Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 13 ÚTSÖLULOK 50-70% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755 Námskeiðin sem slegið hafa í gegn halda áfram. Námskeiðin fela í sér leiðbeiningar um mataræði og líkamsbeitingu, líkamsrækt, fundi, vigtun og mælingar. Einnig veita sérfræðingar í förðun, tísku og hári ráðleggingar. Tvenns konar TT-námskeið eru í boði: TT-1 ef þú ætlar að standa í stórræðum TT-2 ef þú ert vel á veg komin og vilt aðhald Vertu velkomin! Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfsími 581 3732 DANSRÆKT jsb F rá T o p p i ti l T á a r E F L IR / H N O T S K Ó G U R J S B 7 0 3 -0 4 námskei› Viltu ná glæsilegum árangri? Ný TT-Námskeið hefjast 29. ágúst 2004 w w w .j s b .i s Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem alger trúnaður ríkir. Innritun er hafin. Vinsamlega staðfestu fyrir 24. ágúst. HARALDUR L. Haraldsson, sveitar- stjóri Dalabyggðar, segir að í haust verði 20–25 þúsund lömbum slátrað í Búðardal. Hann segir að fréttatil- kynning um það hafi verið send í öll hús í Búðardal í síðustu viku. Erfiðleikar hafa verið í rekstri af- urðastöðva undanfarin ár vegna mik- illar samkeppni á kjötmarkaði. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verði mun betra núna,“ segir Haraldur og kveðst vera nokkuð bjartsýnn um stöðu mála. „Maður hefur það á til- finningunni að verðin séu að fara upp og það gengur eitthvað á birgðir. Við erum búnir að selja allt okkar kjöt frá því í fyrra.“ Engin slátrun var síðasta haust í Búðardal og á Hvammstanga á veg- um Ferskra afurða en fyrirtækið hafði séð um slátrun þar í nokkur ár. Óvissa var því um framhald slátrunar og kjötvinnslu í Dölunum, eftir að Ferskar afurðir lögðu upp laupana á síðasta ári. Ákveðið var síðasta haust að stofna til nýs félags, Dalalambs ehf., sem hefur tekið að sér slátrun eftir brotthvarf Ferskra afurða. Hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga fengust þær upplýsingar að eng- ar tölur lægju fyrir varðandi slátrun á Hvammstanga eins og staðan væri í dag. Reiknað yrði með að slátrun yrði svipuð og í fyrra eða tæp 70 þúsund en ekkert hefði verið ákveðið enn. Slátrað verður í haust í Búðardal DRÖG að nýrri reglugerð um akstur- og hvíldartíma ökumanna hafa verið sett á vef samgönguráðuneytisins þar sem áhugasamir geta lesið þau. Urður Gunnarsdóttir, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, segir að breytingarnar séu einkum tækni- legs eðlis og varði helst skoðun og eft- irlit með nýjum rafrænum ökuritum. Með því að setja drögin á Netið vilji ráðuneytið stuðla að opinni stjórn- sýslu. Reglugerðin byggist á reglum Evr- ópusambandsins en Urður segir að sambandið vinni nú að endurskoðun þeirra. Þegar henni lýkur verði Ís- lendingar að taka löggjöfina upp. Vefur ráðuneytisins er: www.sam- gonguraduneyti.is. Athugasemdir við reglugerðardrögin er hægt að senda með tölvupósti: postur@sam.stjr.is. Hvíldartími ökumanna Drög að reglu- gerð á Netinu ÞRÍR bílar skemmdust í aftan- ákeyrslu við hringtorgið við Hvera- gerði á föstudagskvöld. Bílarnir voru á austurleið. Einn farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi en meiðsl hans voru þó talin smávægileg. Skemmd- irnar á bílunum voru nokkrar en ekki þurfti þó að kalla til dráttarbíl. Þriggja bíla árekstur við Hveragerði ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.