Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mánafoss skríður létt útKollafjörðinn, þarsem við mætum Við-eyjarferjunni ámiðju sundi. Siglt er
norðan Engeyjar, en síðan er stefnan
sett þvert á Faxaflóann. Skipstjórinn
stendur í brúnni og stillir leiðina af í
siglingatækjum og segir fyrir um
hver hraðinn skuli vera. Tekur þar
meðal annars mið af vindstigum, enda
þó svo Veðurstofan sé löngu hætt að
nota þann kvarða í veðurlýsingum og
-spám sínum.
„Við erum vanir vindstigunum og
höldum okkur við þau. Notum jafn-
framt gömlu veðurheitin; gola, kaldi,
stinningskaldi, hvass, allhvass og svo
framvegis. Þetta eru orð sem okkur
sjómönnum eru töm,“ segir skipstjór-
inn Ívar Gunnlaugsson.
Áður fyrr voru strandflutningar
snar þáttur í samgöngumynstri
landsins og allmörg skip sigldu ein-
vörðungu á ströndina. Í dag er þetta
talsvert breytt og nú gerir Eimskip
aðeins út eitt strandflutningaskip,
það er m/s Mánafoss.
Í vetur hófust siglingar á vegum
Sæskipa ehf., sem gera út 2.000 tonna
flutningaskip, Jaxlinn, sem siglir á
Vestfjarðarhafnir. Flutningar eru að
miklu leyti komnir á bíla, þó svo
strandflutningarnir séu engu að síður
þýðingarmiklir fyrir starfsemi Eim-
skips og þar með fólk og fyrirtæki úti
á landi.
En tímarnir breytast og mennirnir
með. Frá því blaðamaður fór í þá sigl-
ingu, sem hér segir frá, hefur Eim-
skip ákveðið að leggja strandflutn-
inga sína niður frá og með 1.
desember næstkomandi. Frásögn
þessi hefur því í raun breyst í sagn-
fræðilega heimild um þátt í sam-
göngusögu landsins.
Eina skipið á sjó
Á hverju föstudagskvöldi leggur
Mánafoss upp í hringferð með við-
komu í tíu höfnum í öllum landshlut-
um. Á þessa staði er meðal annars
fluttur ýmis neysluvarningur og dag-
vörur sem þarf, en það sem fermt er
um borð í skipið og flutt í aðrar hafnir
ræðst mjög af atvinnulífi og fram-
leiðsluháttum í hverri byggð. Mána-
foss er 5.500 tonna skip sem tekur um
4.500–5.000 tonna farm eða 518 tutt-
ugu feta gáma, svo notaðar séu þær
mælieiningar sem helst tíðkast í
flutningastarfsemi. Skipið er smíðað í
Kína og kom hingað til lands 1999.
Það hefur af Eimskip nær einvörð-
ungu verið notað til strandsiglinga –
rammíslenskrar útgerðar – enda þó
svo skipið sé skráð í Afríkuríkinu Líb-
eríu. Heimahöfnin er Monrovía.
Í fyrsta hluta hringferðarinnar eru
125 gámar um borð. Frá Reykjavík
vestur á Patreksfjörð, sem er fyrsti
áfangastaðurinn, er um það bil tíu
stunda sigling, en skipið gengur að
jafnaði fjórtán til fimmtán sjómílur. Á
leiðinni vestur mætum við ekki nema
einu skipi, fiskibát á miðjum Faxa-
flóa, sem er á leið í land. Þegar líður á
ferðina er Mánafoss, samkvæmt upp-
lýsingum Tilkynningaskyldunnar,
raunar eina skipið sem er á sjó við
landið.
Svartfuglsegg og sigruð freisting
Að bryggju á Vatneyri – það er
Patreksfirði – komum við um klukkan
átta á laugardagsmorgni og þá þegar
eru karlar með hjálma og í merktum
vinnusamfestingum komnir á kajann.
Þetta eru röskir menn sem færa til
hvern gáminn á eftir öðrum sem síðan
er hífður með skipskrananum um
borð. Vaskir hásetar undir öruggri
leiðsögn bátsmannsins ganga fum-
laust til starfa og eru ekki lengi að
hífa gáma til og frá borði. Aukavarn-
ingurinn er hinsvegar handlangaður
um borð í fjórum stórum frauðplast-
kössum; en í honum er ótölulegt
magn svartfuglseggja sem kappsamir
Patreksfirðingar hafa tínt í einhverju
fuglabjarginu þar í grenndinni. Eggin
eiga að fara í verslun á Ísafirði og því
er strandflutningaskipið notað til
eggjaflutninganna.
Hásetarnir standast ekki mátið
Einn þeirra fer í buxnavasann og
nær í sjálfskeiðunginn. Þarfaþingið
góða. Sker á límbandið sem festir
kassalokið aftur. Eggin eru falleg og
ekki síður girnileg. Þau eru nokkuð
sem alltaf minnir fólk á hver árstíðin
sé; svartfuglsegg að vori til er nokkuð
sem mörgum þykir ekki mega vanta.
Hásetarnir láta sér hinsvegar nægja
að skoða eggin; sigra freistinguna.
Áfram er svo haldið og þegar kem-
ur fram á sunnudag er skipstjórinn
kominn í hvíta skyrtu og hefur sett
upp bindi. Þetta er hátíð í hans huga.
Hann er hinsvegar ekki í borðagylltu
úniformi einsog við þekkjum af göml-
um myndum af áhöfnum Eimskipa-
félagsins. Ívar skipstjóri er í flíspeysu
og þykir mörgum sjálfsagt að klæða-
burðurinn sé ekki jafnflottur nú og
var fyrr á tíð.
Einsog tíðkast í flutningum í dag er
varningurinn nær allur í gámum. Það
sem flutt er frá Patreksfirði er að
mestu leyti botnfiskur. Sama gildir
um Ísafjörð. Á Sauðárkróki er stein-
ull í gámunum, rækja á Siglufirði,
plastvörur á Dalvík, botnfiskur á Ak-
ureyri, kísill á Húsavík og svona má
áfram telja. Alls eru viðkomustaðirnir
tíu – það er auk þeirra sem nefndir
eru hér að framan: Neskaupstaður,
Eskifjörður og Vestmannaeyjar.
„Þegar ég var hjá Ríkisskipum í
gamla daga skiptu áfangastaðirnir
tugum og ekki síst þurftum við að
hafa viðkomu víða á vorin þegar verið
var að flytja áburðinn,“ segir skip-
stjórinn Ívar Gunnlaugsson, sem hef-
ur verið til sjós í 37 ár.
Hann bætir því við að ekki séu
mörg ár liðin síðan Eimskip hafði í
strandsiglingum sínum viðkomu á
stöðum einsog Raufarhöfn, Seyðis-
firði og Höfn í Hornafirði. Nú sé það
aflagt. Betri vegir og bílar hafi breytt
veruleikanum. „Ég er hinsvegar á
þeirri skoðun að þessi samgöngumáti
sé þjóðhagslega hagkvæmur. Trúi því
að hann sé hreint ekki á undanhaldi
og vil sjá veg hans sem mestan,“ segir
Ívar.
Yfirstýrimaðurinn Pétur D. Vil-
bergsson minnist einnig margra við-
komustaða á landsins annesjum þeg-
ar hann sigldi á strandferðaskipunum
í gamla daga. Nefnir Norðurfjörð á
Ströndum, Grímsey og Bakkafjörð
„…og raunar var þetta nánast hver
einasti staður þar sem var bryggju-
stúfur,“ einsog hann kemst að orði.
Á breska vísu
Tólf karlar eru í áhöfn Mánafoss.
Þrír í brú og jafnmargir í vél, fimm á
dekki og loks kokkurinn. Sá er Einar
Sigurðsson, ljúflyndur maður sem
hefur staðið við eldavél og matartil-
búning á skipum Eimskips síðan um
1960.
Hann segist kunna starfinu vel, en
fylgi matseðli sem er alltaf býsna
svipaður og almennt á öllum skipum
félagsins. Fiskur í hádeginu og kjöt-
meti á kvöldin. Morgunmatur klukk-
an átta – og á sunnudögum og mið-
vikudögum er beikon og egg að hætti
Breta. Kaffi og meðlæti klukkan þrjú.
Þessum hefðum er illmögulegt að
breyta; strákarnir í áhöfninni segja að
kokkarnir á flotanum hafi nánast ver-
ið gerðir afturreka þegar þeir fóru á
sínum tíma að bjóða pastarétti og
annað slíkt, auðmelt og ódýrt.
Siglt samkvæmt sólargangi
Í strandsiglingu blaðamanns með
Mánafossi á dögunum vorum við sem
fyrr á Patreksfirði snemma á laug-
ardagsmorgni, á Ísafirði í eftirmið-
daginn sama dag – og þaðan var svo
um tíu stunda sigling á Sauðárkrók
þangað sem var komið síðla aðfara-
nótt sunnudags. Í framhaldinu voru
viðkomustaðirnir á Tröllaskaga
þræddir og inn til Akureyrar var
komið undir kvöld þess dags. Þar
skildi leiðir og blaðamaður fór í land.
Áhöfnin á Mánafossi hélt hinsvegar
áfram hringferð sinni og þræddi
helstu hafnir. Sigldi sólargangi sam-
kvæmt í kringum landið – þó ef til vill
sé goðgá að tala um sólarhæð og birtu
á þessum tíma árs þegar munur dags
og nætur er næsta lítill sem aftur ger-
ir það að ævintýri að þræða helstu
hafnir og sigla meðfram Íslands
annesjum og ögrum.
Stefnt á ströndina
Senn heyra strandflutn-
ingar sögunni til. Bílar og
betri vegir hafa valdið því
að einungis eitt strandflutn-
ingaskip siglir á tíu hafnir í
stað margra áður, sem lögðu
að nánast hverjum bryggju-
stúf hringinn í kringum
landið. Sigurður Bogi
Sævarsson sigldi hálfhring
með m/s Mánafossi.
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Mánafoss í höfn. Skipið er 5.500 tonn eða 518 tuttugu feta gáma svo notaðar séu kunnuglegar mælieiningar.
Karlarnir í brúnni á Mánafossi. Frá vinstri Jón Gunnlaugsson stýrimaður, Ívar
Gunnlaugsson skipstjóri og Pétur D. Vilbergsson yfirstýrimaður.
Flutningaskip Eimskips kemur til Patreksfjarðar vikulega, en flutningar til og
frá staðnum eru engu að síður að talsverðu leyti með flutningabílum.
Eggin freista. Jón Brynjólfsson báts-
maður og Jóhann Ásgeirsson háseti.
Höfundur er blaðamaður.
’Á Sauðárkróki ersteinull í gámunum,
rækja á Siglufirði,
plastvörur á Dalvík,
botnfiskur á Ak-
ureyri, kísill á Húsa-
vík og svona má
áfram telja.‘