Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 15
ÓL Í AÞENU 2004
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 15
GUÐMUNDUR Harðarson,
fyrrverandi sundkappi og
landsliðsþjálfari í sundi, sagði
að Jakob Jóhann Sveinsson
hafi gert þau mistök að vera of
hægur í byrjun 100 m sunds-
ins. „Hann byrjaði eins og
hann væri að fara að keppa í
200 m bringusundi, en náði
síðan góðri ferð. Það var þá
orðið of seint. Það munaði
ekki nema sjö sætum að hann
kæmist áfram.“
STEFÁN Arnaldsson og
Gunnar Viðarsson, milliríkja-
dómarar í handknattleik, sem
dæma bæði keppni karla og
kvenna í Aþenu, dæmdu leik
Frakklands og Brasilíu í
karlaflokki í gærkvöldi. Dóm-
arar eru númeraðir í fyrsta
skipti á móti og fékk Stefán
nr. 13 og Gunnar 14. Ástæðan
fyrir því að dómarar eru núm-
eraðir, er að það er þjónusta
við áhorfendur, sem vilja vita
hverjir og hvaðan dómararnir
eru.
Kjartan Steinback var eft-
irlitsmaður á leik Spánverja
og Suður-Kóreumanna, sem
leika í sama riðli og Ísland.
Spánverjar unnu í miklum
markaleik, 31:30.
Íslenska landsliðið mætir
Spáni á morgun.
Stefán
númer 13
„Var of
hægur“
Þegar keppnin hófst í gærmorgunvar Jakob Jóhann með 33.
besta tímann af þeim 60 keppendum
sem mættu til leiks.
Hann hækkaði sig
því um tíu sæti mið-
að við það og hafði
mikla yfirburði í sín-
um riðli, kom í mark
rúmri sekúndu á undan næsta
manni.
En hann var langt frá því að vera
ánægður með útkomuna og hristi
bara höfuðið þegar Morgunblaðið
óskaði honum til hamingju með met-
ið að sundinu loknu.
„Ég hefði nú viljað vera fljótari en
þetta og ég ætlaði mér að ná að
synda á 1:02,00 og komast í undan-
úrslitin. Miðað við 25 metra braut-
ina, þar sem ég er mjög lélegur, þá á
ég að ná að minnsta kosti 1:02,50, svo
ég er alls ekki sáttur. Sætið er svo
sem sæmilegt en ég vildi meira.“
Hefði Jakob náð markmiði sínu
hefði hann flogið inn í undanúrslitin
og náð 14. sætinu en þrettán fyrstu
syntu á undir 1:02,00 og sextándi og
síðasti maður í undanúrslit varð
Dmitry Komornikov frá Rússlandi á
1:02,09.
Jakob Jóhann taldi sig hafa náð
betri tíma þegar hann kom í mark.
„Ég var svo langt á undan hinum í
riðlinum að ég hélt að ég væri mun
hraðari og hugsaði með mér þegar
ég kom í markið að þetta væri mjög
gott, en ég gerði mér ekki alveg
grein fyrir tímanum.“
Væri hundfúll ef ég ætti
ekki 200 metrana eftir
Fyrir leikana sagði Jakob að hann
legði aðaláherslu á 200 metra
bringusundið en þar keppir hann á
þriðjudag. Það væri góð upphitun að
fara í 100 metrana. „Já, það má segja
að nú sé ég orðinn heitur en það er
alveg á hreinu að ef ég hefði ekki átt
að synda aftur hefði ég verið hund-
fúll á þessari stundu. Í 200 metrun-
um fæ ég annað tækifæri til að gera
betur og það ætla ég að nýta mér.
Það eru þrír dagar til stefnu og ég
mun búa mig eins vel undir keppnina
á þriðjudag og mögulegt er,“ sagði
Jakob Jóhann Sveinsson.
Kosuke Kitajima frá Japan náði
besta tímanum í undanrásunum í 100
metra bringusundinu, synti á 1:00,03
mínútum sem er Ólympíumet, en
næstir á eftir honum komu Banda-
ríkjamennirnir Brendan Hansen og
Mark Gangloff.
Jakob Jóhann Sveinsson óánægður þrátt fyrir Íslandsmet á Ólympíuleikunum
Ég ætlaði
mér í und-
anúrslitin
FYRSTA Íslandsmetið féll á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærmorgun
þegar Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 metra bringusund á
1:02,97 sekúndum. Hann bætti eigið met um 14/100 úr sekúndu,
vann sinn riðil, fjórða styrkleikariðil af átta, af miklu öryggi og hafn-
aði samanlagt í 23. sæti af 60 keppendum í greininni. Fyrra metið,
1:03,11 mínútur, setti Jakob Jóhann í Barcelona fyrir rúmu ári.
Morgunblaðið/Golli
Jakob Jóhann Sveinsson á ferðinni í 100 m bringusundinu.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
frá Aþenu