Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 37 ✝ Bergljót Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 18. mars 1918. Hún lést á Landspítalanum 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson verkstjóri, f. á Fossi á Skaga 4. september 1890, d. 30. ágúst 1965 og Sigríður Jó- hannesdóttir hús- freyja, f. í Reykjavík 19. september 1891, d. 21. febrúar 1956. Systkini Bergljótar eru Bryndís, f. 1916, d. 1984, Guðbjörg, f. 1922, d. 1980, Erla, f. 1923, Aðalheiður, f. 1925, Bertha, f. 1931 og Jóhannes, f. 1933. Bergljót átti eina uppeld- issystur, Jóhönnu Gunnarsdóttur, f. 1922, d. 1993. Bergljót giftist 22. maí 1947 Bjarna Vali Sveinbjörnssyni brunaverði, f. 1915, d. 1989 og þau eign- uðust tvo syni, Ragn- ar Valsson, f. 1944, kvæntur Heiði Sveinsdóttur, f. 1946 og þau eiga tvö börn, Svein og Berglindi og Ólaf Valsson, f. 1951, kvæntur Auði Ingibjörgu Haralds- dóttur, f. 1961. Börn Ólafs eru Sara Björg, Ólafur Val- ur og Hanna Dóra. Fyrir átti Val- ur soninn Sigurð Valgarð Bjarna- son, f. 1943. Útför Bergljótar fór fram 19. júlí í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þau mistök urðu við birtingu minningargreinar um Bergljótu að nöfn barna, tengdabarna og barnabarna hennar skoluðust til í formála minningargreina. Við birtum formálann því aftur og biðjumst velvirðingar á mistökunum. BERGLJÓT SIGURÐARDÓTTIR Með þessum línum langar mig að skrifa kveðjuorð um tengda- móður mína sem lést 24. júlí eftir langa sjúkdómslegu á dval- ar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Þegar ég kynntist Friðriku var hún að öllu jöfnu kölluð Fríða. Ég var aðeins 17 ára unglingur þegar ég sá Fríðu í fyrsta sinn, en fljót- lega þar á eftir gerðist ég tíður gestur á Sogaveginum þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum Leifi Sigurðssyni og þremur sonum. Ástæðan var elsti sonur hennar Guðmundur Ingi, sem þá var skóla- bróðir minn og vinur, en varð skömmu síðar kærasti og eiginmað- ur. Ég er afar þakklát fyrir hvað ég fékk þá og alla tíð síðan hlýjar mót- tökur hjá þeim Fríðu og Leifi og fjölskyldunni allri. Fríða var frekar dul kona og hafði ekki hátt um skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum, en fas hennar var hlýtt og nálægð hennar notaleg. Hún var einstaklega næm á fólk og aðstæður og umburðarlyndi einkenndi afstöðu hennar til náungans. Nú þegar litið er yfir farinn veg hrannast ljúfar minningar upp. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við Guðmundur Ingi eignuð- umst okkar fyrsta barn sem þá var fyrsta barnabarn Fríðu. Sjálf átti FRIÐRIKA ELÍASDÓTTIR ✝ Friðrika Elías-dóttir fæddist í Bolungarvík 25. febrúar 1913. Hún lést í Reykjavík 24. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 5. ágúst. hún þrjá syni sem hún var mjög stolt af, en þegar yndisleg stúlka leit dagsins ljós gat Fríða ekki leynt gleði sinni. Hún kom daginn eftir með bleikt blúnduefni sem hún hafði valið og sagði að hana langaði til að sauma úr því utan um vögguna. Ekki grunaði okkur þá að þessi fal- lega bleika vöggu- blúnda ætti eftir að prýða vögguna mörg- um sinnum, því að okkur Guðmundi Inga fæddust fjór- ar dætur og seinna fimm dætradæt- ur sem allar sváfu í sömu vöggunni. Einstaklega gott var að leita til Fríðu með dætur okkar. Hún tók á móti þeim í bæði lengri og skemmri tíma og hafði unun af að gæta þeirra hvenær sem til hennar var leitað. Árið 1978 fluttum við hjónin norður í land og áður en við vissum af urðu árin á Norðurlandi átján. Á öllum þessum árum eru óteljandi ferðirnar suður með allar dæturnar og þá skiptumst við hjónin á að dvelja á heimilum foreldra okkar. Alltaf tók Fríða á móti okkur með mikilli hlýju og rausn. Hennar stolt var að eiga ævinlega nóg til af mat handa gestum sem bar að garði og lagði hún sig alla fram um að bera fram góðar og rausnarlegar veit- ingar. Enginn skyldi fara svangur frá hennar borði. Gestrisni hennar var mikil og stóð heimili þeirra Leifs ævinlega opið fyrir alla sem bar að garði, hvort sem um var að ræða næturgesti að norðan eða börn og barnabörn. Gott er að minnast margra stunda í blómaskálanum hennar sem henni leið svo vel í. Þar var gott að koma óvænt í kaffi og sitja í rólegheitum og spjalla. Fríða hafði frá mörgu að segja sem gaman var að hlusta á. Hún átti erfið uppvaxt- arár og þurfti að vinna mikið sem barn og unglingur. Við sem ólumst upp við allsnægtir höfðum gott af að heyra hvernig kjör hennar voru með allt öðru móti og hvernig hörð lífsbarátta hafði mótað hana og þroskað. Fríða átti einlæga trú og bænir hennar hafa fylgt okkur börnum hennar og barnabörnum. Síðustu árin átti Fríða við vanheilsu að stríða og þurfti á mikilli umönn- un að halda. Hafði hún misst sjón og svo að segja allan líkamlegan mátt. Á þessu erfiða skeiði naut hún einstakrar umönnunar eiginmanns síns og Dúnnu systur sinnar. Þau skiptust á í rúm fimm ár að heim- sækja hana á hverjum degi þar sem hún dvaldi og hafa þannig gefið okkur börnum og barnabörnum fyr- irmynd sem erfitt verður að líkja eftir. Á þessum erfiðu sjúkdóms- árum kvartaði Fríða aldrei þótt hún hefði missti allan þrótt. Hún hafði yndi af að hlusta á alþýðusöng og kunni ógrynnin öll af textum þótt hún hefði misst að miklu leyti tján- ingargetu sína. Hún var þakklát fyrir þær heimsóknir sem hún fékk, en fannst mesti óþarfi að láta okkur hafa nokkuð fyrir sér. Nú hefur Fríða fengið hvíldina og þrátt fyrir söknuð og trega eigum við sem eftir lifum fjársjóð í þeim minningum sem henni tengjast. Kærar þakkir flyt ég og fjölskylda mín til starfs- fólks á deild V 3 A sem annaðist Fríðu af stakri natni og alúð og sá til þess að stolt kona fengi alla þá umönnun og virðingu sem hún átti skilið þegar heilsa og kraftar voru á þrotum. Gengin er hógvær kona, heil- steypt með djúpar og einlægar til- finningar sem dýrmætt var að eiga að. Guði sé þökk fyrir Friðriku Elías- dóttur. Elín Einarsdóttir. Fríða amma var eins og ömmur gerast bestar. Hún virtist alltaf hafa tíma fyrir okkur börnin og sýndi öllu sem við gerðum ótak- markaðan áhuga og virðingu. Marg- ar minningar um Fríðu ömmu tengjast eldhúsinu á Sogaveginum, borðkróknum og litla herberginu innan við eldhúsið. Þar áttum við barnabörnin athvarf og þar tók amma þátt í leikjum okkar. En amma lagði okkur líka lífsreglurnar og var snjöll að nota hversdagslegar uppákomur í þeim tilgangi. Fríða amma hafði einstakt lag á að gera dagleg störf að leik eða að flétta þau inn í leik okkar. Búð- arleikurinn er dæmi um þetta. Þá var sett upp búð í litla herberginu og amma kom og verslaði með inn- kaupanet og alvöru peninga á milli þess sem hún fór til þvotta eða setti upp kartöflur. Amma var líka boðin og búin að aðstoða við útfærslur á leikjum okkar hvort sem um var að ræða gardínur í brúðarslör eða pottlok fyrir bílstýri. Þegar ég varð eldri sagði amma mér sögur frá sinni æsku. Um stúlku sem ólst upp á erfiðum tímum. Hún missti pabba sinn ung og saknaði þess að eiga ekki pabba sem leiddi hana eins og aðrar stúlkur áttu. Hún mátti vinna fyrir sér þó barn væri og var send í erfiða vist án móður sinnar og yngri systur. Aðskilnaðurinn við þær var skelfilegur og hún glímdi við óttann um að missa þær. Litla stúlkan í sögunum naut ekki áhyggjulausrar æsku eins og ég. En ég stend í þakkarskuld við hana, því síðar á ævinni lagði hún mikið af mörkum til þess að gera æsku mína ham- ingjuríka. Þegar ég átti von á mínu fyrsta barni og fyrsta langömmubarni Fríðu ömmu sendi hún afa upp á háaloft eftir dálitlum böggli. Við eldhúsborðið voru tekin upp heima- saumuðu barnafötin sem amma hafði bróderað í þegar hún gekk með pabba minn og höfðu einnig klætt bræður hans. Hún hafði hald- ið upp á þau í öll þessi ár. Þetta var ólýsanleg stund þar sem við hand- fjötluðum litlu fötin og amma deildi með mér minningum sínum. Ég fann til ábyrgðar þegar hún treysti mér fyrir þessum fötum og ég gæti þeirra sem gersema eins og minn- inganna um Fríðu ömmu. Helga Rut Guðmundsdóttir. Fríða amma var að kveðja. Hún er komin í hendur Guðs þar sem henni líður vel. Þegar hún kvaddi rifjuðust upp margar góðar minningar sem við munum ávallt geyma í hjörtum okk- ar. Sérstaklega eru minnisstæð öll þau skipti sem við gistum á Sovó (Sogaveginum) þegar við fjölskyld- an komum í bæjarferð frá Blöndu- ósi. Alltaf var jafn gott að koma inn á hlýja og notalega heimilið á Soga- veginum eftir löngu bílferðirnar. Þegar Fríða amma passaði okkur gaf hún sér alltaf tíma til að leika við okkur. Hún var aldrei of full- orðin til þess og fann upp á ýmsu sniðugu. Skólaleikurinn var sérstak- lega vinsæll en þar var hún nem- andinn en við fengum að vera kenn- arinn þar sem við létum hana lesa upphátt og leysa ýmis verkefni. Þegar við vorum litlar héldum við stundum smá flautukonsert fyrir ömmu og kunni hún alltaf vel að meta það og fagnaði okkur vel, sama hvernig til hafði tekist. Þó amma væri orðin máttfarin var hún ekki mikið að kvarta og það var allt- af stutt í smágrín hjá henni, suma brandarana gátum við sagt aftur og aftur án þess að hún fengi nokkurn leiða á þeim. Fríða amma var þeim kosti gædd að hún lét okkur alltaf finnast við vera að gera eitthvert gagn, það var næstum ekkert sem maður var of lítill til að gera. Við fengum til dæmis að prófa að setja rúllur í hár- ið á henni og skrifa niður heilan brandara áður en við lærðum al- mennilega að skrifa. Við sátum líka á rúmstokknum hjá henni og báðum með henni bænirnar, eins og hún var vön að gera við okkur fyrir svefninn. Hún leyfði okkur allavega að prófa og komast sjálfar að því hvort verkefnið var of erfitt ef okk- ur langaði að reyna það. Þannig sýndi hún trú sína á okkur. Við minnumst einnig góðra stunda í blómaskálanum þar sem hún og Leifur afi ræktuðu rósir og ýmsar plöntur. Um tíma voru þar líka tómatar, gúrkur og vínber sem við fengum stundum að tína upp í okkur. Amma naut þess svo vel að finna ilminn af ferskum rósunum á sumrin og við krakkarnir lékum okkur í ýmsum leikjum í hlýjunni. Þegar amma var komin á Grund og við heimsóttum hana var svolítið erfitt að sjá hana svona máttfarna og þreytta. Við héldum í höndina hennar, spjölluðum í rólegheitunum og sungum saman. Fríða var hlý og yndisleg amma sem við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga. Við finn- um frið í hjörtum okkar því við trú- um því að ömmu líði nú vel. Við viljum enda á lítilli bæn sem er ein af þeim mörgu bænum sem við báðum með Fríðu ömmu. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Anna Kristín og Laufey Fríða Guðmundsdætur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR (EBBA) Klapparstíg 1, Reykjavík, áður Kárastíg 15, Hofsósi, lést á hjartadeild Landspítala- háskólasjúkra- hús fimmtudaginn 12. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Geir Gunnarsson, Jóna Þórðardóttir, Kristján Arason, Gunnar Geir Gunnarsson, Þröstur Viðar Gunnarsson, Kristín Bergmann, Pálína Sif Gunnarsdóttir, Einar Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ingimar Þórðarson var ljúfur drengskap- armaður, þægilegur í samskiptum, með af- brigðum greiðvikinn og bjó yfir hnitmiðaðri gamansemi, sem naut sín best í góðra vina hópi. Hann var í flokki þess unga fólks sem flykktist á mölina upp úr seinna stríði. Til Keflavíkur kom hann ráð- inn til starfa í Keflavík hf. Þar kynntist hann konuefni sínu Elínrós Jónsdóttur. Þau giftust árið 1949 og eignuðust fjögur börn, en yngsta soninn, Guðjón, misstu þau eftir erf- ið veikindi árið 1978. Fljótlega fór Ingimar að stunda sjó með tengdaföður sínum Jóni Eyjólfssyni. Þá var og hét Mið- bryggjan, Stokkavörin, Gullkistan undir Stapa, Garðsjórinn og salt- fisksverkunin í skúrnum á Myllu- bakka. Á sumrin var svo farið til síldveiða fyrir Norðurlandi og á rek- net á haustin. Sumarið 1952 vann INGIMAR ÞÓRÐARSON ✝ Ingimar Þórðar-son fæddist á Ysta-Gili í Langadal í Húnavatnssýslu 14. september 1923. Hann lést á Dvalar- heimilinu Garðvangi 9. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 13. ágúst. Ingimar undir verk- stjórn Auðuns Karls- sonar við að koma stóra kerinu fyrir, framan við hafnargarð- inn í Vatnsnesvík. Lengst af var Ingi- mar þó bifreiðarstjóri á vegum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og jafnframt leigubíl- stjóri á Ökuleiðum. Farnaðist honum akst- urinn ákaflega vel og nutu sín þar einkar vel mannkostir hans. Ung- ur fór Ingimar á Hér- aðsskólann á Laugarvatni og mun hann þá hafa hafið að rita dagbók sem hann gerði nær óslitið um ára- raðir. Hann hafði fastmótaða og prýðisgóða rithönd. Ingimar kappkostaði að vinna sín verk af trúmennsku. Það var honum víðs fjarri að trana sér fram. Leiðin eftir Langadal í Húnavatnssýslu hefur mörgum reynst löng. Jafnvel nú á bílaöld getur hún ýmsum orðið harla strembin. Því kynntumst við faðir minn á heimleið frá Akureyri síðla hausts 1968. Þá brast á blindhríð í Skagafirði en bíl- stjórinn okkar, hann Ingimar, fór þetta sem ekkert væri, hélt sinni ró og sínu striki, þannig að undrum sætti þegar löngu vonum fyrr grillti í Blönduós framundan í kófinu. Hann var á heimaslóð. En nú hefur Ingimar Þórðarson verið kallaður í ferðina miklu. Þar trúi ég að honum fagni vinir í varpa. Elínrós systur minni og fjölskyldunni allri vottum við hjónin dýpstu samúð. Kristján A. Jónsson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku afi, þú varst alltaf svo hrif- inn af kveðskap og þetta ljóð segir svo mikið því margs er að minnast og svo margt til að segja. Veðrið var þér ávallt ofarlega í huga og blíðan í dag, afi, þú hefðir glaður í bragði skrifað lýsingarnar á veðrinu í dag. Ég bið góðan guð að styrkja hana ömmu og okkur öll hin í sorginni. Ég veit það, afi, að þér líður vel núna. Blessuð sé minning þín, litla rósin þín, Sigríður Rós Jónatansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.