Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 39 arlega eru það orð að sönnu. Þannig háttaði til að á mánudag fyrir liðlega viku vorum við hjón ásamt yngsta syni okkar á leið frá Akureyri og suð- ur í Borgarfjörð. Þegar í Húnaþing var komið var ég ráðinn í því að fara í heimsókn á Stóruborg, þar sem ég dvaldi mörg sumur sem unglingur, því ég vissi að Margrét héldi þar til á sumrin, þótt hún hefði fyrir löngu brugðið búi. Í eldhúsinu á Stóruborg áttum við einkar ánægjulega stund með Margréti, börnum hennar Tryggva og Huldu og Guðmundi son- arsyni hennar. Þar voru eðlilega rifj- aðar upp sögur og atvik frá fyrri ár- um ásamt því að segja frá fjölskylduhögum. Varla voru liðnar nema ein eða tvær klukkustundir frá því að við kvöddumst í forstofunni á Stóruborg og þar til Margrét var öll. Er engu líkara en forlögin hafi þarna ráðið för og sannarlega verður þessi heimsókn að dýrmætri og ógleyman- legri minningu í hugum okkar. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að dveljast sumarlangt hjá Margréti og Karli að Stóruborg fimm ár í röð á unglingsárum mínum. Óhætt er að fullyrða að sú dvöl og þau kynni sem ég komst í við sveitastörfin og ekki síður við Margréti og hennar góða fólk hafi haft mótandi áhrif á mig, áhrif sem ég hef búið að alla tíð síðan og sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Margrét var sérstaklega glæsileg kona og myndarleg og rak heimili sitt af mikilli alúð og natni. Bústörfin ut- an dyra voru henni líka töm og í því efni stóðust henni fáir snúning. Glett- in var hún og gamansöm og oft var glatt á hjalla á heimilinu. Gestrisni var Margréti í blóð borin og hún lagði sig fram um að gera vel við gesti sína og þess nutum við einnig sem dvöld- um á heimilinu tímabundið. Margoft naut fjölskylda mín höfðingsskapar þeirra Stóruborgarhjóna og hlýhug- ar. Fyrir það vil ég þakka á kveðju- stund. En sérstaklega vil ég þakka Margréti fyrir uppeldi og lærdóms- ríka viðkynningu og vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Það voru forréttindi að fá að vera samvistum við Margréti og hennar fólk í lífi og starfi. Ástvin- um hennar flyt ég samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Árni Þór Sigurðsson. Í dag kveð ég móðurömmu mína elskulega og ástkæra vinkonu til röskra þriggja áratuga, Margréti Tryggvadóttur, en hún lést mánu- daginn 26. júlí sl. Ég var svo gæfusöm að fá að alast upp að nokkru leyti hjá afa og ömmu í sveitinni á Stóru-Borg. Þar dvaldi ég öll sumur og í öllum fríum þegar færi gafst, eða þar til fyrir 17 árum þegar afi varð áttræður og gömlu hjónin fluttu suður. Einnig dvaldi ég þar þegar ég var á þriðja ári en þann vet- ur kenndi mamma fyrir norðan. Hjá þeim fann ég alltaf hvað ég var inni- lega velkomin og voru þau eins góð við mig og hugsast gat og fann ég að þau létu hjartað alltaf ráða ferðinni í samskiptum sínum við okkur mömmu. Í minningunni, hafði ég sem barn svo einstakt tækifæri til að kynnast fjölbreytileika sveitalífsins. Mér var alltaf minnisstætt hve afi og amma tóku fagnandi á móti okkur úti á hlaði er við komum til þeirra í sveitina. Eins fylgdu þau okkur alltaf úr garði með hlýjum kveðjum og blessunaróskum. En einnig var ömmu umhugað um að við fengjum eitthvert gott nesti með okkur. Ósköp þótti okkur vænt um þetta. Oft var ég úti í fjósi hjá þeim í miklu öryggi og atlæti, enda undi ég mér vel í sveit- inni. Hafði ég gaman af að gefa kálf- unum á meðan amma mjólkaði. Tryggvi móðurbróðir minn gaf mér líka góðan hest, Blesa, og einnig fékk ég að fara á reiðnámskeið. Þegar ég yfirgaf sveitina eftir sum- arið, var söknuður okkar mömmu mikill. En amma hugsaði oft til okkar og fékk ég afskaplega hlýleg og skemmtileg bréf. Þau fjölluðu um fréttir úr sveitinni og voru aðallega um blessuð dýrin sem okkur þótti öll- um svo óendanlega vænt um. Einnig vildi hún vita um velferð okkar mæðgna. Beið ég alltaf spennt eftir næsta bréfi, því ömmu var einkar lag- ið að ná vel til mín með skrifum sín- um. Þessi bréfaskrif lýsa elskulegri ömmu minni og nöfnu betur en nokk- ur orð og á ég þessi bréf ennþá. Þegar jólaböllin voru haldin í Barnaskóla Þverárhrepps, hjálpuð- umst við allar mæðgurnar að við að útbúa fallegar körfur úr alls konar pappír, þar sem amma var virkur meðlimur í kvenfélaginu og var það skemmtilegt. Þessar körfur voru síð- an númeraðar og fylltar með alls kyns sælgæti og síðan var dregið um það hver fengi hvaða körfu. Þetta var alla jafna mjög spennandi, en einnig dönsuðum við í kringum jólatréð með tveimur jólasveinum og nutum síðan góðra veitinga kvenfélagsins „Ársól- ar“. Amma og afi gáfu svo óendanlega mikið af sér, en þær gjörðir voru óskilyrtar. Var einkar gaman að gera fyrir þau, sama hversu lítið það var, þá voru þau alltaf svo óendanlega þakklát og það leit út fyrir að maður hefði gefið þeim svo mikið. Ömmu var mikið í mun að ég lærði á píanó og hvatti mömmu óspart til að fjárfesta í því og er ég henni afar þakklát fyrir það. Enda fylgdist hún alltaf með hvernig mér gengi í tónlistarnáminu. Er við gengum út í fjós héldumst við í hendur og sungum yfirleitt saman: „Gaukur, gaukur, gelur í skóg …“ Síðar ræktuðum við grænmeti í garð- inum hennar og prófuðum við m.a. jarðarber. En tómatana höfðum við í stofu- eða eldhúsgluggunum en auk þess var amma mín mikil blómakona, og var einkar lagin við að láta pottarósirnar sínar dafna vel og blómstra. Eru mér þessar sem og aðrar æskuminningar ólýsanlegur fjársjóður. Á vorin þegar amma kom norður eftir að gömlu hjónin brugðu búi og fluttu suður, fóru þær mamma í slát- ursgerð, hökkuðu kjöt, bjuggu til rúllupylsu og kæfu, en einnig var soð- in sulta og búnir til grautar úr rab- arbaragarðinum hennar ömmu. Allur matur sem nothæfur var, var nýttur því amma mat gildi gömlu kynslóð- arinnar, og kunni hún að búa til mat oft á tíðum úr litlum efnum. Einnig voru kleinur og partar alveg ómiss- andi hluti af tilverunni, í umsjá mömmu og ömmu en kleinu- og partagerðin fór fram á stóru bretti í kjallaranum á Stóru-Borg og var stóri steikarpotturinn á hellunni. Fékk ég sem lítil stelpa stundum að skera deigið og snúa kleinunum við en amma sá um steikinguna. Nú und- anfarin ár var það orðið að fastri og viðtekinni venju að amma kom hing- að í Ljósheimana að morgni dags og var þá drifið í laufabrauðsskurði, steikingu og kleinu- og partagerð og fengu þá Ólöf og Kolbrún að taka þátt því, sem þær hlökkuðu alltaf svo til. Elsku amma hafði svo mikla ánægju af því að koma til okkar og fá að taka þátt í því sem við vorum að gera. Það minnti hana á gamla daga. Stundum borðaði hún með okkur um helgar og kunni hún vel við sig hjá okkur og fannst okkur öllum gaman að fá hana í heimsókn. Dætur mínar héldu smá- tónleika fyrir hana, Ólöf spilaði á pí- anó en Kolbrún á fiðlu, en þótti henni mjög gaman að því hvað þeim fór vel fram. Einnig hringdi hún oft til að frétta af okkur og eins er við komum í heimsókn til hennar, því velgengni okkar allra skipti hana svo miklu máli. Mynduðust varanleg og sterk tilfinningatengsl milli okkar. Það var yfirleitt viðtekin venja að mamma fór a.m.k. annan hvern dag til að vitja hennar og færa henni mat, fara yfir stöðu reikninga, fylgja henni til lækn- is og fleira sem gera þurfti. Ég er þakklát mömmu fyrir hvað hún sinnti ömmu vel enda kunni amma vel að meta það. Amma hafði mikinn hug á að vera vel til höfð og fínt klædd og var það ekki síður eftir að hún hætti búskapn- um og flutti til Reykjavíkur. Oft hjálpuðum við mæðgurnar henni að velja á hana fín föt og var hún mjög glöð og þakklát fyrir það. Þótti okkur það afar skemmtilegt af því að amma hafði svo gaman af að máta og hegð- aði sér þá gjarnan eins og kona á besta aldri. Enda var hún mjög ung- leg og bar sig vel. Gulur var hennar uppáhaldslitur. Amma hafði gaman af því að tala um gamla daga og rifja m.a. upp æskuminningar sínar og fjölskyldu, t.d. þegar hún dansaði á skemmtun- um í gamla húsinu. En einnig hafði hún gaman af að tala um elskulega móður sína Guðrúnu og bernsku hennar austur á Hornafirði. Amma var fremur næm og fann hún ýmislegt á sér og dreymdi fyrir daglátum. Einnig fann hún oftast á sér gestakomur. Fyrir miðjan júní drifum við mæðgurnar okkur allar norður. Við vorum tvær einar í bílnum á leiðinni í sól og sumaryl og var ferðin mjög ánægjuleg og rifjuðum við amma upp gamla tíð auk þess sem við nutum feg- urðar landsins okkar. En mamma og stelpurnar komu síðar sama dag. Fjórum dögum áður en amma lést þ.e. á fimmtudaginn fyrir tæpum hálf- um mánuði hringdi Alma fyrrum hús- freyja á Þorfinnsstöðum og góð ná- granna- og vinkona. Var hún svo elskuleg að bjóða okkur, ömmu, mömmu, mér og dætrum mínum í kaffi. Við skelltum okkur vestur til Hvammstanga í yndislegu veðri, þar sem Alma býr og stóð hún í útidyr- unum á litla húsinu sínu og tók hún fagnandi á móti okkur með súkkulaði og öðrum góðgjörðum. Þar áttum við allar saman notalegan eftirmiðdag. Á eftir litum við inn til Jónu, ekkju Villa frænda, en hann var bróðursonur Kalla afa. En hún tók jafnfagnandi á móti okkur og venjulega og höfðu þær amma og Jóna gaman af að hittast og spjalla um liðna tíð. Þetta þótti okkur öllum skemmtileg kaupstaðarferð og sérstaklega vegna þess að amma var með. Daginn áður en amma lést var ann- ar bjartur og fagur dagur. Við amma röltum út fyrir dyr, í smágönguferð því hún ætlaði að hitta Tryggva bróð- ur sinn úti í gamla húsi. Döggin glitr- aði á grasinu er hún baðaði sig í geislum sólarinnar. Ég held ég geti fullyrt að birtan var jafnmikil í huga okkar ömmu er við gengum saman í þessu einstaka blíðviðri. En þar sem Tryggvi og Sigga frænka hans voru ekki komin heim röltum við út með fjósi. Þá varð mér ósjálfrátt hugsað til þess tíma í bernsku minni þegar hún leiddi mig, en nú má segja að dæmið hafi snúist svolítið við, því nú leiddi ég ömmu. Þegar við komum til baka voru þau að renna í hlað og gat amma því notað tækifærið og heimsótt þau, eins og hún hafði reyndar gert áður. Við höfðum átt einkar notalega og skemmtilega stund saman sem við báðar vorum afar þakklátar fyrir. En allajafna var það mamma sem fór með ömmu út að ganga. Síðar sama dag föðmuðumst við innilega og kvöddumst afar vel og óskaði amma okkur öllum velfarnaðar sem fyrr. Ég held að amma hafi verið afar sátt við að fara héðan enda kvaddi hún á fögrum blíðviðrisdegi í faðmi húnvetnsku fjallanna í sveitinni sinni eins og hún hafði óskað sér. Hún var líka æðrulaus og sátt við allt og alla. Afi kvaddi nákvæmlega þremur árum og tíu dögum á undan henni á öðrum blíðviðrisdegi og á svipuðum slóðum. Nú er hún hjá Kalla afa, foreldrum sínum, systkinum og öðrum ástkær- um ættingjum og vinum. Ég óska henni alls hins besta, eins og hún ósk- aði okkur svo innilega alla tíð. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir allt það sem elsku amma og afi gerðu fyrir mig og stelpurnar mínar, því við munum alltaf njóta minninganna úr sveitinni. Á milli okkar var strax í upphafi ofinn sterkur kærleiksþráður sem haldast mun alla tíð. Nú er styrk- asta stoðin fallin og vil ég kveðja elsku ömmu mína með þessum línum. Við hlýðum þó að komi hinsta kallið, Og kveðjan mikla sumardegi á. Við hnígum eins og blóm til foldar fallið, Er fær ei varist sláttumannsins ljá. Nú bljúg við þökkum alla alúð þína, og umhyggju er jafnan kom frá þér. Nú sjálfur Drottinn annist öndu þína, Og inn þig leiði í dýrðarvist hjá sér. (J.M.) Elsku amma, blessuð sé minning þín. Þín elskandi dótturdóttir, Unnur Margrét Halldórsdóttir. Elskuleg móðuramma mín er látin. Hún var mér góð og með henni átti ég margar góðar stund- ir. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Leó Leosson. HINSTA KVEÐJA ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Elsku Finnur minn. Nú er ég að skrifa minningargrein um þig, eins og þú gerðir stundum lúmskt grín að minn- ingargreinum. Sagðist lesa þær til að sjá hvernig manneskjan væri upp- hafin eftir dauðann. Minningargrein- ar væru séríslenskt fyrirbæri og eins og venjulega vaktir þú mig til um- hugsunar um lífið og tilveruna. Þegar ég hóf nám í ME var ég fyrst eiginlega skíthrædd við þig. Þú sem varst giftur frænku minni ætl- aðir ekkert að láta mig fá neina „sér- meðferð“. Það leið ekki á löngu áður en ég fór að meta þig mikils. Þú varst lærifaðir minn í menntaskóla og mér fannst ég hafa uppgötvað nýjan heim þegar ég fór að stunda nám í íslensku undir þinni stjórn. Kannski ekki al- veg í orðflokkagreiningunni, en um leið og þú fórst að kenna okkur um ljóðin, ásatrúna og Íslendingasög- urnar fórstu á flug og við, nemendur þínir, líka. Oft lagði ég ekki mikið á mig í öðrum tímum, en hjá þér gat ég setið tímunum saman og unnið verk- efni fram á nótt. Ég neitaði að skila þeim tölvugerðum og vildi fá að handskrifa hvert orð og vandaði mig mikið. Þín frábæra kennsla og ástríða fyrir bókmenntum og ljóðum hafði mikil áhrif á það að ég ákvað að læra bókmenntafræði. Það eru ekki allir kennarar sem hafa þá náðargáfu að geta náð svona vel til nemendanna eins og þú gerðir. Tímarnir hjá þér voru ógleymanlegir. Ég man dálæti þitt á ljóðum, Halldóri Laxness og hæfileika þína til að hvetja nemendur þína áfram, án þess að segja mikið. Ég veit að þú hvattir marga áfram og fylgdist af áhuga með nemendum þínum eftir að þeir luku námi. Þegar ég hóf háskólanám sendir þú mér stundum pakka með kiljum. Sagðir mér að ég gæti annaðhvort lesið þær eða notað þær í eldinn, til að orna mér við sem fátækur námsmaður. Mér þótti svo vænt um þessar send- ingar. Þegar ég hafði lokið námi var gott FINNUR NIKULÁS KARLSSON ✝ Finnur NikulásKarlsson fæddist á Gunnlaugsstöðum á Völlum 30. nóvem- ber 1956. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 31. júlí síð- astliðinn og var hon- um sungin sálu- messa í Egilsstaða- kirkju 7. ágúst. að koma aftur til ykkar Rannveigar, drekka kaffi og spjalla um bæk- ur, safnamál, kenningar og fólk sem við þekkt- um. Ein sonnetta er mér ógleymanleg úr tíma hjá þér. Það er eitt fal- legasta ljóð sem ég hef lesið. Núna minnir það mig á þig. Fyrir utan glugga vinar míns Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, um lausn á gátum sínum. Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. Hugur minn man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. (Jóhann Sigurjónsson.) Finnur minn. Þú varst hinn hái pálmaskuggi, mikill maður og mennskur. Þakka þér fyrir að auðga líf mitt og svo margra annarra. Við eigum eftir að sakna þín. Elsku Rannveig mín, Gunnhildur, Mírek og Anna Berglind, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Rannveig Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.