Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 17
ekki síst vegna hrákahneykslisins
svonefnda, en hann var settur í
þriggja leikja bann fyrir að hrækja
á danskan mótherja á vellinum. Þá
þótti Totti varla sýna stjörnuknatt-
spyrnu. Sérfræðingar á Ítalíu telja
að ímynd Tottis hafi skaðast mjög
við hrákaatvikið, og meta tjónið í
raun til 35 milljóna evra. Ímyndin
er nefnilega gulls ígildi fyrir
íþróttamenn í fremstu röð á Ítalíu,
sem annars staðar, og við þá dáð-
ustu eru gerðir auglýsingasamn-
ingar upp á milljónir (Del Piero
auglýsir vatn, Fiore sólgleraugu,
Cannavaro farsíma, o.s.frv.). Ann-
ars fullkomnar Totti staðalmynd
hins myndarlega og eftirsótta
knattspyrnukappa með því að vera
lofaður limafögru sjónvarpsstjörn-
unni Ilary Blasi. En kappinn leynir
einnig á sér, hann er góðverka-
sendiherra Unicef og hefur í því
samhengi leyft útgáfu brandara-
bókar, þar sem eins konar ljósku-
brandarar eru birtir á hans kostnað,
til fjáröflunar Unicef fyrir bágstödd
börn.
Á meðan Totti kemur vart til
greina í landsliðshópinn gegn Ís-
landi sökum meiðsla, er hugsanlegt
að einhverjir af stjörnum á borð við
Alessandro Del Piero, Gianluca
Zambrotta eða Gianluigi Buffon
mæti til leiks á Laugardalsvelli, án
þess að nokkuð sé tryggt í þeim efn-
um. Og hinir nafnkunnari leikmenn
hafa ýmsar hliðar:
Matmenn, eiginmenn, hetjur
Alessandro Del Piero, nefndur
Pinturicchio (eftir samnefndum
endurreisnarmálara – sökum list-
fengis með knöttinn), er bókaormur
og tónlistaráhugamaður, sagður
vera smekkmaður á innanhúsarki-
tektúr og veikur fyrir grunnþáttum
ítalskrar matreiðslu, pasta og pits-
um. Fáir efast um hæfileika hans og
tækni á vellinum – hann er ekki fyr-
irliði Juventus fyrir tilviljun – en á
þó enn eftir að verða stjarna stór-
móts í landsliðstreyjunni.
Fabio Cannavaro, fyrirliði, er
fjölskyldumaður, faðir tveggja
barna með hið þriðja á leiðinni.
Hann leikur með Inter í Mílanó og
hætti nýlega við æfingaferð með lið-
inu til Japan, þegar sonur hans var
fluttur á sjúkrahús. Cannavaro var
á leið út í flugvél með félögum sín-
um þegar símtal barst frá Napólí-
flóa, þar sem eiginkona hans var í
sumarleyfi með börnin. Sonurinn
hafði fengið djúpan skurð á fótinn,
Cannavaro bað jafnskjótt um leyfi
til þess að draga sig út úr ferða-
hópnum og flaug suðureftir.
Cannavaro er álitinn í hópi bestu
varnarmanna Evrópu og þykir
einnig koma vel fyrir utan vallar,
áreiðanlegur og einbeittur. Varla
hefur verið auðvelt að taka við fyr-
irliðabandi landsliðsins af sjálfu
goðinu Paolo Maldini, en hinn þrí-
tugi Cannavaro þykir hafa staðist
álagið sómasamlega.
Christian Vieri, stundum kallað-
ur Bobo, er þá og umtalaður leik-
maður. Hann átti fleiri skalla
framhjá marki á EM í sumar en
nokkur hefur tölu á og mun staðráð-
inn í að bæta miðið, eða beita í stað-
inn firnasterkum vinstri fæti sínum.
Vieri býr í miðborg Mílanó og er
sagður taka rispur í næturlífinu,
ekki síst eftir að stormasömu sam-
bandi hans við fyrirsætuna Elisa-
bettu Canalis lauk – aftur.
Tekið undir í þjóðsöngnum
Gianluigi Buffon mun margan
skelfa í markinu, verði hann þar í
umboði Lippis. Hann er 1,91 m á
hæð og þykir einn af betri mark-
vörðum heims. Gigi Buffon var seld-
ur frá Parma til Juventus árið 2001
fyrir 52 milljónir evra, sem þá var
fáheyrð upphæð fyrir markvörð.
Hann kemur úr mikilli íþróttafjöl-
skyldu, faðir hans var þekktur kúlu-
varpari, móðir hans tvöfaldur Ítal-
íumeistari í kringlukasti og systur
hans tvær landsliðskonur í blaki.
Buffon bræddi margt kvenmanns-
hjartað með nærveru sinni á EM,
hvort heldur sem var fyrir yfirveg-
un eða góða klippingu, en áhöld
voru um aldur hans og leysist hér
með: hann er 26 ára.
Antonio Cassano telja margir
eina helstu vonarstjörnu ítalskrar
knattspyrnu, hann er líkt og Totti
sóknarmaður hjá Roma. Cassano er
aðeins 22 ára en hann fæddist í Bari
12. júlí 1982 – daginn eftir að Ítalir
hömpuðu HM-bikarnum á Spáni!
Alla tíð síðan hafa landsmenn beðið
þess að sú sigurstund endurtæki
sig.
Þá eru ónefndir úr röðum Milan
„varnarmaðurinn fagri“ Alessandro
Nesta – sem forðast sviðsljósið en
er einn leikjahæsti maður landsliðs-
ins með yfir 60 leiki – og orkubolt-
inn Gennaro Gattuso, snaggaraleg-
ur miðvallarleikmaður og nýbak-
aður faðir, sem gefst aldrei upp og
syngur gjarnan þjóðsöng Ítala
manna hæst fyrir leiki. Ennfremur
Stefano Fiore, sem einhverjir kalla
Stefánsblóm (fiore merkir blóm) en
sá er miðvallarleikmaður hjá Val-
encia á Spáni, drekkur í sig bækur
Johns Grisham, dáir Porsche-bíla,
börn og tölvuleiki.
Þannig mætti áfram telja, en hér
skal staðar numið, enda blasir eft-
irfarandi við: Marcello Lippi er vís
með að mæta til Reykjavíkur með
kraftmikið lið en ekki endilega
stjörnum prýtt því bestu leikmenn-
ina þekkir hann eins og lófann á sér
og þarf ekki að sannreyna í vináttu-
leik. Óvænt nöfn gætu því verið með
í för, jafnvel óþekkt. „Samanlagt
þarf ég að hafa auga með fjörutíu
leikmönnum, þar á meðal fjórum
eða fimm leikmönnum U21 lands-
liðsins (...) sem og Ítölum sem leika
erlendis,“ er haft eftir Lippi á vef
FIGC í samtali um undirbúning
HM 2006.
sith@mbl.is
Reuters
Stefano Fiore leikur listir sínar á æfingu fyrir Alessandro Del Piero.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 17
Innritun og greiðsla á netinu
http://kvoldnam.ir.is og
einnig 16., 17. og 18. ágúst
kl. 16–19 í skólanum.
Kennsla hefst mánu-
daginn 23. ágúst
samkvæmt stundaskrá.
Hver eining er 4.000 kr.,
þó er aldrei greitt fyrir
fleiri en 9 einingar.
Fastagjald er 4.250 kr.
og efnisgjald þar
sem við á.
Kennsla einstakra
áfanga er með fyrirvara
um þátttöku.
Stundatöflur eru á
http://kvoldnam.ir.is
Upplýsingar
í síma 522 6500 og á
www.ir.is • ir@ir.is
Kvöldskóli
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna, innréttinga
og bygginga.
Grunnnám rafiðna 1. önn – Rafvirkjun 3.–7. önn
Rafeindavirkjun 3. önn
Raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur og hljómtæki.
Tölvubraut
Helstu áfangar eru: forritun, tölvutækni, gagnasafnsfræði og netkerfi.
Kennt er í fjögurra vikna lotum.
Listnámsbraut – Almenn hönnun
Byrjunaráfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar auk valáfanga,
svo sem skynjun, túlkun og tjáning; samtímamenning í sögulegu samhengi;
tækni og verkmenning fram yfir miðja 19. öld; og form-, efnis, lita- og
markaðsfræði. Brautin er öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám
í hönnun.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir nám
í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi.
Tækniteiknun
Fjölbreyttir teikniáfangar í AutoCad.
Meistaraskóli
Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja. Faggreinar
byggingagreina 3. önn. ATH. Nemendur skulu hafi lokið sveinsprófi
í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi.
Almennt nám
Bókfærsla, danska, enska, stærðfræði, eðlis- og efnafræði, félagsfræði,
íslenska, spænska, þýska, fríhendisteikning, grunnteikning, vélritun,
upplýsinga- og tölvunotkun.
Traust menntun í framsæknum skóla
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Bologna
2. sept.
Kr.19.990.-
7 nætur, flug, skattar,
m.v. 2 fyrir 1. Netverð.
Costa
del sol
25. ágúst.
Kr. 29.950.-
Flugsæti með sköttum,
beint flug. Netverð
Mallorka
25. ágúst
Kr. 29.950.-
7 nætur, flug, hótel, skattar,
stökktutilboð, m.v. hjón
með 2 börn. Netverð.
Barcelona
2. sept
Kr. 29.990
Flugsæti með sköttum.
Netverð
Portúgal
31. ágúst
Kr. 39.950.-
7 nætur, stökktutilboð, hjón
með 2 börn. Netverð.
Króatía
1. sept.
Kr. 39.950.-
7 nætur, stökktutilboð, hjón
með 2 börn. Netverð.