Morgunblaðið - 15.08.2004, Page 38

Morgunblaðið - 15.08.2004, Page 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég vil kveðja elsku- lega móður mína með nokkrum orð- um, en hún verður jarðsungin í dag frá Breiðabólstaðarkirkju í Vestur- hópi. Hennar lífshlaup spannaði næstum heila öld. Breytingar á þeim tíma eru alveg ótrúlega miklar. Örar framfarir á öllum sviðum og að fá að alast upp hjá henni gaf mér mikla innsýn og tengsl inn í liðna tíð. Hún tilheyrði þeirri kynslóð sem er óðum að hverfa, þar sem í mörgu ríkti annað gildismat og viðhorf til lífsins en gildir nú. Mamma naut aðeins farskólanáms eins og tíðkaðist í þá daga en vegna mikillar námslöngunar var hún um tíma hjá sr. Sigurði Norðland í Hind- isvík. En þar lærði hún ensku og dönsku. Í kringum 1930 kom pabbi að Stóru-Borg á vegum Guðmundar bróður mömmu, sem þar átti heima ásamt Margréti systur sinni, Tryggva hálfbróður sínum og Guðrúnu ömmu. Mamma var myndarleg og dugmikil ung stúlka, með kolsvart sítt hár í fléttum, dökkblá tindrandi augu sem ólguðu af fjöri og lífskrafti. Hún var líka frekar há, á þeirra tíma mæli- kvarða, tággrönn og afar beinvaxin og hafði mjög gaman af að dansa. Pabbi var fallegur og glaður ungur maður. Hann hafði kolsvart liðað hár, með grænleit augu, meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel og var afar frár á fæti. Höfðu þau bæði gaman af að bregða sér á hestbak til næstu bæja. Þau felldu hugi saman og giftu sig 17. júní 1932 og hófu þau þá bú- skap á Stóru-Borg sem er alveg ein- staklega falleg jörð, þar sem bærinn stendur hátt og vítt er til allra átta. Áttu þau því hartnær 70 ára farsælt hjónaband að baki er pabbi lést. Þessi langa samvera segir meira en mörg orð um þau sjálf, þeirra markmið og gildismat í lífinu. Enda mátu þau hvort annað mikils. Pabbi talaði oft um hve vel hann væri kvæntur og hvað hún Margrét sín væri falleg en einnig mat hann m.a. kjark hennar, dugnað, góðvild og trúmennsku í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. En mamma mat pabba fyrir ljúfmennsk- una, glaðværðina, fróðleikinn og dugnaðinn. En orðheldni var þeim í blóð borin. Foreldrar mínir og við börnin héld- um öll heimili lengi vel í gamla húsinu MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR ✝ MargrétTryggvadóttir fæddist á Stóru-Borg í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 24. september 1911. Heimili hennar stóð þar lengst af og þar lést hún 26. júlí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðabólsstað í Vesturhópi í Vestur- Húnavatnssýslu 3. ágúst. hjá Guðrúnu ömmu minni, mömmu og Tryggva móðurbróður, sem alla tíð hefur verið eins og bróðir okkar. Á heimilinu ríkti ástríki og hlýja meðal fólksins. Annan bróður átti mamma, Guðmund sem fluttur var að heiman, en alltaf hélst órofa vin- átta á milli allra systk- inanna. Móðir mín var um margt stórbrotin kona og áorkaði miklu í lífinu. Hún lét verkin tala og það munaði um krafta hennar, því hún var ósérhlífin og vinnuglöð, en einnig hjálpaði góð heilsa til. Árið 1944 þegar mamma var ung kona stofnaði hún kvenfélag í Vest- urhópi. Kvenfélaginu gaf hún hið fal- lega nafn „Ársól“ og hefur það nafn eflaust verið tákn um von hennar og bjartsýni. Var hún fyrsti formaður þess. Starfaði hún ötullega í því í nokkra áratugi. Hún var alltaf tilbúin að gefa mikið af sér og leggja góðu málefni lið. Síðar var hún gerð að heiðursfélaga sem gladdi hana mjög. Þetta kvenfélag er enn virkt og starf- andi í dag. Einnig starfaði hún í sókn- arnefnd Breiðabólstaðarkirkju og hafði hún brennandi áhuga fyrir kirkjunni enda var hún trúuð og dreif í hlutunum. Hún lét mála kirkjuna, keypti ljós og dregil og lét klæða kirkjuna að innan svo hlýrra væri í henni að vetrinum. Einnig gáfum við, afkomendur Guðrúnar ömmu, skírn- arfont í kirkjuna. Dugnaður og elja foreldra minna kom hvað best í ljós við uppbyggingu og ræktun á Stóru-Borg. Þau réðust í að byggja stórt og fallegt íbúðarhús ásamt fjárhúsi, fjósi, hlöðum og súr- heysturni. En einnig ræstu þau fram votlendi, sléttuðu móa og mela og ræktuðu tún. Þarna sást vel hve þau voru framtakssöm og átti pabbi stór- an þátt í framkvæmd þessara miklu breytinga. Þetta var mikil og oft á tíð- um erfið vinna en þegar einlægni, vilji, dugnaður, ósérhlífni og sam- heldni fara saman tekst yfirleitt vel til. Einnig hafði mamma hug á alls kyns ræktun. Hún ræktaði manna fyrst í sinni sveit kartöflur, gulrófur, gulrætur, hreðkur, kál og annað grænmeti, því hún hugsaði: „Hollt er heimafengið.“ Þrátt fyrir oft á tíðum mannmargt heimili og mikinn eril var mamma al- veg óþrjótandi þegar hún stóð í að mála íbúðarhúsið utan sem innan, blanda liti, bera á veggi og velta fyrir sér hvað væri nú hlýlegast og bjart- ast. Einnig málaði hún öll útihúsin, en pabbi var upptekinn við önnur verk. Á síðari árum komu þessi verk í minn hlut. Í þessum störfum naut hún sín vel því hún vildi hafa fínt og fallegt í kringum sig. Enda hafði hún einkar næmt auga fyrir litum og formum. Stóra-Borg var líka annáluð fyrir mikla snyrtimennsku og myndarskap og fékk viðurkenningu fyrir góða um- gengni. Í búskapnum var hún ákaflega nat- in við öll dýrin sín enda elskaði hún þau og virti, en ekki var verra ef þau gáfu góðan arð. Hún var áhugasöm um hvers kyns lækningar sem orðið gætu til góðs, bæði til handa mönnum og dýrum. En jafnframt varð hún leið ef ekki tókst sem skyldi. Oft var mannmargt á Stóru-Borg. Einkum voru þar mörg börn þar sem rekinn var farskóli þar um nokkurra mánaða skeið, sem fluttur var milli bæja eins og tíðkaðist í þá daga. Mamma var oft með skólann og var því oft fjöldi barna í gamla húsinu og hlýtur oft að hafa verið þröng á þingi. En allir voru engu að síður glaðir og dönsuðu og sungu í rökkrinu og mamma og Tryggvi spiluðu undir. Á vorin komu blessuð sumarbörnin okkar að Stóru-Borg en þá voru börn send í sveit eins og títt var áður fyrr, okkur öllum til gagns og ánægju. Þar lærðu þau að njóta náttúrunnar og lærðu þau einnig að vinna. Vorið 1970 hófst fyrsta bændagist- ingin á Stóru-Borg ásamt fjórum öðr- um sveitabæjum hér á landi og stóð sú þjónusta yfir hjá okkur í um 10 ár. Allur matur var heimaunninn, eins og frekast var kostur. Fannst mömmu gaman að gefa fólkinu sínu og öðrum sem til hennar sóttu mikinn og góðan mat. En mömmu þótti líka gaman að baka og bakaði hún öll brauð og kök- ur heima. Voru foreldrar mínir gest- risnir með afbrigðum. Þeim þótti afar vænt um að fá góða gesti og veittu þeim af mikilli rausn. Var þá oft glatt á hjalla á Stóru-Borg. Voru þau bæði trygglynd og vinaföst þar sem heið- arleiki og velvilji réðu ríkjum. Þau voru bæði einlæg og hrekklaus og trúðu á það besta í fari hverrar mann- eskju. Mamma átti ásamt öðrum á næstu bæjum stóra spunavél og var þar spunnið bandið í fötin, sem síðan voru prjónuð. Við systkinin fórum alltaf vel nestuð að heiman, en einnig sendi hún okkur fulla pappakassa af alls konar mat sem hún hafði útbúið af mikilli natni og alúð. Mamma lagði ríka áherslu á það er við vorum ung að við gengjum menntaveginn enda varð það úr. Ég ætla að láta fylgja með línur (1. og 7. erindi) um íslensku konuna, sem mér finnst passa svo vel við hana mömmu: Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Þegar pabbi varð áttræður brugðu foreldrar mínir búi og fluttust suður til Reykjavíkur, þar sem þau keyptu litla þjónustuíbúð í Bólstaðarhlíð 45. Þar nutu þau margra góðra ára, borð- uðu niðri í matsal ásamt vina- og ná- grannafólki sínu. Mamma fór niður í handavinnuna, þar naut hún sín vel og fékk útrás fyrir listræna hæfileika og skapaði fallega hluti og var hún óhrædd að fitja upp á nýjungum. Þetta voru sannkölluð listaverk, enda var hún afar vandvirk og naut þar góðrar leiðsagnar. Auk þess voru vikulegar guðsþjónustur sem þau kunnu vel að meta. Einnig nutu þau félagsskapar vinafólks síns og ná- granna og þótti gaman að skjótast í kaffi til þeirra eða taka á móti þeim og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir umhyggjuna. Eftir andlát pabba reyndi enn einu sinni á styrkinn og sýndi hún þá mikið æðruleysi og dugnað. Hún bjó ein í Bólstaðarhlíð á veturna en fór norður á Stóru-Borg og dvaldist þar á sumrin og með minni aðstoð. Þar lést hún mánudaginn 26. júlí síðastliðinn, á æskustöðvum sínum, en þar vildi hún helst kveðja þetta jarðlíf og varð henni því að ósk sinni. Eitt sinn sagði ég við mömmu að lífið hefði nú verið eintómur þrældómur hjá þeim, þá svaraði hún að þetta hefði nú verið þeirra gleði og ánægja. Nú er móðir mín horfin, sú sterka og góða kona sem okkur þótti öllum svo vænt um og treystum ætíð á. Við biðjum guð að taka á móti og blessa elsku mömmu og þökkum henni allt sem hún gerði fyrir okkur af svo mikl- um alhug og velvilja. Megi hún í æðri veröld njóta í ríkum mæli þeirrar uppskeru, er hún sáði til hér á jörð. Við varðveitum minningu hennar vel alla tíð. Þín elskandi dóttir, Ólöf Hulda Karlsdóttir. Nú er hún amma mín, Margrét Tryggvadóttir, látin. Það er skrítið að hugsa til þess að fólk sem við höfum þekkt allt okkar líf sé allt í einu ekki lengur til staðar og nú eru hún og afi bæði farin. Einhvern veginn er eins og manni finnist að þetta fólk eigi að vera eilíft hér á jörð. Síðasta skiptið sem ég sá ömmu var þegar ég fór heim til Íslands um síð- ustu jól. Það var í fyrsta skipti sem kærastinn minn, hann Hugo, hitti ömmu. Samskiptin þeirra á milli fóru að mestu leyti þannig fram að ég þýddi það sem þau sögðu hvort um sig. Í einni heimsókninni fannst ömmu greinilega maðurinn ekki nógu duglegur við kaffidrykkjuna og allt í einu stóð hún upp og spurði hann á fullkominni ensku hvort honum þætti kaffið ekki gott. Svona gat amma komið manni á óvart. Hún var afskap- lega vel gefin og hæfileikarík kona en yfirleitt ekki sérstaklega mikið fyrir að flagga kunnáttu sinni. Þegar ég var krakki í sveitinni fyrir norðan má kannski segja að ég hafi verið nánari afa heldur en ömmu. Afi var meira fyrir að grínast og leika sér við börn heldur en amma. En eftir því sem ég varð eldri lærði ég betur og betur að meta ömmu og við áttum oft áhugaverðar samræður um ýmiss konar málefni. Ég er alveg viss um það að ef amma hefði verið ung kona í dag þá hefði hún farið í nám í tungu- málum, sálfræði eða jafnvel myndlist. Hún hefði líka ferðast því að hún var forvitin um muninn á lífinu á Íslandi og annars staðar. Hún hafði áhuga á svo mörgu og var líka svo einstaklega flink í höndunum. Ég man eftir alveg ótrúlega fallegum slæðum, nælum og dúkum sem hún gerði sjálf og ég varðveiti vel þá hluti sem hún gerði og gaf mér. Ég er afskaplega þakklát fyrir það að hafa fengið að verða þeirra ömmu og afa svona lengi aðnjótandi. Mér fannst draga mikið af ömmu eftir að afi dó og held að hún hafi verið sátt við að komast nú loksins til hans. Karlotta M. Leosdóttir. Elskuleg langamma mín er horfin frá okkur. Hún var mér alltaf svo góð og hugsaði svo oft um hvernig mér liði, hvort ég væri ekki frísk og hvern- ig mér gengi í skólanum og tónlist- arnáminu. Þegar ég kom til hennar vildi hún alltaf gefa mér eitthvað að borða. Á vorin hlakkaði ég mikið til að fara norður í sveitina okkar, því var alltaf svo skemmtilegt og vel um okk- ur hugsað. Við systurnar hlökkuðum svo til að tína ber handa okkur seinna í sumar og ætlaði amma líka að veiða silung úr Hópinu af því að langömmu fannst svo gaman að fylgjast með hversu margir hefðu veiðst. Eftir að langafi dó fór ég stundum til lang- ömmu um helgar og gisti hjá henni. Það þótti okkur báðum mjög gaman. Við spiluðum, spjölluðum saman og hún sagði mér skemmtilegar sögur. Þegar við fórum síðan að sofa buðum við hvor annarri „góða nótt“ og signd- um yfir hvor aðra. Ég er mjög leið yf- ir að elsku langamma skuli vera farin frá okkur. Ég kveð hana með þessu fallega versi og bið alla góðu englana að vaka yfir henni og blessa hana. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín elskandi langömmustelpa, Ólöf Hulda Steinþórsdóttir. Elskuleg langamma mín var mér alltaf svo góð og hugsaði um mig af einlægni og hjartahlýju og tók mér alltaf svo fagnandi og faðmaði mig. Alltaf bauð hún mér upp á eitthvað þegar við komum í heimsókn til henn- ar. Hún kom líka til að sjá mig spila á fiðlu með hljómsveit í Háskólabíói í vor. Ég hlakkaði alltaf til þegar við átt- um von á langömmu í heimsókn, urðu þá miklir fagnaðarfundir, ekki síst á hátíðum og afmælunum okkar. Þá fór hún líka stundum með okkur upp í Langholtskirkju og þótti okkur mjög gaman að hafa hana með okkur. Hún var alltaf svo fín og góð. Mér þótti af- ar vænt um elsku langömmu og sakna hennar mikið. Ég kveð hana með þessu fallega versi og bið algóðan guð að blessa hana og alla englana að taka vel á móti henni. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Þín elskandi langömmustelpa, Kolbrún Atladóttir. Okkur systkinin langar að minnast föðursystur okkar, Margrétar Tryggvadóttur, húsfreyju á Stóru- Borg. Hún var orðin tæplega 93 ára gömul og við nokkuð góða heilsu mið- að við háan aldur. Magga lést heima á Stóru-Borg og getum við hugsað okk- ur að það hafi hún helst viljað. Magga og Kalli maður hennar áttu sitt annað heimili í Reykjavík um árabil, þar sem þau dvöldust yfirleitt yfir vetr- artímann en á sumrin voru þau á Stóru-Borg. Við dáðumst að því að þau skyldu taka sig upp á hverju vori og fara norður, orðin háöldruð, og síð- an Magga, eftir að Kalli dó fyrir þremur árum. Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur ef til stóð að fara norður á Stóru-Borg með foreldrum okkar, Helgu og Guðmundi, en hann er bróð- ir Möggu. Var þá ekki að spyrja að móttökunum. Lengi vel bjuggu allir í sama húsi; Guðrún amma, Tryggvi sonur hennar Jóhannsson, hálfbróðir Möggu og Guðmundar föður okkar, Magga, Kalli og þeirra börn; Tryggvi, Ólöf Hulda og Guðrún. Þó að þröngt væri var nóg húsaskjól fyrir alla. Allt það besta var borið fram í mat og drykk og gestrisnin í hávegum höfð. Seinna meir réðust Magga og Kalli í að byggja sitt eigið hús, sem var mjög myndarlegt á þeirra tíma mæli- kvarða. Magga var forkur dugleg jafnt innanhúss sem utan og stjórnaði heimilinu og mannskapnum af mikilli röggsemi. Hún var glaðlynd og hafði dillandi hlátur. Kalli var ekki síður glaðlyndur og hann átti líka létt með að kasta fram vísu. Þá var hann mjög fróður, sérstaklega um fornsögurnar. Það var því bæði fróðlegt og skemmtilegt að taka þátt í samræð- um við matarborðið hjá þeim. Kolbeinn, sem er yngstur okkar systkina, var nokkur sumur í sveit á Stóru-Borg. Fyrst hjá Tryggva frænda og ömmu, en síðar hjá Möggu og Kalla. Hann á mjög góðar minn- ingar frá þeim árum. Magga sat ekki auðum höndum eft- ir að þau hjónin fóru að vera í Reykja- vík á vetrum en nýtti sér föndur- kennsluna í Bólstaðarhlíðinni og þar gerði hún marga fallega hluti. Við systkinin eigum mikið af góð- um og skemmtilegum minningum frá Stóru-Borg og minnumst Möggu frænku með þakklæti fyrir allt sem hún var okkur og foreldrum okkar. Guðrún, Björn Tryggvi, Steinunn, Kristín og Kolbeinn. Nú hnígur sól að sævarbarmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Skjótt hefur sól brugðið sumri, því Margrét Tryggvadóttur frá Stóru- borg í Húnaþingi vestra er flogin á vit feðranna. Á fögrum sumardegi, í sveitasælunni á æskustöðvunum, hné hún niður og kvaddi þennan heim, eft- ir drjúgt og gifturíkt dagsverk, södd lífdaga. Það er oft haft á orði að stutt sé milli heims og helju og svo sann- Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.