Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 13
ÚTSÖLULOK
50-70% afsláttur
v/Laugalæk • sími 553 3755
Námskeiðin sem slegið hafa í gegn halda áfram.
Námskeiðin fela í sér leiðbeiningar um
mataræði og líkamsbeitingu, líkamsrækt,
fundi, vigtun og mælingar.
Einnig veita sérfræðingar í förðun, tísku og
hári ráðleggingar.
Tvenns konar TT-námskeið eru í boði:
TT-1 ef þú ætlar að standa í stórræðum
TT-2 ef þú ert vel á veg komin og vilt aðhald
Vertu velkomin!
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfsími 581 3732
DANSRÆKT jsb
F
rá
T
o
p
p
i
ti
l
T
á
a
r
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
J
S
B
7
0
3
-0
4
námskei›
Viltu ná
glæsilegum
árangri?
Ný TT-Námskeið
hefjast 29. ágúst 2004
w
w
w
.j
s
b
.i
s
Við veitum persónulega þjónustu í notalegu
umhverfi þar sem alger trúnaður ríkir.
Innritun er hafin.
Vinsamlega staðfestu fyrir 24. ágúst.
HARALDUR L. Haraldsson, sveitar-
stjóri Dalabyggðar, segir að í haust
verði 20–25 þúsund lömbum slátrað í
Búðardal. Hann segir að fréttatil-
kynning um það hafi verið send í öll
hús í Búðardal í síðustu viku.
Erfiðleikar hafa verið í rekstri af-
urðastöðva undanfarin ár vegna mik-
illar samkeppni á kjötmarkaði. „Við
gerum ráð fyrir því að þetta verði
mun betra núna,“ segir Haraldur og
kveðst vera nokkuð bjartsýnn um
stöðu mála. „Maður hefur það á til-
finningunni að verðin séu að fara upp
og það gengur eitthvað á birgðir. Við
erum búnir að selja allt okkar kjöt frá
því í fyrra.“
Engin slátrun var síðasta haust í
Búðardal og á Hvammstanga á veg-
um Ferskra afurða en fyrirtækið
hafði séð um slátrun þar í nokkur ár.
Óvissa var því um framhald slátrunar
og kjötvinnslu í Dölunum, eftir að
Ferskar afurðir lögðu upp laupana á
síðasta ári. Ákveðið var síðasta haust
að stofna til nýs félags, Dalalambs
ehf., sem hefur tekið að sér slátrun
eftir brotthvarf Ferskra afurða.
Hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn-
inga fengust þær upplýsingar að eng-
ar tölur lægju fyrir varðandi slátrun á
Hvammstanga eins og staðan væri í
dag. Reiknað yrði með að slátrun yrði
svipuð og í fyrra eða tæp 70 þúsund
en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Slátrað verður
í haust
í Búðardal
DRÖG að nýrri reglugerð um akstur-
og hvíldartíma ökumanna hafa verið
sett á vef samgönguráðuneytisins þar
sem áhugasamir geta lesið þau.
Urður Gunnarsdóttir, skrifstofu-
stjóri í samgönguráðuneytinu, segir
að breytingarnar séu einkum tækni-
legs eðlis og varði helst skoðun og eft-
irlit með nýjum rafrænum ökuritum.
Með því að setja drögin á Netið vilji
ráðuneytið stuðla að opinni stjórn-
sýslu.
Reglugerðin byggist á reglum Evr-
ópusambandsins en Urður segir að
sambandið vinni nú að endurskoðun
þeirra. Þegar henni lýkur verði Ís-
lendingar að taka löggjöfina upp.
Vefur ráðuneytisins er: www.sam-
gonguraduneyti.is. Athugasemdir við
reglugerðardrögin er hægt að senda
með tölvupósti: postur@sam.stjr.is.
Hvíldartími ökumanna
Drög að reglu-
gerð á Netinu
ÞRÍR bílar skemmdust í aftan-
ákeyrslu við hringtorgið við Hvera-
gerði á föstudagskvöld. Bílarnir voru
á austurleið. Einn farþegi var fluttur
á slysadeild í Fossvogi en meiðsl hans
voru þó talin smávægileg. Skemmd-
irnar á bílunum voru nokkrar en ekki
þurfti þó að kalla til dráttarbíl.
Þriggja bíla
árekstur við
Hveragerði
♦♦♦
♦♦♦