Morgunblaðið - 25.01.2004, Síða 50
HUGVEKJA
50 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg bænavika,þar sem fulltrúarhinna ólíku kirkju-og trúfélaga heims-ins koma saman og
biðja fyrir einingu kristinna
manna, er haldin í janúar ár
hvert, oftast í þriðju viku, um
gjörvalla jörð og hefur svo verið
allt frá 19. öld, en þá voru fyrstu
skrefin tekin í þessa mikilvægu
átt. Á 20. öld hófust fyrir alvöru
tilraunir við að sætta andstæður
milli kirkjudeilda. Fram eftir öld-
inni voru það aðeins evangelískar
kirkjur sem ræddu þannig mál
sín, en fljótlega bættust rétttrún-
aðarkirkjur Austur-Evrópu og
Austurlanda nær inn í viðræð-
urnar. Árið 1926 hóf trúar- og
skipulagsmálanefnd Alkirkju-
ráðsins að gefa út efni til notk-
unar í hinni samkirkjulegu bæna-
viku. Upp úr 1965 fór
rómversk-kaþólska kirkjan að
líta til hinna og gefa færi á sér,
og árið 1968 var svo farið að nota
efni í bænavikunni útgefið af Al-
kirkjuráðinu og Páfaráðinu.
Aðildarkirkjur Alkirkjuráðsins
eru um 340 talsins í yfir 100
löndum. Frá árinu 1975 hafa
samkirkjulegir hópar í mismun-
andi aðildarlöndum þess staðið
að undirbúningi bænavikunnar,
t.a.m. valið ritningarlestra fyrir
átta daga vikunnar, samið bænir
og guðsþjónstuform. Ástralía
reið á vaðið og síðan hefur efni
komið frá ýmsum stöðum í heim-
inum, s.s. Bandaríkjunum, Eng-
landi, Jamaíka, Írlandi, Kar-
íbahafinu, Líbanon, Malasíu og
Þýskalandi.
Bænavikan var fyrst haldin á
Íslandi árið 1968, og hefur Sam-
starfsnefnd kristinna trúfélaga
lengstum annast skipulagningu
hér og m.a. komið á samkomum,
og hafa þær staðið yfir alla ný-
liðna viku og lýkur í dag. Aðild
að nefndinni eiga Aðventkirkjan,
Fríkirkjan Vegurinn, Hvíta-
sunnukirkjan, Hjálpræðisherinn,
Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska
kirkjan, Óháði söfnuðurinn og
Þjóðkirkjan.
Mannkynið allt er um sex
milljarðar einstaklinga. Af þeim
eru kristnir menn u.þ.b. þriðj-
ungur og tilheyra fjölda kirkju-
deilda, ólíkum um margt. Nokkr-
ar eru þar meiri að vöxtum en
aðrar, langstærst er rómversk-
kaþólska kirkjan, með um 1.000
milljónir. Og fjöldi kirkju- og trú-
félaga innan hverrar deildar um
sig er legíó, að því er lesa má í
ritverkinu „World Christian En-
cyclopedia“ alls um 34.000 tals-
ins; á Íslandi þó „ekki nema“ um
tuttugu. Af þessu má ljóst vera,
að hópana greinir á í einhverjum
atriðum, stundum veigamiklum.
Það sem ber á milli er samt bara
örlítið, miðað við allt hið sameig-
inlega. Greinarnar eru margar,
en stofninn einn.
En það er gömul saga og ný,
að ágreiningsefni þarf ekki að
vera mikið til að úlfúð hljótist af.
Þess vegna er mönnum hollt að
brjóta múra og ræða saman, til
að fyrirbyggja óþarfa misskiln-
ing. Alþjóðleg, samkirkjuleg
bænavika hefur það m.a. að leið-
arljósi.
Í fyrra komu hugmyndir að
bænum, ritningartextum og
guðsþjónustuformi frá trúsystk-
inum okkar í Argentínu, en að
þessu sinni frá Mið-Austur-
löndum, úr borginni Aleppo í
Norður-Sýrlandi, þar sem með-
limir úr ellefu kristnum trú-
félögum – sýrlensku rétttrún-
aðarkirkjunni, rómversk-
kaþólsku kirkjunni og níu mót-
mælendakirkjum – undirbjuggu
efnið. Yfirskrift ársins 2004 er
fengin úr 14. kafla Jóhannesar-
guðspjalls, 27. versi: „Minn frið
gef ég yður“.
Á sama tíma og þetta allt er að
gerast, er unnið að boðun fagn-
aðarerindisins víða um jörð. Árið
1900 eru kristniboðar sagðir hafa
verið um 62.000, en nú á tímum
um 400.000. Mest er fjölgun ný-
kristinna í Austur-Asíu, Suður-
Ameríku og Afríku. En þetta er
ekki hættulaust, því ofsóknir á
hendur kristnum eru við lýði í
mörgum löndum, t.d. Alsír,
Egyptalandi, Íran, Jemen, Kína,
Laos, Líbýu, Marokkó, Norður-
Kóreu, Sádi-Arabíu, Sómalíu,
Súdan og Víetnam. Þetta er samt
ekkert nýtt, því 70 milljónir
kristinna hafa dáið fyrir trú sína
þær 20 aldir, sem liðnar eru frá
krossfestingu meistarans á Golg-
ata. Af þeim er talið að um
160.000 einstaklingar hafi liðið
píslarvættisdauða árið 2000. Það
ár heyrðu um 120 milljónir Jesú
frá Nasaret getið í fyrsta skipti á
ævinni.
Í viku hverri eru 3.500 ný
guðshús opnuð og daglega bæt-
ast 174 þúsund sálir í kirkju
heimsins.
Ég gef sr. Maríu Ágústs-
dóttur, formanni Samstarfs-
nefndar kristinna trúfélaga á Ís-
landi, lokaorðið, en í
Morgunblaðinu á dögunum sagði
hún m.a. þetta:
Tilgangurinn með alþjóðlegu sam-
kirkjulegu bænavikunni, eins og sam-
kirkjulegu starfi almennt, er að færa
kristið fólk nær hvað öðru, stuðla að
hinni andlegu einingu kristninnar. Svo
vitnað sé í 2. Vatikanþingið er bænin
sál samkirkjuhreyfingarinnar, og aldr-
ei er nærvera Guðs jafn áþreifanleg
eins og þegar kristin systkin koma
saman til bæna. Okkur hefur verið fal-
ið það mikilvæga verkefni að birta
kærleika Guðs inn í mannlegt sam-
félag og það gerum við best með því
að sýna samstöðu og kærleika, bæði
innbyrðis og útífrá. Bænarefnin hverju
sinni gefa síðan til kynna á hvað þarf
að leggja áherslu og sjaldan hefur ver-
ið meiri þörf á að biðja heiminum frið-
ar en nú.
Ein rödd
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Aldrei er nærvera
Guðs jafn áþreif-
anleg eins og þeg-
ar trúsystkin, ólík
um svo margt,
koma saman til
að biðja. Sigurður
Ægisson gerir hér
að umtalsefni al-
þjóðlega, sam-
kirkjulega bænaviku, er hófst sunnudaginn 18.
janúar og lýkur í dag.
KIRKJUSTARF
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Opið hús
Laugarásvegur 73 - sérhæð
Smáralind - 1. hæð
Opið 14-17 lau. og sun.
Sími 565 8000
Til sýnis í dag falleg og snyrtileg 120 fm efri sérhæð ásamt
bílskúr í þessu virðulega húsi í Laugarásnum. Stórar stofur
með gæsilegu útsýni yfir borgina. Verð 20,9 millj.
Þú gengur beint inn og skoðar þessa
eign í dag á milli kl. 14 og 16.
Hörður verður á staðnum og sýnir eignina.
Tómasar-
messa í Breið-
holtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til fyrstu
messunnar á þessu ári í Breiðholts-
kirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn
25. janúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur vakið
mikla ánægju þeirra sem þátt hafa
tekið og virðist hafa unnið sér fastan
sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík
messa hefur verið haldin í Breið-
holtskirkju í Mjódd síðasta sunnu-
dag í mánuði, frá hausti til vors, síð-
ustu sex árin. Framkvæmdaaðilar
að þessu messuhaldi eru Breiðholts-
kirkja, Kristilega skólahreyfingin,
Félag guðfræðinema og hópur
presta og djákna.
Heiti Tómasarmessunnar er dreg-
ið af postulanum Tómasi, sem ekki
vildi trúa upprisu drottins nema
hann fengi sjálfur að sjá hann upp-
risinn og þreifa á sárum hans. Mark-
mið messunnar er öðru fremur að
leitast við að gera nútímamanninum
auðveldara að skynja návist drott-
ins, einkum í máltíðinni sem hann
stofnaði og í bænaþjónustu og sál-
gæslu, en mikil áhersla er lögð á fyr-
irbænaþjónustu.
Þá einkennist messan af fjöl-
breytilegum söng og tónlist og
sömuleiðis af virkri þátttöku leik-
manna.
Stór hópur fólks tekur jafnan þátt
í undirbúningi og framkvæmd Tóm-
asarmessunnar, bæði leikmenn,
djáknar og prestar.
Það er von okkar, sem að mess-
unni stöndum, að þær góðu mót-
tökur sem Tómasarmessan hefur
hlotið hingað til gefi tóninn um
framhaldið og að hún megi áfram
verða mörgum til blessunar og
starfi íslensku kirkjunnar til efl-
ingar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Háteigskirkja. eldri borgarar Fé-
lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13.
Skráning í síma 511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku-
lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með
fundi í safnaðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum alla
virka daga frá kl. 9–17 í síma
587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9.
og 10. bekk kl. 20. Mánudagur:
Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskól-
inn er í sal Álftanesskóla kl. 11. um-
sjón með sunnudagaskólanum hafa
Kristjana og Ásgeir Páll. Allir vel-
komnir.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld
sunnudag kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601. Í dag er samkoma kl. 14. Sig-
rún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyr-
irbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6
ára og 7–12 ára börn á samkomu-
tíma. Kaffi og samfélag eftir sam-
komu. Allir velkomnir. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is
Fíladelfía. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Vörður Leví
Traustason. Mikil lofgjörð í umsjón
Gospelkórs Fíladelfíu. Fyrirbænir.
Allir hjartanlega velkomnir. Bæna-
stundir alla virka morgna kl. 6.00.
filadelfia@gospel.is www.gospel.is
Safnaðarstarf