Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 26
Villa var í meðfylgjandi töflu sem birtist 12. ágúst sl. með grein Sigursveins Magnússonar, Framhaldsmenntun í tónlist, og birtist taflan hér leiðrétt.  $   %&'   (  )  *                                   !    "   "    ! !  !   ! ! "  !    "          !   "      #   #$ %&   $ '()*& +' , -% , .  /0& , %  &  , 12 +  ,  34 )* ,  5  $4 , '.  +  , '()*& +' , 4 +)67                                      !""#                   $                         %            &     '           &     ( )  '    SAMSTARF Reykjavíkurborgar og tónlistarskólanna, í þeirri mynd sem það er nú, hófst fyrir 41 ári, eftir samþykkt alþingis á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlist- arskóla. Framkvæmd borgarinnar á lögunum var sú, ólíkt öðrum sveit- arfélögum, að í stað þess að yf- irtaka þá tónlistarskóla sem starf- andi voru ákvað borgin að greiða kennslukostnað, en taka að öðru leyti ekki þátt í rekstri eða stjórn. Stofnun tónlistarskóla í Reykjavík hefur komið í hlut áhugamanna og brautryðjenda á sviði tónlistar- menntunar og eru þeir sjálfstæðar stofnanir. Í samstarfi skóla og borgar eru hlutverkaskiptin skýr. Borgin ber kennslukostnað upp að samþykktu marki en ber hvorki ábyrgð né skyldur gagnvart rekstri skólans. Skólarnir sjálfir bera alla ábyrgð á faglegu starfi, rekstri og fjárfestingu. Þróun Í áranna rás hefur skólunum fjölgað og hefur hver nýr skóli bætt einhverju við það litróf tónlistarkennsl- unnar sem fyrir var og skapað sér sérstöðu. Ákveðin verkaskipting og heilsteypt skóla- kerfi hefur fest rætur með fjölbreyttu náms- framboði. Skólarnir starfa víða í borginni, oft í nágrenni grunn- skóla. Óhætt er að fullyrða að samstarf borgarinnar og tónlist- arskólanna hefur verið farsælt fyrir borg- arbúa, um það vitnar tónlistarlífið. Það er ekki tilviljun að ís- lenskir tónlistarmenn eru eftirsóttir og starfa víða um heim. Hér gefst okkur dag- lega kostur á sækja tónleika bæði af klass- ískum og rytmískum meiði. Nemendur í tón- listarskólunum í Reykjavík eru nú 2300 talsins. Hver er vandinn? Í framhaldi af stjórnsýslu- hugmyndum um hagræðingu og markaðstengingu hefur skapast óvissa í samstarfi tónlistarskólanna og borgarinnar. Eiga skólarnir erf- itt með að átta sig á hvert stefnir, t.d. eru upplýsingar um framlög borgarinnar næsta vetur með þeim hætti að stjórnendum er gert erfitt að skipuleggja skólastarfið. Fleira veldur skólunum erf- iðleikum: Deilur og málferli milli stétt- arfélaga tónlistaskólakennara og Reykjavíkurborgar um túlkun á kjarasamn- ingi. Skólarnir munu gjalda fyrir þetta ósætti sem með einum eða öðrum hætti mun lenda á nemendum og kennurum. Reykjavíkurborg á í vandræðum með að stjórna fjárframlögum til tónlistarskóla. Þetta lýsir sér í því að tón- listarskólum er fjölgað án þess að til komi aukin aukin framlög borgarinnar. Þessi þróun er óhagkvæm og erfitt að sjá hvernig hún getur haldið áfram með þessum hætti. Þær hugmyndir hafa komið fram af hálfu Reykjavík- urborgar að framlög til tónlistarskólanna verði ákvörðuð af eft- irspurn (lengd bið- lista). Slík markaðs- sjónarmið eru varhugaverð. Skóli getur verið að vinna gott starf þó biðlistar séu ekki langir. (Minnt er á að hljóðfæragreinar eru mis- vinsælar. Kontrabassi er t.d. ómiss- andi rödd í hverri hljómsveit. Þó munu ekki vera langir biðlistar eftir kontrabassanámi). Í ljósi þess sem hér hefur komið fram er brýnt að aðilar snúi sér sameiginlega að lausn þess vanda sem hér birtist þannig að starf í tónlistarskólum í Reykjavík geti verið með eðililegum hætti áfram. Með það í huga að Reykjavíkurborg er stórveldi á sviði sveitarstjórn- armál á Íslandi og rödd borg- arinnar hefur áhrif á landsvísu gæti hún unnið með skólunum að lausn þessara mála með eftirfarandi hætti: Samskipti og upplýsingagjöf verði bætt þannig að skólarnir geti með góðum fyrirvara og með eðli- legum hætti skipulagt starf til næstu framtíðar. Gengið verði í að eyða ágreiningi milli borgarinnar og stéttarfélaga kennara í tónlistarskólum til að koma í veg fyrir málaferli sem eru seinvirk og kostnaðarsöm. Horfið verði frá markaðstengingu fjárveitinga. Biðlistar eru hæpin viðmiðun á gæði skóla og náms. Eftirspurn ætti aðeins haft áhrif á fjárveitingar að skóli geti ekki nýtt heimildir sínar til fulls. Lokaorð Hagræðing hljómar ekki illa svo lengi sem hún lýtur að bættu og skilvirkara skólastarfi. Heilbrigð samkeppni um gæði kennslu og fag- legt starf er innbyggð í rekstrarfyr- irkomulagi skólanna. Nemendur hafa alla möguleika í núverandi skipan til að velja sér skóla og námsbrautir. Munu þeir ekki velja þá skóla sem þeir telja að sýni best- an árangur út frá faglegum viðmið- unum og forsendum? Ritstjórn Morgunblaðsins færi ég að lokum þakkir fyrir aðstoð og góða samvinnu við birtingu þessara greinakorna um tónlistarmenntun á Íslandi. Reykjavíkurborg og tónlistarskólarnir Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlistarmenntun ’Hagræðinghljómar ekki illa svo lengi sem hún lýtur að bættu og skil- virkara skóla- starfi.‘ Sigursveinn Magnússon Höfundur er formaður STÍR, Sam- taka tónlistarskóla í Reykjavík, og skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík. UMRÆÐAN 26 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Innritun hefst mánudaginn 16. ágúst Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar á skrifstofu Tónskólans í síðasta lagi 20. ágúst nk. Skrifstofa skólans, Engjateigi 1, er opin virka daga frá kl. 12-18. Skólastjóri JÓN Stefánsson leigubílstjóri skrifar grein í Mbl. 9. ágúst 2004 þar sem hann rekur mun á fargjöldum leigubifreiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Ég sé ekki ástæðu til að blanda mér í þá umræðu, en óhjákvæmilegt er að leiðrétta það sem hann skrifar um Kynnisferðir ehf. Í grein sinni heldur Jón því fram að Sérleyf- isbílar Keflavíkur og Kynnisferðir ehf. séu „undir verndarvæng stjórnsýslunnar“ og „aka á þessum leiðum á niðurfellingu frá rík- inu og alltof háum far- gjöldum“. Jón telur einnig að Kynnisferðir fái gjald til baka frá ríkinu í „formi nið- urfellingar á opinber- um gjöldum“. Hið rétta er að Kynnisferðir fá enga niðurfellingu gjalda af neinu tagi í sambandi við leiðina Reykjavík – Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík. Um þetta er hægt að fá upplýsingar hjá Vegagerðinni, sem hefur með sér- leyfismál að gera. Kynnisferðir er sérleyfishafi á þessari leið, en sér- leyfið þýðir að félagið verður að þjóna öllu því flugi sem kemur til Keflavíkurflugvallar og fer þaðan, á öllum tímum sólarhringsins. Það þýðir ekki að félagið hafi einok- unaraðstöðu og sitji eitt að flutn- ingunum, það er öðru nær. Kynn- isferðir flytja um 15–20% allra flugfarþega til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, önnur rútufyr- irtæki sjá að mestu leyti um aðra flutninga, ásamt leigubifreiðum, einkabifreiðum, bílaleigubílum og reiðhjólum. Þeirri fullyrðingu að „ríkið nán- ast mokar peningum í þessi fyr- irtæki“ og að þau hafi þess vegna getað „endurnýjað nánast allan sinn bílaflota á 2–3 árum án nokk- urrar fyrirhafnar“ er vísað til föð- urhúsanna. Það er sameiginlegur vandi allra rútufyrirtækja að geta ekki endurnýjað bifreiðar sínar nógu hratt, sem m.a. má kenna um of lágum daggjöldum og und- irboðum. Ekki er vitað um hvað Jón á við með því að segja að Flugleiðir láti bíla aka á milli allra hótela og gisti- húsa á hálftíma fresti, bíla sem Kynnisferðir ehf. reka. Það sem er rétt í málinu er að Kynnisferðir sækja farþega í dagsferðir sínar á öll hótel og gistiheimili borg- arinnar, hálftíma áður en ferðirnar leggja af stað og aka þeim á BSÍ, þar sem ferðirnar hefjast. Þetta þykir sjálfsögð þjónusta og er stund- uð af flestum eða öll- um sem reka dags- ferðir fyrir erlenda ferðamenn eða veita þeim aðra þjónustu. Má þar m.a. nefna hestaleigur, hvalaskoð- unarfyrirtæki, jeppa- fyrirtæki, bílaleigur og jafnvel einstaka sér- leyfishafa. Í lok dags- ferðanna er ekinn hringur um Reykjavík og farþegum skilað eins nálægt gisti- stöðum og unnt er. Þar að auki sækja Kynnisferðir farþega sem ætla með Flug- rútunni að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á öll hótel Reykjavíkur og nokkur gistiheimili og skila farþeg- um frá flugstöðinni á sömu staði. Þetta þykir líka sjálfsögð þjónusta við flugfarþega og í samræmi við niðurstöðu samkeppnisstofnunar frá árinu 1998. Varðandi fríar ferðir til Keflavík- urflugvallar, skal það tekið fram að Flugstöð Leifs Eiríkssonar býður flugfarþegum upp á fría ferð kl. 04:30 á morgnana. Er þetta hluti af auglýsingaherferð flugstöðvarinnar til að reyna að laða fólk fyrr að stöðinni. Í sama tilgangi hefur stöðin líka boðið þeim sem koma fyrir ákveðinn tíma á morgnana inn í flugstöðina upp á ókeypis morg- unverð eða frítt bílastæði í ákveðið marga daga. Rútu til þessarar ferð- ar leigir Flugstöð Leifs Eiríkssonar af Kynnisferðum. Kynnisferðir ehf. er dótturfyr- irtæki Flugleiða hf., en hefur frá stofnun árið 1968 verið rekið sem sjálfstætt þjónustufyrirtæki og reynt að standa sig sem slíkt. Frá upphafi hafa samskipti félagsins og leigubílstjóra verið með miklum ágætum. Kynnisferðir leggja áherslu á gott samstarf allra aðila sem tengjast þjónustu ferðamanna að einhverju eða öllu leyti. Það eitt leiðir til þess að ferðaþjónusta verði sú órofa keðja sem hún á að vera. Flugrútan til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Þráinn Vigfússon skrifar um samgöngur ’Frá upphafihafa samskipti félagsins og leigubílstjóra verið með mikl- um ágætum.‘ Þráinn Vigfússon Höfundur er framkvæmdastjóri Kynnisferða ehf. Í LEIÐARA New York Times 6. ágúst sl. með ofangreindri yf- irskrift, er sagt frá frumvörpum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi. Þar er m.a. sagt frá því að með takmarkalaus- um veiðum (orðið „stripmining“ er not- að), á fiski til bræðslu (industrial fishing) hafi um 90% af stofni tún- fisks og sverðfisks ver- ið útrýmt – og stofnar annarra nytjafiska í stórhættu. Það leiðir hugann að því að fyrir um hálfri öld veiddust hér við land árlega 400–500 þúsund tonn af þorski. Nú er aflinn um 200 þúsund tonn. Á sama tíma hafa veiðar á fiski til bræðslu margfaldast. Þeirri spurningu er hér með beint til Hafrann- sóknastofnunar að hún upplýsi um samband mikilla veiða á fiski til bræðslu annars vegar og þessa miklu minnk- un þorskaflans hins vegar. Sé þar samband á milli væri það verðugt verkefni Hag- fræðistofnunar háskól- ans að reikna út þjóð- hagslegan ávinning af auknum þorskafla á kostnað minni afla á fiski til bræðslu. Til bjargar hafinu Sigurður Helgason skrifar um sjávarútveg ’Á sama tímahafa veiðar á fiski til bræðslu margfaldast.‘ Sigurður Helgason Höfundur er fyrrv. forstj. Flugleiða hf.FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.