Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 51
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 51
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert víðsýn/n og umburð-
arlynd/ur en stendur engu
að síður fast á skoðunum
þínum. Á þessu ári muntu
ljúka ákveðnum verkefnum
og skapa þannig rými fyrir
eitthvað nýtt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Viðskipti ættu að ganga vel í
dag. Hikaðu ekki við að deila
hugmyndum þínum með yf-
irmanni þínum en hlustaðu á
sama tíma eftir hugmyndum
hans.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Naut sem hyggjast leggja
stund á lögfræði eða lækn-
isfræði eru á réttri leið. Hvers
kyns nám mun færa þér
ánægju, visku og betri framtíð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Leitaðu leiða til að nýta þér
auð annarra án þess þó að
ganga á þeirra hlut. Þú munt á
einhvern hátt njóta góðs af
öðrum í dag.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú býrð yfir krafti jákvæðrar
hugsunar. Þér líður eins og
sigurvegara og jákvæðni þín
gerir það að verkum að þú átt
auðvelt með að hrífa aðra með
þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það sem þú gerir í vinnunni í
dag getur aukið tekjur þínar
og bætt framtíð þína með ein-
hverjum hætti. Haltu fast í trú
þína á það að þú sért á réttri
leið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú færð spennandi upplýs-
ingar sem tengjast listaheim-
inum, vinnu með börnum eða
fyrirhuguðum ferðalögum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Öll samskipti fjölskyldunnar
ættu að ganga vel í dag. Dag-
urinn hentar einnig vel til að
taka ákvarðanir varðandi fast-
eignaviðskipti og viðskipti fjöl-
skyldunnar. Treystu innsæi
þínu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er góður dagur til að
ganga frá samningum og hvers
konar viðskiptum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta ætti að verða þér hag-
stæður dagur varðandi fjár-
málin. Hikaðu ekki við að
koma hugmyndum þínum á
framfæri. Gerðu það sem þú
getur til að bæta starfsaðstöðu
þína og auka tekjur þínar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn hentar vel til að
bæta þekkingu þína með námi
eða ferðalögum. Samskipti við
fólk í fjarlægum löndum ættu
að ganga sérstaklega vel.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þetta er góður dagur til að
leita fjárstuðnings frá stórum
stofnunum eða hinu opinbera.
Það er alls ekki útilokað að þú
fáir þá hjálp sem þú biður um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Vinir þínir sýna þér og maka
þínum mikinn stuðning þessa
dagana. Það er engu líkara en
að allir í kringum ykkur vilji
gera ykkur greiða.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SIGLING INN EYJAFJÖRÐ
Loks eftir langan dag
lít eg þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
Ennþá, á óskastund,
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Verja hinn vígða reit
varðtröllin klettablá,
máttug og mikilleit,
Múlinn og Gjögratá.
Hljóti um breiða byggð
blessun og þakkargjörð
allir, sem tröllatryggð
taka við Eyjafjörð.
– – –
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 29.
janúar, er sjötugur Ingi-
berg Egilsson flugvirki.
Hann verður ásamt eig-
inkonu sinni, Hrönn Jó-
hannsdóttur, í sólinni á
Kanarí á afmælisdaginn.
„ÉG á þó einn slag handa
þér,“ segir makker þegar
hann leggur upp blindan.
„Það gæti verið verra.“
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠82
♥963
♦Á752
♣9643
Vestur Austur
♠93 ♠ÁDG764
♥ÁK4 ♥G
♦G984 ♦1063
♣KG75 ♣1082
Suður
♠K105
♥D108752
♦KD
♣ÁD
Vestur Norður Austur Suður
– – 2 spaðar* 3 hjörtu
Pass Pass Pass
* Veikir tveir.
Vestur spilar út spaða-
níu og austur er ekki lengi
að finna bestu vörnina –
hann tekur með spaðaás
og skiptir yfir í hjartagosa.
Vestur tekur ÁK og spilar
þriðja trompinu. Þar með
verður spaði ekki stung-
inn, og tígulásinn – sem
makker var svo stoltur af
– er bundinn á lokuðum
reikningi og næst ekki út
nema með skriflegu sam-
þykki beggja mótherja. Og
sú undirskrift fæst ekki
þvingunarlaust.
Til að byrja með tekur
sagnhafi öll hjörtun og
byggir upp þessa stöðu:
Norður
♠8
♥–
♦Á752
♣9
Vestur Austur
♠– ♠DG7
♥– ♥–
♦G98 ♦1063
♣KG7 ♣–
Suður
♠K10
♥–
♦KD
♣ÁD
Nú er spaðakóng spilað.
Ef vestur hendir laufi, tek-
ur suður KD í tígli og spil-
ar laufás og drottningu.
Vestur lendir inni og þarf
að gefa blindum síðasta
slag á tígulás. Vestur verð-
ur því að henda tígli og
þar með hefur hann skrif-
að undir.
Næst er þvinga austur
og það er gert með laufás.
Eftir tígulafkast vesturs er
austur nú einn um að
valda tígulinn og verður
því að henda spaðagosa.
Þá tekur sagnhafi tíg-
ulhjónin og sendir austur
inn á spaðadrottningu. Og
gleymir ekki að þakka
mótherjunum fyrir góð
viðskipti.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. janúar, erusextugir tvíburarnir Ingvi Ingiþórs Ingason, fram-
kvæmdastjóri Rafha ehf., Suðurlandsbraut 16 , Reykjavík
og Ágúst Ingiþórs Ingason, fyrrverandi tæknifræðingur
hjá Electrolux í Noregi. Þeir bræður halda upp á afmælið í
dag í Noregi.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5
Rxd5 7. Dc2 Rxc3 8. bxc3 c5
9. e4 Rc6 10. Be3 Be7 11. d5
exd5 12. Hd1 d4 13. cxd4
O-O 14. d5 Rd4 15. Db2 He8
16. Bxd4 cxd4 17. Bb5 Bxa3
18. Dxd4 Bc5 19. Dd3 Bb4+
20. Kf1 Hf8 21. Rd4 Dc8 22.
h4 Bc5 23. h5 Dg4 24. Rf3
Had8 25. Hh4 Dc8 26. Bc4
b5 27. Bxb5 Bb6 28.
h6 g6 29. Db3 Dc5
30. Db2 f6 31. Hf4
Bc7
Staðan kom upp í
A-flokki Corus
skákhátíðarinnar
sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan
Zee í Hollandi. Ivan
Sokolov (2706) hafði
hvítt gegn rússneska
,,heimsmeist-
aranum“ Vladimir
Kramnik (2777). 32.
Hc1! Db6 33. Hxc7! Í
kjölfar skiptamuns-
fórnarinnar fær hvítur tvo
öfluga frelsingja á miðborð-
inu og getur svartur ekkert
við það ráðið. 33...Dxc7 34.
Hxf6 Hxf6 35. Dxf6 Hf8 36.
Db2 Hc8 37. d6! Dc1+
svartur yrði mát eftir 37...
Dxd6 38. Dg7# en eftir
textaleikinn ræður hann
ekki við frelsingja hvíts. 38.
Dxc1 Hxc1+ 39. Ke2 Hc8
40. Rg5! a6 41. Ba4 og
svartur gafst upp enda fátt
til varnar.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
LYFJA og HSÍ undirrituðu með
sér samstarfssamning daginn áður
en landsliðið í handknattleik lagði
af stað til Danmerkur. Samning-
urinn felur í sér að Lyfja kaupir
merkingu á keppnisbúning karla-
landsliðsins í handbolta í eitt ár og
er þar með einn af aðalstyrktarað-
ilum liðsins. Samstarfið er tvíþætt,
annarsvegar fjárhagslegur stuðn-
ingur Lyfju við landsliðið og svo
þjónusta við HSÍ á hjúkrunarvör-
um, lyfjum og bætiefnum fyrir
keppnisfólk. Auk þess býðst liðs-
mönnum landsliðsins að koma í
mælingar sem boðið er upp á hjá
Lyfju meðan á samningstímanum
stendur.
Lyfja í samstarfi við íslenska
karlalandsliðið í handbolta
Ljósmynd/Nordfoto
Við undirritun samningsins í Lyfju Smáratorgi, Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, og Þórarinn Þórhallsson, markaðs- og gæðastjóri Lyfju
hf., innsigla samstarfið með handabandi.
FRÉTTIR
Laugavegi 20b, sími 552 2515
ÚTSALAN Á FULLU
OG VERÐIN LÆGRI OG LÆGRI
Innskotsborð og
útskotsborð í úrvali
®Fitulausa pannan
Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. símar 568 2770 og 898 2865 • Opið 9-17 mán.-fös.
Dönsk gæðavara - einstök ending
Glerkeramik húð
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Þolir allt að 260° hita í ofni
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Ný sending
Pantanir óskast sóttar
HARÐFISKUR OG HÁKARL
Ýsa og steinbítur, hákarl í heilum beitum
Hákarlsbitar í krukkum og 3 eða 10 kg plastfötum
HARÐFISKUR OG HÁKARL HNÍFSDAL
Símar 456 4531 og 862 9868