Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 1
Reuters Viðvörun almannavarna enn í gildi VICTOR Rivera rannsakar eyðilegginguna af völdum Charley á vinnustað sínum í Port Charlotte, varahlutabúðinni Auto Zone Auto Parts. Snemma í gær hafði Charley gengið yfir Flórída-skagann og út á Atlantshaf og veru- lega hafði dregið úr vindstyrk hans. Viðvörun almannavarna í suðurhluta Bandaríkjanna var þó enn í fullu gildi og gert var ráð fyrir því að Charley kæmi inn yfir strönd Suður-Karólínuríkis seint í gær. FELLIBYLURINN Charley olli gífurlegri eyðileggingu á Flórída- skaga í Bandaríkjunum þegar hann gekk yfir svæðið í gærmorgun. Vit- að er að a.m.k. tveir biðu bana í veðurofsanum og þá sögðu embætt- ismenn í Charlotte-sýslu að „um- talsvert manntjón“ hefði orðið þeg- ar fellibylurinn lagði hjólhýsabyggð í bænum Punta Gorda í rúst. Wayne Sallade, yfirmaður al- mannavarna í Charlotte-sýslu, sagði að þúsundir manna hefðu misst heimili sín. Líkti hann eyðileggingu af völdum Charley við það þegar fellibylurinn Andrew gekk yfir Flórída 1992 en þá fórust 26 manns. „Þetta er Andrew endurtekinn,“ sagði Sallade. „Við teljum að um- talsvert manntjón hafi orðið.“ Kvaðst Sallade þó ekki enn geta sagt til um það hversu margir hefðu dáið í Punta Gorda, þar sem tjón varð sem mest. Gekk björg- unarstarf illa en m.a. áttu sjúkrabíl- ar erfitt með að komast á vettvang vegna eyðileggingarinnar. „Það bendir allt til þess að þessi stormur hafi haft hrikalegar afleið- ingar í för með sér,“ sagði Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída. Mikil eyðilegg- ing í Flórída Punta Gorda, Miami. AP, AFP. Óttast er að „umtalsvert manntjón“ hafi orðið af völdum fellibylsins Charley STOFNAÐ 1913 220. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Vestfirsk alsæla Á skaki með feðginunum Margréti og Sverri Hermannssyni 10–12 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Maður eins og Eyjólfur Sverrisson  Næsti bær við sum- arbústað  Kúrekar malbiksins  Rússneskur smellur  Flugan Atvinna | Konur jákvæðari en karlar í viðhorfskönnun til sjö starfsstétta 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HÓPUR byssumanna drap að minnsta kosti 150 kongóska flótta- menn í árás sem þeir gerðu á föstu- dagskvöld á flóttamannabúðir sem Sameinuðu þjóðirnar reka vestar- lega í Afríkuríkinu Búrúndí. Að sögn talsmanna SÞ létust þrjátíu manns til viðbótar á sjúkrahúsi í höfuðborg- inni Bujumbura af völdum sára, sem þeir hlutu í árásinni. Flóttafólkið var af ættbálki tútsa sem í júní flúði átök í Suður-Kivu, héraði í Lýðveldinu Kongó sem landamæri á að Búrúndí. Árásar- mennirnir eru taldir hafa verið Búr- úndí-menn af ættbálki hútúa og raunar hafa Þjóðfrelsissamtök hútúa (FNL) lýst ábyrgð á verkinu á hend- ur sér. Árásarmennirnir réðust á flótta- mannabúðirnar í Gatumba, rétt hjá landamærunum að Lýðveldinu Kongó, seint á föstudag. Talsmenn FNL segja að þeir hafi gert árás á bækistöðvar stjórnarhers Búrúndí í nágrenninu en að skot hafi borist frá flóttamannabúðunum og FNL hafi því orðið að verja hendur sínar þar. Vitni sögðu hins vegar engan vafa leika á því að um skipulagt fjölda- morð hefði verið að ræða. Árásar- mennirnir hefðu beitt skotvopnum en að þeir hefðu einnig notað sveðjur til að brytja fórnarlömb sín í spað. Aðkoman hefði verið hrikaleg. Ráðist á búðir SÞ í Búrúndí Bujumbura. AFP, AP. 180 flóttamenn af ætt tútsa drepnir Milljónir þurfa matvæla- aðstoð Nairobi. AFP. FYRIRSJÁANLEGT er að meira en tólf milljónir manna í löndum Austur-Afríku muni bráðnauðsyn- lega þurfa á matvælaaðstoð frá al- þjóðlegum hjálparsamtökum og er- lendum ríkjum að halda á næstu sex mánuðum. Mest er þörfin í Eþíópíu en þar standa 4,5 milljónir manna frammi fyrir því að hafa ekki nóg til að bíta og brenna á næstunni. Þetta er niðurstaða hjálparsam- takanna Famine Early Warning System Network (FEWSNET) en þau hafa gert úttekt á matvælaþörf fólks á þessu svæði næstu misserin. Segir Epitace Nobera, talsmaður samtakanna, að í Erítreu, nágranna- ríki Eþíópíu, sé viðbúið að hungurs- neyð ógni um 1,4 milljónum manna sökum þess að minna fé hefur feng- ist til alþjóðlegrar matvælaaðstoðar að undanförnu. Þá þurfi 2,3 milljónir manna í Kenýa, 1,7 milljónir manna í Úganda og 1,1 milljón í Sómalíu á að- stoð að halda, auk þess sem brauð- fæða þarf 1,2 milljónir manna í Darf- ur-héraði í Súdan þar sem blóðug innanlandsátök undanfarna mánuði hafa leikið íbúana grátt. Ástæður þessarar yfirvofandi hungursneyðar eru sagðar einkum tvær; innanlandsátök sem allt líf setja úr skorðum og sú staðreynd að rigningar hafa verið óvenju litlar á svæðinu, en það hefur valdið upp- skerubresti. Reuters Óttast er að flóttafólk frá Darfur í Súdan muni þurfa að þola skort. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans Ástríður Thor- arensen tóku síðdegis í gær á móti Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar og eiginkonu hans Anitu Steen á heimili þeirra í Fáfnisnesi í Reykjavík. Við það tækifæri tjáði Davíð fréttamönnum, að hann gerði ráð fyrir að taka við embætti utan- ríkisráðherra 15. september n.k. „Mér líður nokkuð vel. Ég er að koma til og sækja í mig styrk og kraft. Enda búið að skera mig sund- ur og saman," sagði Davíð við frétta- menn við upphaf heimsóknarinnar. Hann kvaðst enga ákvörðun hafa tekið um það hvenær hann myndi snúa til starfa að nýju. Það sem skipti máli væri að ná heilsu á ný. Aðspurður hvort það hjálpaði ekki að hafa hjúkrunarkonu á heim- ilinu játti Davíð því. Ástríður eig- inkona hans, sem er hjúkrunarfræð- ingur að mennt, gætti þess að hann nyti nægrar hvíldar. „Ég er að reyna að passa upp að Davíð fari ekki of geyst, hann á það til að vilja fara svolítið bratt upp,“ sagði Ástríður. Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar og eiginkona hans hafa undanfarna daga verið í einkaheim- sókn á Íslandi í framhaldi af fundi forsætisráðherra Norðurlanda. Morgunblaðið/Árni Torfason Forsætisráðherrahjón Íslands og Svíþjóðar á tröppunum í Fáfnisnesi í blíðviðrinu síðdegis í gær. Sæki í mig styrk og kraft Davíð Oddsson ráðgerir að taka við embætti utanríkisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.