Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 35 Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR TRYGGVADÓTTUR, Stóru-Borg, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu. (Björn) Tryggvi Karlsson, Ólöf Hulda Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Leo J. W. Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi og sonur, PÉTUR SVAVARSSON tannlæknir, Meistaravöllum 15, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst kl. 10.30. Auður Ragnarsdóttir, Pétur Jóhann Pétursson, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Ólöf Bolladóttir, Nina Mijnen, Hanna Pétursdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN SIGURÐSSON fyrrv. lögreglustjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 17. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Kjaran, Soffía Sigurjónsdóttir, Stefán J. Helgason, Sigurður Sigurjónsson, Hanna Hjördís Jónsdóttir, Magnús Kjaran Sigurjónsson, Þórunn Benjamínsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Ingileif Jónsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Helga Bragadóttir, Árni Sigurjónsson, Ásta Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS VIGNIS JÓNSSONAR framkvæmdastjóra, Sævangi 15, Hafnarfirði. Soffía Jónsdóttir, Jón Rúnar Jónsson, Dagbjörg Traustadóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Steingrímur Magnússon, Bragi Vignir Jónsson, Rut Helgadóttir, Sigurður Ól. Jónsson, Dagrún Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, GUNNAR ALBERT HANSSON byggingafræðingur, Sævargörðum 18, Seltjarnarnesi, sem lést sunnudaginn 8. ágúst, verður jarð- sunginn frá Kristskirkju Landakoti þriðjudag- inn 17. ágúst kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson, sími 510 8400, netfang www.greining.is . Helga Guðmundsdóttir, Helga Sunna Gunnarsdóttir, Nökkvi Gunnarsson, Ellen Rut Gunnarsdóttir, Steinn Baugur Gunnarsson, Júlíana Einarsdóttir, Hans Hilaríusson, Jónína Böðvarsdóttir, Guðmundur Karlsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÝR VIGGÓSDÓTTIR, Skúlagötu 2, Stykkishólmi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju mið- vikudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Ólafur Þórir Sighvatsson, Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir, Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson. Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ingibjörg LiljaBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1916. Hún lést á Borgarspítal- anum 22. júní síðast- liðinn. Ingibjörg var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Oddsdóttur húsmóður, f. á Hliði í Garðahverfi 20. sept- ember 1883 og Björns Sigurðssonar trésmiðs, f. í Hróars- hjáleigu í Skagafirði 14. september 1874. Ingibjörg átti þrjá eldri albræður. Sigurður Þor- bergur, f. 15. ágúst 1906, Oddur Hervald, f. 9. desember 1908 og Ásgeir, f. 13. febrúar 1914. Ingibjörg eignaðist eina dóttur, Guðbjörgu Signýju Richter, f. 17. júlí 1947. Hún lést 22. júlí sl. Faðir Guðbjargar var Max Friedrich Richter úrsmiður, f. í Dresden í Þýska- landi árið 1916. Eig- inmaður Guðbjargar er Guðmundur H. Magnússon raf- virkjameistari, f. 25. janúar 1941. Börn þeirra eru: 1) Guðný myndlistarmaður, f. 3. ágúst 1970, unn- usti Jonathan Meese myndlistarmaður, f. í Japan 23. janúar 1970. 2) Margrét hönnuður, f. 31. desember 1974, sambýlismaður Helgi Þórsson myndlistarmaður, f. 16. október 1975. 3) Brynjólfur prentsmiður f. 28. maí 1980. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey. Þannig er það í þessu lífi að mað- ur velur sér ekki alltaf samferða- fólk. Til að byrja með er valið ekki í okkar höndum. Við erum misheppin með þá sem verða á vegi okkar í líf- inu. Við vorum svo lánsöm að hafa þekkt Ingu frá því að við munum eftir okkur. Foreldrar okkar hófu búskap á Baldursgötu 11 ung að aldri, með sitt fyrsta barn, árið 1956. Inga bjó þar ásamt dóttur sinni Guðbjörgu. Inga er ein af þeim manneskjum sem forréttindi eru að hafa fengið að alast upp með og kynnast. Snemma hófst vinskapur með henni og mömmu okkar, sem þróaðist út í nána vináttu sem var- aði alla tíð. Heimili Ingu og Guðbjargar var alltaf opið okkur og við vorum dag- legir gestir þar. Oft höfum við furð- að okkur á því hvað við vorum vel- komin, þolinmæði þeirra Ingu og Gógóar, að taka á móti börnum sem gátu verið upp um allt og út um allt og síspyrjandi. Síðan bættust við systkini eitt af öðru og urðum við fjögur í allt og sú yngsta látin heita í höfuðið á Ingu. Fyrir okkur var Inga eins og mamma númer tvö og Gógó eins og stóra systir sem við litum upp til. Þegar við urðum eldri varð Inga eins og góð vinkona. Það er svo margt hægt að rifja upp og allt eru það góðar minningar. Á Baldó var margt skemmtilegt brall- að, meðal annars var jólaundirbún- ingurinn. Þá var föndrað, bakað, bú- ið til konfekt og útbúnar jólagjafir. Inga var listræn og mikil hannyrða- kona, heklaði, prjónaði, saumaði og allir fengu eitthvað sem hún hafði útbúið. Svona var þetta alla tíð. Inga var vel lesin og góð í tungu- málum og hægt að ræða við hana um heima og geima. En það sem stendur helst upp úr er hvað hún hafði létta lund og sérstaklega góða kímnigáfu, það var gott að hlæja með henni Ingu, hvernig hún gat alltaf fundið spaugilegu hliðina á hlutunum. Nú, ef maður var farinn út í neikvæða sálma þá var bara sagt: „tökum upp léttara hjal“. Ann- að var það líka sem hún kenndi okk- ur, það var þetta með hamingjuna, það að litlir hlutir skipta máli og veita oft meiri hamingju, og hún minnti mann á textann úr laginu ,,Little things mean a lot.“ Þetta með lífsgæðakapphlaupið skiptir ekki svo miklu máli, heldur okkar innra ástand og innri gleði. Inga minnti okkur oft á litla hefð- ardömu, þó að hún byggi ekki stórt eða væri að spreða um sig. Hún var lítil og lagleg, með dökkt liðað hár og falleg blá augu, fallegt bros og dillandi smitandi hlátur. Alltaf smekklega klædd og pjattrófa. Heimili hennar var smekklegt og notalegt og þar var góður andi. Að koma í te eða kaffi til Ingu var frá- bært. Dúkur lagður á borð og fal- legt stell, gott meðlæti og Marlene Dietrich sett á fóninn. Þetta var gaman. Elsku Inga, það er ekki eins og þú sért farin, því að minningin er svo sterk og svo margt sem minnir á þig. Okkur langar að þakka þér hvað þú varst okkur systkinunum. Þú kenndir okkur svo margt sem við búum að alla tíð, svo sem að lesa, aðstoð við handavinnu, hjálp við erf- iðar uppskriftir og aðstoð við tungu- málin er kom að þeim. Þegar litið er til baka er ekki annað hægt að segja en það hafi verið forréttindi að hafa kynnst þér. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Systkinin á Baldó: Sigríður, Þorbjörg, Ingibjörg og Ingólfur. INGIBJÖRG LILJA BJÖRNSDÓTTIR Beggi bróðir minn var sá elsti af stóra barnahópnum þeirra pabba og mömmu, frá Stapaseli í Stafholtstungum. Inga systir hringdi í mig 30. júní og sagði „Beggi bróðir dó í morgun,“ en svona fréttir eru alltaf sárar þó maður haldi að maður sé viðbúinn en maður verður það aldrei. Ég kveð þig elsku bróðir minn með djúpu sári í hjarta mínu, söknuðurinn tekur við. Ég man þegar ég var heima árið 2000, þá komst þú til Ásu systur að hitta mig og það var svo gaman. Við BERGÞÓR MAGNÚSSON ✝ Bergþór Magn-ússon fæddist á Hvolsstöðum í Hvít- ársíðu í Borgarfirði 1. febrúar 1920. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Garð- vangi í Garði 29. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 9. júlí. vorum 5 systkin saman komin þá og svo síðast sá ég þig 2001 þegar ég kom til þín í Keflavík að kveðja. Ég var alltaf að heilsa og kveðja en allt- af náðum við því að hittast. Ég man þegar þú varst að koma heim að Stapaseli, þetta var stórhátíð hjá okkur fjórum yngstu að fá stóra bróður. Nú og þegar maður var svo heppinn að fá að sitja í vegheflinum alla leið fram að Hreðavatni en hann fór nú ekki hratt yfir. Ég man er þú hringdir í mig dag- inn sem ég var að fara til New York, þú spurðir hvort ég gæti komið í há- degismat, hvað langar þig mest í? Ég hrópaði soðið hangikjöt. Jú, sagðir þú, ég kann að elda það, það var eftir að Helga var dáin. Ég kom á réttum tíma, Balli keyrði mig, þú varst að segja mér frá öllum löndunum sem þið söngkórinn höfðuð sungið í og hvað þetta hefði verið mikið ævintýri. Það var alltaf svo gaman að vera með þér en nú syngur þú fyrir englana og guð. Þú ert sá þriðji af okkur systkinunum sem er kallaður heim til guðs. Elsku Beggi minn, ég þakka þér fyrir æskuárin okkar og fullorðins- árin, við systkinin vorum öll ung saman og nú erum við öll fullorðin saman. Söknuður okkar, sem eftir erum, er mikill. Drottinn gaf og Drottinn tók. Ég kemst ekki heim að fylgja þér síðasta spölinn. En í huga og hjarta verð ég þar. Elsku bróðir minn, guð blessi minningu þína. Með tárum og sorg kveð ég þig, þú gleymist aldrei. Enn þá klukkna kliður kveður mér í eyra þungt sem þunga niður þar í fjarska að heyra. Eða bylgjur brotni bresti á hæsta hjalla dánarorð frá drottni, dauðinn er að kalla. Ort af föður okkar, Magnúsi Finnssyni frá Stapaseli, Stafholts- tungum, Borgarfirði. Þín systir, Anna Erla, Miami Fl. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.