Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is 1. tbl. 3. árg. 2003 3. tbl. komi› á bla›sölusta›i Tro›fullt af efni Áskrift á www.flugid.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 FULLTRÚAR í óopinberri, banda- rískri nefnd heimsóttu fyrr í vikunni norður-kóreska kjarnorkuverið í Yongbyon, að því er greint var frá í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem út- lendingar hafa fengið að skoða verið síðan eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) voru reknir þaðan fyrir um það bil ári. „Við fórum til Yongbyon,“ sagði John Lewis, eftirlaunaprófessor við Stanford-háskóla í Kaliforníu, við fréttamenn á flugvellinum í Peking í gær þegar hann kom ásamt fjórum öðrum Bandaríkjamönnum úr fimm daga ferð til Norður-Kóreu. Þarlend stjórnvöld hafa greint frá því að í Yongbyon sé verið að endurvinna notað kjarnorkueldsneyti, í því augnamiði að smíða kjarnorku- sprengju. Bandarísku nefndarmennirnir sögðust í gær ekki vilja greina frá því hvers þeir hefðu orðið vísari í kjarnorkuverinu fyrr en þeir hefðu gefið bandarískum stjórnvöldum skýrslu. Lewis sagði þó, að þeir hefðu fengið að skoða allt sem þeir hefðu beðið um að fá að sjá. Banda- ríkjamenn telja að N-Kóreumenn eigi þegar nokkrar kjarnorku- sprengjur og geti framleitt fleiri með skömmum fyrirvara. KCNA, ríkisfréttastofa N-Kóreu, sagði í gær að bandarískum sendi- fulltrúum hefði verið kynntur „kjarnorkufælingarmáttur“ N-Kór- eu, en ekki var útskýrt nánar hvað í því fælist. Bandaríkjamenn til Yongbyon Peking. AFP, AP. STÚLKNASVEITIN Sugababes heldur hljómleika hér á landi 8. apríl í Laugardals- höll. Sveitin þykir ein besta – og framsækn- asta – poppsveit samtímans en hún er skipuð kornungum stúlkum sem reka sveitina upp á sitt eindæmi sem þykir sjaldgæft í poppveru- leika nútímans. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur sem selst hafa í milljónum eintaka, unnið til fjölda verðlauna og átt toppsmelli bæði austan hafs og vestan./74 Sugababes koma ARNOLD Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur lagt fram 99 milljarða dollara fjárlagafrumvarp þar sem m.a. er kveðið á um mikinn nið- urskurð á framkvæmdum sem koma fátækustu íbúum ríkisins til góða. Einnig er ætlunin að hækka skóla- gjöld í opinberum háskólum. Hinn nýkjörni ríkisstjóri kvaðst hafa neyðst til að skera útgjöld verulega niður þar sem útlit hefði verið fyrir 12 til 14 millj- arða dollara halla á þessu ári. Schwarzenegger leggur fram fjárlög San Francisco. AFP. PAUL O’Neill, fyrrverandi fjár- málaráðherra í ríkisstjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta, dreg- ur upp heldur nei- kvæða mynd af forsetanum í viðtali sem CBS- sjónvarpsstöðin sýnir í dag, og breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í gær. Segir O’Neill að forsetinn sé tómlátur, og á ríkisstjórn- arfundum sé hann sem „blindur maður í hópi heyrnardaufra“. O’Neill var fjármálaráðherra í um það bil tvö ár, en var þá vikið úr embætti, eftir að hann dró í efa nauðsyn ýmissa skattalækkana sem Bush gekkst fyrir. Í viðtalinu í dag lýsir O’Neill fyrsta fundi sínum með Bush þannig, að forsetinn hafi sagt lítið, helst viljað vera í hlut- verki áheyranda. Því hafi fund- urinn orðið að mestu einræða O’Neills sjálfs. „Ég kom til fund- arins með langan lista af atriðum sem ég vildi ræða við [forsetann],“ sagði O’Neill um fyrsta fundinn. Fálæti forsetans hefði komið sér á óvart. Á ríkisstjórnarfundum hafi farið lítið fyrir eiginlegum sam- ræðum við forsetann, sem hafi virst tómlátur. Að sögn fréttaritara BBC í Wash- ington hefur forsetaembættið ekki viljað svara ummælum O’Neills. Bush sem „blindur“ ÍSLENSKIR sprengjusérfræðingar í Írak fundu á föstudag sprengikúlur sem innihéldu sinnepsgas, að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tjáði Morgunblaðinu í gær. Hefðu danskir og breskir sérfræð- ingar staðfest þessa efnagreiningu við utanríkisráðuneytið, en nákvæm- ari greining fengist þegar efnið hefði verið rannsakað í bandarískri efna- rannsóknarstofu sem verið er að flytja á staðinn. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins getur sú grein- ing tekið tvo til þrjá daga. Þetta er í fyrsta sinn sem efna- vopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heims- atburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“ Í fréttatilkynningu sem utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær sagði að tveir sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar, sem starfa á vegum Íslensku friðargæsl- unnar í suðurhluta Íraks, við hlið danskra hermanna, hefðu fundið „verulegt magn“ af sprengjuvörpu- kúlum, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins, og var torkennilegur vökvi í kúlunum. Hefðu kúlurnar verið faldar í uppbyggingu á vegar- spotta. Íslensku sérfræðingarnir voru kallaðir á vettvang skammt frá borg- inni Basra við Tígrisfljót til að gera óvirkar sprengjur sem þar höfðu fundist. Utanríkisráðuneytið segir að við frekari rannsókn sérfræðing- anna hefðu komið í ljós talsverður fjöldi af sprengjuvörpukúlum, og hefðu fyrstu mælingar bent til að hleðslurnar í kúlunum væru ekki af hefðbundinni gerð. Danskir sprengjusérfræðingar hefðu staðfest þessa frumniðurstöð- ur Íslendinganna og síðan verið kall- að á breska sérfræðinga til að gera enn frekari mælingar. Þá hefðiverið ákveðið að senda á staðinn færan- lega, bandaríska efnarannsóknar- stöð. Ljósmynd/Danski herinn Kúlurnar voru faldar í uppbygg- ingu á vegarspotta. Íslenskir sprengjusérfræð- ingar finna sinnepsgas í Írak Fyrsti efnavopnafundurinn í Írak heimsatburður, segir Halldór Ásgrímsson Ljósmynd/Danski herinn Sprengjuvörpukúlurnar sem fund- ust innihalda torkennilegan vökva. ANDRIAN King og Jónas Þorvaldsson, sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar, að störfum í Írak. Þeir starfa á vegum Íslensku friðargæslunn- ar í suðurhluta landsins, við hlið dansks herliðs, og fundu á föstudag verulegt magn af sprengjuvörpu- kúlum. Íslensku sprengjusérfræðingarnir Ljósmynd/Landhelgisgæslan SÍÐARI ÚTGÁFA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.