Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ F rá ómunatíð hefur rekaviðurinn verið gull Stranda- manna. Fallegur viðurinn hrannaðist upp á fjörunni og var nýttur til smíða, í girðingarstaura, til upphitunar og í vöruskiptum. Í timburskorti Íslendinga allt fram á miðja síðustu öld hefur það verið hreinasti fjársjóður Strandamanna að hafa nánast ótæmandi timbur. Hús voru rammgerð og bátar sterkbyggðir, ekki þurfti að horfa í smíða- efnið. Öllu afgangsefni og sagi var síðan brennt til húshitunar og er svo sumstaðar enn. Eftir að hafa litið rekaviðarbreiðurnar sér mað- ur orðtakið „að eitthvað liggi eins og hráviði“ í réttu ljósi. Á ferð okkar skoðuðum við sögunarverkið í Reykjarfirði. Í áranna rás hefur geysimikið verið sagað þar af rekaviði. Meðan markaður var mikill fyrir girðingarstaura var heilum skipsförmum skipað þar út. Í Ófeigsfirði er líka mikill reki og fengum við að fara með heima- mönnum okkur til gamans að bjarga einum rafti af fjörunni. Sýndi það okkur líka að ekki hefur það gengið fyrirhafnarlaust að nýta rekann og breyta honum í planka og borð. Í Litlu-Ávík sýndi Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi okkur sögun- arhúsið sitt og sagaði fyrir okkur nokkra litla boli. Hann vinnur mik- ið af reka, bæði furu í byggingarefni fyrir sjálfan sig og til sölu og rauðavið í fínni smíði og gólfefni. Gaman var að handleika þétt og þung rauðaviðarborðin enda hreinasti eðalviður. Auðséð var að öll þessi sögunarverk voru sett upp af hugkvæmni og útsjónarsemi og dálítið eins og að koma í annan heim þar sem skoðuð er hver sög- unarmyllan af annarri fyrir stórvið á okkar skóglausa Íslandi. Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík tyllir sér á stafla af timbri sem sagað var úr rekaviði. Morgunblaðið/Sigurgeir Vélaraflið kemur sér vel þegar átt er við þunga rekaviðardrumba. Hér er verið að draga viðardrumb af fjöru í Ófeigsfirði. Viður bíður þess að vera unninn í Litlu-Ávík. Sigursteinn bóndi vinnur mikið af reka, bæði furu í byggingarefni fyrir sjálfan sig og til sölu og rauðavið í fínni smíði og gólfefni. Ein af furðumyndunum í rekaviðnum var þessi skjaldbaka. Börkur leggur hönd á sverasta rekaviðardrumbinn sem rekið hefur í Reykjarfirði. Tréð er á annan metra í þver- mál og var líklega 400-500 ára gamalt er það var fellt. Gull úr greipum Ægis Rekaviður hefur verið dýrmæt auðlind Stranda- manna frá alda öðli. Sigurgeir Jónasson og Börkur Grímsson voru í hópi Vestmannaeyinga sem heimsóttu Strandirnar. Rekaviðurinn tekur á sig ýmsar myndir. Þessi rótarhnyðja líkist helst eðlu sem skyggnist um á Ströndum. Sigurgeir er ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum. Börkur er útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum, en er nú í námsleyfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.