Morgunblaðið - 06.08.2003, Qupperneq 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 2003 19
F
í
t
o
n
Ingvar
Helgason notaðir bílar
Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2
ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18
GÓÐUR
NOTAÐUR BÍLL
IMPREZA WRX
STi
Verð 3.590.000 kr.
Skráður 10/2002, ekinn 13.000 km.
Ljósmynd/Ólafur Þór
Krakkarnir í kofabyggðinni fengu margvíslegar viðurkenningar á lokahátíðinni sem haldin var fyrir skömmu.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Baldur Mattías, Bjarki og Magnús Ingibergur lögðu mikla vinnu í að byggja
kofann, mála hann og snyrta í kring. Þeir eru ánægðir með árangurinn.
MIKLAR framkvæmdir hafa staðið
yfir á smíðavellinum í Sandgerði.
Kofarnir sem þar risu eru hver öðr-
um fallegri.
Krakkarnir í kofabyggðinni héldu
lokahátíð á dögunum. Þau létu ekki
rok og rigningu hafa of mikil áhrif
sig, sýndu kofana sýna og tóku við
viðurkenningum frá umsjón-
armönnunum Sigurbjörgu og Svav-
ari og gæddu sér á grilluðum pyls-
um.
Kofabyggðin var færð á nýjan
stað í sumar, á gamla knatt-
spyrnuvöllinn, og líkar húsbyggj-
endum það vel. Þar er meira skjól og
betra að vera. Kofarnir eru byggðir
samkvæmt ákveðnu skipulagi og er
komin götumynd á byggðina.
Þrír drengir sem fréttaritari
ræddi við undir lok fram-
kvæmdanna voru að mála kofann
sinn og sögðu alla byggingarsöguna
enda var mikil atorka leyst úr læð-
ingi við þessa framkvæmd. Meðal
nýmæla sem þeir voru stoltir af er
sólpallur við kofann.
Byggðu
sólpall við
kofann
Sandgerði
ÁTJÁN ökumenn voru kærðir fyrir
of hraðan akstur í umdæmi lögregl-
unnar í Keflavík í síðustu viku og um
helgina. Sá sem ók hraðast var
mældur á 148 kílómetra hraða og á
hann von á hárri sekt.
Flestir voru teknir á Reykjanes-
brautinni og mældir á 113 til 148
kílómetra hraða. Einnig voru nokkr-
ir teknir fyrir að aka of hratt á göt-
um Reykjanesbæjar þar sem 50 kíló-
metra hámarkshraði er leyfður.
Kemur þetta fram í dagbók lögregl-
unnar.
Margir teknir fyrir hraðakstur
Reykjanesbraut
VIÐSKIPTAVINIR Fjölskyldu- og
félagsþjónustu Reykjanesbæjar
(FFR) virðast almennt ánægðir með
þjónustu stofnunarinnar og starfsfólk
þess. Er það niðurstaða viðhorfs-
könnunar sem FFR gerði í vor.
90% viðskiptavina Fjölskyldu- og
félagsþjónustu Reykjanesbæjar eru
ánægðir með starfsfólk þjónustunn-
ar, bæði hvað varðar viðmót þess og
þekkingu á viðfangsefni.
Tilgangurinn með könnuninni var
að fá fram viðhorf viðskiptavina FFR
til þjónustunnar og um leið hvað bet-
ur mætti fara. Könnunin fór fram á
skrifstofum FFR, þar sem tólf spurn-
ingar voru lagðar fyrir viðskiptavini
stofnunarinnar. Alls tóku 50 manns
þátt. Framkvæmdin var með þeim
hætti að í lok viðtals óskuðu starfs-
menn eftir því við viðskiptavini, að
þeir fylltu út könninunina og skiluðu
henni í lokaðan kassa í afgreiðslu.
Yfir 75% þátttakenda sögðust mjög
sáttir eða sáttir við afgreiðslu erinda
sinna. Einungis einn einstaklingur,
sem svarar til tveggja prósenta, var
mjög ósáttur með þann þátt. Flestir,
eða 86%, voru mjög sáttir eða sáttir
við þjónustuna sem þeir fengu, einn
var ósáttur og sex hvorki né.
Varðandi viðmót starfsmanna og
þekkingu þeirra á viðfangsefninu
svörðu flestir, eða 90%, að viðmót
starfsmanna hafi verið mjög gott eða
gott og einn taldi það hafa verið
slæmt. 86% aðspurðra töldu þekkingu
starfsmanns á viðfangsefninu mjög
góða eða góða, tveir eða 4% töldu
hana slæma.
Niðurstöður könnunarinnar sýna
ótvírætt að fylgni er á milli ánægju
viðskiptavina og þess hver afgreiðsla
erinda þeirra er. Einnig má sjá fylgni
milli ánægju viðskiptavina eftir þekk-
ingu starfsmanns á málefninu og við-
móti hans. Þeir sem voru ósáttir við
afgreiðslu erindi sinna gáfu viðmóti
starfsmanns þolanlega eða góða um-
sögn. Einungis einn aðili er ósáttur
við viðmót starfsmanns en sá aðili er
einnig mjög ósáttur við afgreiðslu er-
indis síns, segir í frétt á heimasíðu
bæjarins.
Flestir ánægðir
með þjónustuna
Reykjanesbær
Viðhorfskönnun meðal viðskiptavina
Fjölskyldu- og félagsþjónustu
SPARISJÓÐURINN í Keflavík
og Knattspyrnudeild Keflavíkur
hafa gert með sér nýjan sam-
starfssamning.
Keflavíkurliðið leikur með
auglýsingu frá SpKef á keppn-
istreyjum liðsins. Í fréttatil-
kynningu frá knattspyrnudeild-
inni kemur fram að stuðningur
Sparisjóðsins sé afar mikilvæg-
ur.
Geirmundur Kristinsson
sparisjóðsstjóri og Rúnar Arn-
arson formaður deildarinnar
undirrituðu samninginn. Við
það tækifæri kom fram hjá
Geirmundi að ánægjulegt væri
að styðja íþróttahreyfinguna og
Sparisjóðurinn hefði lengi viljað
koma að þeim málum. Samning-
urinn við Keflavíkurliðið væri
liður í þeirri viðleitni.
Sparisjóðurinn styður knattspyrnuna
Keflavík