Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 45
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 45
Öldungadeild
Menntaskólans við
Hamrahlíð
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Öldungadeildin býður upp á fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum.
Fjöldi námsáfanga í boði, m.a. í dreifnámi. Þeir, sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi, athugi að
hægt er að fá það nám metið sem heild inn í námsferil til stúdentsprófs.
Innritun fyrir haustönn 2004 er að hefjast!
Innritun í Öldungadeild MH fyrir haustönn 2004 stendur yfir dagana 19.–21. ágúst nk. Upplýsingar
um innritun í gegnum síma eða vefinn eru í Fréttapésa öldunga (vefriti öldungadeildar) á heima-
síðu skólans undir „Öldungadeild“. Þar má einnig finna ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar,
s.s. stundatöflu haustannar, kennsluáætlanir einstaka áfanga og fleira.
Mikilvægt er að þeir nemendur, sem vilja láta meta fyrra nám,
leggi þau gögn inn á skrifstofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat
á fyrra námi.
Skólagjöld ber að greiða við innritun.
Af Netinu má hafa bæði gagn og gamanen það á sér líka skuggahliðar og þæreru til umfjöllunar í nýjum heimild-arþætti sem sýndur verður í Sjónvarp-
inu í kvöld. Umsjónarmaður er Finnur Beck en
myndatökur og eftirvinnslu annaðist Davíð Hed-
toft Reynisson. Í þættinum, sem er unninn með
styrk frá Velferðarsjóði barna, er frumsamin
tónlist eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson.
Spurður út í hvers vegna hann hafi farið út í að
gera þáttinn Skuggahliðar netsins segir Finnur
að kveikjan hafi verið sú að hann hafi verið búinn
að fá nóg af því að gera fréttir og heyra fréttir af
unglingspiltum sem hafi lent í klónum á mönnum
á Netinu sem hafi villt á sér heimildir til að ná til
þeirra. „Mig langaði til að hreyfa svolítið við for-
eldrum og skoða hvernig þetta gerist og hvort að
hægt væri að gera eitthvað til þess að minnsta
kosti að minnka líkurnar á því að nokkur gæti
orðið fyrir þessu. Svo fórum við að skoða þetta,
ég og Davíð Hedtoft myndatökumaður sem vinn-
ur þetta með mér, og þá voru nokkur atriði sem
við vildum taka með inn í þáttinn,“ segir Finnur.
Hann segir að það helsta sem beri að varast,
auk manna sem reyni að tæla ungmenni, sé of-
beldi á Netinu. „Við tókum líka inn í það sem
verið hefur dálítið áberandi að undanförnu, þ.e.
mjög ofbeldisfullt efni, eins og aftökurnar í Írak
sem hryðjuverkasamtök hafa verið að fram-
kvæma frammi fyrir myndavélum. Þessi mynd-
skeið eru komin á Netið og það má jafnvel finna
tengla á þau á vefsíðum sem eru vinsælar hjá ís-
lenskum krökkum,“ segir Finnur.
Þá segir hann að í þættinum sé einnig komið
inn á „bloggið“ sem sé í raun og veru orðið mikill
fjölmiðill og að það sé ábyrgðarhluti að halda úti
„bloggsíðu“ og skrifa á slíka síðu, en þetta sé
mjög vinsælt hjá krökkunum. Loks sé umfjöllun
um klámefni á Netinu.
Finnur segir enga einfalda lausn á þeim vanda
sem fylgir skuggahliðum Netsins og ekki sé
hægt að leysa málið í einum þætti. „Það er mis-
munandi hvað hentar fólki. Sumir hafa góða
tölvukunnáttu og geta hjálpað börnunum sínum
og jafnvel sett upp einhver forrit til að reyna að
stýra þeim frá þessu. Eftir að hafa skoðað þetta
og talað við foreldra, börn og ýmsa sérfræðinga
held ég þó að besta leiðin til að takast á við þetta,
eins og svo margt annað, sé að foreldrar eigi gott
samband við börnin sín og tali um það sem drífur
á daga þeirra. Börnin þurfa að treysta foreldr-
unum fyrir því ef að þau lenda í einhverju sem
þeim þykir óþægilegt, hvort sem það er ofbeldi,
klám eða að þau hafa komist í kynni við einhvern
á Netinu sem þau vita ekki hver er,“ segir Finn-
ur Beck.
Skuggahliðar Netsins | Nýr heimildarþáttur verður sýndur í Sjónvarpinu í kvöld
Gott samband við börnin
Finnur Beck er 29
ára gamall stjórnmála-
fræðingur. Hann hefur
starfað sem fréttamað-
ur á Sjónvarpinu und-
anfarin fjögur ár. Finnur
hefur í gegnum tíðina
tekið þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum og hefur
meðal annars setið í
stjórn Félags frétta-
manna. Þá sat hann í
Stúdentaráði Háskóla
Íslands fyrir Röskvu og var formaður Stúd-
entaráðs á árunum 1999 til 2000. Finnur
Beck er í sambúð með unnustu sinni, Maríu
Hrund Marinósdóttur, og munu þau gifta sig
28. þessa mánaðar.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
90 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu-
daginn 15. ágúst,
verður níræð El-
ínborg Gísladóttir,
Álftamýri 56. Hún
tekur á móti ætt-
ingjum og vinum í
Safnaðarheimili Ás-
kirkju frá kl.16–18.
70 ÁRA afmæli. Ítilefni af sjö-
tugsafmæli sínu hinn
17. ágúst nk. mun Sig-
ríður Björnsdóttir
taka á móti gestum að
Fannborg 8 (Gjá-
bakka) í Kópavogi, í
dag kl. 15–17.
60 ÁRA afmæli. Ídag, 15. ágúst,
verður sextugur Ein-
ar Njálsson, bæj-
arstjóri í Árborg.
Einar og eiginkona
hans, Sigurbjörg
Bjarnadóttir, taka á
móti gestum í Sam-
komuhúsinu Stað á Eyrarbakka milli
kl. 17 og 20 á afmælisdaginn.
50 ÁRA afmæli.Hinn 21. ágúst
nk. verður Ásdís
Hjálmtýsdóttir fimm-
tug. Af því tilefni
verður opið hús þann
dag klukkan 11–15 að
Fólkvangi Kjalarnesi
(við hliðina á leikskól-
anum). Vonast hún til að sjá sem flesta.
Blóm og gjafir afþakkaðar, en vel þeg-
inn stuðningur í ferðasjóð.
60 ÁRA afmæli. Ídag, sunnu-
daginn 15. ágúst, er
sextugur Einar
Helgason, rafvirki,
Heiðarbrún 24,
Stokkseyri. Einar
tekur á móti ætt-
ingjum og vinum laug-
ardaginn 21. ágúst kl. 20 í Básnum í
Ölfusi.
Bollagarðsætt
ER einhver sem getur gefið mér
upplýsingar um Önnu Jónsdóttur
frá Bollagörðum, fædd 3.3. 1830, dá-
in 14.8. 1916? Og veit einhver hvort
það liggi með henni lítið barn? Þeir
sem geta gefið mér upplýsingar vin-
samlegast hafið samband í síma
557 4302.
Björg Gunnarsdóttir.
Gul hliðartaska týndist
LAUGARDAGINN 8. ágúst tap-
aðist gul hliðartaska á kaffihúsinu
Kofi Tómasar Frænda. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um töskuna
eru beðnir að hafa samband í síma
551 7954 eða 897 1082.
Blá mappa týndist í Árbæ
BLÁ mappa með námsefni týndist í
Árbæ sl. fimmtudagskvöld. Skilvís
finnandi hafi samband í síma
692 4125. Fundarlaun.
Gleraugu týndust
GLERAUGU í brúnu hulstri týnd-
ust á Laugarnesvegi/ Sundlaugavegi
að Borgartúni. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 862 7642.
Kisur vantar heimili
VIÐ erum tvö 2ja mánaða kisusystk-
ini sem vantar gott og rólegt heimili
hjá fólki sem getur gefið sér tíma
fyrir okkur. Erum einstaklega kelin
og mannelsk. Uppl. 697 8663,
692 9273 og 587 8663.
Páfagaukur týndist
PÁFAGAUKUR, gulgrænn gári,
týndist í Vesturbæ Reykjavíkur sl.
fimmtudag. Þeir sem hafa orðið
hans varir hafi samband í síma
848 4623.
Eldibrandur er týndur
Í BYRJUN vikunnar týndist úr
Skerjafirði rauðbröndóttur norskur
skógarköttur. Hann er þekktur fyrir
að leggja leið sína vestur á Kvist-
haga og gæti því verið þar í hverfinu.
Eigandi hefur ekki getað fundið
hann þar sem hann vanalega heldur
til og er því farinn að hafa áhyggjur
af því hvort góða veðrið hafi hvatt
hann til að leggja krók á leið sína.
Kisi heitir Eldibrandur, en þar sem
hann var ekki með ól þegar hann
strauk í burtu vantar á hann upplýs-
ingar. Ath.! hann er reyndar eyrna-
merktur - Allar upplýsingar um
ferðir hans eru vel þegnar í síma
551 4054 og 561 3419.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Í SUMAR hafa verið hlaðnar níu
vörður á þekktum stöðum Egils-
sögu og þær merktar með sand-
blásnum steinum. Jafnframt hefur
verið prentaður bæklingur sem
segir á aðgengilegan hátt sögu
hvers þess staðar þar sem vörð-
urnar standa og er hann hugsaður
til upplýsingar fyrir ferðamenn.
Verkefnið er samstarfsverkefni
Landnámsseturs og Borg-
arbyggðar og var fyrsta varðan
vígð á tíu ára afmæli Borg-
arbyggðar í júlí sl. Bæklingar um
„Varðaða Egilssögu“ liggja frammi
á öllum viðkomustöðum ferða-
manna á Vesturlandi.
Egilssaga vörðuð
Borg á Mýrum.