Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það er eflaust mörgumgleðiefni að norður-írskisöngvarinn Van Morrisonsé væntanlegur hingað tillands, en eins og komið
hefur fram í fréttum heldur hann
tónleika hér á landi á vegum Jazzhá-
tíðar Reykjavíkur 2. október næst-
komandi. Morrison hefur verið með
fremstu söngvurum allt frá því hann
sló fyrst í gegn fyrir fjörutíu árum,
en það var einmitt árið 1964 sem
Morrison kom lagi fyrst á topp tíu í
Bretlandi, blússlagaranum Baby
Please Don’t Go. Síðan eru plöt-
urnar orðnar býsna margar og þó
Morrison hafi ekki verið metsölu-
stjarna eru fáir tónlistarmenn
áhrifameiri í rokksögunni.
Tónlist í hávegum
George Ivan Morrison fæddist í
Belfast á Norður-Írlandi 31. ágúst
1945. Tónlist var í hávegum höfð á
heimilinu, móðir hans var söngkona
og faðir hans mikill áhugamaður um
djass og blús og síðar skiffle-tónlist,
sem var gríðarlega vinsæl á Bret-
landseyjum um það leyti sem Van
Morrison var tíu ára gamall. Morri-
son sótti snemma mikið í plötusafn
föður síns og sérstaklega hreifst
hann af djassi og djassblús, en hann
hefur einmitt lýst því þegar hann
rakst á plötu frá djassútgáfunni
þekktu Blue Note með saxófónleik-
aranum Sidney Bechet. Bechet
kveikti hjá honum áhuga á hljóð-
færaleik, nánar tiltekið á saxófón-
leik, og þegar Morrison tók upp
hljóðfæri í fyrsta sinn var það ein-
mitt saxófónn, en hann átti líka blús-
munnhörpu.
Ekki vantaði hæfileikana hjá pilti
og tólf ára gamall var hann farinn að
spila skiffle með hljómsveitinni
Deannie Sands and the Javelin, en
skiffle-tónlist, bandarískur þjóðlaga-
blús fluttur með einfaldri hljóð-
færaskipan, oft ekki nema kassagít-
ar, kontrabassa og þvottabretti,
varð geysivinsæl á Bretlandseyjum
uppúr miðjum sjötta áratug síðustu
aldar. Hann spilaði með þeirri sveit í
tvö ár, en langaði síðan í meira fjör
og skipti yfir í rytmablús- og soul-
sveitina The Monarchs, en með
henni spilaði hann á saxófón og söng
líka, eins og heyra má á smáskífu
sem sveitin tók upp á tónleika-
ferðalagi í Þýskalandi.
Um það leyti sem smáskífa Mon-
archs kom út var tónlistin sem sveit-
in lék farin að láta undan síga fyrir
meiri stuðmúsík, harðari og kraft-
meiri rytmablús. Morrison vildi líka
fá að ráða eins og endranær upp frá
því, og stofnaði því eigin hljómsveit
sem hann kallaði Them. Það var ein-
mitt með Them sem hann söng inn á
plötu lagið góða Baby Please Don’t
Go sem sló svo rækilega í gegn fyrir
fjórum áratugum, en enn vinsælla
varð næsta lag sem sveitin gaf út,
Gloria; sannkölluð rokkklassík og
með því besta sem eftir lifir frá
þessu skeiði í breskri tónlistarsögu.
Vildi ráða öllu
Morrison vildi ráða og hann vildi
ráða öllu, gat ekki sætt sig við það
þegar umboðsmaður sveitarinnar,
Bert Berns, vildi segja henni fyrir
verkum og á endanum hætti Morri-
son í sveitinni, og lýsti því reyndar
yfir að hann væri þar með hættur í
tónlist fyrir fullt og fast. Samband
hans og Berns var þó ekki þar með
úr sögunni því 1967 bauð Berns,
sem var Bandaríkjamaður,
Morrison samning við fyrirtæki
sem hann hafði þá nýverið stofnað,
Bang! Records. Morrison sló til,
fluttist til Bandaríkjanna og tók þar
upp talsvert af lögum, þar á meðal
lagið Brown Eyed Girl sem varð
geysivinsælt sumarið 1967 (þess má
geta til gamans að lagið hét upp-
haflega Brown-Skinned Girl).
Þó framan af virtist samstarfið
ætla að ganga betur en áður var
Berns samur við sig og gaf út breið-
skífu án samþykkis Morrisons,
Blowin’ Your Mind!, en Morrison
fannst lögin fæst tilbúin til útgáfu.
Það slitnaði því aftur upp úr sam-
starfi þeirra, Morrison fluttist heim
til Belfast og hætti aftur í tónlistinni
haustið 1967. Bert Berns naut þó
ekki lengi ávaxtanna af Blowin’
Your Mind! því hann fékk hjarta-
áfall á jólaföstunni það ár og lést.
Morrison var ekki seinn á sér að
semja við ekkjuna um að losna und-
an samningi sínum við fyrirtækið og
lofaði að taka upp eina plötu til. Sú
plata var tekin upp en aldrei gefin
út því í lögunum notaði Morrison
þvílíkt orðbragð og svívirðingar að
engin leið var að gefa það út auk-
inheldur sem hann bölvaði Bang!-
útgáfunni í sand og ösku og öllum
aðstandendum hennar.
Innblásinn spuni
Á meðan hann hvíldi sig frá tón-
listinni hið fyrra sinn var Morrison
að velta fyrir sér nýjum leiðum í
tónlist, langaði að steypa saman
þeim tónlistarstefnum sem hann
hafði mestar mætur á, djass, blús,
rytmablús og soul. Eftir að hann
losnaði við Bang!-samninginn gat
hann hafist handa, samdi við nýja
útgáfu og byrjaði að undirbúa nýja
plötu. Eftir að hann var búinn að
semja nóg af lögum fór hann í hljóð-
verið með hóp valinna listamanna
og tók upp plötu á tveimur sólar-
hringum, innblásinn spuna sem skil-
aði sér í plötu sem iðulega er nefnd
sem ein besta plata rokksögunnar
þó ekki sé að finna á henni eiginlegt
rokk.
Vanur maður
Morrison
Það er síst ofmælt að telja Van
Morrison með helstu söngvurum
rokksögunnar. Árni Matthíasson
rekur stuttlega hér sögu þessa
norður-írska tónlistarmanns sem
heldur tónleika hér á landi í haust.
’Morrison vildi ráða oghann vildi ráða öllu, gat
ekki sætt sig við það þegar
umboðsmaður sveitar-
innar, Bert Berns, vildi
segja henni fyrir verkum
og á endanum hætti
Morrison í sveitinni, og
lýsti því reyndar yfir að
hann væri þar með hættur
í tónlist fyrir fullt og fast.‘
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Kristín Hrafnkelsdóttir 475 6662 860 6849
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 862 1350 898 8226
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 848 9691
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarás Bisk. Hjörtur Freyr Sæland 486 8874
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 465 1287
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Skrifstofa Morgunblaðsins á Akureyri 461 1600
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 862 1286
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655
Vestmannaeyjar Guðrún K. Sigurgeirsdóttir 481 3293, 699 3293
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is