Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 47

Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 47 ÞETTA er fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu 16. nóvember síðast- liðinn. Tilefni greinarinnar er heimsókn Chathy Parsons, framkvæmdastjóra Green Globe-samtakanna í Ástralíu, en þau eru alþjóðleg samtök sem starfa fyrir vistvæn fyrirtæki í ferða- þjónustu sem vilja stuðla að sjálf- bærri þróun. Green Global er um- hverfisvottunaráætlun sérstaklega hönnuð fyrir ferðaþjónustuna til að auðvelda umbætur í ferðamálum. Cathy segir að áhugi samtakanna á Íslandi hafi kviknað þegar sýndur var sjónvarpsþáttur um landið þar sem fram kom hversu annt Íslend- ingum væri um umhverfi sitt og gæti Ísland þess vegna e.t.v. orðið fyrsta umhverfisvæna ferða- mannalandið. Til að ná því væri mikilvægt að fá sjálfbæra vottun og markaðssetja landið sem slíkt. Tilvitnun lýk- ur. Og hvernig förum við svo að því? Sjálfbær þróun byggist á því að ganga ekki á náttúruna þannig að hún bíði skaða af en það gerum við svo sannarlega með lausa- beit búfjár um landið frá fjöru til fjalla sem veld- ur stöðugri rýrnun á viðkvæma nátt- úrlega gróðrinum. Alger rányrkja hlýst af allt of miklu búfé sem verður að þúsundum tonna af kjöti sem eng- in þörf er á. Framleiðslan er samt ríkisstyrkt endalaust með milljarða framlagi úr ríkissjóði. Er þetta um- hverfisvænt? Í grein sem hag- og viðskiptafræðinemi skrifar í Morg- unblaðið 12. desember um rík- isstyrktan landbúnað okkar kemur m.a. fram að hver einstaklingur á Ís- landi þurfi að borga rúmlega 60.000 króna á ári til að halda landbún- aðinum uppi. Hver fjölskylda er tvær klukku- stundir á dag að vinna fyrir þessu bákni. Kostnaðurinn vegna landbún- aðarins er rúmlega tvisvar sinnum meiri en ríkið eyðir í heilsugæslu landsins á ári. Hvers vegna er ekki tekið á þessu fáránlega vandamáli sem er bæði landinu okkar og rík- issjóði til skaða? Það er löngu orðið tíma- bært að hagræða í landbúnaðinum, minnka kjöt- framleiðsluna og láta í stað þess megnið af þessum milljörðum sem það kostar í að rækta upp landið og bæta að nokkru fyrir þann skaða sem rán- yrkjubúskapurinn gegnum aldirnar hef- ur valdið, og gerir enn. Svo er reynt að blekkja útlend- inga sem hingað koma til að kynna sér vistvænt og sjálfbært fyrirmynd- arland í umhverfismálum. Stað- reyndin er nákvæmlega hið gagn- stæða. Við erum aftur í öldum með okkar rányrkjubúskap og ættum að skammast okkar fyrir. Staðreyndir sanna að við erum ekki vistvæn, eng- inn landsmaður er svo skyni skropp- inn eða blindur að hann sjái það ekki. Samt hafa flestir bændur og ráða- menn hvorki vilja né kjark til að horfast í augu við vandann og ýta honum stöðugt á undan sér. Á með- an stækka foksvæðin þrátt fyrir kleppsvinnu Landgræðslunnar sem hefur ekki undan eyðileggingaröfl- unum. Engar blekkingar lengur, þær hljóta alltaf að koma okkur í koll síðar. Helmingur af náttúrlegri gróðurþekju landsins er horfinn og er enn að rýrna. Fjallkonan hrópar á vægð gegn öllum þessum rík- isstyrkta bitvargi sem flettir hana skrautklæðunum. Í þessari grein, sem vitnað er í hér að ofan, segir að sveitarfélögin á Snæfellsnesi séu þegar orðnir þátt- takendur í áætlun Green Globe og stefnt sé að því að allt Snæfellsnes fái vottun. Getur verið að Cathy hafi ekki fengið réttar upplýsingar um lausagöngu búfjár eða ætla sveit- arfélögin að taka á þeim málum og girða af sitt búfé? Það myndi verða til fyrirmyndar og fegurra umhverf- is. Þá myndu um leið allar girðingar utan um gróðurreiti og meðfram þjóðvegum óþarfar. Það yrði lofsvert átak og til fyrirmyndar öllum sveit- arfélögum landsins. Ísland gæti orðið fyrsta umhverfisvæna ferðamannalandið Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um umhverfismál ’Það yrði lofsvert átakog til fyrirmyndar öllum sveitarfélögum landsins.‘ Herdís Þorvaldsdóttir Höfundur er leikkona. FJÁRFESTINGAR GLAÐHEIMAR - BLÖNDUÓSI Einstakt tækifæri að fjárfesta í ferðaþjónustu. Til sölu er ferðaþjónustufyrirtækið Glaðheimar á Blönduósi, rétt við þjóðveginn og á bökkum Blöndu. Glaðheimum fylgir:  7 sumarhús, 14 - 50 fm (leyfi fyrir fleiri húsum), heitur pottur og sauna í flestum. Hitaveita.  Gistiheimili með 13 herbergjum, samtals 357 fm.  Rekstur tjaldmiðstöðvar í samstafi við Blönduósbæ. Hér er um einstakt tækifæri að ræða og mikla möguleika í ferðaþjónustu, enda Blönduósbær ört vaxandi bær. Glaðheimar fara ekki fram hjá nokkrum manni sem í bæinn kemur. Skipti á íbúðar- eign á höfuðborgarsvæðinu kemur til greina. EINBÝLISHÚS Í SKÓGARLUNDI VIÐ ELLIÐAÁRNAR Vorum að fá í sölu vandað 277 fm einbýlishús í skógarsvæðinu rétt fyrir ofan rafstöðina, í litlu „þorpi“við Elliðaárnar inní miðri Reykjavík. Einstakur sælureitur. Húsið stendur á 1.800 fm lóð með miklum gróðri. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, bókaherbergi og þrjú svefnherbergi. Glæsilegur arinn í stofu. Á jarðhæð er samþykkt 3ja herb. íbúð með sérinn- gangi. 41 fm hlaðinn bílskúr fylgir húsinu. Verð tilboð. 3859 GLÆSILEGT EINBÝLI Í MOS. Fallegt og vel staðsett um 400 fm einbýlis- hús með innb. bílskúr. Húsið hefur verið mikið endurnýjað m.a. gólfefni, eldhús o.fl. Sérhannaður garður, svalir, heitur pottur, ar- inn og glæsileg hönnun. V. 37,0 m. 3861 LAUGARDALUR - SUNNUVEGUR Glæsilegt einbýli á einum allra besta stað í Rvk. Húsið er 255,4 fm með 20 fm inn- byggðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, hol m/mikilli lofthæð, samliggjandi stofur auk arinstofu, eldhús, búr, þvottaherb. með bak- útgangi á lóð, gestasalerni, fimm svefnherb., fata- og baðherb. innaf hjónaherb. og bað- herb. á svefngangi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. 24 fm suðursvalir, veðursæld mikil. Falleg lóð. Handhöggnir grágrýtis- steinar í innkeyrslu og víðar. EINSTÖK EIGN. 3862 ASPAGRUND - FOSSVOGSDALUR Sérlega glæsilegt nýlegt ca 200 einbýlishús (RC-hús) byggt 1998. Ásamt 33 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar, parket og flísar á gólfum, hornbaðkar og fl. Húsið skiptist þannig. 1. hæð: stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús/geymsla, snyrting, hol og for- stofa. Ris: þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpsherbergi (sem auðvelt er að breyta í svefnherbergi) fataherbergi og baðher- bergi. V. 37 m. 3837 GRETTISGATA - TVÆR ÍBÚÐIR Mikið endurnýjað 115 fm tveggja íbúðarhús, sem skiptist í 2ja herbergja íbúð í kjallara og 3ja herbergja íbúð á hæð og í risi. Upphaf- leg gólfborð og hátt til lofts. Sérbílastæði á eignarlóð. Íbúð á jarðhæð leigð á 55 þús á mán. Samþykktir stækkunarmöguleikar. V. 16,9 m. 3285 GRENIMELUR - PARHÚS Virðuleg og mikið endurnýjað 209 fm par- hús, sem skiptist í 3 hæðir auk íbúðarher- bergja í risi og 26,7 fm bílskúrs. Húsið skipt- ist í 3 stofur, 7 herbergi, eldhús og 2 bað- herbergi. Parket á gólfum, nýlegt eldhús og nýlegt baðherbergi. 3850 FROSTASKJÓL - MEÐ SÉRÍBÚÐARAÐSTÖÐU Falleg efri sérhæð og hluti kj., samt. ca 190 fm ásamt 24 fm bílskúr. Íb. er á 2 hæðum og skiptist þannig: Á 2. hæð er m.a. and- dyri, hol, stofa, borðst., snyrting, baðherb. og þrjú svherb. Á 1. hæð (kj.) er m.a. hol, þvottahús/geymsla og á sérgangi eru síðan tvö herbergi (hægt að nota annað sem eld- hús) og baðherbergi. Sérinngangur er inn í þetta rými og því hentugt til útleigu. verð 25,6 millj. 3853 EIÐISTORG - M. AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 183 fm „penthouse“ íbúð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og þrjú herbergi. Glæsi- legar stofur með mikilli lofthæð. Stórar þaksvalir. Einstakt útsýni. Auk þess er um að ræða litla einstaklingsíbúð. Verð 22, m Allar nánari upplýsingar veitir Magnea í síma 861 8511. 3794 HRAUNBÆR - LAUS STRAX Samþykkt 2ja herbergja 32 fm einstaklings íbúð á jarðhæð, í góðu húsi sem skiptist í hol/eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og stofu, auk þess er sérgeymsla í sameign og þvottahús. V. 5,9 m. 3856 ÁLFASKEIÐ - MEÐ BÍLSKÚR Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 62,1 fm íbúð á 3. hæð (2. hæð) í góðu fjölbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Suður- svalir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 10,3 m. 3860

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.