Morgunblaðið - 14.10.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.10.2003, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4, 6 og 8. 13.000 gestir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með Ewan McGregor og Renée Zellweger sem fara á kostum í þessari frábæru mynd um ástina og baráttu kynjanna með ófyrirséðum afleiðingum. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i kl. 8 og 10.30. B.i. 12 Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10.15. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Beint á toppinn í USA Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 10. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 12. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Beint átoppinní USA Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. BJÖRGVIN Halldórsson er með fjölmörg járn í eldinum um þessar mundir og verður allt á fullu næstu mánuði ef svo mætti að orði kom- ast. Fyrst kemur til tals væntanleg dúettaplata Björgvins, en áætlað er að hún komi út í nóvember. „Það sem er mest spennandi við þetta er að í fyrsta skipti er ég ekki með puttana í upptökustjórninni,“ segir Björgvin. „Það eru aðrir sem munu sjá um þá þætti, menn eins og Friðrik Karlsson, Þórir Baldursson, Jón Kjell, Þórir Úlfarsson og Sölvi Blöndal í Quarashi. Söngvarar sem munu syngja með mér eru m.a. Birgitta, Jónsi, Stefán Hilmarsson, Sverrir Bergman, Páll Rósinkrans, Sigga Beinteins, Hansa, Regína og svo börnin mín, Svala og Krummi.“ Lögin verða bæði erlend og inn- lend, öll ný og við íslenska texta. Innlendir lagahöfundar eru m.a. Jóhann Helgason, Friðrik Karlsson og Einar Bárðarson. Og Brimkló er á bullandi stími? „Jú jú, við erum búnir að vera al- veg á fullu og þetta er búið að ganga alveg prýðilega. Við erum alveg í skýjunum yfir þessum góðu móttökum og þetta er búið að vera alveg ofsalega gaman. Þetta eru sjö manns á sviðinu þannig að hljóm- urinn er stór. Við förum að draga okkur í hlé núna og verðum með stórtónleika á Players á föstudag- inn. Svo spilum við ekkert á höf- uðborgarsvæðinu í bráð en verðum með einhverja tónleika úti á landi næstu vikur. Við munum þá spila á stóru jólaballi annan í jólum á Broadway ásamt Pöpunum.“ Svo ert þú að fara af stað sjálfur með jólasýningu á Hótel Nordica ... „Já, ég er búinn að syngja mikið í kringum jólatréð í gegnum árin (hlær). Hugmyndin er að ramma þennan part ferilsins í huggulega kvöldstund.“ Sýningin Jólagestir Björgvins verður frumsýnd 21. nóvember en aðeins verður um fimm sýningar að ræða. Einnig verður boðið upp á jólamatseðil. Og svo er það Brimklóplata eftir áramót ... „Já, okkur langar að henda okk- ur í hljóðver í vetur. Við ætlum að minnsta kosti að fara inn og taka upp og sjá hvað gerist. Ef vel til tekst kemur bara plata með vorinu. Í þessum Brimklóarstíl að sjálf- sögðu. Það er kominn mikil spila- gleði í menn og það er gaman að gera eitthvað saman meðan við er- um í stuði.“ Og ekki er allt upp talið enn! „Nei, nei. Það er sóló-sýning í burðarliðnum sem yrði á næsta ári en það er enn verið að pæla það út. Þá er ýmislegt fleira í ofninum. Ég er að vinna efni á kántrí-gosp- elplötu og er svo lengi búinn að ganga með Hank Williams „tribute“ plötu í maganum þar sem textarnir yrðu íslenskir og sérvaldir söngv- arar myndu sjá um að heiðra þenn- an merka tónlistarmann.“ Ýmislegt á döfinni hjá Björgvini Halldórssyni Plötur, sýningar og margt fleira Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Björgvin á sviði með Brimkló. arnart@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves hefst á morgun með plötu- snúðasettum á Sirkus og Kapital. Henni lýkur á sunnudaginn og verða þá yfir hundrað sveitir og listamenn, bæði frá Íslandi og útlöndum, troðið upp víðsvegar um miðbæ Reykjavík- ur. Þetta er í fimmta skipti sem há- tíðin er haldin og drífur að fjöldi er- lendra blaðamanna og gesta til að fylgjast með hátíðinni. Morgunblaðið hafði samband við Þorstein Steph- ensen, skipuleggjanda Airwaves, og heyrði í honum hljóðið á síðustu metrunum. Borið uppi af jaðartónlistarmönnum Nú er þetta í fimmta sinn sem há- tíðin fer fram. Hvernig hefur þú skynjað árangurinn af henni í gegn- um tíðina? „Ég er mjög ánægður með þann árangur sem hefur náðst af þessari hátíð. Ekki síst hve vel hefur tekist að auka áhuga Íslendinga sjálfra á þeim innlendu listamönnum sem koma hér fram. Tilgangurinn er auðvitað öðrum þræði að koma íslenskum listamönn- um á framfæri erlendis en auðvitað líka að halda skemmtilega hátíð. Ég gleðst þess vegna yfir því að þessi há- tíð, sem er borin uppi af jaðartónlist- armönnum, sé í dag talin mikilvæg.“ Kemur þessi velgengni þér á óvart? „Ég er ekki viss um að það hefði verið hægt að sannfæra mig um að þetta yrði til í dag fyrir fjórum ár- um. Maður hafði þá mestar áhyggj- ur af því að íslensk tónlistarmenn- ing gæti ekki borið þetta, landið er nú það lítið. En að það séu yfir 100 íslenskir listamenn á svona hátíð er í rauninni alveg ótrúlegt.“ Breskir fjölmiðlar virðast hafa tekið vel við sér í ár. Kanntu ein- hverjar skýringar á því? „Það hefur alltaf mestur fjöldi blaðamanna komið frá Bandaríkj- unum og svo er líka í ár, en þetta er að jafnast út. Það er jákvætt en það hefur einfaldlega tekið lengri tíma að afla tiltrúar í Bretlandi. Svo má líka segja að Bretinn hafi haft meira aðgengi að íslenskri tónlist í gegn- um tíðina og þess vegna hefur hann ekki verið að æsa sig yfir þessari til- teknu helgi.“ Áhugi útlendinga á íslenskri dæg- urtónlist virðist mikill og stöðugur. Hvers vegna? „Ég held nú að mesta nýjabrumið sé farið af þessu. Í dag verðum við að gera eins og íslenska knatt- spyrnulandsliðið, það er ekki nóg að koma á óvart heldur verðum við að vinna leikina. Og að því leyti til finnst mér íslenska tónlistarsenan vera að vinna ágætlega úr sínum spilum.“ Þið fóruð af stað með upplýsinga- miðstöð í hitteðfyrra. Hvernig hefur það verið að mælast fyrir? „Þetta byrjaði á Kaffibarnum en svo var settur meiri kraftur í hana í fyrra. Þetta er ennþá betra núna. Við erum núna með fjóra starfs- menn í vinnu sem verða þarna alla dagana (miðstöðin er staðsett í Hressingarskálanum eða Hressó). Það verður þarna lítil verslun frá 12 tónum þar sem boðið verður upp á efni með sem flestum þátttak- endum hátíðarinnar. Þetta er besta leiðin til að tengja fjölmiðlanna við tónlistarmennina en þarna mæla menn sér mót, skiptast á símanúm- erum o.s.frv. Þetta er hagkvæm og skemmtileg lausn því að þarna er um leið fínasta kaffihúsastemn- ing.“ Hafa erlendir aðilar verið að líta til þessarar hátíðar sem fyr- irmyndar? „Já, reyndar. Við höfum fengið fullt af skemmtilegum bréfum síð- asta árið. Við fengum t.a.m. bréf frá Kanaríeyjum, frá einhverjum að- stoðarmanni menningarmálaráð- herra þar. Hann var að óska eftir samstarfi. Við höfum fengið svipuð bréf frá Skotlandi, Lissabon og Barcelona. Fólki finnst þetta áhuga- vert. Nú erum við t.d. í viðræðum við CMJ í New York sem er ein stærsta óháða tónlistarhátíð heims og þeir vilja skoða nánara samstarf við okkur.“ Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst á morgun Fimm ára farsæld Nilfisk er á meðal fjölmargra íslenskra sveita sem leika á Airwaves. Ætli þeir nái að heilla erlendu pressuna líkt og þeir gerðu með Dave Grohl? Prosaics er efnileg sveit frá New York og hefur verið að gera það gott þar í borg og víðar að und- anförnu. www.icelandairwaves.com. arnart@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.