Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 46
UMRÆÐAN 46 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEITA má, að algert frelsi ríki nú í viðskiptum hér á landi, bæði innan lands og í milliríkjaviðskiptum. Fjármagnsflutningar hafa einnig verið gefnir frjálsir. Margir vilja eigna sér þetta frelsi. En hvaða stjórn- málaflokkar og stjórn- málamenn eiga stærsta þáttinn í því að þetta frelsi komst á? Þeirri spurningu verð- ur svarað í þessari grein. Gylfi Þ. hóf starfið Í viðreisnarstjórn Al- þýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins 1959– 1971 var Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptaráðherra og beitti sér fyrir frjálsræði í inn- flutningsversluninni. Hann hóf af- nám innflutningshafta og hafði um það náið samráð við samtök innflytj- enda og iðnrekenda. Gylfi gaf frjáls- an innflutning á öllum mikilvægustu vörutegundum að landbún- aðarvörum undanskildum. Aðild að EFTA Gylfi Þ. Gíslason beitti sér einnig fyrir aðild Íslands að EFTA, Frí- verslunarsamtökum Evrópu 1970. Olli það mál miklum deilum á Al- þingi. Alþýðubandalagið og Fram- sókn voru á móti aðildinni en Gylfa tókst að koma málinu í gegnum þingið, m.a. með því að fá 10 ára að- lögunartíma fyrir niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum og með því að fá stofnaðan iðnþróunarsjóð til stuðn- ings íslenskum iðnaði. Aðild Íslands að EFTA var mjög stórt skref í við- skiptasögu Íslands og alger for- senda fyrir aðild Íslands að EES síð- ar. Ef Ísland hefði ekki gengið í EFTA hefði ekkert orðið úr aðild Ís- lands að EES og þeirri frelsisvæð- ingu, sem það hafði í för með sér. Jón Baldvin kom okkur í EES Það kom síðan í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, að koma Íslandi í EES. Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu á móti því að Ísland gerðist aðili að EES og vildi fremur að Ísland gerði tvíhliða samning við Evrópu- sambandið. Framsókn- arflokkurinn greiddi nær allur atkvæði á móti aðild að EES. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild. Þrátt fyrir mikla andstöðu í þinginu barðist Jón Bald- vin hatrammlega fyrir aðild Ísland að EES og hafði sigur í málinu. Með aðild að EES samþykkti Ísland frelsin fjögur, frjálsræði á sviði vöruviðskipta, fjármagnsflutninga, vinnuaflsflutninga og þjónustuflutn- inga og fullt frelsi fyrir fyrirtæki til þess að starfa hvar sem er á svæði EES. Það er vegna EES-samnings- ins, sem frelsi ríkir á sviði viðskipta og atvinnulífs á Íslandi í dag. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða væri Ísland ekki aðili að þess- um samningi í dag. Jón Sigurðsson hóf afnám útflutningshafta Það kom í hlut Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins, að hefja afnám útflutningshafta. Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið dyggan vörð um útflutningshöft um langt skeið og Ólafur Thors hafði komið á einokun SÍF við útflutning á saltfiski. Það mátti enginn hreyfa við þessu einokunarkerfi. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu, að algert öngþveiti mundi skapast ef útflutn- ingur yrði gefinn frjáls. Jón Sigurðs- son hóf sem viðskiptaráðherra að losa um útflutning á freðfiski. Jón Baldvin lauk síðan sem utanrík- isráðherra því verki, gaf útflutning á saltfiski frjálsan og allan útflutning á íslenskum sjávarafurðum, sem ekki var þegar áður orðinn frjáls. Þessar breytingar urðu til mikilla bóta. – Það kom í hlut Jóns Sigurðs- sonar að gefa fjármagnsflutninga frjálsa í samræmi við EES- samninginn. Hlutur Alþýðuflokksins er stærstur Af framangreindu er ljóst, að Al- þýðuflokkurinn átti stærsta þáttinn í því að innleiða það viðskiptafrelsi, sem nú ríkir hér á landi. For- ustumenn Alþýðuflokksins, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson, komu þessu viðskiptafrelsi á. Það er þess vegna hlálegt þegar sjálfstæð- ismenn eru að eigna sér þetta við- skiptafrelsi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf dregið lappirnar, þegar auka hefur átt viðskiptafrelsi. Sjálf- stæðisflokkurinn var í fyrstu á móti aðild að EES og hann var á móti af- námi útflutningshafta. Hverjir eiga stærsta þáttinn í viðskiptafrelsinu? Björgvin Guðmundsson fjallar um viðskiptafrelsi ’Það er þess vegna hlá-legt þegar sjálfstæðis- menn eru að eigna sér þetta viðskiptafrelsi. ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. MÉR hafa borist í hendur upplýs- ingar frá Heilbrigðis og trygginga- málaráðuneytinu að árið 2003 hafa 9.5 miljörðum verið varið til öldr- unarmála. Samkvæmt riti Hagstofu Íslands „Félags og heilbrigð- ismál 1991-2000“ eru öldrunarmál dregin út sér og landlæknisemb- ættið hefur einnig gert slíkt. Slík skipting með tilliti til fjármögnunar hefur aldrei birst í tölum frá OECD. Í frumvarpi til fjár- laga 2004 kemur skýrt í ljós að öldrunarstofnanir er nær undartekningarlaust færðar undir heilbrigðismálaráðuneytið en ekki að hluta til eða að mestu leyti undir félagsmálaráðuneyti eins og gert er í OECD ríkjum. Ekki eru öruggar tölur yfir þá prósentulækk- un sem orðið hefði á heildarkostnaði heilbrigðisþjónustu ef öldrunarmál yrðu færð undir félags- málaráðuneyti. Sam- kvæmt tölum þjóð- hagsstofnunar sálugu á árunum frá 1999 var sú tala 1.5% af vergi landsfram- leiðslu sem sam- kvæmt reiknishaldi OECD þjóða (Econo- mic survey 1993) er færð undir félags- málakostnað. Sam- kvæmt þessu reikn- ishaldi má reikna með að heildargjöld íslendinga til heil- brigðismála séu um 8,2-8,3% af vergi landsframleiðslu en ekki 9.2 – 9.4%. Þetta hlutfall er því svipað og með- alkostnaður OECD ríkja og hefur haldist óbreytt í mörg ár. Í kjölfar fjárlagaumræðunnar á Alþingi í ár var mjög flaggað heildartölum um heilbrigðiskostnað og talað um að á Íslandi væri sú þjónusta dýrust! Álykta má að sú umræða hafi óbeint valdið þeim sparnaðatillögum t.d. varðandi útgjaldalækkun Landsspít- ala í ár. Menn ættu því að kynna sér betur reikninga Þjóðhagsstofnunnar sálugu lesa fjárlögin ítarlegar og skoða niðurstöður hagfræðinga OECD er skrifuðu heftið Economic Suvey fyrir Íslandi 1993. Auðsýni- lega hefur engu verið breytt í fjár- mögnun heilbrigðisþjónustunnar frá 1993 samanber fjárlög 2004 um út- gjöld heilbrigðismálaráðuneytisins til öldrunarmála bls. 379. Slík út- gjöld er ekki að finna á blaðsíðum Félagsmálaráðuneytisins í því riti. Rangfærslur leiðréttar enn á ný Ólafur Ólafsson skrifar um stuðning við aldraða ’Auðsýnilega hefurengu verið breytt í fjár- mögnun heilbrigð- isþjónustunnar frá 1993.‘ Ólafur Ólafssonfyrrver- andi Landlæknir Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Álfatún 21 - 200 Kópavogi Opið hús Opið hús í Álfatúni 21, Kópavogi, í dag, sunnudag, milli kl. 15:00 og 17:00, Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir á bjöllu. Vorum að fá sérstaklega glæsilega 153 fm íbúð með 22 fm bílskúr og afgirtri verönd. Rúmgóð stofa, borðstofa, sjónvarpshol og fjögur svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Eignin er mikið endurnýjuð með nýuppgerðu baðher- bergi. Stór og mikil sameign. Eign á eftirsóttum stað með fallegu út- sýni yfir Fossvoginn. Verð 20,9 millj. 6079 Nánari uppl. gefur Böðvar Reynisson, sölumaður í s. 694 1401. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is 70 íbúðir 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Erum að leita að sjötíu 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir opinberan aðila. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhuga- samir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, 2JA HERB. SEILUGRANDI - M/BÍLSKÝLI. Rúmgóð 66 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Suðursvalir. Stæði í saml. bílskýli. ATH. LAUS STRAX. Áhv. húsbréf 6,2 millj. Verð 10,9 millj. Nr. 3581 3JA HERB. DÚFNAHÓLAR. Mikið endurnýjuð og góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Ný eldhúsinnr., beikiparket. Suðursvalir. Áhv. húsbréf 6,2 millj. Verð 11,8 millj. Nr. 3675 4RA HERB. MIÐLEITI - ELDRI BORGARAR. Vorum að fá í einkasölu á þessum vinsæla stað 111 fm íbúð ásamt 10 fm sólskála. Rúmgóðar stofur, tvö svefnherbergi, sérþvotta- hús. Bílgeymsla. Suðurverönd. Mikil og góð sameign, þ.e. húsvarðaríbúð, matsalur, hár- og snyrtistofa, líkamsræktarsalur og sauna. HÚSVÖRÐUR. Verð 23,8 millj. nr. 3627 RAÐ- OG PARHÚS EFRA BREIÐHOLT - M/BÍLSKÚR. Mjög gott 135 fm einnar hæðar rað- hús ásamt 22 fm sérbyggðum bílskúr. Vel staðsett hús í efstu röð. Húsið er í góðu ástandi. Suðurlóð. Verð 17,9 millj. nr. 4033 EINBÝLI BUGÐUTANGI Glæsilegt hús, vel staðsett í Mosfellsbæ. Innb. bílskúr. Fallegur garður með heitum pott. Hús í góðu ástandi. Verð 37,0 millj. VEITINGAMENN - ATHAFNAMENN Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Vorum að fá í sölu rekstur á sportbar (veitingastað), sem er í einu stærsta hverfi borgarinnar. Fallegar innréttingar, sjónvörp, breiðtjöld og poolborð. Öll tæki og innréttingar fylgja með í kaupunum. Langtímaleigusamningur er á eigninni. Góður tími framundan: Meistaradeildin og Ólympíusumar. Nánari upplýsingar veitir Þröstur í síma 533 1122 eða 897 0634. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.