Morgunblaðið - 03.07.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 03.07.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 49 Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Útsala Yfirhafnir UNGUR Íslendingur, Sverrir Páll Guðnason, er að gera það gott í leik- listinni í Svíþjóð. Hann er aðeins 24 ára og flutti til Svíþjóðar með fjöl- skyldu sinni árið1990 þegar faðir hans Guðni Jóhannesson var skip- aður prófessor við tækniháskólann í Stokkhólmi. Sverrir Páll hefur leikið í all- mörgum sjónvarpsþáttum og mynd- um og er nú farinn að leika í sænsk- um kvikmyndum, nú síðast lék hann stórt hlutverk í myndinni Sprick- orna i muren, eða Sprungurnar í veggnum. Þar leikur hann á móti Magnus Krepper og hafa báðir feng- ið afbragðsdóma í sænskum fjöl- miðlum fyrir túlkun sína. Mótorhjólagæi með náðargáfu Myndin, sem byggist á bók Lars Gustafssons Yllet, segir frá hinum miðaldra Lars Herdin (Magnus Krepper) doktorsnema í stærðfræði sem þykir tilvera sín tilgangslaus og er á barmi sjálfsvígs þegar hann tek- ur að sér starf sem stærðfræðikenn- ari í sænskum smábæ. Þar hittir hann fyrir í nemendahóp sínum mót- orhjólagæjann Johnny sem reynist vera undrabarn í stærðfræði. „Þetta er mynd sem gerist snemma á 9. áratugnum,“ segir Sverrir Páll um myndina. „Stærð- fræðingurinn flýr frá vandamálum sínum til smábæjarins þar sem hann kynnist Johnny. Síðan bætist kær- asta Johnnys inn í spilið og úr verð- ur nokkurs konar ástarþríhyrnings- drama. Þetta er mynd um það að taka af skarið og mennta sig vel.“ Sverrir segir að persóna sín sé ekki dæmigerður stærðfræðinörd, og til dæmis þurfti Sverrir að fá mót- orhjólapróf til að undirbúa hlutverk sitt í myndinni. Úr Ljósi heimsins í sænskan unglingaþátt Sem fyrr segir flutti Sverrir ung- ur að árum til Svíþjóðar. Hann hafði þá þegar stigið fyrstu skrefin í leik- listinni hér á Íslandi en hann lék í Ljósi heimsins í Borgarleikhúsinu og einnig í sjónvarpsþáttum sem gerðir voru eftir barnabókinni Emil og Skundi. Eftir komuna til Svíþjóðar þurfti Sverrir að ná valdi á sænskri tungu áður en hann gat hellt sér út í leiklist þar í landi en þar byrjaði hann í ung- lingaþáttunum Sexton árið 1996. Hann gekk í nokkurs konar leik- listar-menntaskóla og fljótlega að námi loknu fékk hann vinnu við Replica Theater, nokkuð til- raunakennt leikhús undir stjórn pól- verjans Jurik Safka. Síðan hefur hann leikið í ýmsum sjónvarpsþátt- um og kvikmyndum, og er Sprung- urnar í veggnum hans fjórða kvik- mynd í fullri lengd. Sverrir segir að hlutverkin eigi það til að rata til hans, en hann falast annars lítið eftir hlutverkum: „Þetta hefur bara einhvern veginn rúllað. Eftir að maður hefur gert eitthvað vill það gerast að maður fái annað hlutverk í gegnum það.“ Fyrir utan að þurfa að læra á mót- orhjól segist Sverrir annars þurft að hafa gert eitt og annað til að und- irbúa hlutverkið í nýju myndinni. „Ég þurfti til dæmis að læra að skrifa stærðfræðiformúlur. Ég er eiginlega ekki góður í stærðfræði,“ kímir hann. Tvö kvikmyndahlutverk framundan Sverrir er hins vegar nokkuð van- ur að leika dramatísk hlutverk og lék til dæmis í þáttunum Cleo með leikkonunni Susönnu Reuter, en það eru dramaþættir með gamansömu ívafi og hlaut fyrsta þáttaröðin Sænsku sjónvarpsverðlaunin. Hann jánkar því, spurður hvort það megi ekki segja að hann sé orð- inn frægur í Svíþjóð. „Jú, svona, jújú,“ segir hann feimnislega. Hann verður þó ekki mikið var við það í Stokkhólmi: „Þegar ég er í Stokk- hólmi þá er það allt í lagi, því fólk er frekar vant því að sjá á götunum leikara sem það hefur séð í sjónvarp- inu. Þegar maður kemur út á land, þá finnur maður kannski meira fyrir því.“ Framundan eru hjá Sverri Páli tvær kvikmyndir, þótt hann geti lítið upplýst um efni þeirra að svo stöddu en segir þó að hlutverkin séu bæði þónokkuð stór en anarri þeirra verð- ur leikstýrt af Tova Magnusson- Norling. Undrabarnið og lífsþreytti kennarinn: Sverrir Guðnason og Magnus Krepper í hlutverkum sínum í Sprickorna í Muren. Orðinn þekkt andlit í Svíþjóð asgeiri@mbl.is Sverrir Páll Guðnason er leikari í önnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.