Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 47 ÞETTA er fyrirsögn á grein í Morgunblaðinu 16. nóvember síðast- liðinn. Tilefni greinarinnar er heimsókn Chathy Parsons, framkvæmdastjóra Green Globe-samtakanna í Ástralíu, en þau eru alþjóðleg samtök sem starfa fyrir vistvæn fyrirtæki í ferða- þjónustu sem vilja stuðla að sjálf- bærri þróun. Green Global er um- hverfisvottunaráætlun sérstaklega hönnuð fyrir ferðaþjónustuna til að auðvelda umbætur í ferðamálum. Cathy segir að áhugi samtakanna á Íslandi hafi kviknað þegar sýndur var sjónvarpsþáttur um landið þar sem fram kom hversu annt Íslend- ingum væri um umhverfi sitt og gæti Ísland þess vegna e.t.v. orðið fyrsta umhverfisvæna ferða- mannalandið. Til að ná því væri mikilvægt að fá sjálfbæra vottun og markaðssetja landið sem slíkt. Tilvitnun lýk- ur. Og hvernig förum við svo að því? Sjálfbær þróun byggist á því að ganga ekki á náttúruna þannig að hún bíði skaða af en það gerum við svo sannarlega með lausa- beit búfjár um landið frá fjöru til fjalla sem veld- ur stöðugri rýrnun á viðkvæma nátt- úrlega gróðrinum. Alger rányrkja hlýst af allt of miklu búfé sem verður að þúsundum tonna af kjöti sem eng- in þörf er á. Framleiðslan er samt ríkisstyrkt endalaust með milljarða framlagi úr ríkissjóði. Er þetta um- hverfisvænt? Í grein sem hag- og viðskiptafræðinemi skrifar í Morg- unblaðið 12. desember um rík- isstyrktan landbúnað okkar kemur m.a. fram að hver einstaklingur á Ís- landi þurfi að borga rúmlega 60.000 króna á ári til að halda landbún- aðinum uppi. Hver fjölskylda er tvær klukku- stundir á dag að vinna fyrir þessu bákni. Kostnaðurinn vegna landbún- aðarins er rúmlega tvisvar sinnum meiri en ríkið eyðir í heilsugæslu landsins á ári. Hvers vegna er ekki tekið á þessu fáránlega vandamáli sem er bæði landinu okkar og rík- issjóði til skaða? Það er löngu orðið tíma- bært að hagræða í landbúnaðinum, minnka kjöt- framleiðsluna og láta í stað þess megnið af þessum milljörðum sem það kostar í að rækta upp landið og bæta að nokkru fyrir þann skaða sem rán- yrkjubúskapurinn gegnum aldirnar hef- ur valdið, og gerir enn. Svo er reynt að blekkja útlend- inga sem hingað koma til að kynna sér vistvænt og sjálfbært fyrirmynd- arland í umhverfismálum. Stað- reyndin er nákvæmlega hið gagn- stæða. Við erum aftur í öldum með okkar rányrkjubúskap og ættum að skammast okkar fyrir. Staðreyndir sanna að við erum ekki vistvæn, eng- inn landsmaður er svo skyni skropp- inn eða blindur að hann sjái það ekki. Samt hafa flestir bændur og ráða- menn hvorki vilja né kjark til að horfast í augu við vandann og ýta honum stöðugt á undan sér. Á með- an stækka foksvæðin þrátt fyrir kleppsvinnu Landgræðslunnar sem hefur ekki undan eyðileggingaröfl- unum. Engar blekkingar lengur, þær hljóta alltaf að koma okkur í koll síðar. Helmingur af náttúrlegri gróðurþekju landsins er horfinn og er enn að rýrna. Fjallkonan hrópar á vægð gegn öllum þessum rík- isstyrkta bitvargi sem flettir hana skrautklæðunum. Í þessari grein, sem vitnað er í hér að ofan, segir að sveitarfélögin á Snæfellsnesi séu þegar orðnir þátt- takendur í áætlun Green Globe og stefnt sé að því að allt Snæfellsnes fái vottun. Getur verið að Cathy hafi ekki fengið réttar upplýsingar um lausagöngu búfjár eða ætla sveit- arfélögin að taka á þeim málum og girða af sitt búfé? Það myndi verða til fyrirmyndar og fegurra umhverf- is. Þá myndu um leið allar girðingar utan um gróðurreiti og meðfram þjóðvegum óþarfar. Það yrði lofsvert átak og til fyrirmyndar öllum sveit- arfélögum landsins. Ísland gæti orðið fyrsta umhverfisvæna ferðamannalandið Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um umhverfismál ’Það yrði lofsvert átakog til fyrirmyndar öllum sveitarfélögum landsins.‘ Herdís Þorvaldsdóttir Höfundur er leikkona. FJÁRFESTINGAR GLAÐHEIMAR - BLÖNDUÓSI Einstakt tækifæri að fjárfesta í ferðaþjónustu. Til sölu er ferðaþjónustufyrirtækið Glaðheimar á Blönduósi, rétt við þjóðveginn og á bökkum Blöndu. Glaðheimum fylgir:  7 sumarhús, 14 - 50 fm (leyfi fyrir fleiri húsum), heitur pottur og sauna í flestum. Hitaveita.  Gistiheimili með 13 herbergjum, samtals 357 fm.  Rekstur tjaldmiðstöðvar í samstafi við Blönduósbæ. Hér er um einstakt tækifæri að ræða og mikla möguleika í ferðaþjónustu, enda Blönduósbær ört vaxandi bær. Glaðheimar fara ekki fram hjá nokkrum manni sem í bæinn kemur. Skipti á íbúðar- eign á höfuðborgarsvæðinu kemur til greina. EINBÝLISHÚS Í SKÓGARLUNDI VIÐ ELLIÐAÁRNAR Vorum að fá í sölu vandað 277 fm einbýlishús í skógarsvæðinu rétt fyrir ofan rafstöðina, í litlu „þorpi“við Elliðaárnar inní miðri Reykjavík. Einstakur sælureitur. Húsið stendur á 1.800 fm lóð með miklum gróðri. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, bókaherbergi og þrjú svefnherbergi. Glæsilegur arinn í stofu. Á jarðhæð er samþykkt 3ja herb. íbúð með sérinn- gangi. 41 fm hlaðinn bílskúr fylgir húsinu. Verð tilboð. 3859 GLÆSILEGT EINBÝLI Í MOS. Fallegt og vel staðsett um 400 fm einbýlis- hús með innb. bílskúr. Húsið hefur verið mikið endurnýjað m.a. gólfefni, eldhús o.fl. Sérhannaður garður, svalir, heitur pottur, ar- inn og glæsileg hönnun. V. 37,0 m. 3861 LAUGARDALUR - SUNNUVEGUR Glæsilegt einbýli á einum allra besta stað í Rvk. Húsið er 255,4 fm með 20 fm inn- byggðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, hol m/mikilli lofthæð, samliggjandi stofur auk arinstofu, eldhús, búr, þvottaherb. með bak- útgangi á lóð, gestasalerni, fimm svefnherb., fata- og baðherb. innaf hjónaherb. og bað- herb. á svefngangi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. 24 fm suðursvalir, veðursæld mikil. Falleg lóð. Handhöggnir grágrýtis- steinar í innkeyrslu og víðar. EINSTÖK EIGN. 3862 ASPAGRUND - FOSSVOGSDALUR Sérlega glæsilegt nýlegt ca 200 einbýlishús (RC-hús) byggt 1998. Ásamt 33 fm bílskúr. Glæsilegar innréttingar, parket og flísar á gólfum, hornbaðkar og fl. Húsið skiptist þannig. 1. hæð: stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús/geymsla, snyrting, hol og for- stofa. Ris: þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpsherbergi (sem auðvelt er að breyta í svefnherbergi) fataherbergi og baðher- bergi. V. 37 m. 3837 GRETTISGATA - TVÆR ÍBÚÐIR Mikið endurnýjað 115 fm tveggja íbúðarhús, sem skiptist í 2ja herbergja íbúð í kjallara og 3ja herbergja íbúð á hæð og í risi. Upphaf- leg gólfborð og hátt til lofts. Sérbílastæði á eignarlóð. Íbúð á jarðhæð leigð á 55 þús á mán. Samþykktir stækkunarmöguleikar. V. 16,9 m. 3285 GRENIMELUR - PARHÚS Virðuleg og mikið endurnýjað 209 fm par- hús, sem skiptist í 3 hæðir auk íbúðarher- bergja í risi og 26,7 fm bílskúrs. Húsið skipt- ist í 3 stofur, 7 herbergi, eldhús og 2 bað- herbergi. Parket á gólfum, nýlegt eldhús og nýlegt baðherbergi. 3850 FROSTASKJÓL - MEÐ SÉRÍBÚÐARAÐSTÖÐU Falleg efri sérhæð og hluti kj., samt. ca 190 fm ásamt 24 fm bílskúr. Íb. er á 2 hæðum og skiptist þannig: Á 2. hæð er m.a. and- dyri, hol, stofa, borðst., snyrting, baðherb. og þrjú svherb. Á 1. hæð (kj.) er m.a. hol, þvottahús/geymsla og á sérgangi eru síðan tvö herbergi (hægt að nota annað sem eld- hús) og baðherbergi. Sérinngangur er inn í þetta rými og því hentugt til útleigu. verð 25,6 millj. 3853 EIÐISTORG - M. AUKAÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 183 fm „penthouse“ íbúð í fjölbýli. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og þrjú herbergi. Glæsi- legar stofur með mikilli lofthæð. Stórar þaksvalir. Einstakt útsýni. Auk þess er um að ræða litla einstaklingsíbúð. Verð 22, m Allar nánari upplýsingar veitir Magnea í síma 861 8511. 3794 HRAUNBÆR - LAUS STRAX Samþykkt 2ja herbergja 32 fm einstaklings íbúð á jarðhæð, í góðu húsi sem skiptist í hol/eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og stofu, auk þess er sérgeymsla í sameign og þvottahús. V. 5,9 m. 3856 ÁLFASKEIÐ - MEÐ BÍLSKÚR Erum með í einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 62,1 fm íbúð á 3. hæð (2. hæð) í góðu fjölbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Suður- svalir. Hús og sameign í mjög góðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 10,3 m. 3860
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.