Morgunblaðið - 15.08.2004, Side 49

Morgunblaðið - 15.08.2004, Side 49
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 49 Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi Rótarýumdæmið á Íslandi hefur stofnað sjóðinn „Tónlistarsjóður Rótarý á Ís- landi“. Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í fyrsta sinn í janúar 2005 og verður að upp- hæð kr. 500.000. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík fyrir 15. september nk. Netfang: rotary@simnet.is. TANGÓ hát íð 26. - 29. á gúst 2004 Framhalds- og byrjendatímar Kennarar frá Argentínu Chicho & Eugenia og Cecilia & Jean-Sebastien Bryndís & Hany Tónleikar, tangósýning og ball Le Grand Tango og Egill Ólafsson. Chicho & Eugenia og Cecilia & Jean-Sebastien Ball og tangósýning Chicho & Eugenia og Cecilia & Jean-Sebastien NÁMSKEIÐ KRAMHÚSIÐ+IÐNÓ 25.-29. ágúst GRAND MILONGA NIGHT NASA 26. ágúst kl. 21:00-01:00 MILONGA NIGHT IÐNÓ 28. ágúst kl. 22:00-03:00 TANGÓMYNDIR Tvær bíómyndir frumsýndar “Past Bedtime” “Blue tango in Buenos Aires” IÐNÓ 27. ágúst kl. 22:30 Upplýsingar, miðasala og skráning www.tango.is · Kramhúsið 551 5103 · Höfuðborgarstofa 590 1500 · Iðnó · Nasa H A D A Y A d e s ig n /L jó s m . S ig u rð u r J ö k u ll Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvöldskól i FB Netinnritun á www.fb.is 124 spennandi áfangar í boði Félagsfræða- og fjölmiðladeild Íslensku- og sagnfræðideild Lista- og handíðadeild Rafiðnadeild Raungreina- og stærðfræðideild Sjúkraliðadeild Tréiðnadeild Tungumáladeild Tölvudeild Viðskiptadeild Innritun í FB Mánudagur 16. ágúst frá 16:30 til 19:30 Þriðjudagur 17. ágúst frá 16:30 til 19:30 WWW.fb.is Hefst 17. ágúst - þri. og mið. kl. 20 en lokakvöldið verður mánudaginn 6. september JÓGA GEGN KVÍÐA með Ásmundi Gunnlaugssyni Kennt í Jógastöðinni Heilsubót Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kennt í Jógastöðinni Heilsubót, Síðumúla 15 Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is Leiklistarlífið er hægt og bít-andi að síga af stað eftirmeint sumarleyfi. Lítið hefur heyrst hvað er í bígerð í stóru leik- húsunum tveimur, Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi, og Leikfélag Ak- ureyrar hefur frískað upp á útlitið með merki og heimasíðu að hætti nú- tímafyrirtækja. Fyrr í sumar fóru nokkrir leikarar Þjóðleikhússins til Kanada og fluttu kafla úr Vesturheimsverkum Böðv- ars Guðmundssonar. Förin var farin undir stjórn Jó- hanns Sigurð- arsonar leikara og Helga Ólafs- sonar skák- meistara og vakti mikla og verð- skuldaða ánægju í Íslendingabyggðunum vestanhafs. Fyrsta frumsýningin í nýju hús- næði Hafnarfjarðarleikhússins verð- ur leikgerð á Úlfhamssögu en Leik- félagið Annað svið undir stjórn Maríu Ellingsen stendur að sýning- unni. Leikgerð Úlfhamssögu er byggð á íslensku fornaldarsögunni Úlfhamssögu sem til er í rímum frá 14. öld. María Ellingsen, Gréta María Bergsdóttir, dramatúrg, Andri Snær Magnason rithöfundur og Snorri Freyr Hilmarsson skrifuðu leikgerð- ina. María Ellingsen ásamt söngkon-unni Eivöru Pálsdóttur, leik- myndahönnuðinum Snorra Frey Hilmarssyni og tilraunadansaranum Rejo Kela frá Finnlandi hafa lagt grunninn að þessari sýningu und- anfarin tvö ár. Tíu leikarar fara með hlutverk í sýningunni. Það eru þau Ragnheiður Steindórsdóttir, Kristján Franklín, Álfrún Örnólfsdóttir, Lára Sveins- dóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jón Ingi Há- konarson, Ester Thalía Casey, Ásta Sighvats Ólafsdóttir og Sigurður Ey- berg. Aðrir listrænir stjórnendur sýn- ingarinnar eru Helga I. Stefánsdóttir búningahönnuður, Ásta Hafþórs- dóttir gervahönnuður og Björn B. Guðmundsson ljósahönnuður. „Úlfhamssaga er spennandi og ótrúlegt ævintýri með magnaðan og djúpan undirtón. Verkið fjallar um mannlega náttúru og innsæi og um grimma valdabaráttu og blóðug átök milli kynslóða. Hún fjallar einnig um ástina í sinni fegurstu mynd þar sem elskendurnir eru tákn andstæðna sem með samein- ingu mynda eina heild. Úlfhams- saga segir sögu sem skemmtir áhorfendum nú eins og hún hefur gert í gegnum aldir.“ Úlfhamssaga er sjötta leiksýn- ingin sem Annað svið setur upp en aðrar sýningar í uppfærslu Annars sviðs eru m.a. Svanurinn í Borg- arleikhúsinu (1996) og Salka, ást- arsaga í Hafnarfjarðarleikhúsinu (1999). María Ellingsen segist hafa upp-götvað þennan spennandi efnivið þegar hún las viðtal í Morg- unblaðinu við Aðalheiði Guð- mundssdóttur sem var að vinna með þetta í doktorsritgerð sinni. „Hún gerði þetta efni aðgengilegt og mér fannst þetta strax mjög spennandi. Þetta er ótrúlega sterk saga sem greip mig og mér fannst eiga strax erindi upp á leiksvið,“ segir María. Spurð um nýja leikhúsið sem hún og hennar fólk mun vígja með frumsýningu Úlfhamssögu segir María að þetta sé það sem beðið hef- ur verið eftir. „Að fá svona „svartan kassa“ með fullkominni aðstöðu til sýningahalds var það sem vantaði og það er Hafnarfjarðarbæ til mik- ils sóma að gera þetta. Þetta er staðfesting á því að í Hafnarfirði á að vera leikhús til frambúðar,“ seg- ir María Ellingsen. Í Loftkastalanum hafa nýir eig- endur tekið við stjórn og boða upp- gangstíma hússins eftir nokkra lægð undanfarin misseri. Það eru bjartsýnismennirnir Sigurður Kai- ser og Björn Helgason sem tekið hafa við húsinu af Halli Helgasyni og félögum. Sigurður segir að fyrsta verkefnið sé að taka til og þrífa hús- ið en það hefur greinilega ekki tekið mjög langan tíma því söngskemmt- unin Harlem Sophisticate var þar á fjölunum í gær og fyrrakvöld. Fyrsta frumsýningin haustsins í Loftkastalanum verður hins vegar fimmtudaginn 16. september, stund- víslega kl. 18, að sögn leikstjórans og höfundarins Gunnars Helgasonar sem ætlar þá að frumsýna nýtt barna- og unglingaleikrit, hetjusögu úr reykvískum samtíma. Þetta er eins konar hasargam-anleikrit, spennufarsi sem ger- ist á dálítið sérstöku heimili í Vest- urbænum og fjallar um venjulegan íslenskan dreng, Einar að nafni, sem lifir fremur tilbreytingarlitlu lífi. Hann er atvinnumaður í Playstation II tölvuleikjum og í þessari of- urvenjulegu sögu lendir hann í því að þurfa að berjast við verstu geim- veru vetrarbrautarinnar um yfirráð yfir jörðinni og öllum geiminum. Þetta er alvanalegt mál sem allir krakkar þekkja,“ segir Gunnar. Þegar hann er spurður nánar útí í þetta segir hann að fyrir börn í dag sé Spiderman jafn raunverulegur og amma þeirra og afi „enda er fátt jafn raunverulegt og náungi sem getur spunnið kóngulóarvef með hendinni.“ Það verða leikararnir Valur Freyr Gunnarsson, Jón Páll Eyjólfs- son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Þórunn Lárusdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir sem leika en Gunnar Helgason leikstýrir, Jón Ólafsson sér um tónlistina og Gunn- ar tekur sérstaklega fram að tónlist- in er sé samin undir sérstökum áhrifum frá Metallicu. Gunnar og fé- lagar fengu stærsta styrk ársins til sýningarinnar frá Leiklistarráði og Listasjóði, alls 5,5 milljónir. „Þetta dugar fyrir helmingi kostnaðar og styrktaraðilar verða m.a. Húsa- smiðjan, Skífan og BT. Íslandsbanki er að hugsa málið,“ segir Gunnar alls óbanginn. Annað barnaleikrit er í undirbún-ingi og verður frumsýnt um svipað leyti, miðjan september. Þar er á ferðinni verk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, í leikstjórn Guð- mundar Jónasar Haraldssonar. Að sýningunni kemur síðan fjölbreyttur og spennandi hópur ólíkra lista- og fræðimanna sem eru Áki Ásgeirsson tónskáld, Olga Holowina grafíklista- kona, Ólafur Pétur Georgsson ljósa- maður, Sigurþór Albert Heimisson leikari, Brynhildur Sigurðardóttir heimspekingur, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson sálfræðingur, Jónas Jónasson kvikmyndagerðarmaður og Egill Sæbjörnsson myndlist- armaður. Að sögn Guðmundar leikstjóra fjallar sagan um ljón sem einn góðan veðurdag hættir að geta öskrað. „Í staðinn fyrir ljónsöskur kemur óp- erurödd og Ljónas þorir ekki að segja vinum sínum frá þessu og yf- irgefur heimahagana og heldur af stað út í heim. Eftir margvíslegar raunir snýr hann heim aftur og stendur frammi fyrir þeirri upp- götvun að lausnin er fólgin í við- horfsbreytingu hjá honum sjálfum.“ Hetjuljóð og heimsyfirráð ’Að fá svona „svartankassa“ með fullkominni aðstöðu til sýningahalds var það sem vantaði. ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.