Morgunblaðið - 14.10.2003, Side 51

Morgunblaðið - 14.10.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 2003 51 Stuttmyndin Síðasta Kynslóðin sýnd á undan myndinni Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 9. Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10. SV MBL SG DV Sýnd kl. 5.30. Sýnd kl. 8. Munið afs láttarkort in á kv ikmyndahát íð  HK. DV ELEPHANT Sýnd kl. 8. MBL HK DV MBL MBL SG MBL HK DV www.laugarasbio.is Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6 og 8. Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. SV MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx Löggur þurfa líka hjálp! Beint á toppinn í USA Sýnd kl. 6. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr.Sýnd kl. 8 og 10. Vikutilboð15% afsl. af öllum ljósum vikuna 13.-18. október www.casa.is • Opið mán-fös 11-18 • lau 11-15 Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 HÚN gerist ekki safaríkari útgáf- an á leigumyndbandi og -diski en þessa vikuna. Alls koma út tólf á myndbandi, þar af fjórar á mynd- diski. Þrjár þeirra voru frum- sýndar í bíó en hinar berast hing- að í fyrsta sinn. Woody Allen á sér marga aðdá- endur hér á landi og er þeim sér- staklega bent á að síðasta mynd hans Hollywood-endir kemur á leigurnar í dag. Sama dag koma hinar myndirnar sem voru í bíó, hrollvekjan vinsæla Myrkrið fellu (Darkness Falls) og útgáfa Ítalans Robertos Benignis á ævintýrinu um Gosa. Af frumsýningum á myndbandi eru athyglisverðastar ný mynd frá Jonathan Demme, sem frægastur eru fyrir myndirnar Lömbin þagna og Fíladelfía. Myndin heitir Sannleikurinn um Kalla (The Truth about Charlie) sem er nokk- urs konar endurgerð á myndinni Charade frá 1963 með þeim Cary Grant, Audrey Hepburn og Walter Matthau. Í nýju útgáfunni leika þau Mark Wahlberg, Thandie Newton og Tim Robbins en hér er á ferð spennumynd með óvæntum fléttum um konu sem er ekki fyrr farin frá manni sínum Kalla en hann er myrtur og hún liggur und- ir grun um verknaðinn. Í viðleitni sinni til að sanna sakleysi sitt kemst hún síðan að því að ekkert í hennar lífi er eins og það sýndist í fyrstu. Önnur einkar athyglisverð mynd kemur út á morgun en hún er skosk og heitir Morvern Callar, eftir aðalpersónu myndarinnar, ungri ráðlausri konu, leikin af Samönthu Morton (Minority Re- port, Sweet and Lowdown). Mynd- in er gerð af einum efnilegasta kvikmyndagerðarmanni Breta, Lynne Ramsay (Ratcatcher) og hefur hvarvetna fengið frábæra dóma og unnið til fjölda verðlauna. Skilyrðislaus ást (Unconditional Love) er fyrsta myndin sem Ástr- alinn P.J. Hogan gerði síðan hann sendi frá sér My Best Friends Wedding árið 1987. Tækifærið til að vinna í Hollywood fékk hann einmitt eftir að mynd hans Mu- riel’s Wedding hafði slegið óvænt í gegn um allan heim. Nýja myndin sver sig í ætt við þær fyrri, inniheldur ískaldan húmor og miklar tilfinningar en hún fjallar um miðaldra konu sem verður fyrir því áfall á einum degi að maður hennar fer frá henni og uppáhaldstónlistarmaður hennar er myrtur. Í einhverri ringlureið ákveður hún að fara til Englands til að vera viðstödd útför átrún- aðargoðsins og hittir þar fyrir elskhuga þess (Rupert Everett). Eftir brösug fyrstu kynni verður þeim brátt vel til vina og taka saman höndum við að hafa upp á morðingja goðsins. Aðrar myndir sem koma út á myndbandi í vikunni eru svo gam- anmyndirnar Bátsferðin (Boat Trip) og Á skutluveiðum (Chasing Beauties), spennumyndirnar Stríð Foyle’s 3 (Foyle’s War: Lessons in Murder), Miðnæturmessa (Mid- night Mass) og Emmett’s Mark og síðast en ekki síst Disney- teiknimyndin Bófabæli Mikka. 12 kvikmyndir koma út á myndbandi í vikunni Blindur Allen og óséður Demme                                                          !"   !"  #    !"   !" $  $  $   #    !"  #  $  $  $  $  $    !"   !"  #  $  % &   % % &   &   '  % &   % '  &   &   &   '  &   % &   '  &                   !"   #    $     %    &  # '() %  *& ! %+$, )   $  -    - ! . /   *)    !    Leikararnir Mark Wahlberg og Thandie Newton í hlutverkum sínum í Sannleikanum um Kalla. DANSVERKIÐ Split Sides eftir hinn þekkta dansahöfund Merce Cunningham verður frumflutt í Brooklyn Academy of Music í kvöld. Tónlist við verkið er eins og áður hefur verið greint frá flutt og samin af Sigur Rós og Radiohead. Um er að ræða 40 mínútna dans- verk í tveimur hlutum. Verkið verð- ur einnig sýnt fimmtudag, föstudag og laugardag nema þá verður tón- listin flutt af tónlistarmönnum úr Dansflokki Merce Cunningham auk þess sem eitthvað af tónlistinni verður tekið upp á frumsýningunni og flutt á síðari sýningum. Robert Swinston, 53 ára, sem dansað hefur með flokknum í 23 ár segir í viðtali við New York Times að dansararnir, sem æfi í þögn, heyri vart tónlistina á sviði því ótrúlega krefjandi hreyfingar Cunninghams krefjist algjörrar einbeitingar. „Fyrir mig þá skiptir ekki máli þó þetta væri Beyoncé. Mér finnst Beyoncé skemmtileg. Við gætum líka dansað við Em- inem,“ segir Swinston. Dansverkið og tónlistin eru al- gjörlega aðskildir þættir í sýning- unni og segir NYT að erfitt sé að segja hvor þátturinn sé ráðandi. „Já, þetta eru vinsælar hljóm- sveitir,“ segir Cunningham. „Það skiptir mig ekki máli,“ segir hann en Cunningham hefur lengi lagt áherslu á að dansinn og tónlistin séu sjálfstæð fyrirbæri. Uppselt varð á sýninguna á auga- bragði og þarf dansflokkurinn að vera viðbúinn ásókn þeirra sem fengu ekki miða á sýninguna í kvöld og reyna að komast inn með einhverjum hætti. „Þetta er óvenju- legt fyrir okkur. Ég er ekki vanur að vinna með rokkhljómsveitum,“ segir Cunningham. Kunni vel við Sigur Rós Hvor hljómsveitin flytur 20 mín- útna tónverk. Sigur Rós sá dansa Cunninghams seint í síðasta mánuði og kunni Cunningham vel við fé- lagana úr sveitinni. „Mér fannst þeir eins og skólakrakkar. Ynd- islegir! Mér líkaði mjög vel við þá.“ Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir í viðtali við NYT að sér hafi fundist dansarnir „mjög fal- legir“. Ég veit ekki mikið um nú- tímadans en ég hef mikinn áhuga. Og áhuginn er örugglega kominn til vegna Merce.“ Radiohead hefur aldrei séð dans- flokkinn koma fram en hefur horft á sýningar á myndbandi. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Jonny Greenwood, gítarleikari Radio- head. „Enginn veit við hverju hann á að búast.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Sigur Rós, ásamt hljómsveitinni Radiohead, spilar á frumsýningu dans- verksins Split Sides eftir Merce Cunninghams í New York í kvöld. Tilraun í dansi og rokki Dansverk Cunninghams við tónlist Sigur Rósar og Radiohead frumsýnt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.