Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ein stærsta gæfa sem hverjum manni getur hlotnast á lífsins vegi er að fá að njóta samvista við gott sam- ferðafólk. Þessi stað- reynd er manni hvað ljósust þegar náinn vinur hverfur á braut. Flugvélin hefur sig á loft, ég er á leið til þess að vera viðstaddur kistu- lagningu þína, kæri mágur. Á leið- inni gefst gott tóm til að hugsa um þann tíma meðan leiðir lágu saman. Upp í hugann koma minningar um einn besta og traustasta vin sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Öll þau mörgu skipti sem fjöl- skylda mín naut ómældrar gestrisni, hjálpsemi og vináttu á heimili þínu ber nú að þakka. Víst varstu burtu kvaddur frá okkur allt of fljótt, en minningin um góðan dreng verður aldrei frá okkur tekin. Það var aðdá- unarvert hvernig þú með æðruleysi og yfirveguðum huga háðir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm, gjarna með glettnisbros á vör, harðákveð- inn í því að gefast ekki upp. Ég var 18 ára unglingur þegar ég hitti þig fyrst. Alveg frá þeim degi stóð manni allt til afnota sem þú átt- ir, bæði verkfæri, hús og bíll, að ógleymdri ómældri hjálpsemi og vináttu. Ekki í eitt einasta skipti varð okkur sundurorða í þau 32 ár sem leiðir okkar lágu saman. Slíkt er ekki sjálfgefið og það segir manni ef til vill mest hvern mann þú hafðir að geyma. Hugurinn hvarflar til liðinna sam- verustunda, fjölskylduferðirnar urðu margar, hver annarri ánægju- legri. Ekki léstu þig muna um að koma norður í nokkra daga til að hjálpa mér við húsbyggingu og margar voru ánægjustundirnar sem ÞRÖSTUR HELGASON ✝ Þröstur Helga-son fæddist í Hveragerði 20. sept- ember 1946. Hann lést 25. júlí síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju 3. ágúst. við áttum saman þegar þú varst að gera upp húsið að Hófgerði 12 í Kópavogi þar sem þið Hulda byggðuð ykkur sannkallaðan sælureit. Dagur er að kvöldi kominn, flugvélin hefur sig aftur á loft með stefnu norður yfir heið- ar. Það var heiðríkja, ró og friður yfir svip þínum er ég leit þig hinsta sinn í dag. Sú stund verður líka ljúf í minningunni. Þröstur minn. Það voru forréttindi að kynnast þér og fá að njóta vináttu þinnar, þótt nú skilji leiðir um stund. Elsku systir, Úlli, Drífa og Heiddi. Megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstundu og minning- arnar um þennan góða dreng verða ykkur að dýrmætum fjársjóði. Sigurður Brynjúlfsson. Með andláti Þrastar Helgasonar hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskyldu mína. Það tómarúm sem nú hefur myndast verður ekki auð- velt að fylla. Horfinn er á braut mik- ill máttarstólpi og gleðigjafi. Sökn- uðurinn er sár og djúpur. Sem ég sit og skrifa þessar línur er það þó ekki sorgin sem hvílir mér efst í huga heldur þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa orðið samferða svo yndislegum manni. Þakklæti fyrir að frænka mín og besta vinkona fékk að alast upp hjá svo góðum föður. Þröstur var einstaklega stoltur af börnunum sín- um enda full ástæða til. Mér er minnisstætt hversu ánægður hann var þegar Drífa útskrifaðist sem stúdent. Hann var á fleygiferð um kirkjuna með myndavél. Reyndi að sýnast hógværðin uppmáluð þegar hún tók við skírteininu sínu en stolt- ið í augum hans kom upp um hann. Barnbetri mann en Þröst er varla hægt að hugsa sér. Halldóri Tuma syni mínum þótti ekki lítil skemmt- un að fá að heimsækja „Hröst og Hundu“ í Hófgerðinu. Þar fékk hann alltaf hlýjar móttökur og Þröstur lék við hann og gantaðist. Þannig var hann líka við okkur krakkana þegar ég var barn. „Eruði svaka gellur“ man ég að gall stríðnislega í honum þegar við Drífa stigum út af baðher- berginu í Hófgerðinu með þrjátíu spennur í hárinu hvor. Það er erfitt að trúa því að ég muni aldrei heyra þessa stríðnislegu rödd framar en ég veit að ég mun aldrei gleyma henni. Og ég veit að ég og fólkið mitt erum betri manneskjur fyrir að hafa þekkt hann. Elsku Hulda, Úlli, Drífa og Heiddi. Missir ykkar er mikill og ég og fjölskylda mín biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Með þakklæti og virðingu, Herdís. Það er líkt með veg manns til mennta og aðrar leiðir sem maður fetar í lífinu að þegar litið er um öxl er hann varðaður minningum um samferðafólk. Þessar minningar hafa tilhneigingu til að dofna með árunum og nöfn og andlit fólks sem maður átti dagleg samskipti við um lengri eða skemmri tíma verða gleymskunni að bráð. Þetta á jafnt við um kennara manns og aðra. Eftir langa skólagöngu eru þó örfáir kennarar sem gleymast ekki. Þröst- ur Helgason er einn þeirra. Það er ekki öllum gefið að vera góðir kennarar. Góður kennari er sá sem vekur metnað nemandans og áhuga á námsefninu. Hann er sá sem gefur nemandanum svigrúm til að ná skilningi á námsefninu á skap- andi hátt. Góður kennari kemur þekkingu sinni skýrt og skilmerki- lega á framfæri og hefur þolinmæði til að endurtaka sig eins oft og þörf er á. Allt þetta hafði Þröstur til að bera auk þess að búa yfir þeim ótrúlega hæfileika að geta lengt spýtu. Þegar að leiðarlokum kemur eru það þó ekki þessir hæfileikar sem fá gamla nemendur til að fella tár yfir dán- artilkynningu og finna löngun til að rita örfá orð heldur ljóslifandi minn- ingin um manninn sjálfan. Það er minning um hlýtt skopskyn og þægi- lega nærveru, velvilja og gott hjartalag. Slík minning lifir. Agla Egilsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir. Djúp rödd berst innan úr hús- gagnadeildinni, ekki laus við reiði- tón. Hann snarast fram ganginn sam- anrekinn og snaggaralegur, það hafði greinilega fokið í hann. Þetta er nú meira liðið dæsir hann, getur ekkert gert nema maður haldi í höndina á því. Ekki líður á löngu þar til hann staldrar við: Ég var nú kannski full harður við þau. Ekki geta þau gert að því að þau séu óvön að vinna. Fer inn í deildina sína: Krakkar mínir ... Bætir fyrir, leysir úr flækjum, ýtir þeim mjúk- lega af stað. Sanngjarn. Hvernig skyldi nú vera best að smíða þetta .... Hafið þið nokkuð séð hann Þröst? Sest hjá honum í hádeg- inu. Þröstur, heyrðu ... Teiknum á servíettu í mötuneytinu. Fagmaður. Hefur unun af að glíma við flækjur. Var glíminn og hafði betur. Ert þú nokkuð til í að horfa yfir öxlina á mér meðan ég geri þetta? Sjálfsagt. Það var gott að vita af honum horfa yfir öxlina á sér. Hafði horft yfir þær margar. Kennari. Ég á í stríði, fer halloka. Er eitt- hvað að? spyr hann. Hefur tekið eft- ir, vill hjálpa. Fólk skiptir hann máli. Legg spilin á borðið. Hann hlustar. Kann að hlusta. Spáir í þau og hjálp- ar mér að stokka og raða. Talar mínu máli. Góður. Megi minningin um góðan dreng lýsa okkur sem hann þekktu, fram á veginn. Ég votta fjölskyldu Þrastar sam- úð mína. Jón Eiríkur. Haustið 1956 hljóp á snærið hjá hinu litla og nána skólasamfélagi á Laugarvatni þegar hjónin Helgi Geirsson og Sigríður Áskelsdóttir yfirgáfu Hreiður sitt í Hveragerði og fluttu sig um set að Laugarvatni. Helgi hafði verið skólastjóri í Hvera- gerði um langt skeið en gerðist nú íslenskukennari og heimavistar- stjóri við Héraðsskólann á Laugar- vatni. Þau komu ekki tómhent að Laugarvatni því börnin voru sex, hvert öðru efnilegra og öll báru þau falleg nöfn sem sótt voru í flóru ís- lenskra fugla: Svala, Erla, Valur, Þröstur, Haukur og Örn. Fjölskyld- an var samhent og lét sig hafa það að búa þröngt og ekki leið á löngu þar til börnin höfðu eignast nýja fé- laga og vini sem kunnu svo vel að meta gestrisni og umburðarlyndi þessarar nýju fjölskyldu að á stund- um mætti segja að í litlu kvistíbúð- inni í vesturenda skólahússins hafi orðið til fyrirbæri sem nú er í dag- legu tali nefnt félagsmiðstöð. Aðeins tveimur árum síðar lést frú Sigríður úr krabbameini á besta aldri og varð það fjölskyldunni mikið áfall. En já- kvætt lífsviðhorf og mikill andlegur styrkur gerði þeim kleift að vinna eins vel úr því og mögulegt var. Er mér til efs að finna megi samheldn- ari fjölskyldu en þessa. Við þessar aðstæður ólst Þröstur Helgason upp. Það fyrsta sem kemur í hugann þegar hugurinn hvarflar til baka til æskuáranna er hvað Þröstur var alltaf glaðvær og kátur drengur. Glettnislegt brosið var honum eðl- islægt og jákvæð afstaða til manna og málefna. Hann bjó yfir miklu jafnaðargeði og skipti sjaldan skapi. Hann átti auðvelt með nám og snemma komu í ljós óvenjulegir hæfileikar hans á sviði handmennta og þá sérstaklega smíða. Í smíðatím- um í gamla smíðahúsinu á Laugar- vatni varð fljótt ljóst hvert hugur unga mannsins stefndi og ekki skorti hann hvatninguna frá læri- meisturum sínum, þeim Þórarni Stefánssyni og Óskari Jónssyni. Þeir ljómuðu af stolti yfir verkum lærisveinsins og oft fundu piltar sem höfðu þumal á hverjum fingri að gott var að vera í nálægð við Þröst í smíðatímum því þá var þeim fremur fyrirgefin verksmæðin. Að loknu gagnfræðaprófi á Laugarvatni lá leiðin til Reykjavíkur til náms í hús- gagnasmíði. Þröstur sleit þó ekki tengslin við Laugarvatn því um líkt leyti hóf fjölskyldan að byggja Hreiður sitt á Laugarvatni og lögðu þar allir af mörkum sem þeim var unnt. Má segja að hvert handtak í þeirri byggingu sé fjölskyldunnar og þar var Þröstur mættur flestar helg- ar og í fríum sínum, vel skipulagður og bráðhagur. Að loknu tveggja ára framhaldsnámi í Danmörku hóf Þröstur að kenna við Iðnskólann í Reykjavík og kenndi óslitið frá 1971 til dauðadags. Vinnan og samstarfið við nemendur og samkennara varð hans annað helsta áhugamál. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð nemenda sinna og hvatti þá til dáða og leiðbeindi með mildilegum og yf- irveguðum hætti í anda meistara síns frá Laugarvatni, Þórarins Stef- ánssonar. Hvenær sem á Þröst var minnst við samstarfsfólk hans í Iðn- skólanum skorti ekki hólið um góðan félaga og vin. Hinn póllinn í lífi Þrastar var fjölskyldan sem var honum afar kær. Hann eignaðist mæta konu, Huldu Brynjúlfsdóttur frá Kópaskeri. Þau hafa fylgst að í þrjátíu ár og náð vel saman við að ala upp börnin þrjú sem bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Fyrir 25 árum kenndi Þröstur sér fyrst þess meins sem nú hefur dregið hann til dauða. Með skurðaðgerð og hefð- bundinni meðferð tókst að því er virtist að komast fyrir meinið og 20 góð ár fylgdu í kjölfarið. Þá varð hann fyrir nýrri árás og síðan hverri af annarri sem hann tókst á við með skapfestu sinni, jafnaðargeði og bjartsýni. Hann gafst í raun aldrei upp og ætlaði sér sigur til hinstu stundar. Við hlið hans stóð Hulda og hvatti hann og studdi á hverju sem gekk, hæglát, harðdugleg, vel skipu- lögð og með mikinn andlegan styrk. Með Þresti Helgasyni er genginn gegnheill vinur og félagi sem gott er að minnast og taka sér til fyrir- myndar á flestum sviðum. Ástvinum hans færi ég samúðarkveðju. Megi minning hans og hetjuleg barátta verða okkur leiðarljós. Guðmundur Birkir Þorkelsson. Þröstur Helgason æskuvinur minn kvaddi þennan heim á hlýjum og fallegum sumardegi sunnudegi. Brottganga hans af þessum heimi á einum fallegasta morgni sumarsins var á sinn hátt táknræn fyrir líf hans. Hann var vandaður og góður drengur, traustur og trúr ástvinum sínum, fjölskyldu sinni, vinum, starfi sínu og vinnufélögum. Það er gæfa að kynnast og eiga samleið með góðu fólki og það var gæfa fyrir okk- ur Laugvetninga þegar Helgi Geirs- son, faðir Þrastar flutti að Laugar- vatni skömmu eftir miðja nýliðna öld með fjölskyldu sína, Sigríði konu sína og börnin sex. Fjölskyldan varð fyrir þungu áfalli tiltölulega skömmu eftir komuna á Laugarvatn þegar Sigríður móðir þeirra systk- ina lést. En Helgi og börnin báru gæfu til að standa saman og styðja hvert annað í gegn um sorgina og á lífsgöngunni alla tíð síðan í gleði jafnt og sorg. Megi Guð gæta og hugga eiginkonu og afkomendur Þrastar, systkini hans og ástvini alla. Missir þeirra er mikill, en sú gæfa þeirra að hafa átt hann að er líka mikil. Stefán Ásgrímsson. Að eilífðarströnd umvafinn elsku, frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum sem lifa. Með vinarkveðju, Jóna Rúna Kvaran. HINSTA KVEÐJA Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.