og leiddi til sigurs. Aðild Íslands að EFTA var sögulegur áfangi fyrir Ísland og gerði okkur kleift að gerast aðilar að EES síðar. Frjálsræði í verðlagsmálum Það kom í hlut Ólafs Jóhann- essonar sem viðskiptaráðherra að stíga fyrstu skrefin í átt til frjáls- ræðis í verðlagsmálum. Hann samdi árið 1978 lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og lagði fyrir Al- þingi. Þessi lög lögðu grundvöllinn að því frjálsræði í verðlagsmálum, sem ríkir í dag. Verðlagningin byggist á frjálsri samkeppni en samkeppnisyfirvöld geta gripið inn í ef frelsið er misnotað. Ólafur Jó- hannesson var mjög traustur og áreiðanlegur maður. Útflutningsverslunin var færð frá viðskiptaráðuneyti til utanrík- isráðuneytis í tíð Steingríms Her- mannssonar sem utanrík- isráðherra. Það kom í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar sem ut- anríkisráðherra að gefa útflutn- ingsverslunina frjálsa 1992. Út- flutningur á saltfiski var þá enn að mestu í höndum SÍF en um skeið höfðu verið gefin út tak- mörkuð útflutningsleyfi til ann- arra, einkum fyrir saltfiskflökum. Hins vegar hafði þá verið losað verulega um útflutning á freðfiski. Gefa þurfti samt út útflutnings- leyfi hverju sinni. Því var spáð, að frjáls útflutningur á freðfiski og saltfiski mundi valda öngþveiti og undirboðum á erlendum mörk- uðum. En svo varð ekki. Frjáls útflutningur reyndist til hagsbóta fyrir landsmenn og nú undrast menn, að þetta skref skyldi ekki stigið miklu fyrr. Á þessum tíma var orðið mikið frjálsræði almennt í viðskiptum. Afnám viðskiptahafta í tíð við- reisnarstjórnar og aðild okkar að EFTA ruddi brautina fyrir inn- göngu okkar í EES. Frelsi var innleitt í gjaldeyrismálum og fjár- magnshreyfingar gefnar frjálsar að mestu leyti. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra átti stóran þátt í þeirri breytingu. Það er athyglisvert, að þrír leið- togar jafnaðarmanna, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibals- son og Jón Sigurðsson, eiga hvað stærsta þáttinn í því frjálsræði í viðskiptamálum, sem ríkir í dag. Ólafur heitinn Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, átti stóran þátt í að innleiða frjálsræði á sviði verðlagsmála. En frelsið er vandmeðfarið. Þess þarf að gæta að það sé ekki misnotað. Við höfum eftirlitsstofn- anir, svo sem samkeppnisstofnun, gjaldeyriseftirlit og fjármálaeft- irlit, til þess að fylgjast með því að farið sé að settum reglum. Þessar stofnanir og fleiri slíkar þarf að efla til þess að þær geti sem best gegnt hlutverki sínu. Frá höftum til frjálsræðis í viðskiptum Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.