Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fast- eignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 20.000.000 - 2.000.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið frá kl. 9-17.30. Verslunarhúsnæði við Grensásveg 149 fm. Að mestu eitt stórt rými, auk þess lager, eldhús og salerni baka til. Hagstæð leiga Mjög góð staðsetning. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. TIL LEIGU VERSLUNARHÚSNÆÐI Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 480 2900 - fax 482 2801 fasteignir@log.is - www.log.is Hellishólar - Fljótshlíð Um er að ræða jörðina Hellishóla, Rangárþingi eystra, sem er um 180 ha. að stærð og stendur stórt íbúðarhús á henni. Búið er að byggja upp í kringum ferðaþjónustu s.s. tjaldsvæði, 19 smáhýsi, aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi, gistiskála, frístundahús og veitingaaðstöðu. 9 holu golfvöllur opnaður í ágúst 2003. GLÆSILEG EIGN Í FLJÓTSHLÍÐINNI MEÐ MIKLA MÖGULEIKA! ATH. MÖGULEIKI ER Á GÓÐRI LANGTÍMAFJÁRMÖGNUN FRÁ SELJANDA. HB FASTEIGNIR Sími 534 4400 • Hús verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Teitur Lárusson, sölufulltrúi, sími 894 8090 ÁTT ÞÚ 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ SEM ÞÚ VILT SELJA? Traustur aðili hefur falið mér að leita að 3ja herbergja íbúð sem getur verið laus fljótlega · Íbúðin þarf helst að vera á svæði 109 eða 110. · Snyrtileg og vel umgengin. · Húseign þarf að vera í góðu lagi. · Verðbil 10–14 milljónir. · Góðar greiðslur. · Laus sem fyrst. AÐ KOMA til Íslands var ekki auðveld ákvörðun fyrir Amal Tam- imi. Hún kom til landsins árið 1995 með fimm börn og miklar vænting- ar. Amal kom til Íslands frá hinu stríðshrjáða ríki, Palestínu, en hún flúði erfitt líf og ofsóknir og þráði að komast í ró og öryggi á Íslandi. Það að aðlagast nýju lífi á Íslandi var ekki auðvelt fyrir arabíska konu frá hinum heitu Mið-Austur- löndum. Okkur kom saman um að ég fengi að taka við hana viðtal um þessa reynslu hennar af því að flytj- ast búferlum til Íslands og hvernig það var að vera hluti af hinni „fyrstu“ kynslóð innflytjenda á Ís- landi og vera arabísk kona þar að auki. „Þetta var mjög stór ákvörðun fyrir mig og það reyndist mér vera mjög erfitt að fara frá Palestínu. Ég hélt að ástandið í Palestínu myndi batna á einhverjum tíma- punkti og að þá gætum við farið aft- ur heim,“ sagði Amal. Amal fór frá Palestínu með börn- in sín fimm, ekki vegna pólitískra ofsókna í heimalandi sínu heldur vegna þess að hún gat ekki fengið skilnað við eiginmann sinn án hans samþykkis. Hún hafði gifst palest- ínskum manni sem barðist fyrir sjálfstæði Palestínu þegar hún var 16 ára gömul. Eiginmaður hennar lifði eftir mjög hefðbundnum gild- um í Palestínu og þegar hún fór frá honum vissi hún að hún hafði þar með brotið hinar ströngu hefðir og reglur íslamskra laga. Amal vissi þó innst inni að hún var að gera rétt með því að flýja land. Amal talaði um að þegar hún bjó í Palestínu fannst henni hún ávallt vera réttarlaus í hjónabandinu vegna hinna ströngu múslímsku Sharia-laga og ákvæða þeirra um rétt giftra kvenna. „Þegar kona í okkar þjóðfélagi giftist verður hún fylgihlutur eig- inmanns síns og um leið hluti af hans eigum,“ sagði Amal. Amal fannst að hún vildi meira í lífinu, hún vildi sérstaklega sækja sér menntun, en samkvæmt hefð- bundnum gildum í Palestínu á hjónaband að koma í stað mennt- unar. Ef kona á eiginmann sem get- ur séð fyrir henni, er litið svo á að hún hafi fengið allt sem hún í raun þarfnast. Þegar Amal útskýrði hvernig hugmyndir hennar fóru gegn hin- um hefðbundnu þjóðfélagslegu við- miðum notaði hún orð nágranna sinna sem dæmi: „„Margir ná- granna minna sögðu: Ertu vitlaus? Af hverju viltu fara og mennta þig?“ Þegar þú hefur menntast, þá skil- urðu að þessar sterku þjóðfélags- legu hefðir og gildi eru ekki réttlát, en áður en ég gifti mig var ég alin upp af móður minni sem virti þess- ar sömu hefðir,“ sagði Amal. Amal ákvað að klára framhalds- skóla um leið og hún ól upp tvö börn á fyrstu tveimur árum hjónabands hennar. Til að geta þetta þurfti hún að yfirstíga margar hindranir en henni tókst að lokum að fá diplóma í viðskiptafræði frá WYCA (Young Womeńs Christian Association) í Jerúsalem. Þrátt fyrir að hjónaband hennar væri í rúst, neitaði eiginmaður hennar að skilja við hana. Bróðir hennar sem hafði þá þegar flust til Íslands, hvatti hana þá til að flytja til Íslands. Eftir að hafa gefið upp alla von um að ná samkomulagi við eigin- mann sinn, tók hún sig upp með börnin sín fimm og kom til landsins. Ég spurði Amal, hverju hún tók fyrst eftir þegar hún lenti á Kefla- víkurflugvelli. „Kuldanum.“ En veðrið breytti þó ekki þeirri skoðun hennar að reyna að aðlagast lífinu á Íslandi sem arabísk kona, enda hafði hún í raun ekki annað val. „Þegar ég kom hafði ég bæði at- vinnuleyfi og dvalarleyfi sem giltu í eitt ár. Það var heldur enginn möguleiki fyrir mig að fara til baka. Ef ég hefði gert það, hefði ég vafa- laust verið drepin. Það að gera það sem ég gerði er litið mjög alvar- legum augum í Palestínu og því fór ég ekki til Íslands fyrr en ég var al- veg viss um að ég væri að gera rétt.“ Amal þurfti ekki eingöngu að venjast veðrinu á Íslandi. Hún varð að breyta algjörlega um lífsstíl. T.d. er staða fólks í þjóðfélaginu í Pal- estínu metið eftir því við hvað fólk starfar, meira en gert er á Íslandi. „Auðvitað mætti ég erfiðleikum, ég var aðstoðarframkvæmdastjóri í fyrirtæki í Jerúsalem en þegar ég kom til landsins byrjaði ég að vinna í fiski. Þar sem ég var með fimm börn á framfæri hafði ég ekki efni á því að fara í nám eins og ég hefði þó kosið, heldur tók þá vinnu sem mér bauðst og vann í fiski í þrjú ár og síðan fékk ég betri stöðu sem af- greiðsludama í bakaríi,“ sagði Amal og hló. „Þeir sem hafa menntun í Palest- ínu eru venjulega útivinnandi, en litið er niður á þá sem ekki hafa neina menntun. Það að vinna verka- mannavinnu eins og að vinna í bak- aríi eða við þrif er ekki talið við- unandi,“ sagði Amal. Þó að hún sé núna íslenskur rík- isborgari, þá er hún mjög stolt af uppruna sínum og segir hverjum sem heyra vill hvaðan hún sé. Amal er ekki bara stolt af sínum arabíska uppruna heldur einnig af sínu nýja landi. Hún telur það lífsnauðsyn- legt að læra íslensku fyrir alla inn- flytjendur og eitt af því fyrsta sem hún gerði við komuna til landsins var að fara í íslenskunám hjá Námsflokkunum. „Ég verð að tala tungumál þess lands sem ég bý í. Vegna þess að ég lærði tungumálið hef ég aldrei fundið fyrir neinum fordómum.“ Amal finnst einnig að íslensku- kunnáttan geri það að verkum að maður hugsi öðruvísi um kynþátta- fordóma en ella. „Ef þú talar tungumálið og getur skilið samræður fólks, þá veistu að enginn er að gera grín að þér, en stundum virðist sem sumir útlend- Arabísk kona á Íslandi Cynthia Stimming ræðir við Amal Tamimi Amal Tamimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.