Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Stórkostlegt, skógivaxið eignarland tilvalið fyrir félagasamtök eða stéttarfélög Til sölu er 2,9 hektara stórkostlegt, skógivaxið eignarland rétt vestan Laugarvatns Skógrækt á landinu hófst fyrir 28 árum Landið, sem nefnist Grænahlíð, er í landi Grafar og hefur hlotið samþykki skipulagsyfirvalda sem frístundabyggð. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 11 sumarhúsum, ætluðum stéttarfélögum eða félagasamtökum. Á 100 fm sólpalli stendur nú um 30 fm sumarhús í smíðum með svefnaðstöðu fyrir fjóra. Á pallinum er einnig um 11 fm vinnuskúr. Til stendur að byggja yfir húsin og sameina. Útsýni af landinu er stórkstlegt í allar áttir. Við blasir fjallahringurinn: Hekla til austurs, Skálholt, Mosfell, Vörðufell, auk Lyngdalsheiðar, Reyðarbarms og fjallanna umhverfis Laugarvatn. Landið stendur við ána Fremri kvísl og hallar að mestu á móti suðri niður að ánni. Aðkoma er frá Laugarvatnsvegi, þjóðvegi nr. 37. Innkeyrsla Lækjarhvammur. Nýr, vandaður, heilsárs Gjábakkavegur um Þingvelli styttir aðkeyrslu frá Reykjavík. Enn er venjulega ekið um Hveragerði og Grímsnes. Ásett verð er kr. 12,5 millj. fyrir landið og bústaðinn. Til greina kæmi að seljandi nýtti bústaðinn sjálfur í nokkur ár á meðan framkvæmdir við byggingu sumarhúsa stendur yfir á vegum kaupenda. Á heimasíðunni www.simnet.is/sveit.myndir er hægt að skoða nokkrar myndir af landinu og nánasta umhverfi. Haraldur Magnússon, GSM 861 3166, með netfangið sveit.myndir@simnet.is gefur nánari upplýsingar um þessa stórglæsilegu eign. Hann sendir í tölvupósti skipulagsuppdrátt og skilmála yfirvalda ef óskað er. Sími 533 4040 Fax 533 4041 OPIÐ HÚS - SÖLUSÝNING KS-VERKTAKA FRÁ KL. 17-19 Á KRISTNIBRAUT 89, RVÍK Sex íbúða hús og fylgir bílskúr öllum íbúðum. Við eigum tvær íbúðir eftir í húsinu, eina á 2. hæð og eina á 3ju hæð. Íbúðirnar eru báðar 4ra herbergja og með tvennar svalir. Góðir bílskúrar fylgja íbúðunum og er húsið allt hið glæsilegasta. Steinað að utan, innrétt- ingar frá HTH, flísar frá BYKO eða ÁLFABORG. Sölusýning íbúðanna verður í dag, sunnudag, milli klukkan 17 og 19. Sölumenn taka á móti ykkur. Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 GRANDATRÖÐ - HAFNARFIRÐI NÝBYGGT STÁLGRINDARHÚS Í DAG NÝTT SEM HÚSVAGNAGEYMSLA MJÖG MIKLIR TEKJUMÖGULEIKAR Atvinnuhúsnæði: Glæsilegt og vand- að stálgrindarhús, samtals 381 fm, sem er til sölu í einu lagi eða að hluta eftir þörfum kaupenda. Loft- hæð 4-6 metrar, tvennar innkeyrslu- dyr ca 4 metrar á hæð. Afhendist fullbúið að utan, tilbúið til innréttinga að innan (einn eða tveir salir). BA- ADER 189V FLÖKUNARVÉL Í GÓÐU ÁSIKOMULAGI GETURFYLGT KAUP- ANDA AÐ KOSTNAÐARLAUSU. V. 26,7 m. 3607 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. Til sölu eða leigu skrifstofur á efstu hæð neðst á Lauga- vegi með glæsilegu útsýni. Eignin skiptist í ca 150 fm og ca 120 fm með bíla- geymslum. Næg bílastæði eru aftan við húsið. Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Ingileifi Einarssyni hjá Ásbyrgi fasteignasölu í síma 568 2444. LAUGAVEGUR SKRIFSTOFUR - BÍLASTÆÐI KJARRMÓAR - GARÐABÆ - RAÐHÚS Nýkomið í einkasölu mjög snyrtilegt endaraðhús á tveimur hæðum, samtals um 117 fermetrar, vel staðsett í Kjarrmóum í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, hjónaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús og þvottahús. Á efri hæð er eitt herbergi og sjónvarpshol. Glæsilegur gróinn garður með verönd og geymsluskúr. Frábær staðsetning. Verð 19,9 millj. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR verið sagt með rök- um að við sem þjóð séum orðin velmegunarfitu og hreyfingarleysi að bráð, börn jafnt sem fullorðnir þyngist stöðugt. Þetta ástand er risastórt heilbrigðisvandamál sem aðeins getur aukist sé ekki neitt að gert. Sennilega er auðvelt að reikna út hve dýrt hvert umfram- fitukíló mannskepnunnar er heil- brigðiskerfinu og þarafleiðandi út- reiknanlegur sá sparnaður er skapast ef þessum blessuðum fitu- kílóum fækkar. Í gegnum árin hef- ur því verið rekinn samróma áróð- ur af heilbrigðisstarfsmönnum og heilsuráðgjöfum ýmiskonar um gildi þess að líkamsþyngd okkar sé innan ákveðinna marka og við stundum einhvers konar hreyf- ingu. Samt þyngist þjóðin. Hvað er þá til ráða? Forvarnir og fræðslu er yfirleitt erfitt að fjármagna og mjög svo óvíst um árangur þótt markviss fræðsla sé að sjálfsögðu nauðsyn. Ekki er hægt að skammta í okkur matinn og skikka til hreyfingar! Mörgum hefur reynst baráttan við nautn- irnar erfið og það að standa einn og óstuddur í stríði við aukakílóin er flestum ofviða og sófinn og snakkið heilla meir en grænmeti og göngutúr. Það er hins vegar staðreynd að þegar hópur fólks fer að huga að sameiginlegri þörf myndast oft stemning sem er margfalt sterkari einstaklingnum og allt í einu eigum við öll mögu- leika. Það er gaman að geta sagt frá því að á síðastliðnu ári vaknaði heilsustemning hjá einni vaktinni í steypuskála álversins í Straums- vík. Vaktin fékk til liðs við sig heilsuráðgjafa, sem kom á staðinn og mældi ýmis gildi og gaf hollráð um mataræði og hreyfingu. Þetta gaf svo góða raun og vakti því- líkan áhuga í þessu stóra fyrirtæki að eitt leiddi af öðru og segja má að nánast allir starfsmennirnir, um 500 manns, hafi á einn eða annan hátt tekið þátt í heilsuátaki síðan. Það skal tekið fram að fjölmarg- ir starfsmenn álversins eru í kjör- þyngd og langflestir við hesta- heilsu. Það er þó öllum til góðs að huga að líkamsforminu og hollustu mataræðis, við erum jú það sem við borðum. Öryggis-, umhverfis- og heilsu- mál eru sérstakt átaksverkefni hjá ALCAN og því ekki skrítið að fyr- irtækið smitaðist af áhuga starfs- manna. ALCAN tók strax virkan þátt í átakinu og bauð starfsmönnum og mökum í ársbyrjun upp á einkar fróðlegan og skemmtilegan fyr- irlestur Önnu Ólafsdóttur mat- væla- og næringarfræðings (Mat- ur og hreyfing – líkami og vellíðan). Fyrirlestrinum var fylgt eftir með því að bjóða starfs- mönnum upp á heilsufarsmælingu, sem segja má að nær allir hafi nýtt sér. Mæld var blóðfita ým- iskonar, blóðsykur, fituprósenta líkamsþyngdar og blóðþrýstingur. Gefið var út á vordögum vandað sérblað ÍSAL-tíðinda um heilsu og hollustu og allir starfsmenn fengu sumargjöf; veglega inneign í lík- amsrækt. Mötuneytið tekur einnig virkan þátt í átakinu, bæði er boðið upp á ávexti úti í deildum fyrirtækisins, sósa eða feiti er ekki lengur sjálf- gefinn á diskinn og matseðlinum fylgir kaloríuútreikningur á ein- stökum máltíðum o.s.frv. Starfsmenn hafa stofnað göngu- hóp er skipuleggur jafnt styttri sem lengri gönguferðir og þess má geta að við unnum til verðlauna fyrir flesta hjólaða kílómetra í ný- afstaðinni fyrirtækjakeppni „Hjól- að í vinnuna“. Ég verð að játa að það sem mér kom mest á óvart er hve almennur áhugi er á að auka lífsgæðin með markvissri hreyfingu og mataræði og hve lítið þarf til þess að virkja þennan áhuga og skapa hópeflið sem svo sannarlega ýtir manni af stað í þessa heillaferð. Það sem upp úr stendur er þó- nokkur lífsgæðaaukning, blóð- þrýstingur hefur eflaust skánað, kílóum svo sannarlega fækkað og heilsufar almennt vonandi batnað. Litlu hefur verið til kostað og allir sem að koma græða. Ég skora því á starfsmenn og stjórn- endur vinnustaða vítt og breitt um landið og miðin að taka okkur ALCAN-starfsmenn til fyr- irmyndar og hrinda af stað heilsu- farsátaki sem þessu sem víðast. Þótt flest vitum við hvort við er- um hæfilega þung, þá er það ekki algilt og sjónrænu viðmiðin breyt- ast, meðalþungi þjóðarinnar eykst og okkur finnst við í góðum mál- um miðað við þennan eða hinn. Til þess að vita hvort við erum í kjör- þyngd er hægt að nota BMI- staðalinn (Body Mass Index), lík- amshæð í metrum í öðru veldi deilt með þyngd (kg/m²), og bera útkomuna saman við staðlaða töflu: Vannæring: BMI minna en 18,5 Kjörþyngd: BMI á bilinu 18,5–24,9 Ofþyngd: BMI á bilinu 25,0–29,9 Offita: BMI meira en 30 Einfaldara er að mæla mitt- isummál en kviðfitan ku vera ann- arri fitu hættulegri, karlmenn eiga að vera um 92–95 og kvenmenn 82–88 cm. Þessi mæling mun vera nokkuð óháð líkamslengd en í raun eru það spegillinn og raunsæið sem eru áreiðanlegustu tækin til að meta ástandið. Gangi ykkur vel. REINHOLD RICHTER, starfsmaður ALCAN. Heilsuátak Frá Reinhold Richter:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.