Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 41
VEÐUR-BLÍÐAN lék við flesta landsmenn í síðustu viku og gömul hitamet féllu víða um land. Nýtt Íslands-met í hita var skráð í Skaftafelli. Þar mældist hitastigið 29,1 gráða. Gamla metið var 28 ára gamalt en árið 1976 var 27,7 gráðu heitt á Akureyri. Í Reykjavík komst hitinn í 24,8 gráður. Er það mesti hiti sem hefur nokkurn tíma mælst í borginni. Fréttir af hitanum bárust alla leið til Ástralíu. Var þar sagt frá því að í Reykjavík væri yfirfullt af fólki í sund-laugunum og mikið að gera hjá ís-sölum. Í Nauthólsvík var líka troðfullt af fólki sem sleikti sólina og lét sem það væri á sólarströnd í útlöndum. Mörg fyrirtæki ákváðu að loka vegna hitans og hleyptu starfs-fólkinu út í góða veðrið. Ástæðan fyrir þessari hlýju er heitt loft sem leitar frá Norðurlöndunum og Norður-Evrópu en þar hefur verið mjög hlýtt undan-farnar vikur. Auk þess beinir gamall fellibylur, Alex að nafni, heitu lofti til Íslands. Veðurstofan spáir því að veður verði áfram gott. Hitamet bætt víða um land Morgunblaðið/Sigurður Elvar Fólk naut hitans víða um land. Þessir krakkar skelltu sér í sjóinn við Langasand á Akranesi til að kæla sig niður. Morgunblaðið/ÞÖK Krakkar léku sér í Öxará en hitinn þar varð tæpar 30 gráður. AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 41 Netfang: auefni@mbl.is Á ANNAÐ hundrað manns lét lífið í fellibyl í austurhluta Kína á fimmtudag og föstudag. Var þetta einn mann-skæðasti fellibylur í landinu í mörg ár. Yfirvöld sögðu að 115 lík hefðu fundist og töldu líklegt að dánar-talan hækkaði. Að minnsta kosti fimmtán manns var saknað á landi. Ekki var þá vitað um afdrif 60 fiskimanna sem voru á sjó þegar óveðrið skall á. Yfir 1.800 manns slösuðust. Illviðrið olli miklu eigna-tjóni. Um 42.000 íbúðir eyðilögðust og 88.000 skemmdust. Um 260.000 hektarar af ræktuðu landi urðu fyrir skemmdum og þúsundir trjáa rifnuðu upp með rótum. Tjónið var metið á sem svarar 130 milljörðum króna. Fellibylurinn kom að landi í borginni Wenling við strönd Zhejiang-héraðs í suðaustur-hluta Kína á fimmtudag. Reuters Kínverjar í borginni Wenling þegar fellibylur gekk yfir suðausturhluta Kína á fimmtudag. Fellibylur veldur manntjóni í Kína TVÖ lið, FH og ÍA léku fyrri leiki sína í UEFA-bikarnum, eða Evrópu-keppni félags-liða, í knattspyrnu á fimmtudags-kvöldið. FH-ingar léku á Laugardals-velli við skoska liðið Dunfermline. Skagamenn léku hins vegar í Svíþjóð við Pétur Hafliða Marteinsson og félaga í Hammarby. FH-ingar byrjuðu mjög vel í leiknum við Skotana og komust í 2:0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Jónas Grani Garðarsson skoraði á 19. mínútu. Allan Borgward bætti svo við öðru marki þremur mínútum síðar. Hafnfirðingar áttu síðan tvö skot í stöng áður en gestirnir minnkuðu muninn á 72. mínútu og jöfnuðu síðan á 88. mínútu. Í Svíþjóð byrjaði leikurinn ekki eins vel fyrir íslenska liðið. En heima-menn skoruðu strax á áttundu mínútu og þar við sat allt þar til undir lok leiksins að heima-menn skoruðu aftur og þá voru aðeins fjórar mínútur til leiksloka. Það er því ljóst að róðurinn verður erfiður fyrir íslensku liðin í síðari leikjunum sem fram fara eftir tæpan hálfan mánuð.Morgunblaðið/ÞorkellFH-ingar byrjuðu vel í leiknum gegn Skotum. Jafntefli hjá FH en ÍA tapar Morgunblaðið/ÞÖK Pink sýndi mikil tilþrif. TVENNIR stórtónleikar voru haldnir í Laugardals-höllinni í vikunni. Voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir og mættu um 10 þúsund manns á tónleikana til samans. Á þriðjudags-kvöldið kom bandaríska popp-söngkonan Pink fram með hljómsveit sinni. Hún söng lög af öllum þremur plötum sínum og sungu áhorfendur hástöfum með. Pink hefur undanfarið verið á tónleika-ferðalagi um Evrópu. Hún hefur meðal annars haldið tónleika í Bretlandi og Tékklandi. Hljómsveitin Í svörtum fötum hitaði upp fyrir Pink. Á miðvikudags-kvöldið var svo bandaríski rapparinn 50 Cent með tónleika ásamt félögum sínum í G-Unit. Þeir félagar sungu í einn og hálfan klukkutíma við góðar undirtektir tónleika-gesta. Íslensku hljómsveitirnar XXX Rottweilerhundar, Quarashi, og Hæsta höndin hituðu upp. Stór- tónleikar í Laugar- dalshöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.