Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 25
þá var veður orðið heiðskírt. Þá sá ég skip grunsamlega nálægt brimgarð- inum. Förum við Lárus Magnússon á Svínafelli að athuga, hvort skip sé þarna strandað. Skipið, sem hét Württenberg lá í miðbrimgarðinum, og gengu hinar ógurlegu holskeflur yfir skipið við og við. Enginn maður var sjáanlegur um borð, en þar sem ég er þrályndur mjög, ákvað ég að synda út í skipið og fullvissa mig um, að enginn væri þar um borð. Ég lagð- ist til sunds, en fyrstu tilraunirnar misheppnuðust, brimið kastaði mér jafnharðan upp í sandinn.“ Loks tókst Jóni að komast um borð í skipið, er hann greip kaðal, sem hékk úr davíðunni, þar sem björgunarbáturinn hafði hangið og hífði sig um borð. Enginn reyndist um borð og héldu þeir Lárus því heim í Sandfell án þess að hafa fund- ið strandmenn. Lárus hélt heim til sín í Svínafell og fékk þar hóp manna til þess að leita að strandmönnum á sandinum og þeir fundu þá í hinu ný- reista skipbrotsmannaskýli á Kálfa- fellsmelum. Þeir voru nýkomnir þangað. En frá þessu skýli er mjög löng leið til mannabyggða og erfið og yfir miklar torfærur að fara, Hval- síki, eða ef ofar er farið, yfir Núps- vötnin, sem er ljótt vatnsfall og erfitt yfirferðar. Svínfellingar fluttu strandmennina að Núpsstað, og var þeim komið fyrir á bæjunum. „Varð- þjónusta mín hafði þá borið árangur og gladdi það mig mjög, því nú var fengin reynsla fyrir því, að þessi við- leitni mín var ekki þýðingarlaus með öllu. VI. Ditlev Thomsen hafði sent mér að gjöf ágætan sjónauka, eftir að hinum þýsku strandmönnum hafði verið bjargað fyrir mínar aðgerðir. Morg- uninn 27. febrúar 1912 gekk ég upp á fjallið og leit til sjávar. Sá ég þá skip, sem var statt í brimgarðinum og auðsjáanlega strandað. Minn góði sjónauki hjálpaði mér að sjá þetta betur.“ Jón hraðaði sér nú heim, sagði tíð- indin og bjó sig til brottfarar með Eyjólfi vinnumanni sínum, sem var valmenni mikið. Lögðu þeir á sand- inn og komust nær ósum Skeiðarár, skammt frá sjó. „Þegar við komum fast að ánni, sáum við 5–6 menn á einni sandeyrinni í Skeiðará. Þeir hafa auðsjáanlega ætlað að vaða ána, en slíkt er með öllu ókleift. Við lögð- um í ána, en ekki mátti tæpara standa, að við kæmumst yfir, því það skall yfir á leiðinni. Þegar yfir var komið, sóttum við mennina, sem voru á eyrinni og komum þeim aftur til sama lands. Skipið, sem hét Aurore var strandað rétt vestan við árósinn. Þetta var franskt fiskiskip, nýsmíðað og hið fegursta. Í skipinu var enginn farmur, og því hefur brimið kastað því strax upp í landbrimið, svo menn- irnir gátu komist í land. Þarna voru þeir allir 24 í fjörunni og leið mjög illa. Eftir að ég hafði talað við skip- stjórann Maigat, sendi ég Eyjólf heim að Svínafelli, til þess að fá nægi- lega marga hesta og menn til að flytja þá hina löngu og erfiðu leið heim. En hest minn léði ég 2. stýri- manni, Lableiz, sem var mjög hrak- inn. Sjálfur ákvað ég að dvelja hjá strandmönnunum, þangað til Eyjólf- ur kæmi aftur.“ Jón óttaðist, að þessir suðrænu menn þyldu ekki hina köldu vetrar- nótt skjóllausir, svo hann fann segl, sem rekið hafði úr skipinu og bjó til tjald úr því og varð af sæmilegt skýli. Daginn eftir komu Svínfellingar með um 30 lausa hesta til að flytja menn- ina og eitthvað af farangri. Jón hýsti 12 af skipbrotsmönnunum í hinum þröngu húsakynnum á Sandfelli, en um nóttina varð kona hans léttari og fæddi dóttur, Guðrúnu. „Eftir hálfan mánuð voru þeir fluttir landveg til Reykjavíkur og fór ég með þeim suð- ur. Við Franska spítalann í Reykja- vík kvaddi ég þá.“ VII. Einn skipbrotsmanna reit sr. Jóni þakkarbréf með aðstoð konu sinnar, sem skrifaði esperantista á Íslandi, sem náði um hendur hans sambandi við sr. Jón, sem þegar skrifaði kon- unni. Maður þessi hét Yves Le Roux og birtist mynd af honum í tímaritinu Akranesi, sem fyrr er getið. „Skip- stjórinn Maigat er látinn, svo og Vidament 1. stýrimaður, en Lableiz, sá er þér léðuð hestinn undir, hann er á lífi enn. Loks biður Yves Le Roux fyrir kveðju til Eyjólfs vinnumanns, sem hjálpaði yður svo vel í björgun- arstarfinu.“ En hver var þessi Hr. Helgason, esperantistinn, sem kom þessu sambandi á? Vel væri þegið, að fá upplýsingar um hans fulla nafn og ævi. Ferðalok Frá Skaftafelli fórum við um Skeiðarársand og heim á hótel okkar að Klaustri. Hrepptum vont veður á sandinum, skýfall, sem nálgaðist hagl, en moldrok fylgdi á eftir, svo ég hélt að lakkið á bílnum myndi skadd- ast. Allra veðra er von á Skeiðarár- sandi og þau gera ekki boð á undan sér. En eftir stendur minningin um sr. Jón N. Johannessen, prestinn, sem lét sér ekki nægja að tala um kær- leikann úr prédikunarstólnum, held- ur sýndi hann í verki, þótt það kost- aði hann næstum því lífið. Blessuð sé minning sr. Jóns N. Jo- hannessens. Heimildir 1. Tímaritið Akranes, 15. árg. 1956, útg. Ólafur B. Björnsson, Akranesi. 2. Árbók Ferðafélags Íslands 1937, þáttur sr. Eiríks Helgasonar. 3. Árbók Ferðafélags Íslands 1993 eftir Hjörleif Guttormsson. „Við rætur Vatnajökuls“, Oddi, Reykjavík. 4. Landnáma, Hið Íslenska Fornrita- félag, Reykjavík, MCMLXVIII, I, 2. bls. 320. 5. Guðfræðingatal 1847–2002, Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði, útg. Prestafélag Íslands, II. 2. hefti, bls. 552–3. 6. Dynskógar, 8. árg. Sögufélag V-Skaftfellinga, Vík, árið 2001. 7. Steinar J. Lúðvíksson: „Þrautgóðir á raunastund“, 12. bindi, Örn og Örlygur 1980. Sandfell í Öræfum árið 1902. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 25 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Toscana héraðið er eitt fegursta svæði Ítalíu og sameinar stórkostlega nátt- úrufegurð og marga sögufrægustu staði þessa heillandi lands. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð til þessa heillandi héraðs. Þú býrð í Montecatini Terme, einum frægasta spa-stað Ítalíu og heimsækir hinar sögufrægu borgir, Florens, Pisa og Siena á meðan á dvölinni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Kynnisferðir: • 4. sept. Lucca og Pisa (dagsferð) Verð 4.500.- • 5. sept. Rapallo/Portofino (dagsferð) Verð 4.900.- • 6. sept. Siena (dagsferð) Verð 4.500.- • 7. sept. Flórens (dagsferð) Verð 4.800.- Lágmarksþátttaka er 20 manns, einnig í kynnisferðir. Fegurstu staðir Toscana á Ítalíu • 2.–9. september frá kr. 59.990 Staðgreiðsluverð/Netverð 59.990 á mann í tvíb. 75.000 á mann í einb. Innifalið: Flug, gisting á 3* hóteli með morgunverði í Montecatini Ter- me. Akstur til og frá flugvelli. Flug- vallarskattar, gjöld og íslensk farar- stjórn. Ekki innifalið: Kynnisferðir og að- gangseyrir á söfn. Bókunargjald á skrifstofu. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.