Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEITA má, að algert frelsi ríki nú í viðskiptum hér á landi, bæði innan lands og í milliríkjaviðskiptum. Fjármagnsflutningar hafa einnig verið gefnir frjálsir. Margir vilja eigna sér þetta frelsi. En hvaða stjórn- málaflokkar og stjórn- málamenn eiga stærsta þáttinn í því að þetta frelsi komst á? Þeirri spurningu verð- ur svarað í þessari grein. Gylfi Þ. hóf starfið Í viðreisnarstjórn Al- þýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins 1959– 1971 var Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptaráðherra og beitti sér fyrir frjálsræði í inn- flutningsversluninni. Hann hóf af- nám innflutningshafta og hafði um það náið samráð við samtök innflytj- enda og iðnrekenda. Gylfi gaf frjáls- an innflutning á öllum mikilvægustu vörutegundum að landbún- aðarvörum undanskildum. Aðild að EFTA Gylfi Þ. Gíslason beitti sér einnig fyrir aðild Íslands að EFTA, Frí- verslunarsamtökum Evrópu 1970. Olli það mál miklum deilum á Al- þingi. Alþýðubandalagið og Fram- sókn voru á móti aðildinni en Gylfa tókst að koma málinu í gegnum þingið, m.a. með því að fá 10 ára að- lögunartíma fyrir niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum og með því að fá stofnaðan iðnþróunarsjóð til stuðn- ings íslenskum iðnaði. Aðild Íslands að EFTA var mjög stórt skref í við- skiptasögu Íslands og alger for- senda fyrir aðild Íslands að EES síð- ar. Ef Ísland hefði ekki gengið í EFTA hefði ekkert orðið úr aðild Ís- lands að EES og þeirri frelsisvæð- ingu, sem það hafði í för með sér. Jón Baldvin kom okkur í EES Það kom síðan í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, að koma Íslandi í EES. Sjálfstæðisflokkurinn var í fyrstu á móti því að Ísland gerðist aðili að EES og vildi fremur að Ísland gerði tvíhliða samning við Evrópu- sambandið. Framsókn- arflokkurinn greiddi nær allur atkvæði á móti aðild að EES. Enginn þingmaður Framsóknar greiddi atkvæði með aðild. Þrátt fyrir mikla andstöðu í þinginu barðist Jón Bald- vin hatrammlega fyrir aðild Ísland að EES og hafði sigur í málinu. Með aðild að EES samþykkti Ísland frelsin fjögur, frjálsræði á sviði vöruviðskipta, fjármagnsflutninga, vinnuaflsflutninga og þjónustuflutn- inga og fullt frelsi fyrir fyrirtæki til þess að starfa hvar sem er á svæði EES. Það er vegna EES-samnings- ins, sem frelsi ríkir á sviði viðskipta og atvinnulífs á Íslandi í dag. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða væri Ísland ekki aðili að þess- um samningi í dag. Jón Sigurðsson hóf afnám útflutningshafta Það kom í hlut Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins, að hefja afnám útflutningshafta. Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið dyggan vörð um útflutningshöft um langt skeið og Ólafur Thors hafði komið á einokun SÍF við útflutning á saltfiski. Það mátti enginn hreyfa við þessu einokunarkerfi. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu, að algert öngþveiti mundi skapast ef útflutn- ingur yrði gefinn frjáls. Jón Sigurðs- son hóf sem viðskiptaráðherra að losa um útflutning á freðfiski. Jón Baldvin lauk síðan sem utanrík- isráðherra því verki, gaf útflutning á saltfiski frjálsan og allan útflutning á íslenskum sjávarafurðum, sem ekki var þegar áður orðinn frjáls. Þessar breytingar urðu til mikilla bóta. – Það kom í hlut Jóns Sigurðs- sonar að gefa fjármagnsflutninga frjálsa í samræmi við EES- samninginn. Hlutur Alþýðuflokksins er stærstur Af framangreindu er ljóst, að Al- þýðuflokkurinn átti stærsta þáttinn í því að innleiða það viðskiptafrelsi, sem nú ríkir hér á landi. For- ustumenn Alþýðuflokksins, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson, komu þessu viðskiptafrelsi á. Það er þess vegna hlálegt þegar sjálfstæð- ismenn eru að eigna sér þetta við- skiptafrelsi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf dregið lappirnar, þegar auka hefur átt viðskiptafrelsi. Sjálf- stæðisflokkurinn var í fyrstu á móti aðild að EES og hann var á móti af- námi útflutningshafta. Hverjir eiga stærsta þáttinn í viðskiptafrelsinu? Björgvin Guðmundsson fjallar um viðskiptafrelsi ’Það er þess vegna hlá-legt þegar sjálfstæðis- menn eru að eigna sér þetta viðskiptafrelsi. ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. MÉR hafa borist í hendur upplýs- ingar frá Heilbrigðis og trygginga- málaráðuneytinu að árið 2003 hafa 9.5 miljörðum verið varið til öldr- unarmála. Samkvæmt riti Hagstofu Íslands „Félags og heilbrigð- ismál 1991-2000“ eru öldrunarmál dregin út sér og landlæknisemb- ættið hefur einnig gert slíkt. Slík skipting með tilliti til fjármögnunar hefur aldrei birst í tölum frá OECD. Í frumvarpi til fjár- laga 2004 kemur skýrt í ljós að öldrunarstofnanir er nær undartekningarlaust færðar undir heilbrigðismálaráðuneytið en ekki að hluta til eða að mestu leyti undir félagsmálaráðuneyti eins og gert er í OECD ríkjum. Ekki eru öruggar tölur yfir þá prósentulækk- un sem orðið hefði á heildarkostnaði heilbrigðisþjónustu ef öldrunarmál yrðu færð undir félags- málaráðuneyti. Sam- kvæmt tölum þjóð- hagsstofnunar sálugu á árunum frá 1999 var sú tala 1.5% af vergi landsfram- leiðslu sem sam- kvæmt reiknishaldi OECD þjóða (Econo- mic survey 1993) er færð undir félags- málakostnað. Sam- kvæmt þessu reikn- ishaldi má reikna með að heildargjöld íslendinga til heil- brigðismála séu um 8,2-8,3% af vergi landsframleiðslu en ekki 9.2 – 9.4%. Þetta hlutfall er því svipað og með- alkostnaður OECD ríkja og hefur haldist óbreytt í mörg ár. Í kjölfar fjárlagaumræðunnar á Alþingi í ár var mjög flaggað heildartölum um heilbrigðiskostnað og talað um að á Íslandi væri sú þjónusta dýrust! Álykta má að sú umræða hafi óbeint valdið þeim sparnaðatillögum t.d. varðandi útgjaldalækkun Landsspít- ala í ár. Menn ættu því að kynna sér betur reikninga Þjóðhagsstofnunnar sálugu lesa fjárlögin ítarlegar og skoða niðurstöður hagfræðinga OECD er skrifuðu heftið Economic Suvey fyrir Íslandi 1993. Auðsýni- lega hefur engu verið breytt í fjár- mögnun heilbrigðisþjónustunnar frá 1993 samanber fjárlög 2004 um út- gjöld heilbrigðismálaráðuneytisins til öldrunarmála bls. 379. Slík út- gjöld er ekki að finna á blaðsíðum Félagsmálaráðuneytisins í því riti. Rangfærslur leiðréttar enn á ný Ólafur Ólafsson skrifar um stuðning við aldraða ’Auðsýnilega hefurengu verið breytt í fjár- mögnun heilbrigð- isþjónustunnar frá 1993.‘ Ólafur Ólafssonfyrrver- andi Landlæknir Höfundur er fyrrverandi landlæknir. Álfatún 21 - 200 Kópavogi Opið hús Opið hús í Álfatúni 21, Kópavogi, í dag, sunnudag, milli kl. 15:00 og 17:00, Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir á bjöllu. Vorum að fá sérstaklega glæsilega 153 fm íbúð með 22 fm bílskúr og afgirtri verönd. Rúmgóð stofa, borðstofa, sjónvarpshol og fjögur svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Eignin er mikið endurnýjuð með nýuppgerðu baðher- bergi. Stór og mikil sameign. Eign á eftirsóttum stað með fallegu út- sýni yfir Fossvoginn. Verð 20,9 millj. 6079 Nánari uppl. gefur Böðvar Reynisson, sölumaður í s. 694 1401. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is 70 íbúðir 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Erum að leita að sjötíu 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir opinberan aðila. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhuga- samir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu. Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, 2JA HERB. SEILUGRANDI - M/BÍLSKÝLI. Rúmgóð 66 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Suðursvalir. Stæði í saml. bílskýli. ATH. LAUS STRAX. Áhv. húsbréf 6,2 millj. Verð 10,9 millj. Nr. 3581 3JA HERB. DÚFNAHÓLAR. Mikið endurnýjuð og góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Ný eldhúsinnr., beikiparket. Suðursvalir. Áhv. húsbréf 6,2 millj. Verð 11,8 millj. Nr. 3675 4RA HERB. MIÐLEITI - ELDRI BORGARAR. Vorum að fá í einkasölu á þessum vinsæla stað 111 fm íbúð ásamt 10 fm sólskála. Rúmgóðar stofur, tvö svefnherbergi, sérþvotta- hús. Bílgeymsla. Suðurverönd. Mikil og góð sameign, þ.e. húsvarðaríbúð, matsalur, hár- og snyrtistofa, líkamsræktarsalur og sauna. HÚSVÖRÐUR. Verð 23,8 millj. nr. 3627 RAÐ- OG PARHÚS EFRA BREIÐHOLT - M/BÍLSKÚR. Mjög gott 135 fm einnar hæðar rað- hús ásamt 22 fm sérbyggðum bílskúr. Vel staðsett hús í efstu röð. Húsið er í góðu ástandi. Suðurlóð. Verð 17,9 millj. nr. 4033 EINBÝLI BUGÐUTANGI Glæsilegt hús, vel staðsett í Mosfellsbæ. Innb. bílskúr. Fallegur garður með heitum pott. Hús í góðu ástandi. Verð 37,0 millj. VEITINGAMENN - ATHAFNAMENN Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Vorum að fá í sölu rekstur á sportbar (veitingastað), sem er í einu stærsta hverfi borgarinnar. Fallegar innréttingar, sjónvörp, breiðtjöld og poolborð. Öll tæki og innréttingar fylgja með í kaupunum. Langtímaleigusamningur er á eigninni. Góður tími framundan: Meistaradeildin og Ólympíusumar. Nánari upplýsingar veitir Þröstur í síma 533 1122 eða 897 0634. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.