Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 43
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 43 MIKILVÆGUSTA hlutverk rík- isvaldsins að tryggja sjúkum lækn- ingu óháð efnahag. Fyrir síðustu alþingiskosningar ríkti hins vegar þögn um heilbrigð- ismál. Það mátti heyra á stjórn- málamönnum að þetta hefðu verið samantekin ráð stjórnmálaflokkanna. Hér væri sem sé að ferðinni „tabú“ mál sem enginn þorði að brydda upp á. Það má til sanns vegar færa að hvorki stjórn- málamönnum né al- menningi finnst upp- örvandi að tala um heilbrigðismál. Áhuga- verðara er að ræða um jafnrétti kynjanna eða samgöngumál. Þetta er skiljanlegt enda tengja flestir sjúkdóma við erfiða lífsreynslu. Allir eiga eftir að þurfa á þjón- ustu heilbrigðiskerfisins að halda. Það skiptir því miklu að ríkisvaldið hlúi vel að þessari grundvallarþjón- ustu sem snertir líf allra lands- manna. Þess vegna má það ekki að vera „tabú“ mál í alþingiskosn- ingum heldur þvert á móti á um- ræðan um heilbrigðismál að vera á efst á baugi. Réttur allra til heilbrigðisþjónustu Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrár- innar skal öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til að- stoðar vegna sjúkleika. Með lögum hefur alþingi útfært nánar þær skyldur sem ríkisvaldinu ber að uppfylla í heilbrigð- ismálum. Hér eins og í öðrum þáttum þjóð- félagsins fara fyr- irmæli í lögum og fjár- veitingar til málaflokksins ekki saman. Magnús Pét- ursson, forstjóri Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss, hefur staðfest þetta í við- tölum og kallað eftir skýrari fyrirmælum heilbrigðisráðherra um hvar eigi að skera niður þjónustu til samræmis sem ónógar fjárveitingar. Það er skilj- anlegt að stjórnmálamenn komi sér undan að ræða um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu enda gæti það stuðað einhverja hópa kjósenda. Í þessu kristallast vandi heilbrigð- iskerfisins. Kostnaður heilbrigðiskerfisins Það er verðugt verkefni að greina kostnaðarþætti heilbrigðiskerfisins og þróun kostnaðar á undanförnum árum. Það liggur fyrir að lyfja- kostnaður hefur farið úr böndum. Það þarf að finna út hvort ástæður þess séu eðlilegar t.d. vegna nýrra og betri lyfja, erfiðari sjúkdóma og fleiri sjúklinga. Ef þessi kostnaður er vegna fákeppni á lyfjamarkaði eða vegna óeðlilegra áhrifa lyfja- fyrirtækja á lækna þá þurfa heil- brigðisyfirvöld að grípa inn í. Þá hefur verið bent á að skortur á hjúkrunarrými fyrir aldraðra sem teppi dýr sjúkrahúspláss. Þetta hefur mikinn kostnað í för með sér bæði fyrir sjúkrahúsin og sjúklinga og lengir biðlista þeirra sem raun- verulega þurfi á þessum plássum að halda. Ríkisstjórnin ákvað í haust að gera átak í byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða og ætti það að stytta biðlista eftir að- gerðum. Vegna breytingar á ald- urssamsetningu þjóðarinnar þarf að gera ráð fyrir síauknum fjár- munum til þessa þáttar á næstu ár- um. Heilsugæslan og sérfræðingar Stjórnmálamenn tala oft á tyllidög- um um mikilvægi heilsugæslunnar. Þó liggur fyrir að þúsundir lands- manna á höfuðborgarsvæðinu eru án heimilislæknis. Jafnframt liggur fyrir vantrú fólks á heilsugæslunni af ástæðum sem ekki skulu raktar hér. Sumir telja öruggara að leita beint til sérfræðinga eða á bráða- móttöku. Af þessum ástæðum er það ekki raunhæft að tala um heilsugæsluna sem töfralausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Fólk verður að hafa val og sérfræðingar eru nú einu sinni sérfræðingar í sinni grein en heimilislæknar hafa almennari þekkingu. Öllum ber engu á síður saman um að íslenska heilbrigðiskerfið sé það allra besta í heimi sem ber að þakka fyrst og fremst færu heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur frábær störf þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Sjúklingar borga meira en áður Á síðustu árum hefur hlutur sjúk- linga af kostnaði við heilbrigð- isþjónustu hækkað verulega. Á sama tíma hefur kostnaður ríkisins við heilbrigðiskerfið hlutfallslega lækkað miðað við heildarútgjöld ríkisins. Þetta kemur fram í ný- legri rannsókn sem greint var frá í fjölmiðlum nýlega. Það er stefna ríkisvaldsins og löggjafarvaldsins, ómeðvituð eða meðvituð, að sjúklingar eigi að greiða hærra hlutfall kostnaðar en áður þegar leita þarf lækningar. Hér spilar inn í aukin göngudeild- arþjónusta, en þar er greitt fyrir læknisþjónustu og rannsóknir. Ef sjúklingur er hins vegar lagður inn á spítala í meiri en sólarhring kost- ar það ekkert. Sjúkra- og lyfja- kostnaður vegur mun þyngra í út- gjöldum heimilanna í dag en t.d. fyrir áratug. Ef þetta er farið tak- marka aðgang efnaminna fólks að heilbrigðisþjónustu þá kallar það á tafarlausar aðgerðir stjórnvalda svo hægt sé að segja í raun að við viljum tryggja öllum sjúkum lækn- ingu óháð efnahag. Þjóðarsátt um enn betra heilbrigðiskerfi Stjórnvöld ættu í upphafi 21. ald- arinnar að skapa þjóðarsátt um enn betra heilbrigðiskerfi. Heil- brigðiskerfið á við vanda að etja í dag. Sameining Landspítala og Borgarspítala skilaði ekki því sem til var ætlast og árviss fjárþörf til spítalanna er óverðandi fyrir starfsfólk heilbrigðiskerfisins og sjúklinga með tilheyrandi hótunum um niðurskurð á þjónustu. Heilsu- gæslan á höfuðborgarsvæðinu nær ekki að veita nægjanlega þjónustu. Sjúklingar greiða of mikið fyrir heilbrigðisþjónustuna. Biðlistar eru of langir. Skoða þarf það ójafnræði í kostnaði fyrir sjúklinga sem er á milli göngudeildarþjónustu og inn- lagnar á spítala. Stjórnmálamenn eiga að hafa kjark til að skipa þverpólitíska þingnefnd um heilbrigðismál þjóð- arinnar. Allir stjórnmálaflokkar vilja standa vörð um almanna- tryggingarkerfið sem tryggja á öll- um heilbrigðisþjónustu óháð efna- hag. Í þessu sambandi þarf að meta hvort taka eigi t.d. upp sænska kerfið sem hefur margt til síns ágætis. Eitt af mikilvægustu verkefnum í betra heilbrigðiskerfi er að ráðast í byggingu á nýjum hátæknispítala. Einn hátæknispítali í stað tveggja nú ætti að borga sig upp á 10 til 20 árum vegna lægri rekstrarkostnaðar, til viðbótar við þá auknu og betri þjónustu sem slíkur spítali veitti landsmönnum. Núverandi húsnæði Landspítals mætti nota fyrir hjúkrunarrými fyrir aldraða og leysa þar með þann vanda í leiðinni. Davíð, nýr hátæknispítali, takk fyrir! Undir verkstjórn Davíðs Odds- sonar frá 1991 hefur íslenska þjóð- in verið lánsöm í efnahagslegu til- liti. Kaupmáttur launa og þá sérstaklega heilbrigðisstétta hefur tekið stakkaskiptum. Íslenska þjóð- in á að gefa sér þá gjöf í upphafi nýrrar aldar að ráðast í byggingu nýs hátæknispítala, nú þegar hún hefur aldrei staðið betur efnahags- lega. Það yrði eftirminnilegur endir á farsælum ferli Davíðs Oddssonar að hann setti af stað vinnu á árinu við að undirbúa þetta þjóðþrifaverk og honum er best treystandi að koma málinu í örugga höfn. Það fylgir stórhugur verkum Davíðs eins og þeirra stjórnmálaskörunga sem lyftu grettistaki á síðustu öld með byggingu Lands- og Borg- arspítala. Þegar ríkisbankarnir voru seldir var andvirði þeirra sett í samgöngumál. Hvað væri mikilvægara þjóðþrifamál en að leggja andvirði af sölu Landssím- ans hf. í byggingu á nýjum há- tæknispítala? Þjóðarsátt um enn betra heilbrigðiskerfi Eftir Jón Baldur Lorange ’Stjórnmálamenn eigaað hafa kjark til að skipa þverpólitíska þingnefnd um heilbrigðismál þjóðarinnar.‘ Jón Baldur Lorange Höfundur er kerfisfræðingur. Góð og mikið endurnýjuð 4ra-5 herb. 104 fm íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. 1- 2 stofur. Útg. á stórar suðursvalir úr hjónaherb. og stofu. Nýl. innréttingar í eldhúsi. Baðherb. nýl. endurnýjað. Parket og flísar á gólfum. Eignin er rúmgóð og björt með glugga á þrjá vegu. Áhv. 4,9 millj. byggsj. og húsbréf. Verð 13,9 millj. Guðmundur og Stefanía sýna íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00-16:00 OPIÐ HÚS - SÓLHEIMAR 27 2. hæð SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali                                         !"   ###$     $  %$    !"    & ' (      )  * +'   ,      -  +  # ' $ .        '    .  '.   '           //$  + 0        % -        Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Mögulegt er að leigja út í smærri einingu. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Tryggvagata - 101 Rvík TIL LEIGU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.