Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Til nemenda
Borgarholtsskóla
Upphaf skólastarfs haustið 2004
verður sem hér segir:bhs.is
DAGSKÓLI
Þriðjudagur 17. ágúst:
Nemendur, aðrir en nýnemar, sæki stundaskrár kl. 13:00-15:00.
ATH: Nemendur, sem eiga feril úr framhaldsskólum
en eru að byrja í BHS, komi einnig á þessum tíma.
Mánudagur 23. ágúst:
Nýnemar (fyrsta árs nemar) komi á kynningarfund og fá stundaskrár kl. 10:00.
Þriðjudagur 24. ágúst:
Kennsla hefst skv. stundaskrá.
KVÖLDSKÓLI
Innritun í kvöldskóla verður sem hér segir:
Kennsla í kvöldskóla hefst mánudaginn 30. ágúst.
Kennsla í síðdegisnámi fyrir félagsliða og aðstoðarfólk i leik- og
grunnskólum hefst 30. ágúst skv. stundaskrá sem send hefur verið til nemenda.
Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.bhs.is
Skólameistari.
Dagana 25. til 27. ágúst kl. 17:00 – 19:00
Laugardaginn 28. ágúst kl. 11:00 – 14:00
Salan á tómötum hef-ur aldrei verið meiriog síðustu daga hef-
ur staðan verið þannig að
það vantar tómata inn á
markaðinn,“ segir Aðal-
steinn Guðmundsson, sölu-
stjóri hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna, en mjög góð
sala hefur verið á græn-
meti í sumar. Aðalsteinn
segir að þetta tengist góða
veðrinu. Þá kaupi fólk
meira af grænmeti, ekki
síst tómötum.
Framleiðsla á tómötum
hér á landi hefur aukist
mikið á síðustu árum. Í
fyrra fór framleiðslan upp í
um 1.074 tonn, en hún var
um 750 tonn árið 1995. „Fram-
leiðslan hefur aldrei verið meiri en
í sumar, en í svona blíðviðri eins og
verið hefur síðustu daga er rosaleg
sala í þessu. Þetta á við um tómata,
paprikur og gúrkur. Sama má
raunar segja um kálið; það hefur
verið mjög góð sala í blómkáli,
spergilkáli og kínakáli.“
Aðalsteinn segir að það hafist
ekki undan að framleiða eins og
þarf þegar salan er svona mikil.
„Það má segja að við séum í vand-
ræðum.“
Aðalsteinn segir að verið sé að
flytja inn eitthvað af tómötum
þessa dagana sem sé óvenjulegt á
þessum árstíma þegar íslenska
framleiðslan sé í hámarki.
Aðalsteinn segir að aðstæður til
að rækta útiræktað grænmeti séu
að sjálfsögðu mjög góðar þessa
dagana þegar hitinn sé yfir 20 stig
dag eftir dag.
Miklir þurrkar á Norðurlandi
Á Norðurlandi skorti hins vegar
sárlega rigningu og það hamlaði
ræktuninni. „Ég held ég megi
segja að hér hafi ekki rignt að ráði
nema tvo daga í sumar,“ segir Stef-
án Gunnarsson, bóndi í Akursseli í
N-Þingeyjarsýslu. Hann segir
þurrkinn hamla vexti á grænmeti.
Þar sem eru sendnir garðar sé
uppgufunin mikil. Stefán segist
engu síður vera farinn að senda
gulrætur á markað en það sé
seinna en venjulega.
Grænmetisbændur á Norður-
landi hafa reynt að vökva garðana
en misjafnt er hversu auðvelt er að
koma því við. Stefán segir ástandið
mjög óvenjulegt. „Mýrar sem voru
forarblautar fyrripart sumars hafa
þornað þannig að það er hægt að
labba yfir þær á strigaskóm í dag.“
Útlit er fyrir mjög góða kart-
öfluuppskeru í ár. Það er þó ekki
endilega víst að um metuppskeru
verði að ræða. Ein eða tvær frost-
nætur síðla sumars geta ráðið úr-
slitum um hvort uppskeran verður
mjög góð eða í meðallagi.
Verðið hefur hækkað
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
var verð á grænmeti í júlí 5,7%
hærra en það var í sama mánuði í
fyrra. Í ágúst var verðið hins vegar
10% hærra en í ágúst í fyrra. Verð-
bólga á síðustu 12 mánuðum hefur
verið í kringum 3,7%.
Aðalsteinn segir að Sölufélagið
hafi ekki hækkað verð á grænmeti
þrátt fyrir mikla eftirspurn. Félag-
ið hafi ákveðið í vor að keyra á einu
verði í sumar. Venjulega hafi verð-
ið verið hæst í sumarbyrjun en að
þessu sinni hafi verið ákveðið að
halda verðinu niðri í vor og félagið
hafi ekki hækkað það þrátt fyrir
mikla eftirspurn.
Emil Kristófersson, garðyrkju-
bóndi á Grafarbakka í Hruna-
mannahreppi, er mjög ánægður
með söluna í sumar. Salan á gulrót-
um hafi verið sérstaklega góð, en
Emil hefur lagt talsverða áherslu á
hana. Gulrætur frá Grafarbakka
komu á markað um 20. júlí sem
Emil segir vera álíka snemma og
venjulega. „Það var svo mikill
þurrkur fyrripartinn í sumar að
þetta bara skrælnaði í görðunum.
Við þær aðstæður kemur upp rót-
aræxli og fleira. Þetta olli nokkrum
vandræðum.“
Hann segir mikilvægt að komast
sem fyrst með framleiðsluna á
markað því að framleiðslan sé sett
undir framleiðslustýringu þegar
líði á sumarið. Núna um helgina
verði væntanlega settur kvóti á
gulræturnar því nú sé framboðið
orðið það mikið.
Margir bændur sem rækta úti-
ræktað grænmeti hafa lagt hita-
leiðslur í garðana til að flýta fyrir
vexti. Emil segist ekki þurfa á því
að halda. „Það eru margir í kring-
um mig með upphitaða garða. Ég
þarf ekkert á því að halda vegna
þess að Skrattinn er svo ofarlega
hjá mér,“ segir Emil með bros á
vör.
Neysla á kartöflum
dregst stöðugt saman
Neysla á grænmeti hefur aukist
hér á landi ár frá ári. Þetta á þó
ekki við um allar tegundir. Neysla
á kartöflum hefur minnkað veru-
lega. Árið 1990 voru framleidd um
13.000 tonn af kartöflum, en í fyrra
var framleiðslan komin niður í um
7.100 tonn. Neyslan á kartöflum
hefur að auki breyst mikið. Stór
hluti framleiðslunnar er seldur
sem franskar kartöflur eða unnir
kartöfluréttir.
Framleiðsla á rófum og gulrót-
um hefur hins vegar aukist mikið.
Aðalsteinn segir að yfir sumarið
þýði ekkert að reyna að flytja inn
gulrætur því að íslensku gulræt-
urnar séu svo miklu bragðbetri.
Fréttaskýring | Neysla á grænmeti eykst
mikið þegar heitt er í veðri
Salan aldrei
verið meiri
Miklir þurrkar á Norðurlandi valda
grænmetisbændum erfiðleikum
Miklar annir eru hjá garðyrkjubændum.
Tómatar seljast afar vel í
hitunum þessa dagana
Alþekkt er að landsmenn hóp-
ast í ísbúðirnar og fá sér ís þegar
mjög heitt er í veðri. Ísframleið-
endur hafa vart undan að fram-
leiða ís þessa dagana. En það
sama á við um grænmet-
isbændur. Sala á grænmeti eykst
í hitunum og bændur sem fram-
leiða tómata hafa ekki undan þó
að framleiðslan hafi aldrei verið
meiri. Sala á öðru útiræktuðu
grænmeti hefur einnig verið góð
í sumar.
egol@mbl.is
EFLAUST hafa einhverjir íbúar
vesturbæjar í Reykjavík farið
fýluferð í Vesturbæjarlaugina í
blíðviðrinu í vikunni, því sund-
laugin er lokuð vegna viðgerða.
Jens Á. Jónsson, forstöðumaður
Vesturbæjarlaugar, segir að öll-
um laugum sé lokað tvo til þrjá
daga á ári vegna viðgerða og við-
halds. Vesturbæjarlauginni verði
þó lokað lengur að þessu sinni
þar sem taka þurfi allt laug-
arkerið í gegn og mála það.
Kerið var málað í fyrra, en
Jens segir að það verk hafi ekki
heppnast sem skyldi. Því hafi
þurft að taka það í gegn að nýju.
Upphaflega var ætlunin að opna
laugina 21. ágúst næstkomandi,
en vegna veðurblíðunnar und-
anfarna daga verði reynt að opna
hana fyrr. Gerir hann ráð fyrir
því að opnunin verði auglýst í
vikunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vesturbæjarlaug lokuð vegna viðgerða
HEILDARFJÖLDI frjókorna
reyndist vel yfir meðaltali á Akur-
eyri í síðasta mánuði og hefur ekki
orðið jafnmikill síðan sumarið 2000.
Júlímánuður var einnig í rúmu með-
altali í Reykjavík. Í fréttatilkynn-
ingu frá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands segir að útlit sé fyrir að
frjótímanum ljúki með fyrra fallinu á
höfuðborgarsvæðinu í ár, eða um 20.
ágúst, líkt og gerst hefur síðustu tvö
sumur.
Á Akureyri fór frjótala grasa fyrst
yfir 30 frjó á m³ 6. júlí og 22. júlí yfir
100 frjó á m³. Á átta af tíu síðustu
dögum júlímánaðar var frjótalan yfir
30 frjó á m³. Frjótími grasa er sagð-
ur enn í hámarki, aðrar tegundir
mældust stopult og var frjótala
þeirra undir 10 frjó á m³, oftast 1–2.
Náttúrufræðistofnun segir að
venjulega sé mikið um grasfrjó á Ak-
ureyri í ágúst og að oftar en ekki
mælist seinna hámark sumarsins í
síðustu viku ágústmánaðar. Í ár
megi þó búast við því í fyrri helmingi
mánaðarins. Þar ræður þó miklu
hvort þurrir vindar ríkja, en vætutíð
og þoka hamla dreifingu frjókorna.
Heildarfjöldi frjókorna reyndist í
rúmu meðallagi í Reykjavík í júlí og
voru grasfrjó fleiri en í meðalári. 9.
júlí fór frjótala grasa í fyrsta skipti
yfir 30 frjó á m³ og hefur það gerst
ítrekað síðan, þannig að meðalfrjó-
tala fyrir seinni hluta júlí er nálægt
47 frjó á m³.
Nokkrar grastegundir eru enn í
blóma á höfuðborgarsvæðinu og þar
sem veður hefur verið þurrt fyrri
hluta ágústmánaðar er líklegt að
frjótölur verði háar.
Fjöldi frjókorna yfir meðallagi