Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 47
Sýningarsvæði á UT2004
Menntamálaráðuneytið stendur fyrir UT2004
- ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi
5. og 6. mars nk. Ráðstefnan verður haldin í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ undir yfirskrift-
inni UT - vinnur með þér.
Menntamálaráðuneytið býður fyrirtækjum að
kynna framleiðslu sína og þjónustu á UT2004.
Ráðstefnuna sækir meginþorri skólastjórnenda
og aðilar, sem hafa áhrif á ákvarðanir um kaup
á námsefni, tækjum og hugbúnaði til skóla.
Búist er við allt að 1.500 þátttakendum á ráð-
stefnuna.
Nánari upplýsingar um sýningarsvæði og
kostnað veitir Gyða Dröfn Tryggvadóttir í síma
599 1440 og netfangi gyda@mennt.is .
Menntamálaráðuneytið.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við:
Kjör formanns
Neytendasamtakanna
Í samræmi við lög Neytendasamtakanna aug-
lýsir stjórn Neytendasamtakanna eftir fram-
boðum til formanns Neytendasamtakanna
vegna næsta kjörtímabils (2004-2006) og sem
hefst frá og með þingi Neytendasamtakanna
í haust. Framboðum ásamt lista yfir með-
mælendur skal skilað á skrifstofur Neytenda-
samtakanna í Reykjavík og á Akureyri, eigi
síðar en kl. 16:00 þann 29. febrúar 2004.
Einnig er hægt að senda tilkynningu um fram-
boð ásamt lista yfir meðmælendur í pósti og
má dagsetning póststimpils ekki fara fram yfir
29. febrúar 2004.
Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna fer
kjör formanns fram það ár sem reglulegt þing
samtakanna er haldið. Í 11. grein laga Neyt-
endasamtakanna segir svo um kjör formanns:
„Formaður er kjörinn sérstaklega í almennri
kosningu allra félaga samtakanna en aðrir
stjórnarmenn á þingi samtakanna“. Í 12. grein
laganna segir: „Framboð til formanns skulu
berast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar
en fyrir lok febrúar þess árs sem reglulegt þing
er haldið. Framboði til formanns skulu fylgja
meðmæli 25 skuldlausra félagsmanna hið
fæsta en 50 skuldlausra félagsmanna hið
flesta“.
Reykjavík 29. janúar 2004.
F.h. stjórnar Neytendasamtakanna,
Jóhannes Gunnarsson formaður.
TILKYNNINGAR
I.O.O.F. 11 1841298½ 9.I*
Í kvöld kl. 20.00
Lofgjörðarsamkoma í umsjón
Inger Dahl. Allir velkomnir.
Landsst. 6004012919 X
I.O.O.F. 5 1841298 9.I *
Fimmtudagur 29. janúar
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun Þröstur Freyr Sigfússon.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Föstudagur 30. janúar
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Þriðjudagur 3. febrúar
UNGSAM í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 19:00.
Uppbyggilegt starf fyrir ungt
fólk í bata.
www.samhjalp.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
PÉTUR Pétursson þulur og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófessor
fjalla um Hvíta stríðið í Reykjavík
sem háð var í nóvember 1921, í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl.
15 á sunnudag. Pétur hélt erindi um
sama efni sl. sunnudag og hlýddu þá
fjölmargir á. Þá munu Pétur og
Hannes einnig ræða um stöðu ís-
lenskunnar og hlutverk Háskólans
við að standa vörð um íslenska
tungu.
Hvíta stríðið eða Drengsmálið
voru átök sem vöktu þjóðarathygli
þegar fjölmennt lögreglulið réðst inn
til Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Al-
þýðublaðsins, og hugðist taka fastan
rússneskan pilt sem Ólafur hafði
tekið í fóstur og haft með sér heim af
Alþjóðaþingi kommúnista í Moskvu.
Ræða Drengs-
málið og stöðu
íslenskunnar
Kynning á skátastarfi. Skátafélag-
ið Garðbúar eru að hefja vornám-
skeið ylfinga og skáta í Smáíbúða-,
Bústaða-, Fossvogs- og Háaleit-
ishverfi, en kynningarfundur verður
haldinn í dag, fimmtudaginn 29. jan-
úar, kl. 17.30–18.30. Ylfingar eru
stelpur og strákar á aldrinum 8, 9 og
10 ára. Strákarnir eru með fundi á
fimmtudögum en stelpurnar á
mánudögum, báðir fundirnir eru kl.
17.30. Viðfangsefni ylfinga eru
draugafundir, fánar, póstaleikir,
spil, hættur á heimilum, útilega, vin-
ir, hjálp í viðlögum, hnútar og bönd,
útieldun o.fl.
Skátarnir eru líka að byrja starfið
sitt og hittast þeir á þriðjudögum kl.
18–19. Skátarnir læra t.d. dulmál,
skyndihjálp, klifur og sig og leysa
þrautir í dagsferðum, útilegum, næt-
urleikjum og skemmta sér á kvöld-
vökum. Skátastarfið er fyrir krakka
á aldrinum 11, 12 og 13 ára.
Nánari upplýsingar fást í skáta-
heimilinu að Hólmgarði 34 og eins er
hægt að kynna sér skátastarfið á
www.skati.is.
Í DAG
Málþing um rammaáætlun. Á
morgun, föstudaginn 30. janúar,
verður haldið málþing um 1. áfanga
rammaáætlunar um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma. Málþingið verður
haldið í náttúruvísindahúsi Háskóla
Íslands og hefst kl. 13.30. Markmiðið
með málþinginu er að fá fram sjón-
armið og ábendingar um nið-
urstöður 1. áfanga rammaáætlunar,
vinnubrögð og aðferðir, notagildi. Þá
er tilgangurinn einnig að líta til þess
sem helst ber að hafa hliðsjón af við
skipulag 2. áfanga rammaáætlunar.
Dagskrá er tvískipt. Fyrri hlutinn
fjallar um þær aðferðir sem beitt
var. Sveinbjörn Björnsson, formað-
ur verkefnisstjórnar rammaáætl-
unar, mun greina frá aðferðunum og
þrír sérfræðingar munu rýna í að-
ferðirnar og reyna að svara því
hvort þær byggist á traustum
grunni.
Á síðari hluta málþingsins verður at-
hyglinni beint að notagildi ramma-
áætlunar og jafnframt verður fjallað
um frekari vinnu við næstu áfanga
verkefnisins.
Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið
boða til þessa málþings.
MBA-námið í Háskóla Íslands
stendur fyrir opnum fyrirlestri á
morgun, föstudaginn 30. janúar, í
Lögbergi, stofu 101, kl. 17.15. Fyr-
irlesarinn er Flemming Poulfelt pró-
fessor í Viðskiptaháskólanum í
Kaupmannahöfn. Yfirskrift fyr-
irlestrarins er: Nýjar hliðar á stjórn-
unarráðgjöf: „New Perspectives of
Management Consulting“.
Í erindi sínu mun prófessor Flemm-
ing Poulfelt fara yfir þá þætti sem
munu hafa afgerandi áhrif á það
hvort stjórnunarráðgjafar standi
undir þeim væntingum sem til
þeirra eru gerðar nú á dögum.
Flemming Poulfelt er prófessor við
Viðskiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn. Hann er forstöðumaður LOK-
rannsóknarsetursins um stjórnun og
rekstur hugvits- og þekkingarfyr-
irtækja.
Á MORGUN
Átjánda Rask-ráðstefna Íslenska
málfræðifélagsins verður haldin í
fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laug-
ardaginn 31. janúar kl. 10. Erindi
halda: Guðrún Kvaran, Ásta Svav-
arsdóttir, Kristján Árnason, Hanna
Óladóttir, Finnur Friðriksson, Þór-
hallur Eyþórsson, Jón Friðjónsson,
Tonya Kim Dewey, Jón Axel Harð-
arson og Margrét Jónsdóttir.
Á NÆSTUNNI
FUNDUR hjúkrunarfræðinga sem
starfa á öldrunarsviði Landspítala
háskólasjúkrahúss Landakoti sem
haldinn var 20. janúar sl. hefur sent
frá eftirfarandi ályktun:
„Hjúkrunarfræðingar á öldrunar-
sviði Landspítala háskólasjúkrahúss
Landakoti lýsa furðu sinni yfir þeirri
ráðstöfun að fyrirhugað sé að skerða
þá sérhæfðu þjónustu við aldraða
sjúklinga sem er fyrir hendi á
Landakoti og draga saman starf-
semi.
Hjúkrunarfræðingar þekkja vel
að þjónusta við aldraða og aðstand-
endur þeirra er hvergi nærri full-
nægjandi eins og málum er háttað í
dag og mikil þörf fyrir að hin sér-
hæfða starfsemi fagfólks á Landa-
koti sé óskert. Þessi samdráttur mun
snerta alla íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins þar sem einnig þrengir að þjón-
ustu við sama sjúklingahóp á öðrum
sviðum LSH.
Því munu fyrirhuguð sparnaðar-
viðbrögð á Landakoti skerða veru-
lega möguleika aldraðra einstak-
linga sem þurfa á hjúkrun og
endurhæfingu að halda og getur
hver sem vill séð sig í þeirri stöðu.
Hjúkrunarþjónusta í heimahúsum er
þegar í mörgum tilvikum ekki full-
nægjandi og starfsfólk með mikið
vinnuálag en engar ráðagerðir sjá-
anlegar að bæta þar úr.
Við mótmælum harðlega fyrirætl-
unum um lokanir á aldraða sjúklinga
og förum fram á að hætt sé við þær.
Við skorum einnig á stjórnvöld, fag-
stéttir og almenning að móta skilj-
anlega og framkvæmanlega stefnu í
heilbrigðisþjónustu landsmanna þar
sem öldruðum er tryggt öryggi í stað
lokana.“
Öldruðum verði tryggt
öryggi í stað lokana
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt á fundi í Fagdeild bráðahjúkr-
unarfræðinga sem haldinn var 26.
janúar sl.:
„Fagdeild bráðahjúkrunarfræð-
inga fordæmir fyrirhugaðar breyt-
ingar á starfsemi Landspítala há-
skólasjúkrahúss, LSH.
Uppsagnir starfsfólks, fækkun
sjúkrarúma og breytingar á starf-
semi hefur gríðarleg áhrif á alla
þjónustu við sjúklinga og teflir ör-
yggi þeirra í tvísýnu.
Fyrirhuguð helgarlokun á Bráða-
móttöku við Hringbraut hefur í för
með sér aukið álag á starfsemi Slysa-
og bráðamóttöku í Fossvogi, sem er
þó nóg fyrir um helgar. Þetta eykur
bið eftir þjónustu og hætta á mistök-
um eykst auk þess sem aðgengi sjúk-
linga að sérhæfðri hjúkrunarþjón-
ustu mun minnka.
Nú þegar annar LSH varla þeim
verkefnum sem samfélagið gerir
kröfur til. Ef skerða á þjónustu enn
frekar munu sjúklingar útskrifast
enn veikari heim en nú er raunin og
gera aukna kröfu um aðhlynningu í
heimahúsi. Heimahjúkrunin er ekki í
stakk búin til að mæta þeim kröfum
þannig að áhrifin á heimili landsins
verða mikil. Afleiðingar þessa er
óhjákvæmileg fjölgun endurinn-
lagna sem leiðir til aukins álags og
kostnaðar á bráðaþjónustuna.
Fagdeild bráðahjúkrunarfræð-
inga hvetur stjórnvöld til að endur-
meta fjárveitingar til LSH auk þess
sem óskað er eftir stefnumótun
stjórnvalda hvað varðar starfsemi og
þjónustustig LSH.“
Segja ör-
yggi sjúk-
linga teflt í
tvísýnu
NÝLEGA afhenti Merkúr hf. Tré-
smiðju GKS fullkominn yfirfræsara
og var hann settur upp í húsakynn-
um fyrirtækisins að Funahöfða.
Þangað hefur Trésmiðja GKS flutt
hluta af starfsemi sinni.
Yfirfræsari er fullkomin tré-
smíðavél sem getur unnir mörg ólík
verk sem margar ólíkar vélar vinna
venjulega. Yfirfræsarinn er frá
þýska framleiðandanum Homag og
er af gerðinni BAZ 222. Hann er yfir
10 metra langur með fullkomnum
hugbúnaði sem sér um að stjórna
flóknum vélbúnaði með nákvæmni.
Vélin getur þar af leiðandi sagað út
og kantlímt flókin form á styttri
tíma en hingað til hefur þekkst.
Vinnuborðinu er skipt upp í fimm
vinnusvæði og er hægt að láta hann
vinna á tveimur vinnustöðvum á
sama tíma, segir í fréttatilkynningu.
Þröstur Lýðsson, forstjóri Merkúr, og Arnar Aðalgeirsson, framkvæmda-
stjóri Trésmiðju GKS, takast í hendur við afhendingu yfirfræsarans.
Trésmiðja GKS fær
nýjan yfirfræsara
Fréttir
í tölvupósti