Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 52

Morgunblaðið - 25.01.2004, Page 52
MINNINGAR 52 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum að heilsa og kveðja allt okkar líf. En þegar við kveðjum í dag Guðrúnu Önnu Árnadóttur, er það okkur Erlu ákaf- lega erfitt. Lillý var ein af þessum konum, sem hafði sterka útgeislun, stóran vinafaðm og skemmtilegan húmor, sem við vinir hennar nutum í ríkum mæli. Það eru forréttindi að hafa átt samleið með henni. Á þess- um tímamótum reika um hugann margar og góðar minningar frá heimsóknum til Lillýjar og Óla í Byggðarenda, sælureit þeirra við Meðalfellsvatn. „Hér er alltaf fallegt og gott veður,“ sagði Lillý eitt sinn er við sátum saman og horfðum út á vatnið og nutum góðrar stundar. Ferðalög vestur á Ísafjörð með við- komu á Illugastöðum í góðum vina- hóp standandi saman á fögru haust- kvöldi og telja stjörnurnar, vakna að morgni, ganga saman upp í hlíðina og tína bláber. Rölta saman um göt- ur Parísarborgar. Það var svo sann- arlega gaman að vera í návist Lillýj- ar á þessum stundum, þetta skemmtilega og hlýja viðmót ávallt til staðar. Allar þessar minningar og öll samskipti við hana munu verma og lifa hjá okkur vinum hennar með- an við lifum. Með þessum ljóðlínum- sem hér fylgja kveðjum við yndis- lega konu og biðjum þess að sá sem öllu ræður, styrki Óla, börn, tengda- börn og barnabörn í þeirra sorg því hún er mikil. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur, hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.J.) Erla og Þorsteinn. Allir sem reynt hafa að skynja gildi þess að eiga góða vini vita hvers virði vinátta er. Það höfum við reynt í gegnum árin í leikfimihópnum okk- ar og fundið, en sá hópur hefur hist síðastliðin 30 ár í skóla J.S.B eða hjá Báru Magnúsdóttur. Þar höfum við átt vináttu Lillýjar, sem við kveðjum í dag með söknuði en þakklæti fyrir samfylgdina í gegnum árin. Hún bar af í glæsileik og reisn, al- veg sama á hvaða tíma við hittumst, alltaf eins og drottning með sitt fal- lega bros og kímni á vör. Vonuðumst við svo sannarlega til að hún hefði betur í baráttunni við sjúkdóminn og kæmi nú aftur í plássið sitt í salnum. GUÐRÚN ANNA ÁRNADÓTTIR ✝ Guðrún AnnaÁrnadóttir (Lillý) fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 17. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 23. janúar. Hvort sem við erum einmana, sjúk eða ráð- villt fáum við umborið það allt ef við vitum að við eigum vini jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur, það nægir að þeir eru til. Vinátta þeirra hjóna Lillýjar og Óla í gegn- um árin er okkur ómet- anleg, heimboðin, sum- arbústaðarferðirnar, allar hlýju móttökurn- ar, síðast nú 4. septem- ber á fallegu heimili þeirra, þá Lillý orðin veik en geislaði af ánægju að taka á móti okkur. Í hljóðri bæn sendum við Óla, börnum, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Við erum bara hluti af náttúrunni og líf okkar örstuttur áfangi af löngu þroskaferli, við erum eins og blóm jarðar sem ljúka upp ásjónu sinni að morgni og sofnum við hinsta sólar- geisla. Minningin um Lillý mun færa birtu og yl inn í hjörtu þeirra sem hana þekktu, því að allt sem lifað hef- ur lifir þótt það deyi og þeir sem hafa getið sér góðan orðstír lifa í huga þeirra sem manngildi kunna að meta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góða kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Leikfimihópurinn. Þei þei og ró, þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó, sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg, værðar þú njóta skalt. Þei þei og ró, þögn breiðist yfir allt. (Jóh. Jónsson.) Það er skammt stórra högga á milli. Enn fækkar í hópnum okkar og nú kveðjum við okkar elskulegu vin- konu Guðrúnu Önnu. Hún sýndi óbil- andi hugrekki í veikindum sínum og var fram á síðustu stundu æðrulaus, falleg og góð. Hún var sannur vinur vina sinna, sterk, hlý og hjálpsöm bæði við menn og dýr. Hún kunni allt; gat allt. Við sem köllum okkur „Morgun- frúrnar“ þökkum af öllu hjarta dýr- mæta áratuga langa vináttu og tryggð. Við sendum Óla, Jóni Karli, Ing- unni, Valdísi og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Gabríella, Gróa, Margrét, Sigríður, Sigríður S. og Sigrún. Með fáeinum orðum viljum við minnast vinkonu okkar Lillýjar. Kynni okkar hófust í Sandárferð fyrir rúmum áratug og var sú ferð upphaf góðrar vináttu við Lillý og fjölskyldu hennar og styrktust þau bönd eftir því sem árin liðu. Í ferðum okkar í Sandá kynntumst við þessari mætu konu vel og nutum stundanna með henni. Síðastliðið sumar var Lillý með í Sandárferð að venju og þrátt fyrir að heilsu hennar hefði hrakað mjög, bar hún sig vel og kvartaði aldrei. Allt var sem fyrr, „muffinsið“ á sínum stað í skápnum fyrir svanga nætur- hrafna og kjötsúpan fullkomin. Lillý var vel gefin kona og hafði til að bera mikla skynsemi og hugur hennar skyggndist víða. Var þess vegna ætíð gaman að ræða við hana um hin ólíkustu málefni og var alltaf stutt í hláturinn. Nú er komið að leiðarlokum hjá þessari mætu konu eftir erfiða bar- áttu. Við getum því miður ekki verið viðstödd útför Lillýjar þar sem við erum stödd erlendis, en Ólafi, börn- um og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Önnu Árnadóttur. Anna K. Sigþórsdóttir, Einar Sigfússon. Blíður er árblær, blíð er dags koma, fylgja henni tónar töfrafullir árvakra fugla sem er eyrna lyst. Svo kvað séra Jón á Bægisá við þýðingu á stórvirki Miltons, Para- dísarmissi, og í hug kemur hið ljúfa fas og háttur Guðrúnar Önnu Árna- dóttur. Nú er mikill okkar missir, hún Lillý okkar horfin til sinnar Para- dísar. Hún átti svo sem líka aðra Paradís, þegar blíður árblær við dagskomu lék um sumarhúsið eða garðinn heima, og töfrafullir tónar glaðværra barna og barnabarna urðu eyrna lyst. Þeirra er líka missirinn mestur. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Sá orðstír er ekki alltaf á spjöldum sögunnar eða fjasi fjöl- miðla. Sá orðstír fer heldur ekki allt- af hátt eða með glamri. Hann á það til að læðast léttum skrefum lítilla barna, vaxa meðal vina og félaga, verða göfugur, góður og hlýr, og deyr aldrei. Þannig er og verður hin glæsilega vinkona okkar Lillý einnig í minn- ingunni, göfug, góð og hlý, eins og blíður árblær, og deyr aldrei. Henni þökkum við ótal ánægjustundir og þátttöku í sorg sem og gleði. Við sendum Ólafi vini okkar og fjölskyldu þeirra allri okkar hugheil- ustu samúðarkveðjur og styrk. Saumaklúbbs-vinahópurinn. Sumir gefa meira en aðrir. Þeir ausa upp úr kistum sínum sem eru barmafullar af lífsins dýrgripum. Þeir gefa af athygli sinni, brosi, ljúf- um orðum, skarpri kímnigáfu, um- hyggju og ástríki. Þannig var Lillý og brosið hennar fyllti herbergi í einni svipan. Lillý og Óli voru eitt orð í munni foreldra minna frá því ég fyrst man eftir mér – orð sem tákn- aði vináttu og traust – og fyrir mér skemmtileg ferðalög á íslensk fjöll, stórkostlegar veislur og notalegar samverustundir þar sem allt var skrafað og mikið hlegið. Hláturinn, bjartur og hlýr, hnyttnu tilsvörin og skemmtilegu sögurnar létu litlu barni líða vel í nærveru sterkrar konu. Snemma eignaðist ég trausta vinkonu í Ingunni, dóttur Lillýjar, og þannig erfist vináttan kynslóð fram af kynslóð. Minningin um yndislega konu lifir áfram í brjóstum okkar allra. Hún lifir í brosi barnabarna, tilsvörum barna hennar, næmi og hlýju maka hennar. Minningin fær mann kannski til að gráta nú en hún fær mann líka til að brosa og veitir yl um ókomna tíð. Elsku vinir, megi guð og allur hans englaher leiða ykk- ur í sorginni sem nú er svo þung. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Við munum fyrst eftir henni við af- greiðslustörf, í hljómplötudeild Fálkans við Laugaveg og kaffihúsi Silla og Valda á Laugavegi 11, þar sem MR-ingar 1955 komu saman á sínum námsárum. Glæsileg ung kona með tindrandi bros. Einn úr hópi MR-inga sá hana sem lífsförunaut. Gunna hans Óla Karls kölluðum við hana. Árin liðu við nám og störf er- lendis. Alltaf eitthvað samband en ekki í föstum skorðum. Hugmynd Óla að brissklúbb varð að veruleika árið 1967 og nokkrir strákar fóru að hittast reglulega í heimahúsum og gerðu í 35 ár. Þessi hópur var meir en briss og kaffihlaðborð. Við fern hjón áttum ýmis önnur samskipti og hópurinn var samstilltur. Í minningunni geymast margar góðar stundir, ekki síst í sumarbústað Óla og Gunnu við Meðalfellsvatn. Þar leið henni vel og síðast sem við hittumst þar, þá heyrðum við á henni að þar gæti hún unað öllum stundum. Nokkrar ferðir erlendis voru hápunktar samskipt- anna en í síðustu ferðinni haustið 2002 hafði Gunna þegar kennt sér lasleika þó ekki væri það sá alvarlegi sjúkdómur sem fram kom við skoðun eftir heimkomu úr þeirri ferð. Þó að ferðalagið hafi verið erfitt á stundum fyrir okkur sem eldri erum var alltaf sama brosið og allt svo gott hjá Gunnu, alltaf jákvæð. Eftir á finnum við að þessar samvistir hefðu mátt vera fleiri. En tíminn er skammtaður og Gunna hans Óla Karls er fyrst úr hópnum sem kveður. Fyrir stundirn- ar sem við áttum með henni erum við þakklát. Ólafi vini okkar og fjöl- skyldu hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Rannveig og Sigurður Tómasson. Það eru liðin á fimmta tug ára frá því er leiðir okkar Lillýjar lágu fyrst saman. Það er langur æviþáttur. Þegar við lítum yfir sviðið hvarflar margt í hugann. Samverustundirnar erlendis, ferðir okkar saman utan- lands sem innan, börnin okkar og barnabörnin, sameiginlegur vina- hópur, tyllidagar og gleðistundir og þó fyrst og síðast gleðistundir. Það var við Rín í þeirri fögru borg Mainz að kynni okkar hófust. Þarna var dá- lítil Íslendinganýlenda og í þann hóp kom Óli. Hann kom fyrst einn og hóf þar sitt tannlæknanám. Þetta var samheldinn hópur, menn vissu dag- lega hver af öðrum og lifðu lífinu saman. Óli var til herbergis með ein- um félaga okkar en við höfðum íbúð ef íbúð skal kalla í litlu þorpi í útjaðri borgarinnar. Þar bjuggum við með dóttur okkar. Sumir þóttust taka eft- ir því að þessi nýi strákur félli ekki að öllu leyti inn í hópinn. Töldu sig verða þess varir að hugur hans væri oftast heima á Fróni hjá þeim Lillý og litla stráknum þeirra honum Jóni Karli. Það rættist þó úr þessu og inn- an skamms komu þau saman út öll þrjú og þar með hófust kynni okkar Lillýjar. Þá skildum við líka fljótt að það gat illa gengið til lengdar að þau væru ekki öll á sama stað. Þessi kona vakti strax athygli, hávaxin og glæsi- leg, hógvær, stillt og traust, glað- lynd, jafnlynd og vinaföst. Hún varð óðar hvers manns hugljúfi í þessum hópi. Með okkur tókst fljótlega sá vinskapur, sem síðan hefur staðið óslitið. Vissulega er margs að minn- ast. Íbúðirnar þar sem við bjuggum voru engin glæsihús og oft kaldar en samskiptin voru björt og hlý. Þessi heimili voru oft samkomustaður þeirra Íslendinga, sem þarna áttu heima um sinn og við heimsóttum hvert annað á víxl. Önnur frúin átti vöfflujárn en hin pönnukökupönnu og voru báðar óspart notaðar. Við röltum saman um miðbæinn í tóm- stundum, komum við í Kaufhófinu, litum inn á Bæjarabúluna, tókum þátt í karnival, ókum um Rínardal- inn, kusum í sendiráðinu í Bonn, vor- um að einhverju leyti saman flesta daga öll fjögur með börnin okkar. Í minningunni er þessi tími sveipaður rósrauðum bjarma og við minntumst hans oft með söknuði. Það varð okk- ur þess vegna eftirminnileg stund þegar við áttum þess kost að vera með Lilly á sextíu ára afmæli hennar á þessum fornu slóðum. Þá heimsótt- um við alla þá staði, sem við höfðum vanið komur okkar á. Við dvöldum þarna saman nokkra daga í góðu yf- irlæti hjá þeim Völu og Jóni Karli. Litla stráknum, sem var með okkur í Mainz en var nú kominn til baka um stund með konu og börn og hýsti okkur gamlingjana í þessari píla- grímsför 35 árum síðar. Öllu er afmörkuð stund og þegar dvöl okkar við Rínarfljótið lauk stóð- um við öll á einum af krossgötum lífsins og þó að við færum sitt í hverja áttina hafa leiðir okkar alltaf legið saman á ný. Við reistum okkur heimili, eignuðumst fleiri börn og barnabörn, ferðuðumst saman, veiddum saman, unnum saman, saumuðum saman, eignuðumst sam- eiginlega vini og höfum eiginlega aldrei verið mjög langt hvert frá öðru. Heimili þeirra hélt áfram að vera fastur punktur í tilveru okkar. Því stýrði hún af slíkum myndarskap og festu að það verður lengi í minn- um haft. Við stöndum enn á vega- mótum þaðan sem leiðir liggja í ýms- ar áttir. Á meðan við reynum að ná áttum minnumst við með þakklátum huga liðinna stunda. Fyrir nokkrum kvöldum hringdi sameiginlegur vin- ur. Við ræddum veikindi Lillýjar og þau tímamót, sem við þóttumst vita að framundan væru. Hann sagði eitt- hvað á þá leið: Við verðum að þola þetta og ganga í gegnum það saman og víst mega þau vita það Óli og fjöl- skyldan öll að vinahópur stór og þéttur stendur þeim að baki. Megi það verða þeim nokkur styrkur á erf- iðri stund. Milli vonar og ótta full kvíða en jafnframt full aðdáunar höfum við fylgst með því stríði, sem hún háði síðustu mánuðina við hinn illvíga sendiboða dauðans. Hvern dag höf- um við undrast þann styrk og þá hugarró,sem hún bjó yfir. Óbuguð gekk hún til móts við það sem ekki varð umflúið. Með bros á vör kvaddi hún okkur skömmu áður en hún lagði upp í ferðina miklu, sem okkar allra bíður. Erla Hjartardóttir, Gunnar Jónsson. Í dag verður lögð til hinstu hvílu góð og einlæg vinkona okkar til margra ára, Guðrún Anna Árnadótt- ir, af flestum kölluð Lillý. Við erum hljóð og harmi slegin, þótt ekki hafi þetta komið okkur alveg að óvörum. Hún barðist fyrir lífi sínu lengi vel, háði hetjulega baráttu og sagði oft- ast brosandi að sér liði ekki sem verst, en hún varð að lokum að játa sig sigraða af þeim, sem við öll end- anlega töpum fyrir. Þegar ljóst var hvert stefndi dreif Inga sig upp á spítala til hennar fáeinum dögum áð- ur en kallið kom og náði að kveðja þessa bestu æskuvinkonu sína í síð- asta sinn. Svo margs er að minnast, svo margt er að þakka þegar litið er til baka yfir langan veg og margs er saknað. Vinátta okkar náði til baka til unglingsáranna. Lillý og Inga kynntust í Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og urðu strax miklar vinkon- ur. Eyddu þær ófáu kvöldinu við handavinnu, útsaum eða prjón og þá oftast á Ljósvallagötunni. Við Ólafur bættumst svo í þeirra kunningjahóp um haustið 1951. Lillý vann þá á Laugavegi 11, sem á þessum árum var vel sóttur af Menntskælingum og við Óli þar tíðir gestir. Þau urðu fyrri til en við að bindast böndum, stofna heimili, eignast börn og leggja út í framtíðina. Þau fóru til Þýska- lands þar sem Óli var við nám í tann- lækningum. Eftir heimkomuna hélt Óli áfram sínu námi en við fluttum stuttu síðar af landi brott og bjugg- um erlendis í rúm 30 ár. Vegna þess- arar fjarlægðar dofnaði eðlilega sambandið við þessu ágætu hjón en það rofnaði aldrei. Þau voru afar samhent, báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og nutu þess að gera hlutina saman. Óli mikill félagsmaður og músíkant af Guðs náð, lífgaði oft upp á tilveruna með nikkunni sinni og Guðrún Anna studdi hann með ráðum og dáð. Hann var henni allt og hún honum sömuleiðis. Allt fram til hins síðasta voru þau jafnástfangnar turtildúfur eins og fyrir tæpum 49 árum þegar þau opinberuðu trúlofun sína. Það eitt sér er mikil blessun og ekki öll- um gefin. Þau voru höfðingjar heim að sækja og því oft glatt á hjalla enda nutu þau þess að hafa fjölskyldu og vini í kringum sig og skipti ekki máli hvort það var á Ljósvallagötunni, í Byggðarenda eða í Selinu. Lillý bjó þeim afar fallegt heimili, skrýtt mörgum persónulegum munum og myndum. Óli hætti að vinna fyrir stuttu og þau byggðu viðbót við Byggðarendann, sem þau kölluðu Elliheimilið og þangað inn voru þau nýflutt. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn, sem voru stolt foreldr- anna, ekki síður en barnabörnin. Hennar er sárt saknað, fyrst og fremst af fjölskyldunni, síðan af ótal vinum og kunningjum, nær og fjær. Við kveðjum Lillý með sorg í hjarta og þökkum samverustundirnar. Ólafi og hans góðu fjölskyldu sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guðs bless- unar. Megi hún hvíla í friði. Inga og Einar. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minninga greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.