Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ferðaþjónusta Iceland Express Sími 5 500 600, icelandexpress.is Bókaðu flug á icelandexpress.is Ódýrar ferðir til Köben á icelandexpress.is Krydda þá með því að fara í Tívolí, dýragarðinn eða á ströndina; „hygge sig“ á ölstofu eða götukaffihúsi við Nýhöfnina eða „spadsere“ eftir Strikinu með viðkomu í tískubúðunum eða litlu antikbúðunum. Hvernig væri að bæta nokkrum heitum, dönskum dögum við sumarið og skella sér til Köben? Ljúfir dagar í Köben H im in n o g h af - 9 04 05 39 Í GARÐINUM að Lágafelli 2 í Fella- bæ stendur ræktarlegt eplatré í fullum skrúða. Þar býr Ingibjörg Aðalsteinsdóttir. Þegar hún flutti í húsið fyrir nokkrum árum, stóð þetta tré þar og hefur nú staðið þar í bráðum 30 ár. Á trénu vaxa epli, eins og vera ber, reyndar lítil. Ingi- björg segir að einu sinni áður hafi vaxið epli á trénu, fá og smá, en núna eru þau um tíu talsins. Skil- yrði þurfa að vera sérstaklega góð til þess að tréð beri ávöxt og það hafa þau svo sannarlega verið upp á síðkastið. Einnig þarf það að ná vissum aldri til þess að slíkt gerist. Ingibjörg er búin að selja húsið og er að færa sig um set í Fellabænum, þannig að næsti eigandi tekur við uppskerunni. Myndarlegt eplatré Morgunblaðið/Sigurður Ingólfsson Ræktunarskilyrði einstaklega góð Það sem gert er „að læknisráði“ hefurlöngum verið talið hafa meira vægien annað sem fólk tekur sér fyrirhendur. Ef læknir vísar á lyf þá er vissara að taka þau inn. Vægi elsta læknisráðs- ins í bókinni – hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls – er enn í fullu gildi, segir Dagur B. Eggerts- son læknir og borgarfulltrúi. Hann hefur kynnt sér aðferðir heilbrigðisyf- irvalda í Svíþjóð og Danmörku við að auka vægi hreyfingar sem meðferðarúrræðis við ýmsum sjúkdómum. Hann segir lækna í þess- um löndum vera farna að skrifa markvisst upp á hreyfingaráætlanir í stað lyfseðla við ákveðnum tegundum sjúkdóma. „Grunnhugmyndin er býsna einföld. Í stað- inn fyrir að sjúklingurinn gangi út af lækna- stofunni með lyfseðil fær hann skrifað upp á hreyfingu. Það er auðvitað ekkert nýtt að hreyfing geti nýst vel en það sem menn eru farnir að horfast í augu við er að hreyfing hef- ur sönnuð jákvæð áhrif fyrir marga vel þekkta og algenga sjúkdóma og eins hitt að læknum og öðrum sérfræðingum hefur gengið það verkefni kannski hvað verst af öllum verk- efnum að styðja fólk í því að breyta um lífsstíl.“ Klæðskerasaumaðar áætlanir um hreyfingu Dagur segir það ekki létt verk að fá fólk til að breyta um lífsstíl en þó hafi sænskar kann- anir sýnt að fólk taki því fagnandi að geta not- að eigin atorku til lækninga í stað lyfja eða með lyfjum. „Það er ekki hægt að neyða sjúklinga til að fara í ræktina frekar en það er hægt að neyða sjúklinga til að taka lyf. Í staðinn fyrir að láta þessi munnlegu, almennu ráð um að sjúklingur „ætti nú að fara að hreyfa sig og at- huga mataræðið“ duga þá fær fólk aukinn stuðning og í raun klæðskerasniðin prógrömm útfrá sínu líkamlega ástandi og sínum und- irliggjandi sjúkdómum.“ Að því er fram kemur í leiðbeiningahandbók sem nefnd um aukna upplýsingagjöf um heil- brigðismál í Danmörku hefur gefið út gagnast hreyfing einkum sem meðferðarúrræði í fimm sjúkdómahópum: æðasjúkdómum, stoðkerf- issjúkdómum, efnaskiptasjúkdómum, lungna- sjúkdómum og geðsjúkdómum. Dagur segir lækna vissulega leitast við að finna lausnir fyrir hvern sjúkling fyrir sig, og því sé ekki hægt að alhæfa um að hreyfing geti í öllum tilvikum komið í stað lyfja. En hann segir ljóst að sú tíð er liðin þegar fólki sem t.d. hafði fengið hjartaáfall var ráðlagt að leggjast fyrir og halda sig í rúminu í nokkra mánuði. Fjöldi rannsókna bendi til þess að hreyfing geti gagnast við meðferð á ýmsum kvillum. „Það sem hefur verið gert í Danmörku og Sví- þjóð, og reyndar víðar, er að kortleggja þessar rannsóknir og skoða hvaða sjúklingahópum hreyfing gagnast best og hjá hvaða hópum þarf að varast að nota þetta sem úrræði og styðja lækna og heilbrigðisstarfsfólk í að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Dagur segir fjölda rannsókna einnig styðja það mat að læknum þyki einfaldara að skrifa út lyf en að veita ráð um heilbrigðan lífsstíl. Þá gangi væntingar sjúklings oft út á það þegar hann kemur til læknis að hann geti gengið það- an út með lyfseðil. Ávísanir á hreyfingu raunhæft úrræði Í Svíþjóð hafa sveitarfélög verið að prófa sig áfram með það sem kalla mætti á íslensku „hreyfótek“ (sbr. orðin hreyfing og apótek). „Í staðinn fyrir að þú farir í apótekið og leysir út lyfin þá ferðu í hreyfótekið og hittið hreyfing- arráðgjafann þinn sem aðstoðar þig og styður í að láta efndir fylgja orðum í þessu. Það er meira að segja orðið þannig að það er komin töluverð endurmenntun á þessu sviði og farið að bjóða upp á sérstakt nám fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja fólk í þessu og veita ráðgjöf.“ Að sögn Dags hófust markvissar ávísanir lækna á hreyfingu sem tilraunaverkefni nokk- urra sveitarfélaga í Svíþjóð 2001 og í Dan- mörku 2002. „Fyrstu niðurstöður virðast benda til þess að þetta sé raunhæft úrræði,“ en Dagur segir ýmsar leiðir vera til að beita því. Það hafi sýnt sig að miklu máli skipti að ein- falda læknum og heilbrigðisstarfsfólki að styðja sjúklinga til að hreyfa sig. „Það sem menn hafa gert í því eru ýmsar rafrænar lausnir í því að skrifa út þessar hreyfing- aráætlanir til sjúklinga og gefa út handbækur til að styðja menn í að ávísa þessu. Markmiðið er að læknar geti skrifað þetta út jafn- auðveldlega og lyfin.“ Hann sér fyrir sér að stuðning við ávísanir lækna á hreyfingu væri hægt að veita hér á landi í gegnum stofnanir eins og t.d. Land- læknisembættið og Lýðheilsustöð, m.a. með útgáfu handbóka. Hann segir reynslu Dana og Svía sýna að þátttaka almannatrygginga er ekki forsenda fyrir því að fólk nýti sér ráð lækna og ávísanir á hreyfingu. „Trygg- ingastofnanir taka ekki alltaf þátt í kostnaði við hreyfinguna. Það virðist ekki skipta öllu máli. Þetta úrræði er því alls ekki upp á kerfið komið.“ Dagur segir ávísun á hreyfingu til sjúklinga í mörgum tilvikum vera ódýrari en lyf. Verið sé að ráðast gegn orsökum frekar en afleiðingum með því að hvetja til hreyfingar, og það sé mik- ilvægt. „Það ætti að vera fjárhagslegur hvati að kanna rannsóknarstudd úrræði sem eru ódýrari en önnur. Mér finnst eðlilegt að þetta komi inn í umræðu um lyfjakostnað. Lyk- ilatriðið er þó að með hreyfingu nær fólk að takast á við kvilla og sjúkdóma með eigin at- gervi og atorku,“ segir Dagur. Elsta læknisráðið er ennþá í fullu gildi Dagur B. Eggertsson, læknir og borgar- fulltrúi, segir sjúklinga oft ganga á fund lækn- is með þær væntingar að fara þaðan út með lyf- seðil. Oft geti það hins vegar gagnast jafnvel eða betur ef læknar vísi á hreyfingu í stað lyfja. Hreyfing gagnast að minnsta kosti jafnvel og lyf, ef ekki betur, við ýmsum sjúkdómum Morgunblaðið/ÞÖK eyrun@mbl.is Á SÍÐUSTU tveimur árum hefur verð á kjöti að jafnaði hækkað um 0,3% en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,3%. Frá þessu greinir á vef Landssam- bands kúabænda, www.naut.is. Þessi raunlækkun á kjöti er skýrð með því að fyrir tveimur árum hafi orðið verðfall á kjöti vegna offram- boðs á svína- og alifuglakjöti sem hafi leitt til þess að verð á öðru kjöti hækkaði minna en vísitala neyslu- verðs. Á síðastliðnum 12 mánuðum hafi kjötverð á hinn bóginn hækkað um- fram þau 3% sem vísitala neysluverðs hefur stigið. Nautakjöt hafi hækkað um 9,8% en á sama tíma hafi verð frá sláturleyfishöfum til nautgripabænd- ur hækkað um 5%. Ef tekið sé mið af hækkun, sem varð í ágúst, nemi hækkun til bænda um 11%. Kjöt hækkaði um 0,3% á tveimur árum URGUR var í mönnum á Húsavík í fyrrinótt og var óvenju mikill erill hjá lögreglu. Tveir menn um tvítugt réðust að á rúmlega fertugum manni á móts við Skálatúnsbrekku. Maðurinn, sem var á leið heim af dansleik, var barinn niður og sparkað í hann liggjandi. Hann var fluttur á heilsugæslustöð til aðhlynningar en árásarmennirnir fengu að gista fangageymslur. Þá urðu slagsmál á hafnarsvæð- inu þar sem nokkrir ungir menn réðust saman að einum sem marð- ist og skrámaðist við árásina. Lögreglan bjóst við að báðar lík- amsárásirnar yrðu kærðar. Urgur í mönnum á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.