Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 14
ÓL Í AÞENU 2004 14 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lára Hrund er 23 ára gömul ogkeppir fyrir Sundfélag Hafnar- fjarðar. Hún stundar nám í Banda- ríkjunum og síðasta vetur varð hún fyrsta sundkonan í sögu UCI-há- skólans í Kaliforníu til að fá keppn- isrétt á meistaramóti bandarísku háskólanna, NCAA. Hún á þar skólamet í fimm greinum. Þessi smáa en knáa keppniskona tekur þátt í Ólympíuleikum í annað skipti en hún var einnig með í Sydn- ey fyrir fjórum árum. „Jú, ég kann- ast aðeins við svona umhverfi. Mun- urinn á að keppa hér og í Sydney er sá að hér fer keppnin fram utanhúss og hitinn er aðeins meiri,“ sagði Lára Hrund í samtali við Morgun- blaðið. Hún sagði að hitinn skipti sig litlu máli. „Þetta verður allt í fínu lagi. Ég tel mig nokkuð vana þar sem ég hef stundað nám í Kaliforníu og er þessvegna mjög vön sólinni. Hún truflar mig ekki. Aðalmálið er að fara varlega, halda sig í skugganum og drekka nóg.“ Lára Hrund stefnir fyrst og fremst að því að setja Íslandsmet en raunhæfir möguleikar hennar á að komast áfram í undanúrslit eru ekki miklir. Af 31 skráðum keppanda er hún með 29. besta árangurinn. „Mitt keppikefli er að synda vel og hafa gaman af því, og framhaldi af því ætti ég að ná að bæta mig. Nú er komið að því að ná toppnum á árinu, það hef ég ekki gert í 50 metra laug, og í ár hef ég fyrst og fremst einbeitt mér að æfingum. Í Bandaríkjunum hef ég keppt í 25 jarda laug, og árið í heild hefur ver- ið mjög gott. Ég hef æft mjög vel, byggði upp þol í vetur og eftir að ég kom heim hef ég verið í tæknivinnu með Magnúsi Má Ólafssyni, fyrrum sundmanni. Hann er búinn að hjálpa mér gríðarlega mikið í sumar og ég tel mig hafa grætt verulega á því,“ sagði Lára Hrund Bjargar- dóttir. Morgunblaðið/Golli Lára Hrund Bjargardóttir á æfingu í Ólympíulauginni í Aþenu. Sólin truflar mig ekki LÁRA Hrund Bjargardóttir stingur sér í Ólympíulaugina í Aþenu í fyrramálið, um áttaleyt- ið að íslenskum tíma á mánu- dagsmorgni. Hún keppir í 200 metra fjórsundi en þar er hún Íslandsmethafi, synti á 2:20,35 mínútum fyrir rúmu ári. Já, þetta tók snöggt af en var samtæðislegt, svo sannarlega þess virði. Ég ætlaði mér auðvitað að ná Íslandsmetinu, maður vill alltaf gera aðeins betur, og það munaði bara síð- ustu metrunum, þá vantaði mig smá- spark í rassinn til að ná því. En ég get verið ánægð með að þetta er ann- ar besti tíminn sem ég hef náð frá upphafi og sá þriðji besti var hálfri sekúndu frá metinu,“ sagði Kolbrún við Morgunblaðið að sundinu loknu. Hún var skráð með næstlakasta tímann í sínum riðli og samtals með 32. besta tímann af þeim 38 sem hófu keppni. Kolbrún endaði í sjötta sæti af átta keppendum í riðlinum, kom á undan stúlkum frá Suður-Kóreu og Hong Kong í mark, og kvaðst mjög sátt við að hafa þannig náð að hækka sig um eitt sæti. Kolbrún Ýr sagði að öll umgjörð og aðstaða á leiknum væri framar björtustu vonum. „Miðað við þær sögur sem gengu um að ekkert væri tilbúið og allt myndi klikka, þá hefur þetta verið hreint ótrúlegt. Aðstað- an, samgöngurnar, þetta er bara allt æðislegt. Það var verst að geta ekki tekið þátt í setningarhátíðinni en ég, Jakob Jóhann og Íris Edda sátum heima og horfðum á hin í sjónvarp- inu áður en við fórum í háttinn, vegna þess að við áttum að keppa í dag og á morgun. En við gengum öll inn á leikvanginn í Sydney fyrir fjór- um árum, það er sárabótin fyrir okk- ur.“ Hún ætlar ekki að sitja auðum höndum þó hennar þátttöku í leik- unum sé lokið. „Nú er ég auðvitað komin í sumarfrí og ætla að slappa af og njóta þess að fylgjast með hinum. Það er hins vegar ekki á stefnu- skránni að sofa frameftir og djamma á kvöldin, ég fylgi rútínunni hjá hin- um krökkunum og við fylgjumst að við æfingar þar til keppninni lýkur en Ragnheiður syndir síðust á fimmtudaginn. Svo verðum við hér allan tímann, tökum þátt í lokahátíð- inni og förum ekki heim fyrr en 1. september,“ sagði Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir. Bestum tíma í undanrásum 100 metra flugsundsins náði Petria Thomas frá Ástralíu, synti á 57,47 sekúndum, en þeir 16 keppendur sem komust í undanúrslitin syntu allir á skemmri tíma en einni mínútu. Kolbrún Ýr var 2,49 sekúndum frá 16. sætinu. Mette Jacobsen frá Dan- mörku sigraði í hennar riðli, 2. styrk- leikariðli af fimm, og náði að komast í úrslitin á 15. besta tímanum, 59,81 sekúndum. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir hjó nærri Íslandsmetinu í Aþenu Munaði bara síð- ustu metrunum KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir keppti fyrst Íslendinga á Ólymp- íuleikunum í Aþenu. Hennar grein, 100 metra flugsundið, var önnur í röðinni þegar undanrás- irnar hófust í hinni glæsilegu Ólympíulaug í gærmorgun, og rétt rúmri mínútu síðar var hennar þátttöku í leikunum lok- ið. Kolbrún synti á 1:02,33 mín- útu og var aðeins 0,26 sek- úndum frá Íslandsmetinu sem hún setti fyrr í sumar. Hún end- aði í 31. sæti af 38 keppendum Morgunblaðið/Golli Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir á fullri ferð í 100 m flugsundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.