Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ H ermóður ÍS 482 tekur strikið úr Ísafjarðarhöfn og ratar kunnuglega slóð út með Óshlíðinni. Ljúf golan gælir við andlit und- ir taktfastri hrynjandi mótorskellanna. Sól í heiði og tíguleg fjöllin spegla sig í sjónum. Mjúk undiralda vaggar bátnum varlega á stíminu. Vestfirsk sumar- blíða eins og hún gerist best. Streitumeiri skip hendast framúr öldungnum og flýta sér norður á Strandir eða í Jökulfirði. Frákastið gárar hafið um stund. Um borð í Hermóði er lífið kyrrlátara. Engin hætta á að siglt sé fram úr hugsunum skipverja á þessu fari og streitan er skilin eftir í landi. Rennt í þrítugt dýpið Karlinn í brúnni heitir Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi ráðherra, alþingismað- ur og bankastjóri svo nokkuð sé talið af störf- um hans um ævina. Það skiptir engu hvaða titla pilturinn úr Ögurvík hefur borið, Djúpið hefur átt sinn sess í huga hans og nú nýtur hann endurnýjaðra kynna við þessa gullkistu og gröf ótalinna kynslóða sæfarenda þar vestra. Margrét, dóttir Sverris, er háseti og helsti samverkamaður föður síns í útveginum. Í landi er hún framkvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins. Á útstíminu segir Margrét að venjulega, þegar þau skreppa til sjós, sé farið snemma, upp úr klukkan sex á morgnana. Þau komi í land um hádegi og eigi þá lungann úr deginum eftir, enda „brjálað að gera í sveitinni“ eins og Margrét orðar það. Hún segir að sér líði óvíða betur en um borð í Hermóði. Ef gott er veður leggur hún sig gjarnan á dekkinu á heimstím- inu og fær sér kríu. Fullkomnari afslöppun er vandfundin. Hermóður fer sínar sjö sjómílur á klukku- stund og skilar okkur fyrr en varir á veiðislóð undan Óshlíðarvita neðan við Óshornið. Bol- ungarvík er opin til suðvesturs og einstaka skýhnoðrar endurspegla heiðbirtuna yfir Snæ- fjallaströndinni, Jökulfjörðum og Rit. Það er fugl um allan sjó, múkki, máfur, teista og lundi með fullan gogg af sílum. Það gefur fyrirheit um að eitthvað sé undir. Sverrir stingur sér inn í rórhúsið og aðgætir dýptarmælinn. Það skal þrítugt dýpið í metr- um talið áður en færinu er rennt. Handfæra- rúllan er klár á borðstokknum. Feðginin leggja á það ríka áherslu að um borð í Hermóði sé ein- ungis notuð ein rúlla og það handsnúin eftir laganna bókstaf. Aflinn er og allur nýttur af skipverjum. Loks er dýpið rétt og mótorinn hljóðnar. Þögnin einungis rofin af skvaldri múkkanna sem svamla um í hæfilegri fjarlægð og spá í hvort þarna séu fiskifælur eða fiskimenn á ferð. „Það er eins og pantað þetta veður,“ segir Sverrir og nýtur blíðunnar. Það syngur í rúll- unni þegar blýsakkan dregur út slóðann með ýsupilki og krókum með gúmmíbeitu. Sakkan skellur í botni, Margrét dregur aðeins upp og fer að keipa. Sverrir setur upp vettlingana og sækir aðgerðarhnífinn. „Það er á!“ hrópar Margrét og snýr rúllunni af krafti. Það er spáð í hvað hafi nú gefist og svo birtast ufsar á hverjum króki. Margrét inn- byrðir aflann fimlega og þau Sverrir hjálpast að við að losa af önglunum. „Svona hefur allur ufsinn verið í vor. Þræl- lifraður og söðulbakaður af fitu. Við urðum aldrei svona vör í fyrra. Fórum um allt Djúp en það var ekkert að hafa. Það litla sem fékkst var alveg ætislaust og lifrarlaust. Nú er þorskur- inn fullur af grásleppuhrognum og ufsinn spik- feitur,“ segir Sverrir um leið og hann blóðgar og gerir að. Slóginu er kastað fyrir borð og múkkarnir halda veislu. „Það er fjör í þessum körlum,“ segir Sverrir og hlær að hamagang- inum í fýlagerinu. Margrét dregur hvern fiskinn eftir annan. Það gefur örar eftir því sem rekur innar með Óshlíðinni. Stundum eru tveir og þrír á í einu, þorskar, ýsur og ufsar. Mest þorskar, heppi- legir til að hengja upp og láta síga. Sverrir seg- ist ekkert kæra sig um of stóran þorsk. Hann hentar síður til að hengja upp. „Þetta finnst þér of stórt,“ segir Margrét og sveiflar boltaþorski inn fyrir lunninguna. „Nei, nei,“ svarar Sverrir. „Ég þakka fyrir allar guðsgjafir – en mér þykir siginn fiskur bara svo óskaplega góður.“ Misskemmtilegur veiðiskapur Sverrir hefur lengi stundað laxveiðar. Skyldu þær eiga eitthvað skylt við skakið? „Nei, nei, þetta er ekki sambærilegt,“ segir Sverrir ákveðið. „Það er mikið meiri viðureign í laxinum. En skakið getur í góðu veðri verið óskaplega skemmtilegt. Ef þú lendir í asfiski og að draga smokk er gaman.“ En skyldi skakið eiga eitthvað skylt við at- kvæðaveiðar, sem stjórnmálamanninum eru ekki ókunnar? „Þær eru nú alleiðinlegastar af þessu öllu,“ segir Sverrir. „Ég get sagt þér það að aldrei í þau þrjátíu ár, sem ég var í þessum ósköpum [pólitíkinni], bað ég nokkurn tímann nokkurn mann um að kjósa mig. Og ég talaði yfirleitt ekki um pólitík við almennilegt fólk. En svo mátti maður hvergi sjá ræðupúlt nema að fara að predíka stóra sannleika. Eftir að ég var búinn að flytja fimm tíma ræðuna í þingi þá tók ég eftir því, þegar ég fór í ræðustól á samkundum hjá flokknum, að það færðist áhyggjusvipur í andlit fólks.“ Sverrir segir að Margrét sé ekki síður áköf en hann að fara á sjó. „Hún lifir fyrir þetta og ann Djúpinu eins og hún ætti það sjálf,“ segir Sverrir um leið og Margrét dregur vænan þorsk. „Þetta er afbragð,“ segir Sverrir og ger- ir að. „Hér er ekki dauðblóðgað! Sjáið þið,“ segir hann og sprettir á maganum svo grá- sleppuhrognin velta út. Sverrir rifjar upp gamalt orðfæri handfæra- manna fyrir vestan um þegar fiskur var dreg- inn og sást glytta í kviðinn á honum. „Alltaf þegar lýsti var sagt: Það lýsir. Það mátti aldrei segja: Enn lýsir eða það lýsir enn. Það var al- veg bannað. Svo var sagt: Það er tvíhvítt eða þríhvítt eftir því hvað margir voru í sjónmáli. Þú máttir tala illa um allan andskotann nema bátinn og sólina. Það mátti blóta á sjó, en ekki í landi. Enda notuðum við það óspart, móðir mín vildi ekki slíkan munnsöfnuð. Hún réð í landi.“ Sverrir tekur sér málhvíld til að gera að enn einum þorskinum sem Margrét hefur vippað um borð. „Er þetta ekki orðið fínt, Magga mín,“ spyr hann og horfir á nær fullan fiski- kassann. Nei, Margrét vill renna enn einu sinni. Fyrr en varir dregur hún vænan þorsk og stóra ýsu. „Nú hættum við,“ segir Sverrir og beitir kut- anum fimlega á fiskana. Margrét er sátt við aflann og fer að koma rúllunni niður í lest. Sverrir dregur upp sjó í fötu og skolar dekkið áður en stefnan er tekin heim á leið. Happafleyið Hermóður Hermóður ÍS 482 á heimahöfn í Ögurvík við Ísafjarðardjúp. Báturinn er með Falslaginu, byggður í Bolungarvík árið 1928 af Fal Jak- obssyni skipasmið frá Horni. Hermóður er súðbyrtur dekkbátur, knúinn ríflega 20 hest- afla norskum Sabb mótor, fulltrúi kafla í sjó- ferðarsögunni sem hefur að mestu vikið fyrir trefjaplasti og túrbínum. Faðir Sverris, Hermann Hermannsson, keypti Hermóð árið 1930, sama ár og Sverrir fæddist á Svalbarði í Ögurvík. „10. október 1930 skrifar pabbi bréf inni á Svalbarði til Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungarvík; biður hann Vestfirsk alsæ „Hér er ekki dauðblóðgað,“ sagði Sverrir og gerði að. Þau feðgin verka aflann og neyta sjálf. Sólin skein í heiði, fiskur vakti undir og múkkar skvöldruðu um allan sjó. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson fóru á skak með feðginunum Margréti og Sverri Hermannssyni á Hermóði ÍS. Þar var spjallað um skak, trillulíf við Djúp, öflun og verkun alvöru matvæla – en nær ekkert um pólitík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.