Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hóla er ekki getið íLandnámabók ogekki koma þeir held-ur við Íslendingasög-urnar, en talið að þeir hafi byggst um miðja 11. öld úr landnámsjörðinni Hofi, sem er um 2,5 km framar í dalnum; þar settist fyrstur að Hjalti nokkur Þórð- arson. Einn afkomendanna, Oxi Hjaltason, lét byggja mikið guðs- hús á staðnum, um 1050, og þar með hefst ævintýrið. Ber heim- ildum saman um að ekkert hafi ver- ið til sparað, og fullyrt að sú kirkja hafi verið stærst á öllu Íslandi, öll þakin blýi og átt margar gersemar. En illa fór, því hún brann og allt sem í henni var. Þá var aftur ráðist í að byggja kirkju á Hólum, en um hana er fátt vitað. Fyrsti stólbiskup Íslands var sem kunnugt er Gissur Ísleifsson, sem hlaut vígslu í Brimum árið 1055 eða 1056. Hann lét reisa fyrstu dómkirkju í landinu, nánar tiltekið í Skálholti. Biskupsdæmi hans var eðli málsins samkvæmt allt landið. En kringum 1100 var ákveðið að stofna einnig bisk- upsstól á Norðurlandi. Enginn vildi þó standa upp af föðurleifð sinni, uns Illugi Bjarnason prestur, sem þá átti jörðina, ákvað að gefa Hóla til biskupsseturs. Gerði hann það „fyrir Guðs sakir og nauðsynja heilagrar kirkju“, eins og segir í einu riti fornu. Til biskups völdu menn Jón Ög- mundsson, 54 ára gamlan og þá prest á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og vígðist hann til starfans í Lundi, 1106. Biskupsdæmi Skálholts tók yfir þrjá landsfjórðunga, en bisk- upsdæmi Hóla yfir Norðlend- ingafjórðung einan. Og fyrsta dóm- kirkjan þar reis einmitt í tíð hans. Ekki er vitað um stærð hennar, en Jón vígði hana og blessaði og helg- aði Guði og sælli Maríu mey. Mikið orð og gott fór af kirkju- stjórn Jóns og skólahaldi, er þar hófst og átti eftir að vara lengi, eða nær samfellt til 1802. Á tíð þessa biskups varð til orðtakið „heim að Hólum“. Í kaþólskum sið voru reistar þrjár dómkirkjur á Hólum. Auk þeirrar, sem Jón Ögmundsson lét reisa, voru það kirkja Jörundar Þorsteinssonar (biskup 1267– 1300), en hún fauk í miklu ofviðri á jólunum 1394, og kirkja Péturs Nikulássonar (biskup 1391–1411), veglegasta dómkirkja á Hólastað fyrr og síðar, og jafnframt með stærstu timburkirkjum í Evrópu á þeim tíma. Í henni voru 38 gler- gluggar. Hún stóð í 229 ár, fauk í ofsaveðri árið 1624. Hólar voru biskupssetur um 7 alda skeið, þ.e.a.s. á árunum 1106– 1798, og raunverulegur höf- uðstaður Norðurlands á þeim tíma. Þar sátu 36 biskupar, 23 í kaþólskum sið og 13 í lúterskum. Auk Jóns Ögmundssonar, sem fékk viðurnefnið „helgi“, og sat til 1121, voru þar merkastir Guð- mundur Arason góði (1203–1237), Auðunn hinn rauði Þorbergsson (1313–1322), Jón Arason (1524– 1550), og Guðbrandur Þorláksson (1571–1627), sem hve þekktastur er fyrir bókaútgáfu sína. Síðasti biskup á Hólum var Sig- urður Stefánsson (1789–1798). Árið 1802 var Hólastóll lagður niður og eignir hans seldar. En prestar sátu þar til 1861, uns Við- vík tók að sér það hlutverk. Árið 1952 urðu Hólar prestsetur að nýju, til ársins 2000, en nú situr þar vígslubiskup Hólastiftis. Núverandi dómkirkja á Hólum var reist á dögum Gísla biskups Magnússonar (1755–1779), sem hafði mikinn áhuga á að lyfta staðnum úr þeirri niðurlægingu, sem hann var þá í. Til að afla fjár til byggingarinnar var lagt gjald á allar kirkjur í Danmörku og Nor- egi og síðar tekin upp almenn fjár- söfnun í þessum löndum, því sýnt var að Hólastóll yrði lítt aflögufær vegna harðinda. Arkitekt kirkj- unnar var danskur, Lauritz de Thurah, en þýzkur múrmeistari, Sabinsky að nafni, stóð hins vegar fyrir byggingunni. Hófust fram- kvæmdir 1757. Byggingarefnið er rauður sandsteinn og blágrýti. Ár- ið 1760 kom annar múrmeistari, Schätzer nokkur, til að vinna að kirkjunni, en Christen Willumsøn sá um tréverk. Framkvæmdum var lokið haustið 1763 og musterið vígt 20. nóvember það ár. Þessi elsta steinkirkja á Íslandi er 7. Hólakirkjan, sem reist hefur ver- ið, en 5. í röð dómkirknanna. Jafn- framt er hún sú minnsta. Mesti dýrgripur hennar er altaristaflan, sem er frá dögum Jóns Arasonar og er kölluð Hólabrík. Forveri þessarar dómkirkju var hús sem reist var skömmu eftir að Þorlák- ur Skúlason tók við embætti, 1628. Klukkuturninn 27 metra hái, sem er við hlið dómkirkjunnar, var reistur til minningar um Jón Arason og syni hans og vígður 13. ágúst 1950, á 400 ára dánarafmæli þessa síðasta biskups kaþólskra manna á Hólum. Í turninum er lít- il kapella með grafhýsi, sem varð- veitir bein þeirra feðga, að talið er. Sigurður Guðmundsson arki- tekt teiknaði, en byggingarmeist- ari var Hróbjartur Jónsson frá Hamri í Hegranesi. Hólar eru einn af hornsteinum í sögu okkar Íslendinga, voru mið- punktur í tilveru fólks á Norður- landi um aldir og hafa enn mik- ilvægu hlutverki að gegna í samtímanum. Nú er aftur byrjað þar skólahald og mikill uppgangur á ýmsum sviðum öðrum. Er þar skemmst að minnast tilurðar Guð- brandsstofnunar, sem ég fjallaði um hér í júní. Auk þess er nú búið að stækka vígslubiskupsdæmið til muna, bæði í vesturátt og austur. Því er ljóst, að staðurinn er aftur kominn í umferð og á óefað mikið líf og stórbrotið fyrir höndum. Og árið 2006 verður svo enn meira um dýrðir en vanalega, þeg- ar fagna skal 900 ára afmæli Hóla- stóls. Hólar Ljósmynd/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í dag er óvenju mikið um að vera í aust- anverðum Skagafirði, því margmenni er komið þar saman á Hólahátíð. Sigurður Ægisson læt- ur af því tilefni hug- ann reika um þann gamla höfuðstað Norðurlands og um aldir miðstöð kristn- innar í fjórðungnum. ✝ Gunnar Hall-björn Guðmunds- son fæddist að Næfranesi í Mýrar- hreppi við Dýrafjörð 10. janúar 1922. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Guðmundsson skipstjóri og bóndi á Næfranesi, f. 4.9 1875, d. 7.8. 1944, og Guðmunda Kristjana Benediktsdóttir hús- móðir, f. 22.3. 1877, d. 14.2. 1965. Gunnar var yngstur 10 systkina, en þau eru nú öll látin nema ein systir, Valgerður. Gunnar hóf sambúð með Unni K. Eiríksdóttur rithöfundi, f. 7.7 1921, d. 7.1. 1976. Hún var dóttir Eiríks Einarssonar bónda í Rétt- arholti og konu hans Sigrúnar B. Kristjánsdóttur. Gunnar og Unn- ur eignuðust tvær dætur, Hlín leikmyndahönnuð, f. 26.9 1956 og Öldu hjúkrunarfræðing, f. 9.3. 1958. Af fyrra hjónabandi átti Unnur Þórunni Höllu Guðlaugs- dóttur kennara, f. 4.6 1942, og Hörð Guðlaugsson sem er látinn. Unnur og Gunnar slitu samvist- um. Sonur Öldu er Gunnar Örn Haraldsson, f. 19.9 1979, og sonur hans er Aron Örn, f. 29.4. 2001. Gunnar lauk sveinsprófi og síðar meistaraprófi í hús- gagnasmíði frá Iðn- skólanum í Reykja- vík. Fór í fram- haldsnám til Kaup- mannahafnar árið 1953 og lauk prófi sem húsgagna- og innanhússarkitekt frá Listiðnaðarskóla Kaupmannahafnar árið 1956. Fór í námsferðir til ým- issa landa s.s. Finnlands, Ítalíu, Frakklands og víðar. Gunnar starfaði lengst af sem arkitekt hjá Reykjavíkurborg og starfrækti jafnframt eigin teikni- stofu. Hann tók þátt í listiðnaðar- sýningum hér heima og erlendis og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir hönnun. Frá árinu 1976 var hann kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Gunnar starfaði að fé- lagsmálum og var einn af stofn- endum FHÍ (félags húsgagna- og innanhússarkitekta) og sat lengi í stjórn þess og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Útför Gunnars var gerð í kyrr- þey. Genginn er um Gjallarbrú tengdafaðir minn Gunnar H. Guð- mundsson. Kynni okkar hófust fyr- ir tæpum aldarfjórðungi, svo við höfum fylgst að um nokkurt skeið. Gunnar var Dýrfirðingur að ætt og uppruna og ólst upp við hefðbund- in störf, veiðiskap og sjósókn. Hann var alla tíð bundinn sterkum böndum við átthagana, þó svo hann flyttist ungur að heiman til náms og svo til lengri dvalar hér suður á mölinni. Hafið átti alla tíð mjög sterkar rætur í hans huga, sérstaklega sú list að sigla eins og forfeðurnir með seglum og takast á þann hátt við höfuðskepnurnar og beisla náttúruöflin. Sá draumur að eiga og sigla skútu rættist loks fyrir nokkrum árum og hafði hann ómælda ánægju af meðan þróttur og kraftar leyfðu en nú hefur hann strengt klóna í hinsta sinn. Ég man þegar við hittumst fyrst, þvílíkt glæsimenni í fasi, framkomu og klæðaburði. Hann geislaði af höfðingsskap þessi mað- ur, kom fyrir sjónir eins og ítalsk- ur greifi eða enskur lávarður. Svona var hann alla tíð, það klæddi hann allt vel. Hann var í raun einn allsherjar lífskúnstner, vel lesinn í sígildum bókmenntum, unnandi klassískrar tónlistar, afar list- hneigður, epikúr varðandi mat- reiðslu og áfram mætti telja. Allt sem hann gerði, gerði hann vel, sannkallaður fagurkeri. Hann lærði sinn arkitektúr á Danmörku og hlaut víða lof fyrir sína hönnun bæði hér heima og er- lendis. Gunnar var einn þeirra manna sem vekja athygli hvar sem þeir koma eða í flokki standa. Kurteis, vel gefinn og sérlega vel máli far- inn, glæsimenni á velli, prúður í framkomu og oft léttur í lund. Hans kímnigáfa var þó svolítið sér- stök, en eg tel því þannig farið með marga Vestfirðinga að þeir eiga sinn sérstaka húmor sem er ekki allra. Hann var völundarsmiður og dverghagur, þar tala hans verk. Ábyrgð, heiðarleiki og orð skulu standa, hafði hann að leiðarljósi. Handsal dugði. Nú síðustu árin var Elli kerling farin að glíma við hann nokkuð hart og smáherti sín tök, auk þess meinsemd sem marga leggur. Hann vissi að hverju stefndi og lést hann svo 29.7. sl. á krabba- meinsdeild LSH eftir stranga legu en eins og hans var von og vísa hélt hann sinni reisn og virðuleika af miklu æðruleysi allt til enda. Guðbrandur Kjartansson. Gunnar sat oft við gluggann á heimili sínu og horfði út á sundin. Hugur hans hefur þá ef til vill leit- að enn lengra vestur eða vestur á Dýrafjörð þar sem hann fæddist og ólst upp. Ég var tíu ára gömul þegar hann hóf sambúð með móður minni. Þótt þau slitu samvistir og hún hafi lát- ist fyrir mörgum árum, höfum við verið saman í fjölskyldu síðan. Gunnar var húsgagnaarkitekt að mennt og einn sá færasti hér á landi í þeirri grein. Seint verður um hann sagt að hann hafi verið tækifærissinnaður maður. Fremur var eins og hann leitaðist við að fella lífskenningar sínar að hinum ströngu lögmálum fagurfræðinnar, hinu eina sanna gullinsniði. Það reyndi stundum á. Barnið, sem í fljótfærni lagði vett- linga frá sér á stól, túlkaði við- brögðin við því sér í óhag en lærði svo smátt og smátt að horfa á menn og málefni í mun flóknara og víðara samhengi. Allajafna var hann nokkuð alvar- legur í bragði en lumaði á góðri kímnigáfu ef hann vildi það við hafa. Húmor hans var dálítið grá- glettinn og hann fór sparlega með hann. Í mínum huga er ekki hægt að greina að listhönnuðinn og einstak- linginn Gunnar H. Guðmundsson. Ég held að hann hafi fyrst og síð- ast litið á sig sem listamann og stóð dyggan vörð um tilfinningar sínar og sköpunarþörf, enda skipar hann þegar veglegan sess í ís- lenskri hönnunarsögu. Hann ól lengi með sér draum um að eignast seglskútu. Faðir hans hafði verið skipstjóri á skútu sem bar nafnið ,,Fortuna“ og var að sögn ,,þýð eins og hugur manns“. Þau voru mörg skiptin, sem ég kom í heimsókn, að tekin voru fram tímarit með skútum af öllum stærðum og gerðum og í kjölfarið fylgdu útskýringar á hinum ýmsu eiginleikum hverrar fyrir sig. Fyrst um sinn leit út fyrir að þetta ætlaði aðeins að verða draumur en einn góðan veðurdag, öllum að óvörum, festi hann kaup á fallegri seglskútu sem hlaut nafnið ,,For- tuna“. Þá fóru í hönd allmörg ár sem hann naut þess að fara í sigl- ingar um sundin blá. Gunnar var ekki mannblendinn. Hann virtist að mörgu leyti sjálf- um sér nógur. Hann naut þess að vera fallega klæddur, hugsa vel um bílinn sinn, fylgjast með þjóðmál- um, ekki síst á sviði myndlistar og hönnunar. Hann hafði nánast óskeikult auga fyrir myndbyggingu, formi og litum. Hann hafði einnig yndi af tónlist og fágaðan tónlistarsmekk. Á sínum yngri árum hafði hann líka töluverðan áhuga á kvik- myndalist. Ég minnist þess að fyrstu kynni mín af eiginleikum góðra kvikmynda voru við umræð- ur á heimili mínu um þær. Fyrri hluta starfsævinnar starf- aði hann hjá Reykjavíkurborg en síðustu starfsárin var hann kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík. Hann sagði mér að sér hefði þótt gaman að kenna og ég þykist þess fullviss að hann hafi verið afar góður kennari. Þar nutu nemendur góðs af fagþekkingu hans og list- fengi. Fólkið í kringum mann verður einhvern veginn sjálfsagður hluti af tilverunni. Það verður jafnsjálf- sagt og að dagur rísi að morgni og sólin gangi til viðar að kvöldi. Þess vegna verður erfitt að hugsa sér jól og páska, afmæli og aðrar fjöl- skyldusamkomur án þess að Gunn- ar verði þar á sínum stað. Það hefur verið fallegt að sjá dætur hans hlúa að öldnum föður sínum síðustu mánuðina. Hann var að sínu leyti gæfumaður. Hann átti mannvænlegar dætur, góða tengdasyni, dótturson sem ber nafnið hans og lítinn langafastrák, auk þess að vera góðum hæfileik- um gæddur. Að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina öll þessi ár og óska honum fararheilla er hann nú held- ur til nýrra heimkynna. ...að óskaströndum sigli núna seglum þöndum þín Fortuna. Þórunn Halla Guðlaugsdóttir. GUNNAR HALLBJÖRN GUÐMUNDSSON Takk, elsku Alla mín, fyrir allar yndislegu stundirnar á Víkurgöt- uni, þær eru ógleyman- legar. Þú varst og hef- ur alltaf verið sannkölluð perla. ALEXÍA PÁLSDÓTTIR ✝ Alexía Pálsdóttirfæddist að Gelti í Grímsnesi 17. júlí 1923. Hún lést á St Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi að kvöldi 3. ágúst síð- astliðins og var útför hennar gerð frá Stykkishólmskirkju 12. ágúst. Ég votta börnum þínum mína dýpstu samúð. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín vinkona Linda Braga. HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.