Morgunblaðið - 29.01.2004, Síða 52
ÍÞRÓTTIR
52 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JESPER Winther Sörensen, Dan-
inn sem leikur með KR-ingum,
verður frá æfingum og keppni
næstu 4–6 vikurnar. Sörensen varð
fyrir því óláni að tábrotna og þar
með bætist enn einn leikmaðurinn á
sjúkralista vesturbæjarliðsins en
fyrir á honum eru Baldur Ólafsson
sem hefur aðeins spilað sex leiki á
tímabilinu, Arnar Kárason sem hef-
ur spilað tvo leiki og Herbert Arn-
arsson en hann hefur ekkert leikið
með KR-ingum á leiktíðinni.
SÖRENSEN brotnaði á æfingu
KR-liðsins í síðustu viku. Í fyrstu
var talið að um tognun væri að ræða
en við myndatöku í fyrrakvöld kom í
ljós að um brot var að ræða.
MIDDLESBROUGH og Arsenal
gátu ekki spilað síðari undanúrslita-
leikinn í ensku deildabikarkeppn-
inni á Riverside-vellinum í Middles-
brough í gærkvöld þar sem
völlurinn var frosinn og þótti hættu-
legt að láta leikinn fara fram.
Leiknum var því frestað og fer hann
fram á þriðjudag.
DOUG Ellis, stjórnarformaður
enska úrvalsdeildarfélagsins Aston
Villa, segir að félagið hafi verið rek-
ið með rúmlega 2 milljarða króna
tapi á fyrstu sex mánuðum núver-
andi rekstrarárs. Alls fóru rúmlega
500 milljónir í að greiða upp samn-
inga við leikmenn sem liðið vildi
ekki hafa áfram í sínum röðum og
segir Ellis að bjartari tímar séu
framundan hjá liðinu og fullyrðir að
síðari hluti rekstrarársins verði
mun betri.
GAVIN McCann, miðvallarleikur
Aston Villa, bað í gær félaga sína og
stuðningsmenn liðsins afsökunar á
því að hafa nælt sér í rautt spjald í
leik liðsins gegn Bolton í fyrrakvöld.
McCann sló til Emersons Tome
beint fyrir framan nef Steve Benn-
etts dómara sem átti ekki annarra
kosta völ en að senda Írann í bað.
Þar sem þetta er annað rauða spjald
McCanns á leiktíðinni á hann yfir
höfði sér fjögurra leikja bann.
ÞÝSKA knattspyrnuliðið Bayer
Leverkusen hefur keypt þýska ung-
mennaliðsmanninn Jermain Jones,
22 ára, frá Frankfurt.
ARGENTÍNSKI landsliðsmaður-
inn Juan Sebastian Veron, leikmað-
ur Chelsea, verður frá æfingum og
keppni í þrjá mánuði til viðbótar en
leikmaðurinn gekkst undir aðgerð á
baki í Buenos Aries í gær.
VERON hefur átt við þrálát bak-
meiðsli að stríða og frá því í nóv-
ember hefur hann ekkert leikið með
Lundúnaliðinu og líklegt er að hann
spili ekkert meira á yfirstandandi
leiktíð. Þessi tíðindi verða örugg-
lega til þess að forráðamenn
Chelsea kaupi nýjan miðjumann og
Scott Parker hjá Charlton er þar
nefndur til sögunnar þó svo að
Charlton hafi í tvígang neitað
Chelsea um að fá leikmanninn.
FÓLK
ÁRNI Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, verður
líklega á varamannabekk Man-
chester City í leiknum við Arsenal á
Highbury í London á sunnudaginn
þó svo hann hafi ekki getað spilað
með varaliði City í fyrrakvöld. Árni
varð fyrir því óláni að togna lítils-
háttar í læri á æfingu í síðustu viku
sem varð til þess að hann gat ekki
staðið á milli stanganna í bik-
arleiknum á móti Tottenham um
síðustu helgi eins og til stóð. David
James tekur stöðu Danans Kevins-
Stuhr Ellegård í markinu gegn Ars-
enal en James gat ekki spilað bik-
arleikinn þar sem hann hefur spilað
með West Ham í keppninni á þess-
ari leiktíð. „Sjúkraþjálfarinn segir
að Árni verði orðinn góður fyrir
sunnudaginn. Hann hefði svo sem
getað spilað varaliðsleikinn en ég
vildi ekki taka neina áhættu. Hann
getur æft með okkur en hann finn-
ur til ef hann sparkar í boltann svo
ef hann gerir það ekki næstu þrjá
daga þá verður hann klár í slaginn
fyrir helgina,“ segir Kevin Keegan,
stjóri City, á heimasíðu félagsins.
Kasper Schmeichel, sonur Pet-
ers, sem gerði garðinn frægan á
milli stanganna í marki Manchester
United, Sporting Lissabon, Aston
Villa og síðar Manchester City, lék í
marki varaliðsins í fyrrakvöld sem
hafði betur gegn Sunderland, 3:0.
Árni Gautur á bekknum
gegn Arsenal á Highbury
Um 30 börn að 11 ára aldri æfa íhvoru félagi en ekki er gert ráð
fyrir að þau taki þátt í keppni fyrr en
þeim aldri er náð.
Allir hefja ferilinn
með hvít júdóbelti,
síðan kemur gult, svo
appelsínurautt og
síðan fleiri litir en þjálfarar félaganna
sögðu ekki laust við að krakkarnir
bæru höfuðið aðeins hærra eftir því
sem litir breytast. Við æfingar hjá
yngstu kynslóðinni er mikið lagt upp
úr leika sér, læra grunnatriði eins og
að detta og velta sér en svo er eitt og
eitt júdóbragð tekið fyrir. Gígja Guð-
brandsdóttir, þjálfari hjá JR, sagði
gott að fá krakkana unga á æfingar,
því þeir væru fljótir að læra og ná
tökum á ýmis konar æfingum, sem
dæmi nefndi hún að í fyrsta tíma léti
hún krakkana gera æfingu sem felst í
að hlaupa afturábak. Þá félli hver um
annan þveran en síðar færu þau létt
með að gera æfinguna. Að sögn Gígju
er starfið mjög krefjandi en líka mjög
skemmtilegt, í því fælist einnig að
þurrka tár, hnýta júdóbelti rétt og
ekki síst að hlusta. Björn H. Hall-
dórsson, þjálfari hjá Ármanni, tók í
sama streng og sagði að foreldrar
hefðu stundum á orði að ærslin væru
minni heima fyrir því útrásin væri öll
á júdóæfingum.
Fleiri félög sinna barna- og ung-
lingastarfi. Auk Júdófélags Reykja-
víkur og Ármanns eru deildir í
Grindavík, Vogum, Selfossi, Þykkva-
bæ og hjá KA á Akureyri. Ármenn-
ingar byrjuðu á síðasta ári að byggja
upp júdódeild Gerplu og æfa nokkrir
úr Kópavoginum með Ármenningum.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Yngsti efniviðurinn í Júdófélagi Reykjavíkur á æfingu. Í neðri röð frá vinstri Benja-
mín Pálsson, Rán Ólafsdóttir, Maríanna Eva Sæmundsdóttir, Logi Haraldsson, Tara
Mist Eiríksdóttir, Selma Antonsdóttir, Viktor Snær Jónsson, Aron Vikar Eiríksson,
Kristján Hjartarson, Svavar Bæring Þorsteinsson, Kristján H. Gíslason, Haukur
Bæring Þorsteinsson og Viðar Oddsson. Í efri röð Katalin Balázs, Dagur Freyr
Bjarnason, Daði Arnarsson, Ingi Þór Kristjánsson, Matthías Már Valdimarsson,
Sævar Þór Róbertsson, Sævar Örn Hilmarsson, Ágúst Ingi Kristjánsson, Skarphéð-
inn Kristjánsson, Sigurður Sverrir Gunnarsson og Aron Brandsson.
Elva Margrét Árnadóttir
æfði með strákunum og gaf
þeim ekkert eftir.
Bræðurnir Haukur, 6 ára, og
Svavar, 8 ára, stóðu saman í
blíðu og stríðu.
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi,
eða systur. Systkinin Tara Mist, 7 ára, og
Aron Vikar, 9 ára, Eiríksbörn æfa bæði
með Júdófélagi Reykjavíkur. Þau litu til
hvort með öðru, ef annað varð fyrir
hnjaski var hitt fljótt á vettvang.
Aron Brandsson sveiflaði sér af krafti í lokaæfingunni.
Viktor Jónsson með appelsínurautt belti og Sævar Örn Hilm-
arsson með gult tókust duglega á en það var stutt í grínið.
JÚDÓ UNGLINGA
Tekið til við
að tuskast
Nokkuð reyndi á þolinmæði krakka í Júdófélagi Reykjavíkur og Ár-
manns þegar þeir gengu fylktu liði inn í æfingasali sína enda mikið
lagt upp úr aga – fyrst varð að vera í fallegri röð, hneigja sig fyrir
kennara og meistara íþróttarinnar en síðan var tekið til við að tusk-
ast og gera skemmtilegar æfingar.
Stefán
Stefánsson
skrifar