Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Sorrento 30. sept. Kr. 79.900 7 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Kraká 25. okt. Kr. 29.950 Flugsæti með sköttum, beint flug. Netverð Jamaica 2. nóv. Kr. 89.900 7 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Barcelona 24. okt. Kr. 28.580 Flugsæti með sköttum. Netverð Prag 4. okt. Kr. 29.950 3 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Budapest 30. sept. Kr. 46.890 4 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. standa myndir af ýmsum fyrir- mennum sem hann hefur verið samtíða í starfi, svo sem Kekkonen Finnlandsforseta, en Rannikh var 15 ár í Finnlandi fyrst sem túlkur í Tuurku og síðan í sendiráðinu í Helsinki. Hann hóf störf í utanrík- isþjónustunni eftir að hafa lokið prófi 1971 frá alþjóðatengslahá- skóla utanríkisráðuneytisins í Moskvu, þar sem hann er fæddur. Árið 2001 lauk Elena kona hans prófi frá sama skóla. Stór mynd af Pútin forseta Rússlands er á veggnum gegnt inn- komunni, hann er þar í júdóklæð- um. „Mér finnst þessi mynd skemmtileg, ég hef sjálfur stundað júdó um árabil,“ segir Rannikh. Á hillunni eru einnig myndir af honum með Brésnev og Gorbatsjov og fleiri háttsettum mönnum Sov- étríkjanna. Dularfullt fótatak á rishæðinni Eftir skoðunarferðina um húsið setjumst við öll inn í stofu. Ég spyr Elenu Rannikh hvernig henni líki veran á Íslandi. „Ágætlega,“ svarar hún. „Við er- um með góða barnfóstru sem áður starfaði á barnaheimili í Rússlandi. Við getum því farið okkar ferða án þess að hafa áhyggjur af barninu.“ Barnfóstran er einmitt dökkhærða stúlkan sem opnaði fyrir mér og er nú að bera fram kaffið. Hún heitir Nadja og brosir kurteislega þegar hún hellir í bollann minn. Ég spyr almæltra tíðinda, svo sem hvort draugagangur sé í hús- inu að Túngötu 9. „Já, svo var mér sagt og ég var látinn setja smámynt í glugga svefnherbergjanna til þess að friða draugana,“ segir Alexander Rann- ikh. Elena segir mér að hún heyri stundum fótatak og ýmis hljóð á rishæðinni. „Líklega er þetta bara vindur- inn,“ segir hún svo og hlær. „Ég hef aldrei rekist hér á neina drauga en ég hef komist að því að hljóð berast undarlega á Íslandi, það heyrast vissulega skrítin hljóð hér en þau geta ekki stafað af neinu nema vindinum,“ segir Alex- ander. Bökur frá Síberíu sem drógu að úlfa Ég fær mér litla snittu og talið berst að mat. „Við höfum áhuga á að semja við íslenskan veitingastað um að gera tilraun með að bjóða upp á rúss- neskan mat. Við erum hér með listakokkinn Vadim Skvortsov, það gæti verið áhugavert að standa fyr- ir rússneskri matarsýningu,“ segir Rannikh. „Kannski vodka og kavíar?“ segi ég. „Rússneskur matur er mikið meira en það. Litlar bökur með kjöti í eru sérstakar og vinsælar, þær eru búnar til í Síberíu og raunar um allt Rússland. Áður fyrr geymdi fólk í Síberíu þær úti í frostinu,“ bætir hann við. „Drógu þær þá ekki að úlfa og birni?“ segi ég. Þau hlæja öll. „Birnir liggja í hýði á veturna en úlfarnir höfðu sjálfsagt áhuga fyrir kjötbökunum litlu, en nú eru bök- urnar geymdar í frystikistum og soðnar eftir hendinni,“ segir Rannkh - enn brosandi. Hann getur þess að ekki sé til sölu rússneskur vodki á Íslandi en sendiráðið flytji inn sinn vodka til eigin afnota. From Russia with love Ég spyr hvort rússneska utan- ríkisþjónustan haf breyst mikið við breytta stjórnarhætti Rússlands. „Það sem hefur breyst er ástandið í heiminum og verkefni utanríkisþjónustunnar,“ svarar Rannikh. „Nú er „kalda stríðið“ ekki leng- ur við lýði og starf rússneskra diplómata á Íslandi er orðið miklu leiðinlegra. Við berjumst ekki leng- ur gegn varnarliðinu í Keflavík og vandamálin eru fá í samskiptun- um,“ bætir hann við og hlær. „Menntunar- og upplýsingar- verkefni verða sífellt mikilvægari. Íslendingar vita í raun ekki mikið um Rússland en afstaða þeirra er hlýleg.“ Ég minni á lagið Volga Volga og James Bond myndina From Russia with love. „Fólk hér veit meira um þá ímynd Rússa sem var búin til ann- ars staðar en í Rússlandi. Rússar brosa gjarnan að þeim myndum sem gerðar voru á dögum „kalda stríðsins“, en þeim finnst þetta líka leiðinlegt, það á líka við í þeim myndum þar sem reynt er að sýna Rússland í jákvæðu ljósi. Skortur á vitneskju um málefni Rússlands er augljós.“ segir Rannikh. Fall Berlínarmúrsins var jákvætt Talið berst að þýsku verðlauna- myndinni „Goodbye Lenin!“ og Andrey Melnikov snarast fram til að sækja brot úr Berlínarmúrnum sáluga, sem er aðalefni umræddrar kvikmyndar. Í ljós kemur að Alexander Rann- ikh átti sæti í vinnuhóp rússneska utanríkisráðuneytisins sem vann að sameiningu Austur- og Vestur- Þýskalands. „Fall múrsins var mjög jákvætt, fyrir okkur var þetta líka tákn þess að hugmyndafræðilegar hindranir í Evrópu væru á undanhaldi,“ segir Rannikh. Ég spyr um Lenín og afstöðuna til hans í Rússlandi. „Afstaðan til Leníns er mjög mismunandi, eldra fólk hefur enn já- kvæða afstöðu til hans vegna þess að þetta fólk hefur tapað miklu í efnislegum skilningi síðan stjórn- arhættir breyttust. Meirihluti íbúa lands- ins er þó gagnrýninn, þeir telja mikinn mun á hugmyndum og markmiðum sem Lenín setti fram og því sem gert var í nafni þeirra. Hugmyndin að uppbyggingu hins „ídealistíska“ samfélags var góð en þau meðul sem gripið var til svo koma mætti þessu samfélagi á voru ekki að sama skapi góð. Það mun taka langan tíma að endur- reisa efnahagskerfi landsins.“ Ég spyr um þjóðnýtingu eigna og hvort skila megi þeim til sinna upprunalegu eiganda. „Það er ekki hægt, það sem var mögulegt í þessum efnum í Þýska- landi og í Eystrasaltsríkjunum er ekki gerlegt í Rússlandi, til þess er of langur tími liðinn. Á sovéttím- anum fleygðu menn skjölum sem tengdu þá við aðalsættir og ríki- dæmi, það voru hættuleg tengsl þá. Átti ömmu af aðalsættum Það var fyrst eftir að faðir minn dó að ég frétti að amma mín Ekat- erina hefði verið af ríkum aðalsætt- um.“ Faðir Alexanders var liðsforingi í sovéska hernum, hann átti oft í miklum erfiðleikum á sínum starfs- ferli vegna uppruna móður hans. „Nú hefur kirkjan höfðað mál gegn rússneska ríkinu til þess að fá aftur eignir sem teknar voru af henni eftir byltinguna. Samfélagið hefur samúð með málstað kirkj- unnar en ef hún vinnur þetta mál myndi það valda miklum umbrot- um og skapa fordæmi. Þá myndu margir höfða mál og gera kröfur á hendur ríkinu sem nú hefur einka- vætt eignir sem fyrir byltinguna tilheyrðu öðru fólki á öðrum grundvelli. Ef farið væri að skila þessum eignum til fyrri eigenda myndi skapast byltingarástand í landinu á ný, Rússland myndi loga í málaferlum sem ekki yrði hægt að leysa úr,“ segir Rannikh. En saknar hann sovéska sam- félagsins? „Já, að sumu leyti, þetta var samfélagið sem ég ólst upp í. Fé- lagsleg aðstoð, einkum við börn og gamalmenni, var á háu stigi og að- gengi að heilbrigðisþjónustu var mjög gott. Listastarfsemi var mikil og hún er fjörug líka nú en fjár- skortur hamlar henni. Ég get t.d. ekki af fjárhagsástæðum boðið hingað rússnesku listafólki. Til að bæta úr þessu öllu þarf aðlögunar- tíma. Það þarf að koma efnahag landsins í eðlilegt horf en slík end- urreisn tekur langan tíma.“ Málverk eftir fræga málara prýða veggina í glæsilegri setustofunni. Kokkurinn Vadim Skvortsov ræður ríkjum í eldhúsinu. Heimasætan fyrir framan rússneska kristalinn, sumir gripirnir eru handskornir. gudrung@mbl.is Skápurinn og klukkan eru frá því fyrir frönsku stjórnarbyltinguna og samskonar skápur mun vera til í höll Katrínar miklu. Alexander Rannikh sendiherra með fallbyssukúluna fornu sem fannst þegar verið var að grafa fyrir flaggstöng í garðinum við Túngötu 9. Rannikh telur að kúlan sé frá dög- um Tyrkjaráns- ins og hyggst fá starfsmenn Þjóð- minjasafnsins til að skoða málið. Í billjardstofunni þar sem fall- byssukúlan er geymd er líka útspýtt skinn af úlfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.