Morgunblaðið - 29.01.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
575 1230
5.900fl.
N‡skr.10.2002,
5400cc vél.
5 dyra, sjsk.
Hvítur, ekinn 22.fl.
LINCOLN NAVIGATOR
í notuðum bíl frá okkur
Hafðu það notalegt
Opi› mán-fös 10-18
Laugard. 12-16
STÓR gámaflutningabíll fór út af
skammt frá Kambanesskriðum í
gærmorgun.
Atvikið átti sér stað skammt
austan við skriðurnar og er jafnvel
talið að bílstjóri flutningabílsins
hafi sofnað undir stýri. Hann fór út
af veginum og áfram meðfram hon-
um um 50 metrum neðar og hélst til
allrar mildi á hjólunum uns bílstjór-
inn náði að stöðva ferðina í mýr-
lendi. Bílstjórinn slapp ótrúlega vel
að sögn nærstaddra, var þó nokkuð
vankaður og fluttur til Reykjavíkur
til aðhlynningar. Ferðinni hafði
verið heitið á Djúpavog að sækja
vörur og bíllinn því með tóman
vörugám á tengivagninum. Segja
þeir sem til þekkja að tómur gám-
urinn og hvar flutningabíllinn fór
út af hafi verið lán í óláni bílstjór-
ans að þessu sinni.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Gámaflutningabíll fór útaf skammt austan Kambanesskriða undir hádegið
í gær og lenti nokkrum tugum metra neðan vegar í mýrarfláka.
Vöruflutningabíll fór út-
af í Kambanesskriðum
Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið.
UNGT par segist þurfa að greiða að fullu fyrir
eyrnaaðgerð sem sjö ára sonur þeirra fór í 7. jan-
úar sl., meðan á deilu sérfræðilækna og heilbrigð-
isráðuneytis stóð. Þurfa þau að greiða rúmlega 21
þúsund krónur fyrir aðgerðina sem fólst í því að
setja rör í eyrun á barninu. „Það kom alls ekki til
greina að fresta aðgerðinni,“ segir móðir drengs-
ins. „Hann var orðinn mjög kvalinn af eyrnaverkj-
um og nærri heyrnarlaus vegna eyrnabólgu.“
Móðirin segir að sér hafi verið bent á að bíða með
aðgerðina eða fá hana framkvæmda á sjúkrahúsi í
stað lækningastofu. „Það kom heldur ekki til
greina. Það er þriggja vikna biðlisti eftir þessari
aðgerð á sjúkrahúsi sem hefði þýtt að sonur minn
hefði ekki verið búinn að fara í aðgerðina áður en
deilunni lauk hefðum við valið þann kost.“
Móðirin segir að ákveðið hafi verið fyrir jól að
drengurinn þyrfti á aðgerð að halda en ekki var
hægt að framkvæma hana fyrr en 7. janúar. „Það
var hringt í okkur frá læknastofunni til að láta
okkur vita að við þyrftum að greiða kostnaðinn
sjálf. En hann var búinn að vera með mikinn verk
yfir öll jólin svo það var aldrei inni í myndinni að
fresta aðgerðinni.“
Foreldrarnir höfðu strax samband við Trygg-
ingastofnun og fengu þau svör að trúlega yrði að-
gerðin ekki endurgreidd. „En ég efaðist samt
aldrei um að þetta yrði endurgreitt þar sem ég hef
áður lent í þessu þegar strákurinn var yngri en þá
var endurgreitt.“
Sögðu fréttirnar rangar
Nú hafa foreldrarnir hins vegar fengið þau svör
að aðgerðin verði ekki endurgreidd, en komið var
til móts við hluta þeirra sjúklinga sem þurftu að
greiða úr eigin vasa meðan deilan stóð yfir. „Mér
skildist það á fréttum að þetta yrði allt endurgreitt
[þegar deilan var leyst], en þeir hjá Trygginga-
stofnun sögðu fréttirnar rangar.“
Móðirin er í háskólanámi og faðirinn er nýút-
skrifaður.
„Auðvitað er þetta dýrt fyrir okkur, þar sem
maður er bara á námslánum. En mér finnst aðal-
málið vera að ég er í þessu heilbrigðiskerfi, borga
mína skatta og á eftir að gera í framtíðinni. Maður
fer ekki bara inn og út úr þessu kerfi. Ég er alveg
brjáluð út af þessu, mér finnst vera búið að brjóta
á mínum rétti.“
Þurfa að greiða að fullu fyrir eyrnaaðgerð sjö ára sonar vegna læknadeilunnar
Var orðinn nærri heyrnar-
laus vegna eyrnabólgunnar
STJÓRNARNEFND Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) ákvað á
fundi sínum í gær að beina þeim til-
mælum til stjórnar spítalans að leit-
ast verði við að tryggja áfram rekst-
ur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra
í Kópavogi.
Lokun deildarinnar var eitt af nið-
urskurðaráformum stjórnenda LSH
og var fyrirhugaðri lokun harðlega
mótmælt. Um er að ræða þjónustu
við fjölfatlaða einstaklinga í Kópa-
vogi, alls 56 einstaklinga sem eru
mikið fatlaðir og munu þurfa slíka
þjónustu allt sitt líf.
Í yfirlýsingu frá stjórnarnefnd
LSH kemur fram að endurhæfing sú
sem veitt er mikið fötluðum og fjöl-
fötluðum einstaklingum í Kópavogi
sé afar sértæk, og hún gegni mik-
ilvægu hlutverki í lífi þeirra einstak-
linga sem nota þjónustuna þar. Segir
þar einnig að þar hafi orðið til dýr-
mæt reynsla og sérþekking í með-
ferð þessa hóps sem brýnt sé að glat-
ist ekki.
Endurhæf-
ingardeild
verði ekki
lokað
Í KJÖLFAR læknadeilunnar breytti heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra reglugerðum og
greiðslureglum á þann veg að í stað þess að fólk
fái ekkert endurgreitt frá Tryggingastofnun
ríkisins vegna samningsleysis við sérfræðilækna
fær fólk afsláttarkort en samkvæmt lögum eiga
sjúkratryggðir einstaklingar ekki rétt á afslátt-
arskírteini ef sérfræðilæknir er ekki með samn-
ing við TR. Samkvæmt upplýsingum Trygg-
ingastofnunar segir í almannatryggingalögum
að sérfræðilæknar verði að hafa samning við TR
til að þær greiðslur sem sjúkratryggðir ein-
staklingar greiða læknum séu taldar með þegar
hámarksupphæð til afsláttarskírteinis er reikn-
uð saman.
Þá var reglum um endurgreiðslu á umtals-
verðum útgjöldum sjúkratryggðra vegna lækn-
ishjálpar, lyfja og þjálfunar einnig breytt í kjöl-
far deilunnar og gagnast sú breyting fyrst og
fremst tekjulágum fjölskyldum.
Réttur til afsláttarskírteinis
en ekki bein endurgreiðsla
FERÐASKRIFSTOFAN Heims-
ferðir hefur fest kaup á húsi Eim-
skipafélagsins við Pósthússtræti,
auk samliggjandi húss við Tryggva-
götu, og hyggst opna fjögurra
stjörnu hótel í húsunum um páskana
árið 2005.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, segir húsið henta mjög
vel fyrir hótel. „Staðsetningin er
náttúrulega sú besta. Húsið sjálft er
þannig upp byggt að það nýtist mjög
vel, við fáum hátt hlutfall af her-
bergjum og það þarf ekki að gera
miklar breytingar á hæðunum.“
Andri segir að áformað sé að hafa
á bilinu 65–70 herbergi í hótelinu, og
verði þar gistirými fyrir um 150–180
manns. Ekki er búið að ganga frá
hönnun hótelsins og því ekki hægt að
segja til um endanlegt gistirými.
Heimsferðir hafa um nokkurt
skeið verið að leita að húsnæði undir
hótel í miðbæ Reykjavíkur, og segir
Andri að slíkt hótel vanti þar. „Í öll-
um miðborgum þar sem við þekkjum
til í kringum okkur er alltaf mesta
eftirspurnin eftir fallegum, reisuleg-
um húsum alveg í miðbæ borganna.
Það eru alltaf eftirsóttustu hótelin á
hverjum stað.“
Andri segir að það verði staðsetn-
ing og húsnæðið sem muni tryggja
nýtingu hótelsins, og segist óhrædd-
ur þrátt fyrir að gistirými í miðbæn-
um muni aukast mikið á næstunni.
Hann segir að Heimsferðir og Terra
Nova, sem er í eigu Heimsferða,
flytji árlega til landsins á annan tug
þúsunda erlendra ferðamanna og því
skapist ákveðið hagræði í því að reka
hótel fyrir einhvern hluta þeirra.
Söluverð húsanna er um 510 millj-
ónir króna og verða húsin afhent nýj-
um eigendum 1. júlí. Áætlaður sölu-
hagnaður Eimskipafélagsins af
sölunni er tæpar 90 milljónir króna.
Heimsferðir kaupa hús Eimskips í miðbæ Reykjavíkur
Ætla að opna fjög-
urra stjörnu hótel
Morgunblaðið/Jim Smart
„OKKUR hjónunum brá í brún þeg-
ar við lásum að við værum búin að
kaupa rúm 38% í Flugleiðum,“ segir
Hörður Guðmundsson, flugmaður og
eigandi Flugfélagsins Ernir, en
Hörður og eiginkona hans eru skráð-
ir eigendur félagsins Oddaflug ehf.,
sem skráð hefur verið í firmaskrá
allt frá árinu 1989.
Eins og fram hefur komið hefur
Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf., í
eigu Fjárfestingarfélagsins Primus-
ar ehf., keypt 38,48% hlut í Flugleið-
um. Hörður er ekki sáttur við ef
hægt er að skrá annað félag undir
sama nafni með þessum hætti í op-
inberum firmaskrám. „Oddaflug er
félag sem við stofnuðum árið 1989 og
átti þetta félag flugvél sem við vor-
um með í rekstri bæði hér heima og
erlendis í nokkur ár. Við gerum upp
fyrir þetta félag á hverju ári,“ segir
Hörður.
Hann kveðst strax hafa leitað
skýringa hjá Fyrirtækjaskrá hvern-
ig á því stæði að annað félag með
sama nafni hefði verið skráð en fékk
þau svör að hið nýja félag væri ekki
komið á skrá hjá Fyrirtækjaskrá.
Hafði hann því næst samband við
skrifstofu Ríkisskattstjóra, sem
heldur utan um fyrirtækja- og hluta-
félagaská, og fékk þau svör að komið
hefði tillaga að nafninu Oddaflug en
því hefði verið hafnað. Þegar hins
vegar flett var upp í skránni hafi
komið í ljós að búið var að skrá hið
nýja félag sem Fjárfestingarfélagið
Oddaflug ehf.
Hann segir óvíst hvert framhald
þessa máls verður en segist telja
eðlilegt að það verði skoðað.
Hefur átt Odda-
flug frá 1989