Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ítalski fáninn er grænn, hvít-
ur og rauður en íþróttalands-
liðin leika jafnan í
bláum bún-
ingum.
Í öðru landinu búa 58 milljónirmanna, þar leika 20 lið í efstudeild knattspyrnu í atvinnu-mennsku sem veltir billjón-um, leikvangar taka allt að 85
þúsund áhorfendur og sjónvarps-
réttur er metinn til jafns við elsta
rauðvín. Landið er Ítalía. Í hinu
landinu búa 290 þúsund manns, tíu
lið leika í efstu deild knattspyrn-
unnar en leikmenn vinna flestir full-
an vinnudag á öðrum vettvangi,
nokkrir tugir þeirra leika í atvinnu-
mennsku erlendis. Enginn þó á Ítal-
íu. Stærsti leikvangurinn tekur 19
þúsund manns, ef við þjöppum okk-
ur vel; landið er Ísland.
Ítalir eru um þessar mundir í 9.
sæti á styrkleikalista FIFA – á
toppnum tróna sem fyrr Brasilíu-
menn – en Íslendingar sitja í 79.
sæti. Listinn verður næst uppfærð-
ur um mánaðamótin og fróðlegt
verður þá að sjá hverjir færast upp,
hverjir niður.
Nýráðinn þjálfari ítalska lands-
liðsins, Marcello Lippi, hefur gefið
út að heimsmeistaratitill í Þýska-
landi 2006 sé ótvírætt markmið liðs-
ins og að því verði róið öllum árum.
Vináttuleikurinn við Íslendinga
verði upphafið að þeirri siglingu.
Leikinn hyggst hann nota til þess
að skoða nýja leikmenn í bland og
eru því margir spenntir að heyra val
hans á landsliðshópnum, sem til-
kynna átti í gærkveldi. „Gegn Ís-
landi mun ég gera tilraunir með
samsetningu, meðal annars vegna
meiðsla og vegna þeirra leikmanna
sem verða fjarri sökum Ólympíu-
leikanna,“ sagði Lippi þegar hann
loks skrifaði formlega undir samn-
ing við Ítalska knattspyrnusam-
bandið fyrir tíu dögum. Hann hafði
hins vegar verið ráðinn til starfans
strax að loknu Evrópumóti von-
brigðanna í Portúgal í sumar, þar
sem Ítalir féllu úr leik eftir riðla-
keppnina undir stjórn Giovanni
Trapattoni. Í kjölfarið tók við lítill
fjölmiðlasirkus þar sem Lippi og hið
ítalska KSÍ greindi á um starfsum-
hverfi og starfsmannamál, og undir-
skrift dróst á langinn. „En nú lang-
ar okkur öll að hefja þetta nýja
ævintýri í réttum takti,“ sagði vara-
forseti Ítalska knattspyrnusam-
bandsins (FIGC) við undirskriftina.
Hvernig er veðrið?
Hinn væntanlegi leikur gegn Ís-
lendingum hefur hlotið vissa athygli
á Ítalíu, þar eð hann verður frum-
raun Lippis með landsliðið. Eftir-
væntingin nær þó engum söguleg-
um hæðum, fyrst og fremst vegna
segulmagns Ólympíuleikanna í
Aþenu, en ekki síður sökum þess að
um þessar mundir nær sumarleyf-
istími ítölsku þjóðarinnar hámarki
og margir að heiman. Í dag, 15.
ágúst, er raunar ferragosto, eins
konar verslunarmannahelgi Ítala,
sem er ávísun á tómlegar borgir en
troðnar strandir.
Hitinn á Ítalíu er víðast yfir 30
gráðum þessa dagana og íslenska
veðurspáin því eitt af því sem vekur
forvitni ítölsku leikmannanna og
fylgdarliðs. Þeim hefur verið tjáð að
svalt geti orðið – á þeirra mæli-
kvarða – í Íslandsheimsókn, og
verða vindjakkarnir því án vafa of-
arlega í ferðatöskunum. Ítalska lið-
ið kemur hingað til lands á þriðju-
dag, heldur blaðamannafund og
æfingu, leikurinn hefst svo á mið-
vikudag kl. 19:15 og flogið verður á
brott frá Íslandi þá sömu nótt. „Ég
hef komið til 96 landa í heiminum,
en Ísland er eitt þeirra landa sem
mig vantar. Synd að ég komist ekki
með,“ sagði yfirmaður alþjóðadeild-
ar FIGC, Sergio Di Cesare, á síma-
línunni fyrir stuttu, en hann er nú
staddur í Aþenu með ítalska ólymp-
íuliðinu.
Þrefaldir heimsmeistarar
Eftir væntingar og vonbrigði
Ítala á EM í sumar, hefur tíminn
verið notaður til þess að draga and-
ann fyrir komandi átök. Næst á
dagskrá er HM í Þýskalandi 2006
en Ítalir hefja undankeppnina 4.
september nk. með því að leika
gegn Noregi í Palermo á Sikiley.
Einn af lyklunum, sem Lippi
leggur til, er að hugsa landsliðið
eins og félagslið – og skiptir þá and-
rúmsloftið miklu máli – að þjóðin,
ítalski knattspyrnuheimurinn og
sjálfir leikmennirnir fylki sér sam-
an á ný. Eftir skipbrotið í Portúgal
verður að smíða sterkara fley.
Í riðli með Ítalíu í und-
ankeppni HM eru Noreg-
ur, Moldavía, Skot-
land, Slóvenía og
Hvíta-Rússland,
en sjálf úrslita-
keppni HM hefst í
Þýskalandi í júní
2006. Leikurinn
við Ísland er
því beinn
æfingaleik-
ur fyrir
undanriðla
HM.
Ítalir hafa
þrívegis orðið
heimsmeistarar, 1934, 1938 og
1982 og þótt sumum kunni að
þykja yfirlýsingar Lippis hvatvís-
legar, þ.e. ótímabærar, bíður hans
tvímælalaust staða þjóðhetju ef
gullinu verður landað 2006.
Svarthvítur draumur
Marcello Lippi hefur starfað við
þjálfun í 22 ár, þar af frá árinu 1989
í efstu deild ítalskra félagsliða, Ser-
ie A. Mestur ljómi er í kringum árin
með röndótta stórliðinu Juventus,
en með Lippi við stjórnvölinn varð
liðið fimm sinnum Ítalíumeistari
(1995, 1997, 1998, 2002 og 2003) og
sigurvegari í Meistaradeild Evrópu
1996, auk fjölda annarra titla. Sum-
ir hafa haft horn í síðu hans fyrir að
meta kappann Roberto Baggio ekki
að verðleikum, en þeir voru sam-
tímis hjá Juventus (þaðan sem
Lippi seldi hann) og síðar hjá Inter
(þar sem Baggio var oft á bekkn-
um). Ferilskrá hins 56 ára gamla
Lippis talar eftir sem áður sínu máli
og knattspyrnuáhugamenn eru
spenntir að sjá hvað honum tekst að
gera við landsliðið.
Hann er hins vegar ekki eini nýi
landsliðsþjálfarinn sem dregur að
athygli, t.a.m. hefur Jürgen Klins-
mann nýlega tekið við Þjóðverjum
og Marco Van Basten við Hollend-
ingum og spekingar eru þegar byrj-
aðir að spá hver þeirra muni standa
sig best.
Af Roberto Baggio er það hins
vegar að frétta að hann tók á tákn-
rænan hátt þátt í vin-
áttulandsleik Ítala
við Spánverja í
sumarbyrjun, eft-
ir að hafa ákveðið
að leggja skóna á
hilluna. Leikurinn
var stöðvaður sex
mínútum fyrir
leikslok til þess að
skipta Baggio út af
og gefa áhorfendum
tækifæri til þess að
kveðja hann með lófa-
taki, sem þeir svo sann-
arlega gerðu, en Baggio
hefur um árabil verið einn
dáðasti knattspyrnumaður
Ítala.
Totti misstígur sig
En hvaða stjörnur prýða ítalska
landsliðið um þessar mundir?
Fyrstan ber líklega að nefna fram-
herjann knáa Francesco Totti, hinn
þriðja markahæsta í Serie A á síð-
ustu leiktíð. Totti kom þó heldur illa
út úr Evrópukeppninni í Portúgal –
Menn mikilla sanda
Reuters
Ítalska landsliðið í knattspyrnu tekur sér stöðu
gegnt Íslendingum á miðvikudag í vináttuleik.
Ítalir eru í 9. sæti á styrkleikalista FIFA,
Íslendingar í 79. sæti. Samt getur allt gerst.
Sigurbjörg Þrastardóttir stiklar á upplýsingum
um hina bláklæddu, útiteknu, vel greiddu
og dáðu – þ.e. hina ítölsku.
Ítalska liðið eins og það var skipað í
lokaleik sínum á EM í sumar. Efri röð
f.v. Alessandro Nesta, Bernardo
Corradi, Christian Panucci, Gianluigi
Buffon, Stefano Fiore og Marco Mat-
erazzi. Neðri röð f.v. Andrea Pirlo,
Gianluca Zambrotta, Alessandro Del
Piero, Simone Perrotta og Antonio
Cassano. Hvernig mun nýi þjálfarinn,
Lippi, stilla upp fyrir leikinn á Laugar-
dalsvellinum?
Alessandro Del
Piero og Antonio
Cassano fagna
marki Ítala gegn
Svíum á EM í
sumar. Cassano
fæddist daginn
eftir að Ítalir urðu
síðast heims-
meistarar, fyrir
22 árum.
Marcello Lippi, hinn nýi
landsliðsþjálfari Ítala.
Ítalski sóknarmaðurinn Christian
Vieri tekur við sendingu í vin-
áttuleik gegn Túnis fyrr á árinu.
Í KRINGUM landslið Ítala starfa
um tuttugu manns, þ.e. læknar,
nuddarar, ritarar og blaðafulltrúar.
Landsliðið hefur æfingaaðstöðu í
Coverciano, rétt ofan við Flórens,
sem er fagmiðstöð Ítalska knatt-
spyrnusambandsins með fimm
fullkomnum völlum, hóteli og ráð-
stefnusölum – ekki að ósekju
nefnt „hjarta ítalskrar knatt-
spyrnu“. Þar verður æfing á
morgun, en daginn eftir haldið af
stað til Íslands. Að jafnaði, ef leik-
ið er á miðvikudegi, er æft á
mánudegi. Ef landsleikur er hins
vegar á laugardegi, eru fleiri dag-
ar opnir til æfinga, en sunnudagar
eru sem kunnugt er leikdagar í
ítölsku efstu deildinni.
Til þess að átta sig frekar á um-
fangi ítalska landsliðsins, má
nefna að um áttatíu fjölmiðla-
menn fylgja því að jafnaði. Líklega
munu hátt í hundrað frétta- og
tæknimenn koma til Reykjavíkur
vegna vináttuleiksins, en þrjú
dagleg blöð um íþróttir eru gefin
út á Ítalíu, auk sportumfjöllunar
annarra miðla. „Knattspyrnan er
eins og trúarbrögð. Í mörgum
löndum er rætt um leiki að þeim
loknum og daginn eftir – Ítalir tala
hins vegar um fótbolta alla vik-
una,“ sagði einn af upplýsinga-
fulltrúum Ítalska knattspyrnu-
sambandsins (FIGC), Stefano
Balducci, í samtali við Morg-
unblaðið fyrir skömmu. Hann
bætti við að slakt gengi á stór-
móti væri þ.a.l. alltaf visst áfall og
heitar umræður hafi fylgt í kjölfar
heimkomu liðsins frá EM í Portú-
gal. Með ráðningu nýs þjálfara
hafi hins vegar sjatnað í pott-
unum og nú væri ekki tilefni til
annars en bjartsýni.
Leikmenn ítalska landsliðsins –
eins og það hefur verið skipað að
undanförnu – leika flestir í heima-
landinu. Fiore, Corradi og Di Vaio
voru reyndar nýlega keyptir til
Valencia á Spáni og Lippi hefur
undirstrikað að hann muni ekki
„gleyma“ þremenningunum þar.
Þótt sumir kunni að halda það
ávísun á einsleitni að landsliðs-
mennirnir komi flestir úr sömu
deild, leikur fjöldi erlendra leik-
manna í ítölsku deildinni og gerir
hana ekki síður alþjóðlega en evr-
ópski boltinn almennt er. Að sögn
Balducci er samkeppnin mjög
hörð og til þess að vinna sæti í
landsliðshópnum þurfa menn að
sýna hæfileika, samstarfshæfni,
einbeitingu, fórnfýsi og viljastyrk.
Í leiknum gegn Íslendingum
gefst þjálfaranum Marcello Lippi
færi á að meta líkamlegt ástand
leikmanna, sem kann að vera mis-
jafnt því hvert félagslið hefur sína
dagskrá. Inter og Juventus hafa
t.d. átt leiki í Meistaradeild Evrópu
í sumar, en sjálf ítalska deildin
hefst ekki fyrr en 12. september.
„Þar hafa næstu andstæðingar
okkar, Norðmenn, forskot því
þeirra deild er hafin fyrir nokkru,“
bendir Balducci á. Norskir lands-
liðsmenn leika þó margir í öðrum
evrópskum deildum.
Á ferðalögum slaka ítölsku
landsliðsmennirnir á eins og
hverjir aðrir, horfa á kvikmyndir,
hlusta á tónlist, taka í spil og
styrkja böndin. Þótt tæpir tveir
mánuðir séu liðnir frá EM hefur
ýmislegt gengið á í bland við sum-
arleyfin; Meistaradeildin, kaup og
sölur milli félagsliða og æf-
ingaferðir til annarra heimsálfa.
Þá líða ekki nema tveir dagar frá
því nýja landsliðið er tilkynnt, og
þar til það er mætt á æfingu í
Coverciano. Síðustu dagar munu
því hafa verið viðburðaríkir hjá
knattspyrnumönnum sem margir
héldu að væru í slökun og vanir
hinu ljúfa lífi. „Ljúfa lífi? Ég held að
úr því hafi mikið dregið, enda ekki
margar tómar stundir hjá mönn-
um í svona atvinnumennsku,“
sagði upplýsingafulltrúinn.
Að undirbúa leik