Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 27 • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar gerðir af heyrnartækjum sem búa yfir nýjustu tækni • Verð frá 47.000 – 150.000 kr fyrir eitt tæki • Persónuleg og góð þjónusta Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Por túgal 38.370 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 46.955 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Sol Dorio og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 7. og 14. september ÞAÐ sem rekur undirritaðan í þessi skrif er leiðari Morgunblaðs- ins miðvikudaginn 4. ágúst síðast- liðinn undir fyrirsögninni ,,Fór allt „vel fram“ um verslunarmanna- helgina?“ Þessi leiðari endurspeglar um- ræðu og þanka þeirra sem horfa á hlutina úr fjarlægð og leggjast í mikla stærðfræði við mat á hlutunum án þess að velta því á nokkurn hátt fyrir sér hvað í raun og veru liggur að baki tölunum. Leiðarahöfundur segir meðal annars: ,,Í fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í gær kemur fram að rúm- lega hundrað fíkni- efnamál hafi komið upp á landinu um helgina. Það er graf- alvarlegt mál og til marks um að ekki hafi allt verið sem skyldi á öllum þeim skemmtunum sem fóru fram um helgina – vísbending um að ekki hafi allt farið ,,vel fram“ eins og það er gjarnan orðað. Það er eftirtektarvert hversu ánægðir forsvarsmenn há- tíðahalda víðs vegar um landið eru með þær skemmtanir sem þeir báru ábyrgð á. Því má ekki gleyma að mótshaldarar hafa beina hagsmuni af því að almennt sé álitið að útihátíðir hafi farið vel fram og skemmtanahaldið verið áfallalaust, enda eru fjárfestingar þeirra oft umtalsverðar. Hags- munir almennings eru þó fyrst og fremst þeir að um alla þætti skemmtanahalds verslunarmanna- helgarinnar sé fjallað af hispurs- leysi og ábyrgð.“ Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum komu upp 43 fíkniefnamál. Skyldi það vera jákvætt eða neikvætt fyrir mótshaldara? Af því að stærðfræði er leiðarhöfundi hug- leikin þá skulum við aðeins rýna í þessar tölur með það í huga að Þjóðhátíð fer fram á Heimaey sem er eyja suður af Íslandi, það gerir alla fíkniefnaleit einfaldari því að- eins er um tvær komuleiðir til Heimaeyjar, í gegn um höfnina eða flugvöllinn sem gefur fíkni- efnalögreglu greiðan aðgang að farþegaskrám, farangri og farþeg- um. Tveir fíkniefnahundar voru í Vestmannaeyjum um versl- unarmannahelgina sem að sögn lögreglu reyndust afbragðsvel. Það er neikvætt fyrir mótshaldara að gestir skuli bera með sér fíkniefni en það hlýtur að vera já- kvætt að um 50 hafi verið gripnir. Hvað skyldi nú vera já- kvætt við það? Jú, lögreglan hefur staðið sig vel, efnanna sem lagt var hald á var ekki neytt í Herjólfs- dal. Það berst um fíkniefnaheiminn að erfitt sé að koma efn- um til Vestmannaeyja sem þegar til fram- tíðar er litið hjálpar Þjóðhátíð Vest- mannaeyja. Á að kenna bakaranum um holdafarið? Það er rétt hjá leið- arahöfundi að fram- kvæmd alvöru útihá- tíðar er mikil fjárfesting og rétt að taka það fram hér að stærsti útgjaldaliður Þjóðhátíðar Vestmannaeyja er vegna öryggis gestanna þ.e. lög- gæsla, gæsla, læknar og sálgæsla. Það er einfaldlega staðreynd að sá heimur sem við lifum í fer harðn- andi og tilvist fíkniefna er því mið- ur ömurleg staðreynd í okkar samfélagi en það er fátækleg framsetning að skella skuldinni á útihátíðir, það er svipað og bæj- arbúar í litlu samfélagi myndu kenna bakaranum um slæmt holdafar bara af því að hann bak- ar góða snúða. Því miður höfum við ekki alltaf fullt vald á aðstæðum hversu vel sem við leggjum okkur fram. Á Þjóðhátíð er talið að gestir hafi verið um átta þúsund þetta árið og undirritaður fullyrðir að Þjóðhátíð hafi farið vel fram. Al- veg eins og skólameistari með átta þúsund nemendur myndi telja það góðan árangur að útskrifa 99% nemenda með fyrstu einkunn. Þó einhverjir væru örugglega tilbúnir að gagnrýna hann fyrir þetta eina prósent sem klikkaði, það vita líka Eyjamenn og flestar fréttastofur í landinu að Morgunblaðið hefur ekki alltaf farið með rétt mál en er samt sem áður ágætt blað þeg- ar á heildina er litið. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er 130 ára gömul og Vestmannaeyingum er mjög annt um orðspor hátíð- arinnar. Þess vegna erum við við öllu búnir og leggjum okkur fram um að leysa öll verkefni í tengslum við hátíðina af kost- gæfni. Það er því krafa Eyja- manna að um þessa hátíð sé fjallað af víðsýni og sanngirni. Vestmannaeyingar eru reyndustu menn á Íslandi í framkvæmd útihátíða. Eftirskrif Segjum sem svo að lögreglan á Ís- landi hefði á engan hátt staðið sig þessa umræddu helgi og ekkert fíkniefnamál komið upp. Það er gaman að velta því fyrir sér hvort leiðarahöfundurinn töluglöggi hefði orðið himinlifandi eða kannski bara reynt að finna aðra leið til að fjalla um útihátíðir eins og hann orðar það ,,af hispursleysi og ábyrgð“. Útihátíð, fíkniefni og leiðari Páll Scheving Ingvarsson skrifar um þjóðhátíð ’Það er þvíkrafa Eyja- manna að um þessa hátíð sé fjallað af víðsýni og sanngirni.‘ Páll Scheving Ingvarsson Höfundur er framkvæmdastjóri ÍBV. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Sel- tjarnarness er að láta brjóta niður byggingar á Hrólfsskálamel til að láta drauma sína rætast um blokka- byggð þar og við Suð- urströnd. Með því hyggst bæjarstjórn breyta friðsælli ásýnd kaupstaðarins, sem einkennst hefur af lág- reistri og hógværri ein- býlis- og rað- húsabyggð, þar sem einstaklingurinn hefur fengið að njóta sín á eignarlóðum í anda sjálfstæðisstefnunnar – eða svo héldum við íbúarnir. Hér er byrjað á öfugum enda. Málsmeðferð bæjarstjórnar stenst ekki lög Bæjarstjórnin hefur valið hásumarleyf- istíma til að auglýsa í dagblöðum „breyt- ingu“ á aðalskipulagi fyrir Seltjarnarneskaupstað frá 1981. Gallinn við þessa auglýsingu er að skipulag frá 1981 er fallið úr gildi, og því er bæjarstjórnin að auglýsa breytingar á útrunnu aðalskipulagi. Skipulagstíminn rann út 2001 og ber bæjarstjórninni að hafa lokið að- alskipulagi fyrir árslok 2004 sem gilda á til 2024. Á því bólar ekki. Hins vegar hefur bæjarstjórnin gef- ið út á kostnað okkar skattgreiðenda á Seltjarnarnesi 20 síðna bækling í raun um ekki neitt enda ber hann nafnið: „Drög að forsenduskýrslu. Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar 2004–2024“! Lengra er skipulags- ferlið ekki komið. Lögum samkvæmt ber bæj- arstjórn að klára nýtt aðalskipulag og leggja fram tillögu að því til kynn- ingar með þeim ströngu kröfum sem skipulags- og byggingarlög gera ráð fyrir, að viðlagðri ábyrgð. Í aðalskipulagi skal fjallað um allt land innan marka Seltjarnarness. Í því skal m.a. sett fram stefna bæj- arstjórnar um landnotkun, sam- göngu- og þjónustukerfi, umhverf- ismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili. Auglýstar„breytingar“ á hinu útrunna aðalskipulagi eru hins vegar sértækar, þótt verulegar séu, og miða að því einu að bæj- arstjórnin geti lagt fram nýtt deiliskipulag, svo sem auglýst hefur verið. Áður en tillaga að að- alskipulagi (eða veru- legum breytingum á gildu aðalskipulagi) er tekin til formlegrar af- greiðslu í bæjarstjórn skal tillagan, markmið hennar og forsendur kynnt íbúum á almenn- um fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Þetta hefur bæjarstjórnin ekki gert. Íbúar Sel- tjarnarness bíða því enn eftir lögform- legum almennum fundi, þar sem auglýst- ar tillögur að „breyt- ingu“ á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi eru sérstaklega teknar fyrir. Sovétmúr um Seltjarnarnes Stofnuð hafa verið sterk íbúasamtök sem munu gera allt til að koma í veg fyrir blokkadrauma bæjarstjórn- arinnar. Fyrrverandi bæjarstjórn hafði hugmyndir um íbúðablokkir á norðanverðu Nesinu. Hún hafði þrek til að bakka, þótt þar hefði verið um að ræða framkvæmdir, sem ekki sköðuðu aðra íbúa með þeim hætti, sem nú er lagt til. Aldrei hefði þeirri bæjarstjórn dottið í hug að dengja blokkum í sovétstíl niður í friðsæld lágbygginga við Bakkavör og Suður- strönd. Vill núverandi meirihluti bæjarstjórnar láta minnast sín í sög- unni fyrir að„innramma“ sunnanvert Seltjarnarnes með „sovétmúr“ við Suðurströnd og Hrólfsskálamel? „Sovétmúr“ á Seltjarnarnesi Björn Þ. Guðmundsson skrifar um skipulags- og byggingarmál Björn Þ. Guðmundsson Höfundur er áhugamaður um betri byggð á Seltjarnarnesi. ’…munu geraallt til að koma í veg fyrir blokkadrauma bæjarstjórn- arinnar.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.