Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja, Solla og kis- ur. Þannig var undir- skriftin á jólakortum frá frænku minni og skólasystur, Sólveigu Guðmundsdóttur. Við frænkurnar kynntumst sem unglingar, vorum báðar keppendur fyrir HSK á lands- móti UMFÍ að Eiðum 1968, hún í sundi, ég í frjálsum íþróttum. Þá voru samgöngurnar með öðru móti en nú. Frá Suðurlandi tók það tvo daga að aka í rútu norðurleiðina til Egilsstaða, vera þrjá daga á mótinu og tvo daga heim. Þetta var góður tími fyrir frænkur að kynnast. Veturinn 1969 til 1970 vorum við Solla í Húsmæðraskólanum á Laug- arvatni ásamt 50 öðrum námsmeyj- um. Hópnum var skipt upp í flokka og lentum við Solla saman í C-flokki. Þannig lærðum við saman prjóna- skap, útsaum og vélsaum eina vik- una, eldamennsku, þjónustu og bakstur aðra vikuna og hreingern- ingu og þrif þá þriðju. Við Sólveig kynntumst vel þennan vetur. Hún var mjög samviskusöm við öll verk- efni sem okkur voru falin og gerði það vel sem hún átti að gera. Ég man að henni leiddist útsaumur alveg sérstaklega mikið, en eitt af skyldu- verkum okkar var að sauma einn 12 manna dúk. Sólveig valdi sér munst- ur sem ekki átti að vera mjög sein- legt, en þar sem áhugi hennar var meiri fyrir því að skella sér í sund- laugina og synda nokkur þúsund metra en að sitja yfir saumaskapn- um, dróst það á langinn að dúkurinn kláraðist. Síðustu næturnar áður en við áttum að skila verkum okkar, vakti Sólveig tímunum saman og ég man að hún tautaði mikið um það hvað það væri fáránlegt að þvinga fólk til að sauma út í svona stórt stykki, sem hún hafði lofað okkur að hún myndi aldrei sýna nokkrum manni. Auðvitað lauk hún sínu stykki eins og öðru sem henni var ætlað að gera. Eftir dvölina í Húsó lágu leiðir okkar sjaldnar saman, þó höfum við skólasysturnar alltaf hist á fimm ára fresti og var Solla ævinlega mætt. Fyrir fjórum árum fórum við skóla- systurnar í skemmtiferð um Árnes- þing og var Sólveig með í för, glöð og kankvís eins og ævinlega. Þá komst ég að því að hún átti vin sem Halldór heitir og var hún mjög glaðleg yfir þeirri frásögn. Sólveig var mikil íþróttakona alla SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Sólveig Guð-mundsdóttir fæddist á Selfossi 24. apríl 1950. Hún and- aðist á Landspítalan- um við Hringbraut fimmtudaginn 8. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. júlí. tíð, synti mikið og á seinni árum vann hún til verðlauna í keiluspili. Henni var mjög annt um fjölskyldu sína, sinnti starfi sínu af áhuga og alúð, en kis- urnar voru einnig sér- stakt áhugamál hennar. Við frændfólkið í Vorsabæjarleggnum munum sakna góðrar frænku og skólasyst- urnar frá Laugarvatni berum tár á hvarmi. Unnur Stefánsdóttir. Með þessum línum kveðjum við góða vinkonu og keppniskonu fram í fingurgóma en Solla hefur leikið keilu allt frá stofnun hennar hér á landi 1985. Hún hefur leikið fyrir hönd síns lands í mjög mörgum keppnum og verið reyndasta konan í þeim efnum. Ekki hefur staðið á hennar aðstoð með hvað það sem þurfti að gera eins og að sjá um að þvo landsliðsbúninga og eitt sinn tók kvennalandsliðið sig til og saumaði á sig pils með tilsögn Sollu. Henni þótti ekki gott að vera í pilsi en lét sig þó hafa það fyrir liðið. Margar minningar eigum við frá ótalmörgum mótum og félagssam- komum þar sem Sollu verður nú sárt saknað. Keilusamband Íslands sér nú á eftir einum af sínum fremsta leikmanni. Elsku Dóri og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl þú í friði. Keilusamband Íslands. Að kveðja Sollu er mjög erfitt. Eftir standa ótal minningar um þessa frábæru konu sem átti sér engan líka. Ég kynntist henni í gegnum keil- una og með okkur þróuðust sterk vináttubönd. Ótalmargar landsliðsferðir fórum við í saman, í síðustu landsliðsferð vantaði óneitanlega Sollu til að full- komna þá ferð. Þegar ég flutti í Grafarvoginn 1992 var ákveðið af heimilisfólkinu að fá sér kött, og það kom ekki annað til greina en að leita til Sollu um að útvega hann. Ekki stóð á því hjá henni og valdi hún hana Brendu okkar sem enn er hjá okkur úr hópi margra kettlinga og sagði við mig að þessi væri bestur. Hún þekkti sínar kisur og hefur átt þær margar um dagana en Rellir, elsti köttur sem ég hef kynnst, dó í fyrra, þá 21 árs, hann var henni mjög kær. Solla og ég höfum spilað saman í liði í mörg ár og hefur okkur gengið mjög vel enda var hún framúrskar- andi keilari, hún stundaði okkar íþrótt mest allra keilara og uppskar samkvæmt því. Það var mikil gleði þegar tveir vinir okkar opinberuðu trúlofun sína á gamlársdag árið 2000 en hjá Dóra átti Solla bæði góðan vin og keilufélaga. Gamlárskvöld og nýársnótt verða ekki söm nú þegar hún mætir ekki. Veikindi Sollu gerðu vart við sig fyrirvaralaust fyrir rétt rúmu ári en þá vorum við að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitil, hún fór til læknis sem tappaði vatni úr lung- unum á henni en um kvöldið var hún mætt til að spila og lét ekkert stoppa sig, svona var Solla, hún vildi ekki láta sitt eftir liggja og lagði meira á sig en nokkur annar sem ég þekki. Veikindi Sollu sýndu hvað hún átti marga vini því á hverjum degi var fullt út úr dyrum á sjúkrastofunni hjá henni og þurftu menn að skrá sig inn og út í gestabókina hennar. En því miður tók sjúkdómurinn sig upp aftur í vetur og hefur nú lagt enn eitt stórmennið að velli. Ég kveð hana með þessum línum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Dóri og allir þeir ættingjar og vinir sem syrgja nú góða konu. Megi Guð styrkja okkur á þessari stundu. Theódóra Ólafsdóttir (Dóra) og fjölskylda. Sólveig Guðmundsdóttir þroska- þjálfi kvaddi þennan heim á hásumri langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um 30 árum þegar vinnuheimilið Bjarkarás tók að sér að vinna fyrir Umferðarráð og umferðarskólann Unga vegfarend- ur. Solla eins og hún var oftast kölluð hafði umsjón með þessu verki frá byrjun eða þar til hún varð að hætta störfum vegna veikinda á þessu ári. Öll samskipti við Sollu voru eins og best verður á kosið. Allt stóð eins og stafur á bók sem hún tók að sér. Vegna starfs mín kom ég oft í Bjark- arás og sá hve gott samband var á milli Sollu og skjólstæðinga hennar, barna og ungmenna sem sem vinna í Bjarkarási. Léttur andi og glaðvær einkenndi vinnustaðinn þar sem Solla réð ríkjum. Unga fólkið sem þar vann var allt eins og börnin hennar og hún bar mikla umhyggju fyrir þeim. Missir þeirra og sam- starfsfólksins í Bjarkarási er mikill. Solla sótti Laugarnar í Laugar- dalnum daglega. Það var segin saga að ef ég fór í sund seinni part dags var Solla þar, annað hvort að synda eða í heita pottinum. Solla var íþróttakona og vann ýmis afrek á sviði íþrótta. Aðrir geta betur en ég sagt frá þeim afrekum. Við mig ræddi hún hin síðari ár aðallega um keiluíþróttina sem hún stundaði af kappi. Hún sagði mér oft frá keppn- isferðum sínum í keilu bæði innan lands og utan. Þegar ég hitti hana síðast í sundi í febrúarmánuði s.l. fannst mér hún vongóð um bata, þó hún vissi að full- komin lækning fengist ekki. En það fór á annan veg, þegar ég kom til landsins eftir nokkurra mánaða úti- vist frétti ég að Solla væri látin. Það er með virðingu og söknuði sem ég kveð Sólveigu Guðmunds- dóttur og þakka henni fyrir sam- starfið. Eiginmanni hennar, systkin- um og öllum í Bjarkarási votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Margrét Sæmundsdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Elskulegur faðir minn, afi og bróðir, BJARNI ÁGÚSTSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Bryndís Bjarnadóttir, Melkorka Sóley Glúmsdóttir, Kristján Ágústsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÍMONÍA ÁSGEIRSDÓTTIR, Engjavegi 7, Ísafirði, áður Neðri Tungu, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju mánu- daginn 16. ágúst kl. 14.00. Ágústa Benediktsdóttir, Bjarni L. Gestsson, Laufey Benediktsdóttir, Sigurborg Benediktsdóttir, Jónas Björnsson, ömmubörn og langömmubörn. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, DAVÍÐS ARNAR ÞORSTEINSSONAR, Fosshóli, Vesturárdal, V-Húnavatnssýslu. Ásta Sveinsdóttir, Þorsteinn Baldur Helgason, Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir. Ástkær eiginkona mín, HANSÍNA JÓNSDÓTTIR, Fellsmúla 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 16. ágúst kl. 15.00. Ragnar Örn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUNNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 8. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Garðar Haukur Reynisson, Herdís Guðrún Reynisdóttir, Runólfur Björn Gíslason, Stefanía Björk Reynisdóttir, Jóhann Berg Þorgeirsson, Hörður Reynisson, Birgitta Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS GUÐMUNDSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður Freyvangi 10, Hellu, sem lést mánudaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík miðviku- daginn 18. ágúst kl. 13.30. Katrín Jónasdóttir, Fannar Jónasson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birkir Snær Fannarsson, Kara Borg Fannarsdóttir, Rakel Hrund Fannarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.