Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 70

Morgunblaðið - 25.01.2004, Side 70
70 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMENN sem starfa við söngleikinn Vesalingarnir (Les Mis- erables), sem sýndur er í West End í Lundúnum, hafa hótað að fara í verkfall. Ástæðan er sú að stjórn- endur þessa vinsæla söngleiks hafa í hyggju að skipta þeim út fyrir tölvu. Í apr- íl flytur sýningin úr Palace-leik- húsinu yfir í Queens-leik- húsið, en þar er hljómsveitar- gryfjan heldur minni. Hljóm- sveitinni, sem er tólf manna, gæti því hugsanlega verið bolað í burtu. Það er Sir Cameron Mackintosh sem er heilinn á bak við sýninguna og hefur hann mætt harðri and- stöðu frá stéttarfélagi hljómlistar- manna. Ef allt fer í hnút yrði þetta fyrsta verkfallið í sögu West End. Talsmenn hljómsveitarinnar segja að það myndi draga verulega úr heildarupplifun söngleiksins ef hana vantaði. Á síðasta ári fóru tónlistarmenn sem vinna á Broadway í New York í verkfall. Sextán sýningar féllu nið- ur og var tapið af því hálfur millj- arður íslenskra króna. Bil beggja Friðrik Karlsson tónlistarmaður er búsettur í Bretlandi og starfaði um hríð í West End sem slíkur eða í sex ár. Morgunblaðið innti hann álits á málinu. „Menn eru hræddir við það að ef Mackintosh keyrir þetta í gegn muni aðrir fylgja,“ segir Friðrik. „Mackintosh skýlir sér á bak við það að nýja leikhúsið rúmi ekki hljómsveit en peningasparnaður er það sem menn eru með að leið- arljósi, það er klárt mál. En þetta er þróunin, tölvur eru að leysa mann- fólkið af að einhverju leyti og ég held að það sé lítið hægt að sporna við því. Verkfallið yrði bara tíma- bundið, það er ekki hægt að banna fólki að nota tölvur.“ Friðrik segir að þetta sé ekkert nýtt, hlutir sem þessir hafi verið lengi yfirvofandi. Í síðasta verkinu sem hann hafi spilað í hafi þetta komið til tals en það hafi verið stoppað af, vegna hræðslu við stétt- arfélagið „Ef tónlistarfólkið fer í verkfall getur það hreinlega gengið frá heilu sýningunum. Ef þú getur ekki sýnt í nokkra daga þá er voðinn vís.“ Friðrik segir í raun ótrúlegt að stéttarfélagið hafi náð að halda tölvuþróuninni í skefjum svona lengi. „Ég held að það sem muni gerast er að tölvur verði notaðar sam- hliða. Fyrir sum verk henta tölv- urnar kannski en fyrir önnur er betra að hafa lifandi tónlist. Hvoru- tveggja á eftir að verða í gangi, það er ekki hægt að vinna á móti svona þróun.“ Friðrik hafnar rökum „öfga- manna“ um að tilkoma tölvanna eigi eftir að eyðileggja söngleikja- upplifunina. „Þetta fer fyrst og fremst eftir sjálfri tónlistinni. Þetta er ekki eins svart og hvítt og fólk er að segja. ABBA-söngleiki og slíkt er hægt að gera ágætlega með tölvum á meðan „klassískari“ söngleikir kalla kannski frekar á lifandi hljóðfæra- leik.“ Friðrik segir hræðslu þeirra sem starfa á West End mjög skiljanlega. Enda hafi West End átt erfitt upp- dráttar að undanförnu. „Ferðamannastraumur hefur minnkað og ákveðin stykki hafa verið að falla. Þetta spilar inn í og þá fara menn að leita að sparnaðar- leiðum. En þar fyrir utan tel ég ill- mögulegt að sporna við þessari tækniþróun.“ Af Friðriki er það annars að frétta að hann hefur mikið verið að spila í bresku Stjörnuleitarkeppn- inni. Einnig er að hann að vinna með sigurvegaranum í frönsku Stjörnuleitarkeppninni. Þá gengur fyrirtæki Friðriks, Feel Good Mus- ic, vel og er hann um þessar stundir í viðræðum við heilsubúðakeðjuna Holland and Barret um umboðsölu á hljómdiskum. Tölvur leysa fólk af í West End „Óhjákvæmileg þróun,“ segir Friðrik Karlsson Vesalingarnir hafa hingað til verið sýndir í Palace-leikhúsinu. Friðrik Karlsson Sýnd kl. 4. B.i. 12. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 4 og 8. FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. „Besta mynd ársins.“ SV MBL EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL VG. DV  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning. Sýnd kl. 2. Íslenskt tal.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 2, 6 og 10.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 80.000 gestir VG. DV Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.15. FRUMSÝNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.