Morgunblaðið - 29.01.2004, Side 23

Morgunblaðið - 29.01.2004, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 23 Borgarnes | Hallbera Eiríksdóttir var kjör- in íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2003. Hallbera er tví- tug og byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 6 ára gömul. Hún hefur verið aldurs- flokkameistari í kringlukasti þrisvar sinnum og sleggju- kasti einu sinni. Hallbera hefur mjög oft verið í verð- launasætum á aldurs- flokkameistaramótum í öðrum greinum einnig s.s. kúluvarpi og spjótkasti og hef- ur sett nokkur aldursflokkameist- aramótsmet í kringlukasti bæði 13–14 og 15–16 ára. Árið 2001 náði hún lágmarki í kringlukasti fyrir Ólympíudaga æskunnar sem haldnir voru í Murcia á Spáni, og einnig á Norðurlandamóti ung- linga í Óðinsvéum sumarið 2003. Á síðasta ári varð hún Íslandsmeist- ari í kringlukasti kvenna. Hallbera æfði og keppti í sundi til 14–15 ára aldurs og þjálfaði hjá sunddeild Skallagríms um tíma. Hún hefur einnig æft og keppt í körfubolta. Fyrir síðustu jól lauk hún stúdentsprófi frá FVA og er nú í íþróttalýðháskóla í Sönder- borg í Danmörk (Idrætshøjskolen i Sønderborg ) þar sem hún verð- ur til vors. Hallbera var því fjarri góðu gamni þegar við- urkenningin var veitt, en Eríkur Ólafsson, faðir hennar, veitti bikar og blómum við- töku fyrir hennar hönd þegar athöfnin fór fram í Íþrótta- miðstöðinni í Borg- arnesi. Hallbera var einnig valin frjáls- íþróttamaður ársins annað árið í röð. Tómstundanefnd útnefnir Deildir og félög í Borgarbyggð tilnefna sinn besta afreksmann og er það tómstundanefndar Borgarbyggðar að útnefna íþróttamann ársins úr þeim tilnefningum sem berast. Aðrir sem voru tilnefndir fyrir ár- ið 2003 voru: Kristín Þórhalls- dóttir, Umf. Stafholtstungum, fyr- ir frjálsar íþróttir, Elísabet Fjeldsted, Faxa, fyrir hestaíþrótt- ir, Benedikt Líndal, Skugga, var valinn hestamaður ársins, Guð- mundur Daníelsson var valinn golfari ársins, Helgi Sveinsson var valinn íþróttamaður Kveldúlfs fyr- ir boccia, Einar Þ. Eyjólfsson var valinn knattspyrnumaður ársins, körfuknattleiksmaður ársins var valinn Pálmi Þór Sævarsson, og bróðir Hallberu Trausti Eiríksson var valinn badmintonmaður árs- ins. Að auki var Jófríður Sigfús- dóttir heiðruð sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- deilda Skallagríms. Úr Minningarsjóði Auðuns Hlíð- kvists Kristmarssonar fékk Heiðar Ernest Karlsson viðurkenningu og íþróttastyrk en hann stundar knattspyrnu og badminton. Heiðar varð þrefaldur Íslandsmeistari í þeirri grein árið 2002. Ennfremur var í fyrsta skipti veittur styrkur úr sjóðnum til tveggja deilda Skallagríms, knattspyrnudeild- arinnar og körfuknattleiksdeild- arinnar, og verður styrknum varið til námskeiða fyrir þjálfara. Fjölhæfur íþróttamaður valinn Morgunblaðið/Guðrún Vala Sterkur hópur: Þau sem voru tilnefnd og fulltrúar þeirra, Eiríkur Ólafsson, faðir Hallberu, er fremst fyrir miðju. Hallbera Eiríksdóttir, íþróttamaður Borg- arbyggðar 2003. Vestmannaeyjar | 31 ár var liðið frá upphafi Heima- eyjargossins 23. janúar sl. og af því tilefni var af- hjúpað skilti um hraunkælingu í gosinu. Er skiltið staðsett uppi á nýja hrauni við hliðina á einni af dæl- unum sem notaðar voru og gerð var upp fyrir skömmu. Vakti þessi aðferð heimsathygli á sínum tíma og segja kunnugir að með þessu hafi tekist að bjarga innsiglingunni til Eyja. Það var strax á fyrsta degi gossins sem prófess- orarnir Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson og Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðingur komu til Eyja og var erindi þeirra meðal annars að kanna aðstæður til að kæla hraunið niður, með því að dæla á það köld- um sjó. Fyrsta tilraunin var gerð tveimur vikum eftir upphaf gossins og voru slökkviliðsbílar bæjarins not- aðir við það. 1. mars kom svo dæluskipið Sandey og dældi skipið um 400 lítrum af sjó á sekúndu á hraun- ið. Menn sáu fljótt að margfalt afkastameiri dælubún- að þyrfti, sem gæti dælt allt að þrefalt meira magni en dæluskipið Sandey réð við. 26. mars kom svo fyrsta sending af dælubúnaði flugleiðis frá Bandaríkj- unum. Vel gekk að setja dælurnar upp og árangurinn lét ekki á sér standa. Er talið að samtals hafi verið dælt 6,2 milljónum tonna af vatni. Hraunkæl- ingar minnst Baráttunnar minnst: Páll Zóphóníasson afhjúpaði skilt- ið og virðir það fyrir sér í fyrsta sinn. Hann var bæjar- tæknifræðingur í Eyjum árið 1973 og lék stórt hlutverk í baráttunni við náttúruöflin í gosinu. FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.